Tíminn - 09.07.1976, Page 6

Tíminn - 09.07.1976, Page 6
6 TÍMINN Föstudagur 9. júH 1976 Hnignandi siðferði? Aður hefur verið á það minnzt á þessari siðu að ýmis teikn væru á lofti, sem boðuðu annað og breytt siðferði frá þvi sem þjóðin hefur vanizt. Nú liður ekki sá mánuður að dularfullt mannshvarf gerist og einatt sannanlega morð. Fjárglæfrar og auðgunar- brot virðast sifellt færast i aukana og það i öllum stigum þjóðfélagsins. öll þessi tilvik eru varnaðar- einkenni um hættulega hnignandi siðgæði. Þvi er haldið fram af kunnáttumönnum að i verðbólguþjóðfélagi þar sem rótleysi og staðfestu- leysi þróast af ofsahraða, fylgi mjög sennilega auk- in upplausn á flestum sviðum viðkomandi þjóðlifs. Þessi fullyrðing ætlar að sannast napurlega á okkur Islendingum. Fyrir fám árum vorum við þjóð sem varla þekkti morð eða manndráp. Aðrar þjóðir tóku okkur til viðmiðunar um litið, velheppnað þjóðfélag. Þetta er nú breytt. Lengra er þó siðan að fjármálasiðgæði þjóðarinnar tók á sig þann svip er það hefur nú og er þar eflaust um að kenna mörg- um samverkandi freistingum nýrikrar þjóðar, sem erfitt var og er að standast. Okkur skortir þrek og þolgæði til þess að auðgast á rólegan og staðfastan hátt. Flest miðast við skjóttekinn gróða og skamm- sýni. Við höfum vaknað upp við vondan draum þar sem sýnt er að fiskimið okkar fara óðum þverrandi. Mörg dæmi væri hægt að taka af rányrkju þeirri sem við höfum stundað, en þess gerist ekki þörf.allir þekkja þau og eru vitandi um tilvist þeirra. Það sem sárast er að við viljum samt ekki breyta um lifsstil. Svarta skýrslan boðar ekki fagnaðarerindi heldur beinlinis tortimingu ýmissa fiskitegunda við ísland og við beittum þeim rökum i deilu okkar um 200 milna landhelgi. Samt ætlum við ekki að draga úr fiskveiðunum eins og fiskifræðingar flestir telja algera nauðsyn. Við ætlum enn að iðka siði frumstæðra og vanþróaðra þjóða og hagnast sem mest, á sem skemmstum tima án þess að ihuga afleiðingarnar með skynsemi, heldúr er sleggja látin ráða kasti. Þannig eru einnig sjónarmið þeirra manna sem nú messa hvað tiðast um aukinn gróða af hernum. Burtséð frá þvi að allir hljóta að verða sammála um að aukin þátttaka hersins i islenzku þjóðlifi treystir enn frekar sess hans á islenzkri grund, þá virðist það ekki skipta þessa menn nokkru hvernig eða hvaðan peninga er aflað. Sjónarmiðið er að hér eru auðfengnir peningar i seilingu og til þeirra gripum við. Vissulega var það þáttur hins gamla siðgæðis að mönnum var ekki sama hvaðan peningar voru fengnir. Höfundur þessara lina vill trúa þvi að enn sé, þrátt fyrir áróðursrykið sem talsmenn Aronsk- unnar hafa þyrlað upp, mikill meirihluti þjóðarinn- ar hlynntur hinu gamla siðferði, að menn eigi með heiðarlegu vinnuframlagi að afla launa sinna. Athyglisvert er að langflestir og áköfustu tals- menn herleigunnar eru landsþekktir f jármálamenn og hafa vasast i þeim málum frá þvi fyrir eða um seinni heimsstyrjöldina. Með hliðsjón af þvi að þeir hafa alizt upp við sjónarmið gullgrafarans um fljót- tekinn gróða og þekkja ekki annað> eru hugmyndir þeirra skiijanlegar. Almennur borgari á Islandi hefur andstyggð á spilltu þjóðlifi, hann vill heiðar- legt og réttlátt fjármálalif, hann hlýtur að hafna hermanginu og skuggaviðskiptum þeim sem þar viðgangast. Þannig verða talsmenn Aronskunnar lifandi timaskekkja. PE. Umsjónarmaður: Pétur Einarsson Nýjar hugmyndir um skipan kjördæma og kosningalaga