Tíminn - 06.08.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 06.08.1976, Blaðsíða 17
Föstudagur 6. ágúst 1976. TtMINN 17 TÍMA- spurningin Vilt þú láta breyta forsetaembættinu á einhvern hátt? Sigrún ólafsdóttir, afgreiöslukonar— Ég tel, að það mætti gjarnan auka valdsvið embættisins, þannig að forsetinn yrði meira afgerandi aðili i þjóðmálum ólafur Ágústsson: — Það væri þá helzt spurning um það, hvort auka ætti raunverulegt vald embættisins. Ég efa þó, að einhverj- ar breytingar þar á, yrðu til batnaðar. Tryggvi Valdimarsson, söiumaður: — Forsetaembættið hefur reynzt ágætlega i sinni núverandi mynd. Ég sé engar ástæður til að breyta þvi. Jón Helgason, smiður: — Ég :tel forsétaembættið ágætt, eins og það er. Þess vegna vil ég engar breytingar á þvi. Bjarni Stefánsson, starfsm. Þjóöleikhússins: setinn ætti að hafa meiri völd i raun en nú er. — Já, ég tel að for- lesendur segja Karl Jónsson skrifar: Hvort mun flónskan okkareða Hannesar Hafsteins sjálfs? Vítavert kæruleysi og trassaskapur — segir Hannes Hafstein um brot á tilkynningar- skyldunni. — Trausta RE leitað með ærnum tiíkostnaði og undir miklum mannafla um helgina lis- Rvlk. — Þaö er aö sjálfsögöu ákaflega alvarlegt mál og vlU- vert ka rulevsl aö hafa hvorkl tal- stöö né útvarp f gangl, þó aö ekki sé talað um aö tilkynna um breytta áætlun, sagöi Hannes Hafatein, f ramkvcmdastjóri Slysavarnarfélags Islands, er hann var inntur álUs á hkini um- fangsmUdn leit aö Trausta RE 27, fjögurra tonnatrUlu tem fram fór s.l. sunnudag og aöfaranótt hans. Hann brtti þvl viö, aö þetU hafi auk heldur verlö ákaflega slysalegt þvl aö mennirnir tveir hafl haldiö aö þeir nröu rkki tU Unds meö Ulstöðinni, en þaö af- sakaði á engan hátt þaö, aö þeir skyldu ékki hafa trkin I gangi. Báturinn er Ulkynningaskyldur. þar sem hann hefur talstöö um borö. Mennirnir tveir á Trausta RE voru viö veiðar á Breiðafirði á laugardeginum, lentu f miklum fiski, og ðkváðu að fara ekki t land um kvöldið eins og ráðgert hafði veriö, og fólk 1 landi bjóst við, heldur héldu þeir veiöunum ðfram. Þegar biö varð á þvl, að trillan krmi aö landi uröu menn I lantu órólcgir og höfðu samband við I Slysuvarnarfélagið, sem auglýsti | eftir bátnum á laugardags- kvöldið. 1 framhaldi af þvl voni bátar kallaðir Or veiði og beönir I að svipast um og reyna að kalla > bátinn uppi, en um nöttina skall á I meö svarta þoku. Slysavarnar- sveitir voru sendar til aö leita á fjörum, landhelgisgæsluvélin Sýr r leitaöi og yfirleitt voru umsvifin I við leitina hin vlötækustu. Flugvél Gæzlunnar fann sföan " bátinn um klukkan hálf sex á sunnudag og undruöust mennirnir allt umstangiö, er haft var samband viö þá I gegnum tal- stööina, sem þeir opnuöu fyrir er V þeir sáu vélina. 