Tíminn - 27.07.1976, Blaðsíða 18

Tíminn - 27.07.1976, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Þriðjudagur 27. júll 1976. „ÉG GET SIGRAÐ AKII- BUA HVAR SEAA ER OG EDWIN C. MOSES... stekkur hér yfir eina grindina. HVENÆR SEM ER — Þetta var að sjálf sögðu erf itt hlaup, en ég hefði get- að gert betur, sagði undrabarnið Edwin C. Moses frá Bandaríkjunum, eftir að hann var búinna að vinna glæsi- legan sigur í 400 m grindahlaupinu i Montreal. Moses gerði sér litið fyrir og sló út f jögurra ára gamalt heims- met Uganda-mannsins John Akii-Bua, sem hann setti (47.82 sekúndur) í Munchen 1974. Moses, sem hljóp „á fullu'' hvern metra í hlaupinu, kom í mark vel á undan næsta manni — á tímanum 47.64. 72 þús. áhorf endur sem sáu hlaupið fögnuðu þessum leggjalanga blökkumanni gífurlega og hann dansaði um völlinn. — Ahorfendurnir voru stór- HIUITBI1 H I kostlegir, ég á þeim mikið að iVlllla I KltiLTÍnt þakka, enda tviefldist ég, þegar ■illlliiiliinfc M V ég heyrði köll þeirra, sagði Moses eftir hlaupið. Þeir áhorfendur, sem urðu vitni aö þessu hlaupi munu seint gleyma þvi. Edwin C. Moses, hinn 20 ára gamli Ohio-drengur frá Dayton, uppgötvaði fyrir einu ári að hann gæti notað sinar löngu og sterku fætur til að hlaupa með. Hann byrjaði keppnisferil sinn á að hlaupa 100 og 200 m hlaup, en þar sem hann var einnig mjög góður að stökkva, ákvað hann að snúa sér algjörlega að grindahlaupi. Moses vakti fyrst á sér athygli i marz sl. þegar hann var farinn að hlaupa 400 m grindahlaup á 50.1 sekúndu — og hann varð sterkari og sterkari með hverjum degi. Þegar hann tók þátt i sinu þriðja hlaupi i júni, hljóp hann á 48.90 sekúndum. — Þá varég ákveðinni að setja stefnuna á heimsmetið, og hirða það af John Akii-Bua hér i Montreal. Ég æfði þrotlaust fyr- ir átökin við þennan sterka Uganda-hlaupara, sem siðan gat ekki tekið þátt i keppninni, þar sem stjórnmálamenn i Uganda kölluðu hann heim, sagði Moses. — En eftir að Akii-Bua var far- inn heim, ákvað ég að sanna það á eftirminnilegan hátt, að ég er sá bezti. Mér tókst það og takmark- Geysilegt sentimetra stríð í kúluvarps keppninni 20 ára Þjóð- verji kom, sá og sigraði.... Ude Bayer frá A-Þýzkalandi kastaði 5 sentímetrum lengra en heims meistarinn frá Sovétríkjunum ★ Bandaríkjamenn fengu ekki verðlaun í fyrsta skipti í 40 ár — Ég gerði mér ekki miklar sigurvonir, því að keppi- nautar minir voru sterkir. Ég lagði allt sem ég átti í sigurkastiðog óneitanlega er það skemmtilegt að standa uppi sem sigurvegari. Ég var mjög vel upplagður þegar keppnin byrjaði, en að þetta gæti gerzt, það grunaði mig ekki, sagði hinn 20 ára A-Þjóðverji Ude Beyer, sem kom, sá og sigraði í kúluvarpinu. — Hann skaut heims- meistaranum frá Rússlandi, Alexander Bárisnikov, sem setti Olympíumet (21.32 m) í undankeppninni, ref fyrir rass, og þurfti þessi sterki Rússi að gera sig ánægðan imeð bronsið. Ágúst í sviðs- ósinu — setti met í 3000 m hindrunarhlaupi AGÚST ASGEIRSSON keppti i undanrásum i 2000 m hindrunarhlaupi á sunnu- daginn i Montreal. Agúst hljóp vegalengdina á 8:52.95 minútum sem er nýtt Is- landsmet. Eldra metið átti Kristleifur Guðbjörnsson, sem hann setti (8:56.40) i Osló 1961. — sagði Banda ríkjamaðurinn Moses, sem setti heimsmet í 400 m grindahlaupi og tryggði sér gull inu er náð! Ég á eftir að bæta metið, — þvi ég get hlaupið betur en ég gerði i dag, sagði þessi brosleiti blökkumaður frá Ohio, sem var algjörlega óþekktur fyrir 5 mánuðum. — Ég get sigrað Akii- Bua hvar sem er og hvenær sem er, sagði Moses. Úrslitin i 400 m grindahlaupinu urðu þessi: GÚLL: Edwin C. Moses, Banda- rikin 47.82. SILFUR: Michael Shine, Banda- rikin 48.69. BRONS: Evgeny Gavrilenko, Sovétrikin 49.45. 