Tíminn - 27.07.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.07.1976, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 27. júll 1976. TÍMINN 3 Fimm íbúða raðhús á Bjargslóðinni? -hs—Rvik. — Við höfum frá fyrstu tið gert ráð fyrir því að hcr yrði grænt útivistarsvæði, og haft ærna ástæðu til að ætla að svo yröi, sagði einn af íbúum Laugar- neshverfisins I viðtali við Tim- ann. Mjög mikil óánægja er meðal ibúa hverfisins, milli Laugalækjar og Otrateigs, vegna fyrirhugaðs raðhúss á lóð Bjargs, sem var i aðalskipulagi Reykja- vikurborgar, staðfestu 1967 ætl- uðu sem útivistarsvæði, en frá þvi var svo horfið i árslok 1973. Vegna þessa máls, sendu 75 ibúar hverfisins, eða nánast allir, borgarverkfræðingi mótmæla- bréf, þvi aö þeim finnst heldur að sér þrengt með fyrirhugaöri rað- húsbyggingu. Verður barnaleik- völlurinn m.a. minnkaður, ef af byggingu raðhússins verður. I lok ársins 1973 samþykkti borgarstjórn Keykjavikur iram- tiðaráætlun um umhverfi og úti- vist i Reykjavik, sem Irægt er orðið. «g var kallað „græna bylt- ingin". i áætlun þessari er framangreint útivistarsvæði fellt niöur, en gróðurræma fyrirhuguö meöfram Sundlaugavegi. Á þeim forsendum samþykkti skipulags- nel'nd i desember s.l. afmörkun lóöar fyrir Bjarg um 3300 ferm., svo og borgarráð nokkru siðar. Ekki var þá gengið frá bygginga- möguleikum á lóðinni, en gertráð fyrir að byggja mætti ibúðarhús svipað aö magni og rifið yrði. A fundi sinum 14. júni s.l. sam- þykkti skipulagsnefnd uppdrátt lóðarhafa, sem eru erfingjar Erlings heitins Pálssonar, lög- regluþjóns, að fimm ibúða raðhúsi á norðurhluta lóðarinnar. Skilyrði fyrir byggingu þess, er niðurrif útihúsa Bjargseignarinn- ar, en starfsemi þar hefur á liðn- um árum valdið ónæði og um- kvörtunum i hverfinu. Borgarverkfræðingur sendi ibúum hverfisins bréf þann 8. júli s.l., þar sem ofangreint er rakið og þess vænzt, að mótmæli geti falliö niður, og þess jafnframt óskað, að viðbrögðum ibúanna verði komið á framfæri. i samtali við borgarverkfræð- ing i gær, Þorð Þ. Þorbjarnarson, kom fram, að enn hafi ekki komið frakarimótmæli, nema frá einum ibúa hverfisins. Sagði Þórður, að samþykki skipulagsnefndar yrði Hklega tekið fyrir á fundi borgarráðs þann 10. ágúst n.k., ef ekkert heyrðist frekar frá ibúunum. Nýr þáttur hefur bætzt i miðborgarlifið I Reykjavik þar sem er gosbrunnur i Tjörninni. Gýs brunnurinn 20 metra hárri súlu, sem er upplýst aö kvöldlagi. Gosbrunnur þessi er gjöf frá Replogle, fyrrum banda- riskum sendiherra hér á landi. Gosbrunnurinn er þannig, að hann slekkur sjálfkrafa á s'ér, ef mikið hvessir, svo fólk á ekki á hættu að vökna af völdum brunnsins. Þá er sérstakur tækjabúnaöur, sem sér til þess að vatnssúlan er i öllum regnbogans litum. Gosbrunnurinn fór I gang á sunnudag og þá tók J.G. myndina hér fyrir ofan. LITLU AAUNAÐI AÐ BYSSUSKOT FÆRI í GESTINN -hs-Rvik. — Það var ekki um að ræða ásetning heldur einhvers konar fiflaskap vegna ölæöis, sagði Haukur Bjarnason, rann- sóknarlögreglumaður, en hann hefur haft með höndum rannsókn á þvi atviki, er skotið var að manni úr skammbyssu i einu af fylliriispartyum helgarinnar. Atvik málsins voru þau, að eftir drykkju á vinveitingastað, var haldið áfram á heimili mannsins, sem byssuna átti. Maður þessi er fyrrverandi lögregluþjónn og hafði leyfi fyrir byssunni. Er nokkuð var liðið á samkvæmið, þurfti einn gestanna að bregða sér i annað herbergi, en þegar hann kom til baka, þaut byssu- kúla skammt frá honum og lenti i vegg. Upphófust nú nokljur átök um byssuna, sem lyktaði með þvi, að hún flaug út um glugga. Gestur- inn forðaði sér siðan og tók með sér byssuna og hafði tal af lög- reglunni. Var hann mikið drukk- inn og látinn jafna sig um stund, en þegar málin voru komin á hreint var byssueigandinn hand- tekinn og settur i varðhald. Segist hann ekki hafa vitaö af þvi, að byssan var hlaðin. Air Viking: Kröfur alls 330 milljónir -hs-Rvik. Skiptafundur I þrotabúi Flugféiagsins Air Viking h.f. var haldinn i gær á skrifstofu borgar- fógetaembættisins. Lýstar kröfur voru kannaðar og gerð grein fyrir athugun, sem nú fer fram á ýms- um forgangskröfum á hendur þrotabúinu. Upphæö heildarkrafnanna nemur 