Tíminn - 10.07.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 10.07.1976, Blaðsíða 12
12 TÍMINNj Laugardagur 10. júll 1976 Bernhard Nordh: I JOTUNHEIMUM FJALLANNA 13 Jónas og Sveinn ölafur kinkuðu kolli þyngslalega, en Margréf sagði með miklum vandlætingarsvip: — Þið haldið þó ekki, að hún sé orðin galin, þótt henni lítist vel á Pella? Mér finnst hann reglulega geðslegur piltur. — Það kemur ekki málinu við, rumdi Páll. Eiríka verður étin lifandi, ef hún f lytur yfir á Saxanes, og það ætti pabbi að vita. — Ég veit, hvað fyrir pabba vakir, sagði Jónas með semingi. Hann heldur, að allt lagist, ef hann mægist við það á Saxanesi. En ekki ætla ég að syngja sálma í þvi brúðkaupi. Bræðurnir ræddu þetta mál um hríð, og Sveinn Ölafur lét í Ijós þá skoðun sína, að þeir yrðu að taka f taumana. — Hvernig ættum við að geta það? spurði Jónas, sem áieit, að þessari ógæfu yrði ekki forðað. — Það eru einhver ráð til þess. Dugi ekki annað, verð- um við að tala við Pella í einrúmi og vara hann við. Hann þorir ekki annað en hætta við þetta, þegar hann heyrir, hvað syngur í okkur. — En þau elska hvort annað! sagði Ólafía lágt og horfði stórum augum á mann sinn. Elska! tautaði Jónas fyrirlitlega. Hvaðerþaðnú — að elska? Það eru víst nógir aðrir handa henni að elska, ef það er henni einhver lífsnauðsyn. — Maður getur ekki elskað hvern sem er, Jónas. — O- jæja! Ekki elskað hvern sem er! Annars skalt þú ekki skipta þér af því, sem þú hefir ekki vit á. Ef þú hefðir verið hér eins lengi og við, þá myndirðu skilja, að það getur aldrei orðið til annars en ógæf u fyrir stúlku f rá Marzhlíð að flytja að Saxanesi. Og Eiríka þarf ekki að gera það. Þaðer ungur maður á Straumnesi, sem lízt vel á hana, og þar myndi henni líða vel. Ölafía svaraði ekki. Hún hafði alltaf haft beyg af Jón- asi, og hún sá það á Sveini Ölafi, að hún gat ekki vænzt hjálpar frá honum. En Margrét var hvergi smeyk. — Lars hefði ekki farið að Saxanesi með Eiríku, ef þetta væri eins viðsjárvert og þið látið í veðri vaka, sagði hún hiklaust. Hvers vegna ætti henni ekki að geta liðið vci ú CoxarlGSI r raun rcitu o Cvi. ju. ai..— r i»rg3»tr.rih Páll og Sveinn ólafur gutu augunum hvor til annars. Hvorugur þeirra hafði innt að því orðum við konur sínar, hvílík óvild hafði ríkt milli fólksins á Saxanesi og Marzhlíð. Segðu þeir þeim nú, hverju þeir höfðu orðið að búa undir, myndu þærskilja það? Nei — það skyldi fá að liggja í þagnargildi Þær gátu orðið svo hræddar, að þær þyrðu alls ekki að vera einar heima. En Jónas var ekki að hugsa um það. — Ég hefi sagt ykkur, að pabbi fór með Eiríku yf ir að Saxanesi. Pabbi hefir sín sjónarmið, og við höfum líka fengið að heyra, hvernig við eigum að lifa lífinu. Hann hefir sjálfsagt rétt fyrir sér að einhverju leyti, en þá þyrfti maður að eiga heima einhvers staðar annars stað- ar. Sá úlfurinn, sem alltaf hörfar undan, þegar hann mætir mótspyrnu, verður hvorki sælastur né langlífast- ur. O nei — villidýrin komast því aðeins vel af, að þau noti klær og kjaft, og ætli það gildi ekki eitthvað svipað um mannskepnuna? Sá, sem hagar sér eins og pabbi, og greiðir aldrei högg fyrir högg — hann er dáðleysingi. — Kallar þú föúr þinn dáðleysingja? hrópaði Margrét. — Kallar þú föður þinn dáðleysingja? hrópaði Margrét. Brjóst Jónasar þandist út, og hann sendi konunni augnaráð, sem skaut henni skelk í bringu. — Nei, þaðgeri ég ekki, sagði hann með erf iðsmunum. Pabbi er eini maðurinn, sem ég þekki, er getur gert það, sem hann gerir, án þess að neinn leyf i sér að líta niður á hann. En ef Páll ætlaði að fara að dæmi hans — ef ólafur Sveinn eða ég ætluðum að gera það— ja, þá værum við ekki annaðen fyrirlitlegir ræf lar. Hef ir þú nokkurn tíma étið læmingja, Margrét? Það höfum við gert. Og urðum við að gera af því, að .... — Svona, Jónas, sagði Páll reiðilega og spratt á fætur. Nú er nóg sagt. — Hvernig er það — ferðu með okkur til Noregs í næstu viku? Jónas yppti gremjulega öxlum. Honum féll það miður vel, að Páll skyldi setja ofan í við hann og reyna að leiða samtalið inn á aðra braut. En svona var það. Það þurfti ekki annað en maður kvæntist — þá þorði hann ekki að segja það, sem honum bjó í brjósti. Sveinn Ölafur þagði. Hann starði bara á yngri bróður sinn, eins og hann hefði ekki séð hann fyrr en í dag. Var pc.ua jonds 1 iti 1, sem aiarei varo uppnæmur, nema er hann heyrði getið um jarfa? Litli bróðir — ha — ha! Var hann að verða þyngstur á bárunni af þeim öllum? Ronal prins notar þegar tækifærið og kallar.upp: I'IÍIIIÍiIm I 1 Laugardagur 10. júli 7.00 Morgunútvarp Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: örn Eiðsson les „Dýrasögur” eftir Böðvar Magnússon á Laugarvatni (3). óskalög sjúklinga kl. 10.25: Kristfn Sveinbjörns- dóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. TilRynningar. Tónleikar. 13.30 tJt og suður Ásta R. Jóhannesdóttir og Hjalti Jón Sveinsson sjá um sið- degisþátt með blönduðu efni (16.00 Fréttir. 16.15 Veður- fregnir). 17.30 Eruð þið samferða til Afriku? Ferðaþættir eftir Lauritz Johnson. Baldur Pálmason les þýðingu sfna (10). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45. Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 FjaðrafokÞáttur i umsjá Sigmars B. Haukssonar. 20.00 óperutónlist: Þættir úr „Töfraflautunni eftir Mozart Evelyn Lear, Roberta Peters, Lisa Otto, Fritz Wunderlich, Dietrich Fischer-Dieskau, Franz Crass o.fl. syngja ásamt út- varpskórnum I Berlin með Fllharmoníusveitinni I Berlin, Karl Böhm stjórnar. 20.45 Framhaldsleikritið: „Búmannsraunir” eftir Sigurð Róbertsson Annar þáttur „Lof mér þig að leiða”. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Persónur og leik- endur: Geirmundur.... Rú- rik Haraldsson Jósefína.. Sigriður Hagalin. Baddi.. Hrafnhildur Guðmunds dóttir. Sigurllna... Sig- 'iSur- Þorvaldsdóttir. _ -I p n j Tryggvason. 21.50 Hljómsveit Hans Carstes leikur lög eftir Emmerich Kalman. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. Blöð og tímarit Sveitarstjórnarmál, nýútkomið tölublað, er helgað 100 ára afmæli verzlunarstað- ar á Blönduósi. Oddviti hreppsins, Jón ísberg, sýslu- maður, skrifar i blaðið grein um Blönduós, og á kápumynd er litprentuð ljósmynd frá Blönduósi. 1 blaðinu á Hafsteinn Þorvaldsson, formaöur UMFl, grein um þátt ungmennafélaga i menningarmálum, Stefanla Pétursdóttir, formaður Kven- félagasambands Kópavogs, skrifar um störf kvenfélaga að menningarmálum, og samtal er við Amfríði Guðjónsdóttur á Fáskrúðsfirði, einu konuna, sem gegnir emtiætti oddvita á yfirstandandi kjörtlmabili. Klemenz Tryggvason, hag- stofustjóri, á i ritinu grein um samskipti sveitarfélaga við Hagstofu Islands, og Páll L&i- dal, formaður Sambands islenzkra sveitarfélaga, skrif- ar forustugreinina, þátttaka almennings I stjórn eigin mála. Dr. Baldur Johnsen, yfirlæknir, skrifar stutta grein um fækkun vargfugla og nefn- ist hún Hreinsunarsveitir náttúrunnar. Loks er I þessu tölublaöi eins og endranær fastur fréttadálkur frá sveitarstjórnum og lands- hlutasamtökum sveitarfélaga, kynntur nýr heiðursborgari og tvö ný skjaldarmerki sveitarfélaga. AUGLYSIÐ í TÍMANUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.