Tíminn - 27.07.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.07.1976, Blaðsíða 8
TÍMINN Þriöjudagur 27. júli 1976. Bayer sala: 3.255' millj.pund. Eignir: 3.520millj. pund. Starfsmenn 169 þúsund. Hoechstsala: 3.815 millj; pund. Eignir -.Í3.730 millj. pund. Starfsmenn: 182 þús Currency figures converted at average 1975 Vates, DM 5.447 == £1 On the same basis the largest US RISAR í EFNAIDNADI t Bretlandi er aðeins eitt veru- lega stórt fyrirtæki i efnaiðnaði (ICI), en i Þýzkalandi eru þau þrjú, öll stærri en hið brezka. Ekki nög með það, framleiðni þeirra er h'ka meiri, og þau stækka hraðar. Þýzku fyrirtækin eru einnig stærri en ameriskir keppinautar þeirra, og þau eru leiðandi á mörkuðum Evrópu, ekki aðeins hvað varöar markað- inn sem sh'kan, heldur i tæknileg- um framförum. Skrifstofur og framleiðslusalir þýzku fyrirtækjanna þekja bakka Rinar, þar má t.d. sjá eitt af fyrirtækjum BASF, sem hefur i þjónustu sinni hvorki meira né minna en 48 þúsund verkamenn. Þar er lika Hoechst sem ræður, en mörk þess ná yfir marga klló- metra af bökkum árinnar. Bayer er hið þriðja sem um verður rætt i þessari grein, en það er i Leverkusen skammt frá Ford verksmiðjunum. Það er einkum ný og betri tækni sem er einkunnarorð BASF en þeim verksmiðjum ernústjórnað af efnafræðingnum Matthias Seefelder. Matthias þessi hefur mikinn áhuga á efnafræði og á öllu þvi sem henni viðkemur. Sjálfur á Matthias 133 einkaleyfi. Það eru hins vegar tveir menn sem eru ábyrgir fyrir Hoechst, Rolf Sammett og Kurt Lanz. Hinn fyrrnefndi sér um daglegan reksturfyrirtækisins, en Lanz um markaðsmál. Raunar má segja um Lanz að hann hafi átt mestan þátt i stækkun fyrirtækisins, en hann hefur starfað i þjónustu þess i um þrjátiu ár. Bayen er byggt upp á nokkuð annan hátt en hin tvö sem hér á undan hefur veriö greint frá. Þar er það lið sérfræð- inga.sem sér um þróun fyrirtæk- isins. Stjórnarformaðurinn er Herbert Grunewald, sem átti á sinum tima mikinn þátt i að að- laga þýzkan iðnað að breyttum aðstæðum eftir striðið. öll þessi fyrirtæki eru tiltölu- lega sérhæfð. BASF helgar sig einkum oliuiðnaði, Hoechst er i efna- og lyfjaiðnaði, og Bayer hefúr með plastiðnaðinn að gera. Þá eru þau h'ka vel þekkt, hvert innan sinna marka, Bayer er þekkt fyrir mjög vandaðar ljós- myndavörur, Hoechst fyrir snyrtivörur og BASF fyrir t.d. segulbönd og fleira i þeim dúr. Þrátt fyrir að þessi fyrirtæki virðast ólik á yfirborðinu, þá kemur hið gagnstæða i ljós ef þau eru athuguð nánar. Þau eru öll yfir eitthundrað ára gömul, öll svipuð að stærð, og sögulega séð, þá hafa þau gegnt mjög svipuðu hlutverki. Þau voru mjög mikil- væg i stjórnartið Bismarck, og einnig þegar Hitler komst til valda. Þeim tókst að risa til fyrri valda og áhrifa þrátt fyrir tvo ósigra Þjóðverja i styrjöldum og öll eiga þau mikinn þátt i endur- uppbyggingu Þýzkalands. Siðafi iðnbyltingin i Þýzkalandi var ákaflega svipuð fyrri iðn- byltingunnii Bretlandi. Hins veg- ar var megináherzlan lögð á efnaiðnað i Þýzkalandi, tengsl milli visinda og efnafræði, og þvi sem að henni laut, var mun nán- ari i Þýzkalandi en i Bretlandi, og átti það ekki svo litinn þátt i þvi að Þjóðverjar fóru fram