Tíminn - 08.07.1976, Qupperneq 4

Tíminn - 08.07.1976, Qupperneq 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 8. júli 1976 Hún vinnur eins og kola- námu' maður Nadia’litla Comaneci er fjórtán ára gömul. Hún er 153 cm og 37 kg. Iþróttafréttaritarar kalla hana stundum i gamni stærstu fló i heimi. Rúmenar setja allt sitt traust á hana, og vonast til þess a6 hún eigi eftir a6 færa þeim gull á Olympiuleikunum i Montreal i sumar. Nadia er fim- leikakona, og margir vilja halda þvi fram, aö hún sé ný Olga Korbut. Þetta mun þó ekki vera rétt, þvi hún er miklu betri heldur en Olga er, e6a á eftir aö verða. Taliö er, að hún eigi eftir a6 ver6a bezta fimleikakona i heimi, þegar fram llða stundir. Nadia og þjálfarinn hennar Bela Karoly æfa af miklu kappi fyrir Olympiuleikana. A leikunum mun Nadia sýna ýmsar listir, og gera margt, sem ekki var taliö hægt fyrir nokkrum árum. Þegar Nadia var ekki nema 10 ára gat hún gert allar helztu jafnvægisæfingar, sem fim- leikakonur reyna viö, og hún gat lika gert allt þaö, sem færöi Olgu þrenn gullverölaun á Olympfuleikunum 1972. Hún varö þó aö biöa þangaö til hún varö 13 ára til þess aö fá aö sýna heiminum, hvaö hún gæti. Nadia býr meö foreldrum sinum og yngri bróöur i þriggja her- bergja ibúö. íbúöin rúmar tæpast lengur þær hundraö brúð ur, sem Nadia hefur kaypt I utanlandsferöum sinum. Hún á ekki annaö fristundastarf en aö safna dúkkum, en hún hefur hins vegar aldrei tima til þess aö leika sér aö þeim. Þaö er erfitt verk aö þjálfa, ætli maöur sér aö ná árangri, sem er á heimsmælikvaröa. Tvisvar sinnum á ári leita þjálfarar i Rúmeniu aö hæfileikastúlkum I leikfimi. Ariö sem þeir fundu Nadiu, voru valdar eitt hundraö telpur, sem siöan voru látnar gangast undir sérstakt hæfnis próf. Eftir þaö voru 80 sendar heim aftur. Þegar áriö var liöiö, voru ekki nema 5 af þessum eitt hundraö eftir. Hinar voru ekki nægilega taugastyrkar, eöa Hkamsbygging þeirra var of þunglamaleg, eöa hryggurinn ekki nægilega sveigjanlegur. Næstu ár á eftir æföi Nadia þrjá tima á dag fimm daga vik- unnar. Prófessor Hollman viö Iþróttaháskólann I Köln segir: — Þetta er barnaþrælkun, sem undir flestum öörum kringum- stæöum er bönnuö meö lögum. Þetta er álika erfitt og dagsverk I kolanámu. En þessi mikla vinna bar árangur. A slðast- liönum vetri ferðaöist Nadia um Bandarikin og Kanada — þar tók hún þátt i þrem sýningum, og sex sinnum tók hún þátt í keppni. Á hverjum morgni æföi hún auk þess i þrjá tima sam- fellt. Hún tók svo með sér heim aftur til Rúmeniu nokkrar dúkkur, og minningar frá Disneylandi. Þaö var einasta skemmtunin, sem hún haföi haft af ferðinni. Hún haföi auk þess orðiö aö hafa meö sér skólabæk- urnar sinar, þvi þótt undarlegt megi viröast, er hún I skóla, og þaö sem meira er, hún er meö beztu nemendum i sinum bekk. En fólk segir, aö Nadia hafi aldrei fengiö aö vera barn, þótt ljósmyndaranum hafi tekizt aö ná mynd af henni þar sem hún er aö naga á sér neglurnar. Þaö sannar þó kannski ekki neitt, þvi margir fullorönir gera þaö Ííka. DENNI DÆMALAUSI Til hvers ertu aö brosa?

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.