Tíminn - 06.08.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.08.1976, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 6. ágúst 1976. í spegli tímans Listsýning Indiána í Moskvu Nú stendur yfir i Sögulega rikis- safninu i Moskvu sýning, sem nefnd er „Menning Indiána-ætt- bálka i nágrenni viö Amazon- fljót”. A sýningunni eru um 500 hlutir, innanhússhlutir, áhöld, vopn, skrautgripir og hljóöfæri. Þessir hlutir eru nú sýndir i fyrsta sinn utan Venezuela. Fær hún ósk sína uppfyllta ? Kvikmyndaframleiöandinn frægi, Alfred Hitchcock er um þessar mundir að vinna að gerö nýrrar kvikmyndar. Það hefur ætiö veriö keppikefli leikara, að fá hlutverk i mynd hjá honum, en nú hefur hann alveg unga óreynda stúlku I sigtinu i eitt aðalhlutverkið. Sú er engin önn- ur en hin nitján ára Karólina prinsessa af Mónakó. Karólina hefur lengi látið sig dreyma um að verða leikkona en aldrei fengið tækifæri að reyna sig þrátt fyrir mörg tilboð, þvi mamma hefur ævinlega tekið af skarið og sent dótturina á Klausturskóla i von um að hún losnaði við þessar grillur úr kollinum. Karólinu hefur verið lýst sem einkar fallegri stúlku, en fremur skapmikilli. Það kemur þó ekki til með að valda Hitchcock neinum vandræðum, þvi hann hefur þurft að fkst við margar duttlungafullar leik- konur á löngum leikstjóraferli sinum, Og eins og menn rekur eflaust minni til, þá var það lika Hitchcock sem fyrir um tuttugu og fimm árum uppgötvaði leik- hæfileika Grace Kelly, móður Karólinu og gerði hana að stjörnu. ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ 4 Kannizt þið við kauða ? Það vefst vafalaust fyrir mörgum, hver þessi snoðkollur er, en við nánari aðgæzlu má sjá, að hér er á ferð Ringó Starr, fyrrverandi Bitill. Hann mun hafa verið orðinn leiður á hár- lubbanum, svo hann ákvað að losa sig við hann. Þegar allt kom til alls þótti honum það ekki nægja og linnti ekki látum fyrr en búið var að fjarlægja bæði skegg og augnabrúnir úr andliti hans, svo nú má með sanni segja að þar finnist ekki stingandi strá. Hann segir að það sé stórkostleg tilfinning að vera hárlaus, en ýmsir mein- fýsnir náungar hafa ráðlagt honum að halda sig innan dyra eftir að fer að skyggja. Ef þið haldið virkilega, aö þið kuldanum, þá skjátlast ykkur getið lokað mig hérna úti I hrapallega.............. fVMGt — Hvernig væri að drekka eina úlfaldaskál?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.