á Islandi Gins og áöur hefur veriö skýrt frá hér þá er kominn Ut bæklingur á vegum SUF, sem fjaliar um skip- an kjördæma og kosningalaga á tslandi. Til þess aö vekja frekari athygli á bæklingi þessum veröa birt hér niöurlagsorö nokkurra þeirra sem eiga greinar i honum. Ungir- framsóknarmenn eru eindregiö hvattir tii þess aö eignast þetta ritverk og kynna sér þannig itar- lega þær hugmyndir sem uppi eru um breytingar. Bæklingurinn er fáanlegur á Rauöárárstfg 18. Rvk. Jón Skaftason „Ég vil aö endingu lýsa nokkr- um skoöunum um grundvallar- atriöi varöandi endurskoöunar- markmiö stjórnarskrárinnar um kjördæmaskipan og kosningalög: 1. Endurskoöunin veröur aö bein- ast aö jöfnun kosningaréttar kjósenda, hvar sem þeir búa. Þó er eölilegt aö þyngd at- kvæöis I dreifbýli sé meiri en i þéttbýli. 2. Fyrirmæli um kjördæmaskip- un og kosningafyrirkomulag flytjist úr stjórnarskrá aö mestu leyti yfir I kosningalög. Aöeins meginatriöin haldist i stjórnarskránni. 3. Hlutfallskosningar veröi i nokkrum stórum kjördæmum, t.d. 10 — þ.e. Reykjavlk og Reykjaneskjördæmi veröi hvoru skipt I 2 kjördæmi meö eins miklum möguleikum fyrir kjósanda aö velja á milli frambjóöenda á listum og fært er meö tilliti til sanngjarnra áhrifa flokkanna á hVaöa fram- bjóöendur þeir helzt vilja á þing. Vitna ég I þessu sambandi til danska kosningakerfisins. 4. Alþingi á aö vera I einni mál- stofu, en ekki tveim.” kjördæmi núgildandi skipulags skapa allmörg svokölluö „örugg sæti” hjá stærstu flokkunum, þannig aö þing- menn þessara flokka fá stööu, er minnir á réttarstööu opin- berra embættismanna. Sú hreyfing og breyting, sem er æskilegur fylginautur lýöræöis er naumast fyrir hendi. Meö þriggja manna kjördæmum fækkaði öruggum sætum, og kosningar fengju um leiö meiri merkingu. E. Kjördæmaskipunin tryggir ekki nægilega tengsl þing- manna og kjósenda.” Jón Sigurðsson: „Þaö er nú raunar ekki margt, sem ég á eftir aö segja. Ég vií aöeins rekja þaö, aö þau mark- miö, sem ég hef lagt til grund- vallar þessum oröum, eru þau, aö þingmenn beri beina persónulega ábyrgö andspænis kjósendum sinum og kjósendur hafi greiöa leiö aö fulltrúum sinum, og aö kosningar séu ekki peningalegt stórfyrirtæki. Þaö gefur auga leiö, aö þegar kjördæmi eru mjög stór, þá veröur kosningastarfiö allt viöameira og krefst meira fjármagns, og þaö út af fyrir sig er vafasamt frá lýöræöissjónar- miöi. 1 þriöja lagi miöa ég viö, aö kjósendur hafi svo mikiö og frjálst val sem fært þykir. 1 fjóröa lagi, eins og ég gat um áöan, tel ég mikilvægt, aö staöbundin rétt- mæt sjónarmiö nái aö koma fram, og aö kerfiö sé aö einhverju leyti sveigjanlegt meö tilliti til búferlaflutninga i landinu. I 5. lagi skiptir miklu að náö sé einhverju þvi marki, sem viö gæt- um kallaö skynsamlegt jafnvægi milli réttlætis og jafnaöar i at- kvæöisrétti, hvaö snertir þá mis- jöfnu félagslegu aöstöðu, sem þegnarnir búa viö vegna búsetu sinnar. 1 sjötta lagi hlýtur það að vega þungt, aö stuðlaö sé aö festu I stjórnkerfinu og komið i veg fyrir of mikla sundrung og upp- lausn, um leiö og lýöræöislegur breytileiki og sveigjanleiki eru virtir. I sjöunda lagi veröur kerfiö auövitaö aö vera hlutlaust and- spænis flokkshagsmunum. Þaö er alveg fráleitt, aö framsóknar- menn falli i þá gryfju, sem aörir flokkar hafa fallið I, aö gera til- lögur eöa beita sér fyrir breytingum á kjördæmaskipan og kosningakerfi, sem miöast aöeins viö flokkshagsmuni. A sama hátt