1 Timanum þann 13. júli er birt viðtal við Hannes Hafstein, undir fyrirsögninni „Vitavert kæruleysi og trassaskapur”. t viðtalinu kemur fram að Hann- es Hafstein hefur i hyggju, að koma á refsilöggjöf, sem nái yfir mig og félaga minn, ásamt öðrum hundum, trössum og skussum, sem fremji afbrot á borð við róður þann sem farinn var á m.b. Trausta RE 27 laug- ardaginn 10. júli. Ef það mætti nú verða mér og félaga minum til nokkurrar miskunnar og draga úr þeim píslum sem H.H. kann að hafa búið okkur við heimkomuna, vil ég nú segja stuttlega frá róðrin- um sem er þó á engan hátt i frá- sögur færandi. Laugardaginn 10. júli klukkan 8.00 fórum við félagarnir i fiski- róöur frá Klöpp við Haukaberg á Barðaströnd. Stefnt var suður og keyrt i tvo tima — um það bil tólf milur — og renndum við um klukkan 10.00. Fiskur var mjög smár og tregur, en bliðu veður. Klukkan um 17.00 kipptum við i fimmtiu minútur vestur, uröum þar litið varir, kipptum enn i þrjátiu minútur sömu stefnu og þar varð vel vart. Þar höfðum við tal af mönnum á trillu innan af Barðaströndinni. Þeir renndu upp að bát okkar og spurðu um afla. Þeir voru á útleiö. Þetta mun hafa veriö um klukkan 19.30. Upp úr þvi hvessti nokkuð af suð-austan og var litið næði til klukkan um 22.00, en þá lygndi og skall á niðaþoka. Rétt áður en þokan skall yfir, urðum við aftur varir við fyrrnefndan bát og þeir að sjálfsögðu við okkur, þvi þeir voru mjög nálægt. — Svona leit er ákaflcga kostnaðarsöm, — bátar fengnir til að hætta veiðum, menn dregnir úr heyskap til ab ganga fjörur, flugvél send á vettvang, svo ettt- hvað sé nefnt, sagbi Hannes Haf stein. —Veöriö varaðvtsugotten við höfum fordcmi fyrir þvl, ab slys hafi hent þrátt fyrir þaö og er skemmzt að minnast þess er liuil bátur frá Raufarhöfn fór&t árið 1974erhanr. rakstáskerisléttum sjó, en þoku, — sem sagt viö nákvæmlcga sömu skilyröi og vorul þessu tilfelli. sagði Hannes ennfremur. Hann bætti þvi við, að Kt-mhaW a bls. 19 Um klukkan 22.30 tókum við þá ákvörðun að halda kyrru fyrir um nóttina, þar eð veður var gott en þokan dimm, enda var þriggja til fjögurra klukku- stunda stim i land og annað eins til baka að morgni. miðað við bjart veður. Höfðum við þá vaktaskipti og var alltaf annar hvor uppi um nóttina. Þess skal getið að fyrrnefndur bátur fór heim um kvöldið og var alla nóttina að komast að landi. Voru þar þó kunnugir menn um borð. Litið varð fisks vart um nótt- ina>, en um klukkan 7.00 um morguninn var kominn ólmur fiskur. Þá birti vel upp og létti þokunni alveg á hafinu, en þokuslæða var til landsins. Enn var sama bliðan og strax og létti til sáum viö tvo þilfarsbáta á færum skammt norður af okkur. Undir hádegi fór tólf til fjórtán lesta bátur fram hjá okkur i tvö eða þrjú hundruð metra fjar- lægð og um klukkan 14.00 fór einn af þrjátiu og sjö lesta ný- sköpunarbátunum — Þorsteins- teikning — svo nálægt okkur að við heyrðum tónlist frá viðtæki hans. Skyggni var búið að vera gott frá því um klukkan 7.00 um morguninn. Nokkru seinna sáum við til flugvélar sem flaug inn með Skararhliðum i nokkurri þoku- móðu, sem huldi aftanverð fjöll- in. Um klukkan 18.00, eða svo, flaug flugvél Landhelgisgæzl- unnar mjög lágt yfir okkur hvað eftir annað. Gerðum við okkur þá ljóst, að hún ætti við okkur erindi. Félagi minn náði þá sambandi við áhöfn vélarinnar og sögðust þeir vera að leita aö okkur. Klukkan 19.00 höfðum við fengið góðan afla og héldum