Tíminn - 06.08.1976, Blaðsíða 5
Föstudagur 6. ágúst 1976.
TÍMINN
5
á víðavangi
Geimfiutningar
á raforku
Hér i blaðinu var nýlega
skýrt frá þvi, að það myndi
verða tæknilega mögulegt inn-
an ekki langs tima, að flytja
raforku frá Islandi um gervi-
hnött til Afriku og Suður-Ame-
riku. i gær birti Timinn svo
viðtal við ívar Guðmundsson
aðalræðismann islands i New
York, en hann hefur átt við-
ræður um þessi mál við
visindamenn frá stofnun
þeirri, sem er kennd við
Braun, höfund kjarnorku-
sprengjunnar og mikinn for-
ystumann á sviði geimrann-
sókna. i viðtalinu upplýsti
ivar, að stofnun þessi hefði
m.a. unnið að rannsóknum á
nýtingu á sólarorku og á flutn-
ingi raforku um gervihnetti.
Svo langt eru þessar rann-
sóknir nú á veg komnar, að
tæknilega er mögulegt, að
flytja orkuna þráðlaust án
verulegs orkutaps. i fram-
haldi af þessu hefur stofnunin
sýnt áhuga á könnun á þvi,
hvort unnt væri að flytja raf-
orku frá islandi um gervi-
hnött. Athygli stofnunarinnar
inun hafa beinzt að islandi
sökum þess, að talið er liklegt
að hér sé meiri nýtanleg orka
en áður hefur verið álitið.
Málið mun nú komið á það
stig, að stofnunin mun gjarnan
vilja ræða við islenzk stjórn-
völd um slika könnun. Hér
yrði aðeins um að ræða könn-
un á tæknilegum möguleikum,
án nokkurra skuldbindinga.
Geimöldin
er að hefjast
Hvort sem úr framan-
greindri könnun verður eða
ekki, má vafalitið reikna með
þvi, að geimflutningar á raf-
orku eiga eftir að hefjast inn-
an ekki iangs tima, t.d. fyrir
næstu aidamót. En geimurinn
á eftir að koma meira við
sögu. í erlendum fréttum Mbl.
siðastliðinn miðvikudag, var
skýrt frá þvi, að rannsóknar-
stofnun i Kaliforniu hafi ný-
lega upplýst að tæknilega sé
hægt að byggja geimstöðvar
meðefni frá tunglinu. Saman-
þjöppuðum jarðvegi frá
tunglinu yrði skóflað upp og
þeytt út i loftið af sérstakri
segulvörpu, er beindi honum
til ákveðins móttökustaðar.
Þar yrði fyrir móttökuvél,
sem gætitekiðá móti 5 þúsund
smálestum af byggingarefni
frá tunglinu i einu. Tilgangur-
inn með þessu væri að byggja
stóra gervihnetti eða geim-
stöðvar, sem gætu tekið á móti
orku frá sólinni og sent hana
tU jarðar.
Margar fleiri furðulegar
fyrirætlanir eru nú á döfinni
hjá visindamönnum um að-
gerðir og uppbyggingu úti i
geimnum. Það virðist mega
ráða af þeim, að mannkynið
standi nú á þrepskildi geim-
aldar, sem geti átt eftir að
hafa stórkostlegri breytingar i
för með sér en menn geta nú
látið sig óra fyrir.
Kjarnorkuver
d hafsbotni
En það er viðar en i geimn-
um, sem breytinga er að
vænta. t siöasta laugardags-
blaöi Timans, var birt viðtal
við rússneskan visindamann,
þar sem rætt var um sam-
eiginlegar hafsbotns-
rannsóknir Rússa og Banda-
rikjamanna. Þar segir
m.a.:
„Hvað varðar horfur á nýt-
ingu heimshafanna á siðasta
fjórðungi 20. aldar, þá hugsa
ég, að kjarnorkuver svo og
ýmiss iðnfyrirtæki sem nýta
málm efnaauðlindir hafsins,
verði reist á hafsbotni. Þetta
mun leysa það vandamál að
ráðstafa umframhita, draga
mjög úr mengun meginland-
anna og losa viðlend land-
svæöi til annarra nota.
Mjög frjósöm „haglendi”
verða útbúin i hafinu, afgirt
frá öðrum hlutum hafsins með
hljóðgirðingum, sem likja eft-
ir röddum ránfiska. Þjálfaðir
höfrungar munu verða í hlut-
verki ,,smalans".
Flutningur sjóleiðis mun
fara fram neöansjávar. Kaf-
bátar inunu nota minni orku
með þvi að fylgja straumum.
Þetta verður kleift að fram-
kvæma vegna nákvæmra
rannsókna á neðansjávar-
straumum i heimshöfunum.
Hljóðsvæðin verða nýtt til
neðansjávarsamskipta. Al-
þjóðasamningur verður gerð-
ur, sem ákveður bylgjusvið,
tiðni og hámarksafl senditæk-
is.”
Sleggjudomur
Það hendir Svavar Gestsson
nokkuðoft, aðhaga séreins og
ritdómari, sem dæmdi bækur
án þess aðhafa séð þær. Þann-
ig segir Svavar i Þjóðviljanuin
i gær, að Timinn sé eina blað-
ið, sem ekki hafi minnzt á
gróðamcnnina, sem nota sér
undanþágur skattalaganna
til að komast hjá skatta-
greiðslum. Hið rétta er, að
ekkert blað hefur rætt um
þetta meira en Timinn að
undanförnu. Þjóðviljinn hefur
hins vegar rætt litið um
undanþágurnar, enda virðast
þingmenn Alþýðuhandalags-
ins hafa látið þær sér vel lika.
Þ.Þ.
