Tíminn - 27.07.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.07.1976, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Þriðjudagur 27. júli 1976. sr í JÖTUNHEIMUAA FJALLANNA 27 hamingju — ekki voru þeim færð nein blóm -ekkert um- stang eftir að komið var út úr kirkjunni. Þetta var ekki heldur merkileg gifting — aðeins fátækt dalafólk, sem lofað hafði hvort öðru, f rammi f yrir guði og mönnum, að svelta saman, unz dauðinn hjó á hnútinn. Eiríka og Pelli höfðu tengt saman örlög sín þennan dag. Dóttir Lars gamla var dálítið kvíðafull í bragði — eða var það hátiðleiki vígsluathafnarinnar, sem orkaði svona á hana? Þótt það væri orðið deginum Ijósara, að frumbýlingunum veitti ekki af því að standa saman sem einn maður, gat Jónas ekki að sér gert — hann gaf brúð- hjónunum fremur illt auga. Hann átti bágt með að sætta sig við það, að Eiríkaskyldi giftast manni frá Saxanesi. Hann hrökk upp frá þessum hugsunum við það, að Pétur skeggur f rá Miklanesi sló á öxlina á honum. — Jæja, Jónas. Næsta messudag kemur röðin að þér. Það er líka kominn tími til, að þú kvænist. Jónas ræskti sig. Að hann kvænist. Svo vitlaus var hann ekki. — Við sjáum til, sagði Pétur hlæjandi. Ég heyri fugl- ana tísta um það, að þú eigir bát, sem bjóðandi sé út í. — Og hvað um það? sagði Jónas. Að sitja í bátkænu — ekki er það sama og hjónaband. — Það gæti þó legið nærri. Fyrst er að bjóða út í bát- inn, svo í... Jæja — þú heyrðir, hvað presturinn sagði um hina f riðsælu höfn hjónabandsins — og til þess að komast í höfn, þarf maður bát. Pétur hló, því að honum fannst til um það, hve hnytti- lega hann hefði komizt að orði. En sú hnyttni fór að minnsta kosti fyrir ofan garð og neðan hjá Jónasi. Hann sneri baki við Pétri súr á svip, og snöggvast virtist sem hann ætlaði að víkja sér að vinnustúlku Eyvindar og segja henni, að báturinn hans stæði henni ekki til boða. En Pétur yrti aftur á hann, og nú var kominn annar hreimur í röddina. — Hefir þú talað við Lappana? — Ég skrapp til þeirra á dögunum og fékk hjá þeim tvö hreindýr. — Hvað? Tvö hreindýr? sagði Pétur undrandi. Hvað býr undir þvi? Jónas sagði honum frá samningagerð sinni við Turra, og þá birti aftur yf ir Pétri. Hann var orðinn hræddur um að Lapparnir væru að reyna að múta fólkinu í Marzhlíð og koma sér í mjúkinn hjá því. Heyrzt hafði annað eins. — Ertu búinn að slátra þeim? — Nei. Lapparnir vildu geyma þau til haustsins. Þá verða þau náttúrlega feitari. — Já, þá verða þau náttúrlega feitari. En eigi ég að segja þér mína meiningu, Jónas, þá held ég, að þú hafir látið fleka þig. Hreindýrin þín hverfa með dularfullum hætti í sumar... O-nei, maður hef ir ekki sótt neitt f greip- arnar á Löppunum, fyrr en maður hefirtekið við þvi. — Víst fæ ég hreindýrin, sagði Jónas rólega. Og fái ég þau ekki... Hann botnaði setninguna með því að yppta öxlum — það gat þýtt, hvað sem var. — Jæja, þetta er þitt einkamál. En veiztu, hvað sýslu- maðurinn sagði við föður þinn? \ Það vissi Jónas ekki, og Pétur skaut fram neðri vör- inni, vonsvikinn yfir því að geta ekki satt forvitni sína. — Ekki það. Jæja, jæja. — En nú förum við til Eyvind- ar og sjáum, hvað hann hef ir á boðstólum. Við komumst til botns í þessu, áður en við förum héðan. Presturinn segir, að það sé mikið um