til lands i góðu veðri. Astæðan til þess áð við kölluð- um ekki i land, eða annað og gerðum grein fyrir okkur um kvöldið var sú að starfsmaður við Reykjavikur-radió sagði okkur, þegar talstöðin var sett i bátinn i vor, aö hún kæmi okkur að fullum notum á Faxaflóa, en ekki norðan við Snæfellsnes. Þetta hefur reynzt rétt hjá hon- um, að öðru leyti en þvi, að við getum haft samband við Ólafs- vik. Það vissum viö þó ekki fyrr en eftir róöurinn. Þetta var Hannesi Hafstein kunnugt um, þegar hann átti viðtalið við Timann og talar hann þvi ekki af nákvæmni leit- arstjórans um það atriði. Heldur leynir hann þvi beinlínis og eys yfir okkur skömmum og fúkyrðum til að leiða athyglina frá fumi sinu og gauragangi. Um það að hann hafi tekið heil- an flota fiskibáta af veiðum til að leita að okkur, skal bent á það sem áður er sagt um skipa- ferðir i kringum okkur þann tima sem skyggni var gott, en um nóttina, meðan þokan lá yfir, svo svört sem hún var, hefði þurft mikla bjartsýni tií leitar. Það er álit mitt að ekki einn einasti bátur hafi leitað að okkur. En þó svo hafi verið hefðu radartæki bátanna komið að litlu gagni, ef ályktun H.H. hefði verið rétt, að við hefðum rekið á sker. Hvað liður áhyggjum H.H. út af fóðurskorti á Barðaströnd- inni i vetur, get ég huggað hann með því, að sláttur mun ekki hafa verið þar byrjaður. Hitt er svo annað mál, að þær fjárfúlg- ur sem hann ætlar að greiða leitarmönnum á landi og þeir eru vel að komnir, munu frekar vera fyrir frátafir frá hrogn- kelsaveiði og annarri sjósókn i bliðunni. Þegar við komum úr umgetn- um róðri lágu fyrir okkur boð um að hafa tal af H.H. i sima. Hér á hinni nýju verstöð Klöpp var siminn ekki fulltengdur, svo það kom i hlut sameignamanns mins og félaga, sem er ungur maður, að fara til næsta bæjar og tala við H.H. Ég ynnti hann eftir samtali þeirra og sagði hann að H.H. hefði gefið sér nokkrar ákúrur fyrir framferði okkar. Hann kvaðst hafa afsak- að okkur meö þvi að talstöðin kæmi okkur ekki að gagni hér. H.H. þótti slæmt að félagi minn vissi ekki nafn á áöurnefndum starfsmanni við Reykjavikur- radió, sem hann taldi ámælis- verðan fyrir sinar leiðbeining- ar. Að endingu gaf hann félaga minum það heilræði, eða öllu heldur þau fyrirmæli, að við færum hér eftir aldrei frá landi öðruvisi en að hafa belg i mastr- inu. Þar með hélt ég aö þetta mál væri útrætt, en alls ekki að við ættum eftir að fá þær skammir og svivirðingar sem fram komu i umræddu blaðaviðtali. Ég vissi ekki að H.H. þekkti mig svo gjörla, að hann vissi að ég væri kærulaus hundur, skussi og trassi. Sjálfur þekki ég hann ekkert, hef aðeins heyrt að hann muni vera af dönskum ættum. Ég þekki svo litið til hans, að ég hef til dæmis ekki heyrt einn einasta mann segja að bann hafi litið sjómannsvit og væri flón. Ekki hef ég heldur heyrt þvi fleygtað hann hafi ekki þá dóm- greind og stillingu til aö bera, sem nauösynleg er i starfi hans. Um þann möguleika, sem hann telur sjálfur fyrir hendi, að hann veröi hengdur, skal ég Framhald á bls. 19.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.