Tíminn - 27.07.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.07.1976, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 27. júli 1976. TÍMINN 9 S ÍJ'-» BSAF sala: 3675 millj. pund. Eignir: 2.735 millj. pund. wm '■‘/y'/y’, Starfsmenn: 111 þúsund. Íí ,?ilf t/.-y/Á M. mmmrn :al company, Du Pont, had saies of £3,250m Til samanburðar i Bret- landi. Sala: 3.100 millj. pund. Eignir: 2.750 millj. pund. Starfs- menn: 195 þúsund. semin ljómandi vel. Markaðarnir stækkuðu, hið eina sem við þurft- um að gera var að byggja verk- smiðjur til að anna eftirspurn eft- ir þýzkum vörum. Vöxturinn var að miklu leyti studdur af fyrirtækjum i Ameriku. Til dæmis vann Bayer mikið með Monsanto (en það er ameriskt fyrirtæki) og BP. Hins vegar byrjaði Bayer innan skamms að treysta fremur á eigin getu og hæfileika. Þá var Grunewald stjórnarformaður lögð mikil áherzla á eigin verk- smiðjur erlendis. Þrátt fyrir að vöxtur fyrirtækisins yrði eitthvað hægari fyrir bragðið, þá er Bayer stærst þessara þriggja fyrirtækja hvað varðar fjármagnsmyndun erlendis. t Þýzkalandi er Hoechst stærsti útflytjandinn. Fyrirtækið flytur út fyrir 1.3 milljónir punda á ári, en dótturfyrirtæki Bayer erlendis flytja út fyrir 1.5 milljón- ir. En hvað liggur að baki vel- gengni Bayer? Svarið liggur i meiri tækni sem fyrirtækið notar miðað við hin tvö. 1 sambandi við þetta segir Grunewald m.a. — Ef til vill einbeitum við okkur betur að rannsóknum sem fram- kvæmdar eru á vegum fyrirtæk- isins, og leggjum meiri áherzlu á betri vöru. Þannig eyðir Bayer 4.5% af heildarveltunni i rannsóknir, á meðan hin tvö leggja til hliðar um 3% og brezka fyrirtækið (ICI) sem áður var minnzt á 3,5%. Ef tilvill er BSAF mestumdeilt af fyrrgreindum fyrirtækjum. Það er ekki hið stærsta, en á margan hátt það öflugasta. Það fer hægt en örugglega að hverju þvisem að er unnið. Þannig hefur það lika ætið verið. Það var BSAF sem i raun og veru opnaði dyr nútfina efnafræði, meðlöngum og kostnaðarsömum rannsóknum i upphafi tuttugustu aldarinnar. BSAF var einnig það fyrirtæki sem fyrst i heiminum varð til þess að taka i notkun kjarnorku- stöð. Þess má lika geta að BSAF sló öll fyrri met (og á það raunar enn i dag) þegar 680 verkamenn létusti sprengingui einniafverk- smiðjum þess. I striðinu mátti heita að verk- smiðjurnar væru þurrkaðar út. Sprengingin 1948gerði svo útslag- ið, en þá hvarf hin siðasta sem varieiguBSAF. — Við urðum þvi að byrja frá grunni, sagði Matthias Seefelder. — Hið eina sem við höfðum i huga var að byggja upp verksmiðjurnar i Ludwigshafen, og i það var eytt hverri einustu krónu sem eftir var. A meðan aðrar þýzkar verk- smiðjur lögðu allt kapp á að f jár- festa erlendis, þá lagði BSAF áherzlu á að ná fótfestu i Þýzka- landi sjálfu, og það tókst. Nú er stærsti hluti þýzka markaðarins i höndum BSAF. En yfirbragð fyrirtækisins hefur breytzt. Eða eins og núver- andi stjórnarformaður þess sagði: — BSAF gat ekki lengur veriðeins og igamla daga. Þaö er einfaldlega ekkinógu stórt, ef átti að vera hægt aö standast sifellt aukna samkeppni. Þróunin varð að vera sú, að BSAF gerðist fjöl- þjóðafyrirtæki. Það varð lika út- koman, og nú þegar á BSAF hlut- deild i fyrirtækjum ásamt þekkt um nöfnum eins og t.d. Shell. En ákafinni að vera stór, hefur lika kostað peninga. Þannig tapaði BSAF tugum milljóna á ýmsum vafasömum fjárfestingum. Þvi hefur fremur verið leitazt við að byggja upp litil, en arðsöm fyrir- tæki i stað stórra, sem oft á tiðum eru mjög lengi að greiða niður stofnkostnaðinum. Litlar verk- smiðjur eru lika- oft sveig janlegri, þ.e. hægara er að fara inná nýjar brautir ef framleiðslan reynist ó- arðbær. En Þýzkaland er að breytast. Verkalýður þar i landi er að gera sifellt meiri kröfur til þátttöku i verksmiðjum, og raunar eru þeg- ar til lög um það efni. Þá er mengun vandamál sem þýzkir iðnrekendur verða að yfirstiga ef lif á stórum svæðum á ekki að vera óbærilegt. Hins vegar eru iðnrekendur þar i landi bjartsýn- ir,t.d. segir Grunewald um þátt- töku verkamanna i stjórnun, að það geti leitt til mun raunhæfari ákvarðanatöku. Fyrir utan það, að betra verði að sannfæra fólk um að það sem verið sé að gera sé rétt og jafnframt bezt. Hvaða fyrirtæki af þessum þremur er liklegt til að vera leið- andi i náinni framtið? 1 dag er Bayer hið likiegasta, en ef erfiðir timar koma, þá gæti það hæglega orðið BSAF. En það er ekki svo gott að segja til um þetta atriði. 011 hafa þau mjög svipaðan tekju- afgang, þannig að það er raunar út i hött að setja eitt framyfir annað. Eitt er hins vegar vist að Þjóðverjar högnuðust heilmikið á þvi, er IG Farber var skipt i þrjá hluta. Hernaðarkænska banda- manna var þegar öllu er á botn- inni hvolft ekki svo mikil, þvi Þjóðverjar voru með svipaðar áætlanir sjálfir — ef þeir hefðu unnið striðið. Það er hins vegar fleiri ástæður fyrir velgengni Þjóðverja. Þeir voru vel tæknivæddir i lok striðs- ins, og áttu sér stóran hóp vel tæknimenntaðra manna. Nokkuð sem erekki til i Bretlandi, fyrr en nú á siðustu árum. Þá er og tæknimenntun mikils metin í Þýzkalandi. Fyrirtækin eru rek af mönnum sem hafa fengið beztu hugsanlega menntun. það er ekki pláss fyrir neina aukvisa meðai þeirra. (Lausl. þýtt ASK) Matthias Seefelder — BASF. Bayer.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.