Tíminn - 06.08.1976, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.08.1976, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Föstudagur 6. ágúst 1976. MALCOLM MacDonald er nú ekki lengur vinsæl- asti maðurinn i Newcastle — hann lækkaði held- ur betur íáliti hjá áhangendum Newcastle/ þegar hann yfirgaf herbúðir St. James Park-liðsins og gerðist leikmaður með Arsenal. „Super-Mac” var áöur sem — Guö — hjá þeim, en nú vilja þeir ekki heyra á hann minnzt. Sem dæmi um þetta er, aö I krá þeirri sem áhangendur Newcastle safnast saman fyr- ir heimaleiki Newcastle, var griöarlega stór mynd af ,,Sup- er-Mac” lokuö inni í miklum glerskáp, þannig aö ekki fór fram hjá neinum, sem kom inn i krána hvaöa leikmaöur Newcastle-liösins var I mestu uppáhaldi. Strax eftir aö MacDonald fór til Arsenal var skápurinn brotinn og myndin af honum rifin i tætlur. Og ekki mátti geyma pappirstætlurnar inni I kránni, heldur var þeim kast- aö út I rennusteininn fyrir ut- an. Þetta þótti eina sæmandi meöferöin á „svikaranum” MacDonald. Ó.O. Jóhann tryggði KR-ingum sigur — þegar þeir lögðu Víkinga að velli (2:1) á Laugardalsvellinum í gærkvöldi Jóhann Torfason, hinn harðskeytti miðherji KR-inga, var hetja Neill hefur áhuga á Best Terry Neill fram- kvæmdarstjóri Arsenal var mjög glaöur i bragöi, eftir að hafa náö i MacDonald yfir i sinar raöir. I viötali viö blaöamenn sagöi hann, aö hann heföi mikinn áhuga á aö fá George Best I liö Arsenal, hann væri viss um aö samvinna hans og Mac- Donalds myndi veröa með afbrigðum góö. Neill er ekki einn um þaö aö vilja fá Best aftur inn i enska fyrstu deild- ar knattspyrnu. Q.P.R. og Sloke hafa bæöi sýnt þvi mikinn áhuga á aö fá Best til sin. Vitað er aö Best er i góðu formi i Ameriku, og nú er bara aö vita hvort hann hef- ur áhuga á aö snúa aftur tii Englands. Best skoraði „Hat-trick” — þrjú mörk með Los Angeles Aztecs gegn Boston um sl. helgi. Ó.O. Vesturbæjarliðsins, sem vann góðan sigur (2:1) yfir Vikingum i 1. deild- arkeppninni i knatt- spyrnu á Laugardals- vellinum i gærkvöldi. Þessí marksækni leik- maður skoraði gott mark fyrir KR-inga og siðan átti hann allan heiðurinn af hinu marki Vesturbæjarliðsins. Jóhann opnaði leikinn á 31. minútu, þegar hann skoraði eftir slæm varnarmistök Vikinga. Adolf Guðmundsson, miðverði Vikings, urðu á ljót mistök þegar hann ætlaði að senda knöttinn til Diðriks Ólafssonar, markvarðar Vikings. Adolf hitti knöttinn illa — þannig að Jóhann komst inn i sendinguna og skoraði auðveld- lega. Jóhann átti siðan allan heiður að öðru (2:0) marki KR-inga, þegar hann brauzt skemmtilega i gegnum varnar- vegg Vikings (55 min). og sendi íþróttir Umsjón: Sigmundur O. Steinarsson knöttinn til Guðmundar Ingva- sonar, sem var á auðum sjó — Guðmundur þurfti ekki annað en að stýra knettinum fram hjá Diðriki og i netið. Eftir þetta vöknuðu Vikingar til lifsins og þeir náðu að svara — Óskar Tómasson skoraði þá (2:1) eftir að hafa leikið á Magnús Guðmundsson, markvörð KR-inga. Óskar fékk góða send- ingu frá Helga Helgasyni — sem hann nýtti á afar skemmtilegan hátt. Vikingar sóttu nokkuð eftir markið, en það vantaði allan þann brodd i sóknarlotur þeirra, að þær gæfu mark. KR-ingar vörðust og sigurinn var þeirra 2:1. Þaðerlitiðannaðhægt aðsegja um leikinn annað en það, að hann var frekar daufur. JÓHANN TORFASON.... gerði oft mikinn' usla i Vik- ingsvörninni. ■ » gÉW Fjórir frægir Rússarkoma — og keppa ó 50. meistaramóti íslands í frjólsum íþróttum, sem verður hóð á Laugardalsvellinum um helgina FJÖRIR af beztu frjálsíþróttamönnum Sovétríkjanna eru væntanlegir til landsins í dag. Ekki er enn vitað með vissu hverjir það eru — en þeir koma hingað til að taka þátt í 50. M-eistaramóti Islands í frjálsum íþróttum, sem verður háð á Laugardalsvellinum um helgina. Það var ekki f yrr en í gærdag, að Ármenningar, sem sjá um mótið, fréttu það hjá sovézka sendiráðinu, að frjálsíþróttamennirnir væru á leiðinni. Allir okkar beztu frjálsiþróttamenn, fyrir utan Lilju Guömundsdóttur, Ernu Guðmundsdóttur og Ragnhildi Pálsdóttur, taka þátt I mótinu, sem er 50. meist- aramót islands. Þaö má búast viö spennandi keppni I öllum greinum. Rússarn- ir munu koma til meö aö setja skemmtilegan svip á mótiö, sem hefst á Laugar- daisvellinum á morgun kl. 2, en mótinu lýkur á sunnudaginn kl. 16.15. Cardiff sigraði Cardiff City vann sig ur (1:0) yfir Servette frá Sviss I Evrópu keppni bikarhafa þegar félögin mættust á Nina Park i Cardiff. Tony Evans skoraði mark Cardiff. Martin Chivers, fyrrum leik maöur Tottenham lék meö svissneska liöinu og náði hann aldrei aö sýna sina gömlu takta Stones setti met Bandarikjamaöurinn Dwight Stones, sem haföi ekki heppnina með sér i hástökks keppninni i Montreal — hafnaði i þriöja sæti, setti glæsilegt heimsmet i hástökki i Phiiadelphiu á miö vikudagskvöldiö, þeg- ar hann stökk 2.32 m Stones bætti eldra met sitt um einn sentimet- er, sem hann setti sama velli 5. júni sl Hasely heiðr- aður... Hasely Crawford frá Trinidad, sá er vann svo óvænt 100 metra hlaupið á ólympiu leikunum, hfur nú ver- iö sæmdur æösta heiöursmerki lands sins, en gullverölaun- in, sem hann hlaut voru einu verölaun Trinidad á Ólympiu- leikunum. Viö heim- komuna var honum fagnaö sem þjóöhetju og forseti landsins af henti honum þessa viöurkenningu aö viö- stöddum tugþúsund- um áhorfenda. ó.O.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.