URANUS
NEPTÚNUS
SATuRNUS
JÚPITER
Sputnik 1
SÓLIN
Mannaö geimfar:
Vostok 1, 1961
Vfkingur i
JORDIN
Pioneer 10
Myndir af marz:
Maríner i, J>45
Geimgangan
TUNGLID
UlK' Æ/Mjm Marincr I $$ AÞPOLLO II 1 Mjúk lending á tunglinu: 1
1urus 1 ■ 1969 Luna 9, 1966 ■
Heimurinn stækkar og stækkar nefnist grein sem birtist I Timanum i gær. Skýringarmynd fylgdi meö
greininni en svo tókst til að letur I myndinni hvarf i prentun og er myndin birt hér aftur með betri skýr-
ingartexta, lcsendum til glöggvunar.
Ísland-Færeyjar í skák:
ísland vann með 17
vinningum gegn 3
ISLENDINGAR og Færeyingar háðu landskeppni i skák i Þórs-
höfn i Færeyjum i lok siðasta mánaðar. Skáksamband Islands
sendi 10 manna kapplið og tvo fararstjóra til Færeyja dagana
20.-25. júlf. Voru tefldar tvær umferðir og fóru leikar i þeirri fyrri
svo, að Islendingar sigruðu, hlutu 8 vinninga gegn tveimur, en I
siðari umferöinni hlutu íslendingar 9 vinninga gegn einum, eða
samtals 17 vinninga gegn þremur.
tirslit á einstökum borðum uröu sem hér segir:
Ingvar Asmundsson —Hans Petersen 2-0
Július Friðjónsson — Pétur Mikkelsen 2-0
Asgeir Asbjörnsson — Bjarki Ziska 11/2-1/2
Gunnar Finnlaugsson — Hanus Joensen 11/2-1/2
Trausti Björnsson — Ragnar Magnússen 2-0
JónL.Arnason — Jóan P. Midjord 2-0
Jóhann Snorrason — Henry Olsen 2-0
Pálmar Breiðf jörð — Hans A. Ellefsen 11/2-1/2
Vagn Kristjánsson — Rubek Rubeksen 1-0
Vagn Kristjánsson — Sjúrður Lómastein 1/2-1/2
Daði Guðmundsson — Grettir Djurhuus 1-0
Daði Guðmundsson — Niclas Joensen 1-0
Ingvar Asmundsson tefldi fjöltefli á 19 borðum og voru meðal
andstæðinga hans ýmsir, sem tóku þátt i landskeppninni. Leikar
fóru þannig, að Ingvar vann 14 skákir, gerði 2 jafntefli og tapaði
þremur skákum.
0 Ítalía
An hjásetu kommúnista
myndi rikisstjórn Andreottis
falla, sagði Perna.
Haft var eftir heimildar-
mönnum I þinginu i gær að sum-
ir af leiðtogum kommúnista-
flokksins væru óánægðir með þá
ákvörðun að flokkurinn sæti hjá,
þar sem slikt gæti lætt þeim
grun að kjósendum kommún-
istaflokksins, að hann væri að
renna stoðum undir rikisstjórn
kristilegra demókrata.
Þannig má þvi álita, að ræöa
Perna sé aðeins ætluð til þess að
fullvissa kjósendur flokksins
um að kommúnistar muni ekki
gefa kristilegum demókrötum
neitt ótakmarkað umboð til að
stjórna.
Talið er að atkvæðagreiösla
um vantrauststillöguna fari
fram i öldungadeild italska
þingsins i kvöld eða á laugar-
dagsmorgun, en i fulltrúa-
deildinni i næstu viku.
AUGLÝSIÐ
í TÍMANUM
Bændur. Safnið auglýsingunum.
Eignist þannig heimildaskrá. Auglýsing nr. 8 -76.
T0P LINE
Básamottur
# Auöveld þrif stuðla aó auknu hreinlæti.
9 Einangra gegn gólfkulda.
0 Kýr veröa síður sárfættar.
0 Motturnar er auðvelt að festa í básana.
TOP LINE básamottur stuöla að aukinni vellíóan
kúnna og auknum afuröum.
Leitið upplýsinga um verö í næsta kaupfélagi eöa hjá
okkur.
SUDURLANDSBRAUT 32-REYKJAVIK-SIMI 86500-SlMNEFNI ICETRACTORS
Iðnaðarhús á Selfossi
til sölu
,;Þórahúsið”, Gagnheiði 3 er til sölu ef
viðunandi tilboð fæst.
Húsið er byggt 1973-4, 810 fermetrar að
stærð.
Tilboð óskast i húsið allt eða hluta þess og
sendist fyrir 1. september n.k. Guðmundi
Á. Böðvarssyni, Sigtúni 7, Selfossi, simar
99-1425 og 99-1377, sem einnig gefur allar
upplýsingar.
Húsið er til sýnis alla virka daga hjá Verk-
stjóra Straumness h.f. kl. 8-5.
Handavinnu- og
vefnaðarkennara
vantar við Húsmæðraskóla Þingeyinga,
Laugum.
Ný, glæsileg ibúð fylgir starfinu.
Upplýsingar veitir skólanefndarformaður
i sima 96-43545 eða skólastjóri i sima 96-
43135.
Skólanefnd.
Kappreiðar Harðar
verða á skeiðvelli félagsins við Arnar-
hamar laugardaginn 14. ágúst og hefjast
kl. 2.
Keppt verður i: 250 m skeiði, 250 m ung-
hrossahlaupi, 300 m stökki, 400 m stökki.
Góðhestar A- og B-flokkur, gæðingakeppni
barna og unglinga.
Þátttaka tilkynnist fyrir mánudagskvöld-
ið 9. ágúst i sima 6-62-11 eða 6-64-64.
Stjórnin.