úr Bret- um. Fyrstu efnin sem Þjóðverjar framleiddu og eitthvað kvað að, voru litarefni. Það virðist ef til vill vera óraunverulegt að nefna litarefni i þessu sambandi, en þess má geta, að þegar Eng- Íendingar fundu upp hvernig væri hægt að búa tU lit úr kolatjöru, þá olli það byltingu i áframhaldi á slikum iðnaði. Þannig fann Hoechst upp grænan lit og rauð- an, sem siðar var notaður i her- mannabuxur heimsveldisins. BSAF lagði mikla áherzlu á að finna út hvernig mætti framleiða fjólubláan lit, og tókst það eftir tuttugu ára þroUaust strit. Eðli- lega leiddu rannsóknarstörf þjóð- verjanna af sér ýmislegt annað sem þeir notuðu lika óspart. Þegar fyrri heimsstyrjöldin eyðilagði markaði fyrirtækjanna, þá var þeim steypt saman i eitt, i svokallað IG Farben. Um leið og það átti sér stað var það jafn- framt orðio\stærsta fyrirtæki sinnar tegundaf; i Evrópu og þó viðar væri leitcið. Bandamenn voru hins vegar\litt hrifnir af stærð þess þegar átyrjöldin hafði verið unnin. Þeir^undruðu þvi i smærri einingar, og það var ekki fyrreneftir 1951, að þaugátuhaf- izt handa á ný. Hoechst var alls ekki svo illa á vcgi statt, þegar grænt ljós haföi fengizt. Lanz lýsir svo endurupp- byggingunni: — Verksmiðjur okkar voru að visu ákaflega illa farnar, en starfsmennirnir, þ.e. þeir sem störfuðu að rannsóknum voru enn til staðar. Þá vorum við ekki á eftir Amerikumönnum hvaö tækni varðaði. Það hjálpaði okkur mikið hve þýzka markið var skráð langt undir raunverulegu verðmæti. Við skildum það ekki þá, en i raun þá þýddi það, að við gátum komið aftur inn á markað- ina, og verið fyllilega sam- keppnisfærir. Eins fljótt og auðið var þá var hafizt handa með út- flutning, og fyrr en varði hafði þýzkur útflutningur unnið sér þann sess sem honum bar. Raunar vorum við á undan Amerikumönnum, og langt á und- an Bretum hvað erlenda markaði varðaði. Eitt var þaðsem hjálpaði Þjóð- verjum mikið. Stjórn fyrirtækj- anna var svo til óbreytt. Bretar voru með fjöldann allan af úrelt- um og stöðnuðum stjórnendum, en t.d. Hoechst var stjórnað af einum manni sem vissi nákvæm- lega hvað hann var að gera. Þaö var Karl Winnacker fyrrum for- stjóri IG, og tæknilegur fram- kvæmdastjóri Hoechst i striðinu hann var þá aðeins 39 ára að aldri. Undir hans stjórn upplifði fyrirtækið tima mikilla breyt- inga. — Við sögðum gjarnan, að einungisværi hægtaðeyða hverri krónu einusinni, sagði Lanz, svo Kurt Lanz — Hoechst. það er vistbezt að gera það á sem gæfulegastan hátt. Um þetta leyti brutu Þjóðverj- ar odd of oflæti sinu, og keyptu einkaleyfi af Bretum. Þetta einkaleyfi varð gullkista fyrir Þjóðverja, en Bretar nöguðu sig i handarbökin ilangan tima á eftir. Bayer var i þá daga ef til vill bezt þekkt af þeim þremur fyrir- tækjum sem hér um ræðir. Það hafði lika stærstu markaðina, og mesta fjölbreytni i framleiðslu. Grunewald sem nú er i stjórn fyrirtækisins, var það einnig fyrir striðið. Hins vegar dvaldi hann i rússneskum fangabúðum i nokkurn tima eftir tap Þjóðverja. Hann hafði m.a. þetta um Bayer að segja: —- Allt og sumt sem við höfðum áhuga á, var að vinna, og um fimmtán ára skeið gekk starf-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.