Tíminn - 27.07.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 27.07.1976, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Þriöjudagur 27. júli 1976. Þriöjudagur 27. júli 1976. TÍMINN 13 gefið minjasafni Austurlands, önnur afsteypa er i þjóðminja- safninu og þá þriðju gaf forseti Is- lands Vestur-íslendingum á af- mælishátið þar á siðasta ári. Likaniö er listavel unnið og ómet- anlegur kjörgripur að eignast. Gefur það góða hugmynd um húsaskipan á höfðingjasetri i sveit á þessum tima. Páll Magnússon studdist viö sjálfsæfi- sögu fööur sins. sr. Magnúsar Blöndals Jónssonar prests i Vallanesi við gerð likansins, en þar er bænum skilmerkilega lýst. Þessi ævisaga er óprentuö. Sr. Magnús kom i Vallanes árið 1893 og bjó i bænum til ársins 1910. Eftir er að geta þess að á sýn- ingunni er deild sem ber nafnið „Þekkirðu manninn”, þar er komið fyrir gömlum ljósmynd- um, úr ýmsum áttum, — ónafn- greindum ljósmyndum af Aust- firðingum, — i þvi skyni að leita aöstoðar sýningargesta sem kynnu að þekkja þessar myndir og er þá eldra fólk aö sjálfsögðu haft i huga. Þaö er óhætt að hvetja gesti og heimaíólk til þess aö sjá þessa sýningu og skulu áhugamönnum um safnamál hér færðar þakkir fyrir uppsetningu hennar og látin i ljós von um aö þeir h.afi erindi sem erfiði. j.k. ÞJÓDMINJASÝNING SAFNA- STOFNUNNAR AUSTURLANDS J.K. Egilsslöðum. — Nú hefur staðið yfir um nokkurt skeið, sýn- ing gamalla muna i Barnaskólan- um á Egilsstöðum, og er það safnastofnun Austurlands sem gengst fyrir þeirri sýningu i sam- vinnu við minjasafn Austurlands, sem lánaði meginhluta munanna á sýningunni. Tilgangur þessarar sýningarer eins og segir i sýning- arskrá” að vekja Austfiröinga til umhugsunar um þennan þátt menningarmála og gildi þess að hlúa betur að safnamálum og annarri sögulegri geymd en hing- að til.” Safnastofnun Austurlands hef- ur nú starfað um nokkurra ára skeið og er formaður hennar Hjörleifur Guttormsson á Nes- kaupstað.Stofnunin starfar á veg- um Sambands sveitarfélaga i Austurlandskjördæmi, og er fjár- mögnuö af framlögum sveitarfé- laga innan vébanda þess. Unniö er að hinum ýmsu þátt- um safnamála i fjórðungnum og samræmingu þeirra. Á siðasta ári kom til starfa hjá stofnuninni Gunnlaugur Haralds- son sem nú stundar nám i þjóð- háttafræðum, og ferðaðist hann um i fyrrasumar og safnaði göml- um munum hér i fjórðungnum. Þeir munir eru nú i geymslu hér á Egilsstöðum, en honum varð vel ágengt i stofnuninni. Mjög brýnt mál er að koma húsnæðismálum minjasafns Austurlands i betra horf, en þvi er ætlaður staður á Skriðuklaustri i húsi þvi sem Gunnar skáld Gunnarsson gaf rikinu á sinum tima meðal annars i þvi skyni að safnið yrði þar til húsa sem og önnur menningar- starfsemi. Munir safnsins hafa verið þar til húsa i einu herbergi en húsnæðismálin að öðru leyti i sjálfheldu, þar sem ekki bólar enn á framkvæmd samkomulags sem Menntamálaráðuneyti og landbúnaðarráðuneyti gerðu með sér um þessi mál, þess efnis að Landbúnaðarráðuneytið kæmi upp byggingum yfir þá tilrauna- starfsemi sem rekin er að Skriöu- klaustri nú og hús Gunnars Gunn- arssonar er nýtt til. Það er von þeirra sem að þess- ari sýningu standa, að auk þess að vera heimamönnum og jferða- mönnum til fróðleiks um liðna tið, komi hún róti á hugi manna i sambandi við safnamálin al- mennt. Sýningin er eins og fyrr segir i Barnaskólanum á Egils- stöðum og stendur til 8. ágúst. Munir þeir sem þar eru sýndir eru að mestum hluta frá Skriöu- klaustri og eru þar um 312 gripir og ýmsir hinir athyglisverðustu. , Sýningin er þannig uppsett að munirnir eru flokkaðir eftir nota- gildi þeirra. Þannig eru 19 munir undir flokknum Vorvinna,ll undir flokknum Heyannir, 18 bera yfir- skriftina Haust og vetrarstörf, 34 munir minna á þarfasta þjóninn og notkun hans. 84 munir bera yf- irskriftina — að koma ull i fat. 75 munir yfirskriftina — og mjólk i mat og samanstanda þessar sýn- ingardeildir af munum sem not- aðir voru til þess arna. Þá er stór hluti sýningarinnar undir yfir- skriftinni Handverk, og sýnir ýmsa athyglisverða muni sem hagleiksmenn skópu gegn um ár- in. Gunnlaugur Haraldsson bar hitann og þungann af uppsetningu sýningarinnar, og er það verk mjög smekklega unnið og að- gengilegt þeim sem þarna koma. Þá er þarna einnig uppsett sýn- ingin Húsvernd.sem sett var upp i Norræna húsinu i ágústmánuði árið 1975, og skipulögð var af Herði Ágústssyni listmálara. Gefin var út vönduð sýningar- skrá þar sem aliir munir á sýn; ingunni eru upp taldir og getið um gefendur þeirra. Þar ritar Hjör- leifur Guttormsson um safnamál á Austurlandi og Gunnlaugur Haraldsson um aðföng sýningar- innar. Þá ritar Hjörleifur Gutt- ormsson einnig um sýninguna Húsvernd, og erindi hennar til okkar Austfirðinga. Þá er ótalinn einn munur á sýn- ingunni, en ekki sá ómerkasti, en þaö er likanaf bænum i Vallanesi um aldamótin sem þeir feðgar Páll Magnússon frá Vallanesi og Magnús Pálsson hafa unnið og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.