330 milljónum og þar af er um 70 milljónum lýst sem for- gangskröfum, en ef að likum læt ur verða þær ekki allar teknar til greina sem slikar. Kom fram á fundinum, að óvist væri hvort eignir búsins hrykkju til greiöslu forgangskrafnanna. Eftir er að kanna einstaka kröfur nákvæmlega og bensaman kröfuskrá og bókhalda. Lystisnekkja til ísafjarðar GS—isafirði. Nýlega bættist nýtt skip við flota Isfirðinga. Er það 32 feta lystisnekkja, sem kemur frá Englandi, tvisigld og með 40hest- afla hjálparvél. Skipstjóri á heimsiglingu var Steingrimur Bjarnason úr Reykjavik, en eigendur eru Jón Grimsson og Hjalti og Gunnar Þórðarsynir frá ísafirði. Leiðrétting I frétt um endurbyggingu Snóksdalskirkju i Timanum fyrir skömmu misritaðist nafn gjaldkera bygginga- nefndar, sem tekur við fjár- framlögum til kirkjunnar. Gjaldkerinn heitir Ragnhild- ur Hafliðadóttir, Hörðabóli Dalasýslu. Timinnbiðstvelvirðingar á þessum mistökum. er peninga 3 MIKLIR ÓÞURRKAR Á SNÆFELLSNESINU ASK-Reykjavík. — Heyskapur gengur hér ekki sem bezt, sagði Jón Bjarnason I Bjarnarhöfn I Helgafellssveit er Timinn hafði samband við hann i gær. — Þeir sem náðu að byrja fyrst og hafa góða súgþurrkun eru að visu þokkalega á vegi staddir, en úr- koma hefur hindrað hina upp á siðkastið. Sprettu sagði Jón vera i góðu meðallagi, en gras væri farið að spretta úr sér og yrði um slæmt ástand aö ræða, ef það drægist öllu lengur að hann færi að þorna. Sjálfur sagðist Jón vera búinn að ná um 2/3 af heyfeng sinum. Aðspurðurum framkvæmdir i hreppnum sagði Jón aö þær væru ekki miklar. Eitt fjós er i byggingu á Arnarstöðum og ibúðarhús á öðrum bæ. Einn nýr bóndi kom i sveitina i sumar, en það eru ung hjón úr Reykjavlk sem festu kaup á jörðinni Grisa- holt. Sagði Jón að róðurinn yrði eflaust erfiður fyrir þau. Menn gætu varla hafið búskap nema af hreinni hugsjón nú á dögum. Hljóðið var fremur slæmt i Guðjóni Magnússyni i Hrúts- holti i Eyjahreppi, en þar hafa verið samfelldar rigningar siðan s.l. þriðjudag. Tún eru orðin blaut og ef ekki hættir að rigna, þá sagði Guðjón aö hætta væri á skemmdum. — Það er að visu ekki svo langt liöiö á heyskap að ef kæmi þurrkur þá myndi þetta lagast fljótt, sagöi Guðjón. — Hefði tið hinsvegar verið góð, þá myndi heyskap hafa lokið nú um mánaðamótin. En þeir, sem hirða i súrhey geta unnið við það þessa dagana, en jörðin fer að verða það blaut að ekki verður unnt að keyra á henni, ef heldur sem horfir. Guðjón sagði súrheysverkun stöðugt vera að aukast, en erfitt væri að fá lán til bygginga nýrra súrheysgryfja. Að visu var nokkuð byggt i fyrra og árið þar á undan, en þörfin fyrir nýjar byggingar er stöðugt fyrir hendi. Ef tið verður slæm nú á næstunni, taldi Guðjón aö það kæmi sérlega niður á nautgripa- stofninum sem svo siöar leiddi til minnkandi mjólkurfram- leiðslu. — Viða eru gömul fjós og menn ráðast ekki i byggingar nýrra og það eru frekar kýrnar sem látnar eru fara en kindur- nar, ef illa árar. Það getur þvi orðið mjólkurskortur strax I vetur, sagði Guðjón að lokum. — Heyskapurinn hefur gengið betur niðri i lághéraðinu, en meira hefur rignt fram til dal- anna, sagði Magnús Sigurðsson Gilsbakka i Hvitársiðuhreppi. Þeir sem byrjuðu fyrst hafa gert það betur en hinir, það voru ‘ nokkrir þurrkdagar sem komu þeim til góða. Gras er að spretta úr sér, hér hafa verið hlýindi og rigningar i um hálfan mánuð. Hins vegar hafa þetta ekki verið miklir óþurrkar, en tafsamt nokkuð. Framkvæmdir i hreppnum sagði Magnús að væru ekki miklar i ár, endp væri þaö yfir- leitt komið i gott horf. 1 smiðum eru þó ein hlaða og ibúöarhús. Hjá Baldri Gestssyni á Orms- stöðum i Klofningshreppi fékk blaðið þær upplýsingar að hey- skapur gengi illa. Rigningar hafa verið stöðugar siðan á þriðjudag. Bændur voru komnir nokkuð vel á veg, en þegar rign- ingarnar hófust þá stöðvaðist heyskapur alveg. — Þetta leit mjög vel út til að byrja með, en hér er mest hirt i þurrhey. Fáeinir bændur eru búnir að ná einhverju inn, en bróðurparturinn er eftir. Sjálfur sagðist Baldur ekki vera búinn að ná neinu, en hann hefur þegar slegið nokkuð, en það liggur flatt meðan beðið er eftir þurrkinum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.