4. Wheeler, Bandarikin 49.86. 5. Carvalho, Portúgal 49.94. 6. Bratnov, Bulgaria 50.03. 7. Alfonso, Kúbu 50.19 8. Pascoe, Bretland 51.29. Kúluvarpskeppnin var sann- kallað sentimetrastrið, enda fór það svo, þegar reikningurinn var gerður upp, að aðeins 5 senti- metrar skildu að fyrsta og þriðja mann. Þessi sigur Beyers, sem kastaði kúlunni 21.05 m, var fyrsti stórsigurinn á keppnisferli hans. Rússinn Evgeni Mironov varð annar, með 21.03 m kast, en siðan kom heimsmeistarinn Barisnikov með 21.00m. Guðmund- ur stóð sig vel GUÐMUNDUR Sigurðsson stóð sig vel i milliþungavigt i lyftingakeppninni I Montreal, þarsem hann hafnaði i 9. sæti. Ilann lyfti samtals 332.5 kg. Guðmundur snaraði 145 kg. og jafnhattaði 187.5 kg. Guö- mundur lyfti þeirri þyngd i fyrstu tiiraun, en hún var dæmd ógild — sfðan lyfti hann þessari þyngd i þriðju tilraun. Guðmundur var 10 kg. frá tslandsmeti sinu. Bandarikjamaðurinn Allan Feuerbach varð fjórði — kastaði 20 m. Þetta var i fyrsta skipti i 40 ár, sem Bandarikjamaður hefur ekki komizt á verðlaunapall i kúluvarpi, eða allt frá þvi i Berlin 1936. GULL: Beyer, A-Þýzkal ... 21.05 S’ILFUR: Evgeni Mironov, Sovétr.................. 21.03 BRONS: Alexander Barisnikov, Sovétr.................. 21.00 4. Feuerbach, Bandar..... 20.55 5. Gies, A-Þýzkal....... 20.47 6. Capes, Bretl......... 20.36 7. Woods, Bandar.. ..... 20.26 8. Hoglund, Sviþjóð......20.17 „Tók á ö r / llu . ■•II sem eg c Ittl — sagði Ruth Fuchs, frá A-Þýzkalandi, sem sigraði í spjótkasti kvenna RUTH FUCHS... sigraöi i spjót- kasti. — Ég vissi, aö ég þyrfti að taka á öllu þvi, sem ég átti, til að mér mfn önnur verðlaun, sagði Ituth Fuchs frá A-Þýzka- landi sem er 29 ára gömui. Hún tryggði sér gullverðlaunin i spjót- kasti kvenna, þcgar hún kastaði spjótinu 65.94 m sem er nýtt Ólympiumet. Fuchs vann þar með önnur gullverðlaun sln I spjótkasti — hún varö einnig sigurvegari i MÚnchen 1972. Sigur Fuchs var aldrei i hættu. V-þýzka stúlkan Marion Becker sem setti Ólympiumet (65:14) i udankeppninni, náði ekki að stöðva sigurgöngu Fuchs, sem hefur verið ósigrandi undanfarin ár. GULL: Ruth Fuchs, A-Þýzka- landi 65.94. SILFUR: Marion Becker, V- Þýzkalandi 64.70. BRONS: Kathryn Schmidt, Bandarikjunum 63.96. 4. Hein, A-Þýzkalandi 63.84. 5. Sebrowski, A-Þýzkalandi 63.08. 6. Babich, Sovétríkin 59.42. 7. Yakubovich, Sovétrikin 59.16. Ætlar að gefa Kastro gullið Kúbumaður setti heimsmet í 800 m hlaupi — Ég ætla að gefa Fidel Castro vcrölaunin min", sagði Kúbu- maðurinn Alberto Juantorena, sem vann óvæntan sigur i 800 m hlaupinu og setti nýtt heimsmet — hljóp vegaiengdina á 1:43.50 minútum. Þessi sprettsterki Kúbumaður, sem liktist frekar hnefaleikamanni i vexti, en hlaupara, setti á fulla ferð i byrj- un og gaf aldrei cftir. — Ég hefði átt meiri kraft tii undir lokin, ef ég hefði þurft á að halda, sagði Kúbumaöurinn, eftir sigurinn. Úrslit i hlaupinu urðu þessi: GULL: Alberto Juantorena, Kúbu 1:43.50. SILFUR: Ivo van Dammen, Belgiu 1:43.86. BRONS: Rick Wohlhuter, Banda- rikin 1:44.12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.