er það einnig fráleitt aö hverfa frá skynsamlegum umbótum af þeirri ástæöu einni, að þær kæmu illa viö einhverja þá stjórnmála- hreyfingu, sem lifir I núverandi fyrirkomulagi, en myndi hverfa af sjónarsviöinu, ef skynsamlegri skipan yröi upp tekin. Þaö er eins og Hákon Noregskonungur sagöi: „Ég er lika konungur kommúnistanna”. Þaö veröa allir aö búa viö þá skipan sem upp er tekin, og þvi er fyrir miklu, aö all- ir geti unaö þolanlega viö sinn hlut og einskis réttur-sé fyrir borö borinn meö öllu. í áttunda lagi veröur kerfiö svo, loks, aö vera eftir föngum einfalt og skýrt. Viö vitum þaö öll, aö ráöstefna sem þessi og nefndir á vegum lýö- veldisins eöa annarra koma þess- um málum ekki fram, en þær eru hins vegar mikilvægar til þess aö ræöa málin, kynna þau og til þess aö þrýsta á um framkvæmdirnar. Vitaskuld veröur þaö svo næst, þegar aö veröur gert, eins og áöur aö kjördæmamáliö kemur skyndilega upp, þegar pólitiskar aöstæöur veröa meö þeim hætti, að hentugt verður taliö aö hafa kosningar um þessi mál. En hlut- verk ráöstefnu sem þessarar er þaö aö ræöa málið og kynna þaö, þannig aö einhverjar málefna- legar hugmyndir liggi fyrir og hægt-sé aö ýta á um einhverjar ákveönar tillögur, þegar þar aö kemur.” Sigurður Gizurarson: „1 ljósi hinna helztu sjónar- miöa, er máli viröast skipta viö úttekt á kjördæmaskipun, vil ég aö lokum segja þetta um núgild- andi fyrirkomulag hlutfalls- kosninga I stjórum kjördæmum: A. Kjördæmaskipun er einföld aö þvi leyti að kjósandi þarf aö- eins aö setja kross viö bókstaf þess lista, er hann vill kjósa. Aö þessu leyti er tilhögunin I reynd of einföld, þar sem kjósandi er sviptur frelsi til aö velja per- sónulega á milli frambjóöenda eöa til aö setja saman sinn eig- in lista. Hins vegar er kjör- dæmaskipunin of flókin hvaö varöar afleiöingar atkvæöa- greiöslunnar. Kjósandi á erfitt meö að gera sér grein fyrir, hvort hann er aö kjósa eöa fella uppbótarmann sins eigin flokks eöa annarra, þegar hann lætur atkvæöi sitt falla. B. Kjördæmaskipunin telst rétt- lát gagnvart 4—5 flokka kerfi hér á landi. Meö uppbótarsæt- um hafa þeir 4—5 flokkar, sem boöiö hafa fram, fengið all- viöunanlegt hlutfall þingsæta miðað viö atkvæöatölu. Hins vegar tekur tilhögunin ekki til- lit til minnihluta, sem tengdir eru tilteknum landsvæðum, eöa a.m.k. sú hætta er fyrir hendi. C. Kjördæmaskipunin er ekki nægilega skilvirk, þ.. stuölar ekki aö nægilega hreinum lin- um i kosningum né heldur nægilega traustum þingmeiri- hluta hverju sinni aö baki rikis- stjórn. Þannig missti „Vinstri stjórnin” nauðsynlegan meiri- hluta á Alþingi, er einn þing- maður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna hætti stuðn- ingi viö hana á þingi. D. Lokaðir listar og 5—6 manna Seljum í dag: 1976 Austin Mini 1975 Austin Mini 1975 Vauxhall viva de luxe 1975 Ford Cortina XL 1974 Scout II V 8 sjálfskiptur vökvastýri 1974 GMC Jimmy V8 sjálfskiptur meö vökvastýri 1974 Chevrolet Nova 1974 Vauxhall viva de luxe 1974 Austin Mini 1974 Scout II 6 cyl. beinskiptur 1974 Citroen G.S. 1220 Club 1973 Chevrolet Blazer Custom 1973 Chevrolet Laguna 4ra dyra sjálfskiptur vökva- stýri 1973 Chevrolet Laguna Coupe 1972 Land rover disel 1972 Opel Rekord coupe 1972 Saab 96 1971 Chevrolet Nova 1971 Opel Rekord 4ra dyra 1971 Citroen Ami 8 1971 Volkswagen Fastback G.L. 1600 1968 Plymouth Satellite 2ja dyra V8 sjálfskiptur. Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.