brennistein í helvíti, og eigi Lappaskoffínin hegningu í vændum, þá þætti mér lík- legt, að þeir vendust púðurlyktinni ofurlítið hérna, áður en fjandinn hrifsar þá til sín. Eyvindur var þegar byrjaður að veita gestum sínum milli eldanna, þar sem konur frumbýlinganna bogruðu sveittar yfir hádegismatnum. Það var þóekki nein þröng í kringum brennivínskúta Norðmannsins, en aldrei var þar heldur mannlaust með öllu. Menn komu og fóru, söf nuðust í smáhópa, spýttu tóbakslegi og ræddu saman. Hann var ekki heldur kominn til Flattómakk til þess að hella frumbýlinga fulla og æsa þá til óeirða. Veitingar hans voru ætlaðar mönnum til hressingar, rétt eins og þegar hann bauð kunningjum sínum kaffibolla, og þótt karlarnir þægju fúslega staup af brennivíni, var það ekki af neinni vínhneigð. Það var aðeins kurteisi að þiggja það, sem boðið var af góðum hug. Vinnustúlka Eyvindar brosti eins innilega og henni var framast unnt, þegar hún sá Jónas , og það leyndi sér ekki, að hún taldi sig ekki neinn umkomuleysingja. Ragnhildur Hagen var systurdóttir Eyvindar, og það var ekki nema sjálfsagður hlutur, að hún var betur búin en ungu stúlkurnar úr nýbyggðunum, er allar voru í gráum, IIH II 'I I Þriðjudagur 27. júli 7.00 Morgunútvarp Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8J5 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.453 Hallfreöur Om Eiriks- son les þýöingar slnar á tékkneskum ævintýrum (4). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriöa. Tónleikar kl. 10.25 Morguntónleikar kl. 11.00: Filharmoniusveit Lundúna leikur „Hamlet”, sinfónlskt ljóð nr. 10 eftir Liszt: Bernard Haitink stjórnar/Hljómsveitin FIl- harmonla og Yehudi Menu- hinleika „Harold á Itallu” hljómsveitarverk eftir Berlioz: Colin 'Oavis stjórn- ar. 12.00 Dagskráin, Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Bömm er sú taug” eftir Steriing North Þórir Friö- geirsson þýddi. Knútur R. Magnússon les (13). 15.00 Miödegistónieikar. Kammersveitin I Prag leik- ur Svitu fyrir strengjasveit eftir Leos Janacek. FIl- harmonlusveitin I Búdapest leikur „Tréprinsinn”, ballettmúslk op. 13 eftir Béla' Bartók: Janos Ferencsik stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popphorn 17.30 Sagan: „Ljóniö, nornin og skápurinn” eftir C.S. Lewis Kristin Thorlacius þýddi. Rögnvaldur Finn- bogason les (8). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Hlutskipti - hlutverk. Björg Einarsdóttir, Erna Ragnarsdóttir og Linda Rós Michaelsdóttir sjá um þátt- inn. 20.00 Lög unga fólksins. Sverrir Sverrisson kynnir. 21.00 Þrjátfu þúsund inilljón- ir? Orkumálin — ástandiö, skipulagiö og framtlöar- stefnan. Þriöji þáttur. Umsjón: Páll Heiöar Jóns- son. 22.00 Fréttir 2215 Veöurfregnir. Kvöld- sagan: „Litli dýrlingurinn” eftir Georges Simenon Ásmundur Jónsson þýddi. Kristinn Reyr les (17). 22.40 Harmonikulög. Grettir Bjömsson og félagar leika. 23.00 A hljóöbergi „Sönn sjálfsævisaga nútlma ís- lendings”. Nigel Watson les úr sjálfsævisögu Jóns Jóns- sonar I Vogum viö Mývatn sem hann samdi á ensku fyrir Fraisers Magazine I Lundúnum áriö 1877, — fyrri hluti. 23.40 Fréttir, þ.á.m. iþrótta- fréttir frá Montreal. Dag- skrárlok. Hringið og við sendum blaðið um leið <3 <3 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.