Tíminn - 06.08.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.08.1976, Blaðsíða 3
Föstudagur 6. ágúst 1976. TÍMINN 3 Loðnan: Verksmiðj- urnar bíða gébé Rvik. — Ekkert skip hefur tilkynnt loönunefnd um afla frá þvi á þriðjudag. Að sögn Andrés- ar Finnbogasonar hjá Loðnu- nefnd, er mjög lltið að gerast á loðnumiöunum, að vlsu reyndu nokkur skip að kasta I fyrrinótt og i gær, og fengu einhvern smá- afla, en það var þó mjög litið. Loðnan er mjög stygg og erfitt að ná henni, enda er enn nokkuð um Ishrafl á veiðisvæðunum norður af Horni. Véður var þó gott á mið- unum i gær. — I þessari veiði get- ur þó alltaf eitthvað óvænt gerzt, það geturaðeins þurft fáa tima til að skipin fái fullfermi, sagði Andrés, og vonandi veröur það fljótlega, þvi nú hafa loðnuverk- smiðjurnar vlða um land flestar unnið úr þvi hráefni sem þær fengu um og eftir siðustu helgi. Ekkert rannsóknar- skip á loðnumiðunum gébé-Rvik. — Ekkert rann- sóknarskip frá Hafrannsóknar- stofnun er á loönumiðunum norð- ur af Horni, þar sem Arni Frið- riksson kom til Reykjavlkur I gærkvöldi, en skipiö hefur verið viö loðnuleit að undanförnu. Rannsóknarskipin tvö, Bjarni Sæmundsson og Arni Friöriksson, munu hefja seiöarannsóknir fljót- lega, bæði umhverfis tslands og I Grænlandshafi. — Timinn hefur fregnaö, að óvist er á þessu stigi málsins, hvort annað skip verði sent til loðnuleitar fyrir Norður- landi. Skreið aftur seld til Nígeríumanna Gott verð fæst fyrir hana um þessar mundir gébé Rvík. — Innflutningshöft- unum á skreiö til Nigeriu hefur verið aflétt aö vissu marki, sagöi Bragi Eiriksson, forstjóri Samlags skreiöarframleiöcnda, en Samlagiö geröi nýlega samn- inga viö innflutningsfyrirtæki i Nigeriu um sölu á niu hundruö tonnum af skreiö. — Viö vitum ekki hve margir hafa fengið inn- flutningsleyfi, en viö munum haida samningum áfram viö sama innflutningsfyrirtæki i Nigeriu, sagöi Bragi. Gott verö fékkst fyrir skreiöina nú, eöa kr. 715,- fyrir þorsk og keilu pr. kg., kr. 681,- fyrir kg af ufsa, löngu og ýsu. Fyrrnefnd nlu hundruö tonn, sem Samlag skreiðarframleiö- enda gerði sölusamninginn um nýlega, verða flutt i tveim förm um til Nigeriu I lok ágústmán- aðar og I september. Aö sögn Braga eru nú um 2500 til 3000 tonn af skreið I landinu, en af þvi veröur ákveöið magn selt til italiu. Stjórnvöld i Nigeríu settu fyrir nokkrum vikum bann á skreiöarinnfiutning til landsins vegna óhagstæðs verðs á skreiö- inni, en hafa nú aflétt þvi banni, a.m.k. að einhverju leyti. Stjórnin hefur þó hönd i bagga með leyfisveitingu enn þá til innflutningsins. Innbrot -hs-Rvik. Brotizt var inn I timbur- verzlun StS viö Armúla I fyrrinótt og einnig I raftækjadeild Dráttar- véla h/f, sem er isama húsi. Þeir sem þarna voru aö verki höföu litið upp úr krafsinu, 3000 krónur á fyrrnefnda staönum, en segul- bandstæki á hinum siöarnefnda. Að sögn Gísla Guðjónssonar, rannsóknarlögreglumanns, hafði verið brotinn gluggi á bakhlið hússins og farið þar inn. Ráfað hafði veriö um allt húsið og rótað I ýmsu og var aðkoman vægast sagt heldur sóöaleg. Einnig voru brotnar þrjár hurð- ir, þegar farið var inn I raftækja- deildina og til þess voru notuð öxi og kúbein, sem tekin voru I timburverzluninni. Gisli taldi ekki ósennilegt að brotið hafi verið framið af drukknum mönn- um, að minnsta kosti var sóða- skapurinn slikur að allsgáðir menn hefðu vart farið svo að. Tjóniö vegna brotinna hurða og karma er talsvert. ' Raforkuflutningur um sæstreng: Slíkir flutningar fara fram en dýpið umhverfis ísland er erfiður Þrdndur -hs-Rvik. —t framhaidi af fregn- um um möguieika á orkuflutningi um gervihnött, sem m.a. var sagt frá i biaöinu i gær, var Jakob Björnsson, orkumálastjóri, spuröur um möguieika á flutningi raforku um sæstrengi til annarra landa. Hann sagði, að á sinum tima hefðu verið gerðar áætlanir um þetta atriði, en þær hefðu bent til þess, að ekki gæti orðið um mik- inn hagnað að ræða. Sérstaklega væri það dýpið i hafinu umhverfis tslands, sem kynni að valda erfiðleikum. Jakob sagði, að erfitt væri að meta það hvort slikur útflutning- ur væri kostnaðarlega hag- kvæmur I dag, en vafalaust heföi í Götu tækninni f þessum málum sem öðrum fleygtfram, siðan þessi at- hugun var gerð. Hann bætti þvi við, að enginn slikur kapall hefði nokkru sinni verið gerður, en fyr- irbærið v*ri hins vegar ekki al- veg óþekkt, þvi að Norömenn flyttu til dæmis raforku til Dan- merkur um sæstreng, en þar er um stutta vegalengd og litið dýpi að ræða. MÓL-Reykjavik. Þetta er ekki atriði úr bandariskri sakamálamynd, þar sem ill- virkinn hefur að lokum veriö klófestur eftir haröan eltingaleik. Hins vegar má segja, að Reykvikingurinn hafi fengiö nokkuð óbliðar móttökur hjá Akureyring- um, en myndin er tekin á horni Glerárgötu og Gránu- félagsgötu á Akureyri. Areksturinn mun hafa átt sér þannig staö, aö sendibif- reiðin ók inn i hægri hlið R- bilsins, sem kastaöist við það á þriðja bllinn, sem var kyrrstæður. Engin slys urðu á mönn- um, en R-billinn er mikiö skeir.m jijr. TfmafJiynd Karl. Flugleiðir í píla- grímaflug? MÓL-Reykjavlk. Um þessar mundir eru staddir á vegum Flugieiða hf. nokkrir menn I Nigeriu, þar sem þeir standa I samningaviðræöum viö þarlenda múhameöstrúarmenn um plia- grlmsflutninga. Fleiri fiugfélög en Fluglciöir berjast um þessa flutninga, þannig aö enn er ekki Ijóst hvort Flugleiðir fái þennan samning. Takist samningar hins vegar, þá veröa þeir undirritaöir næstkomandi mánudag. Að sögn Alfreðs Ellassonar, forstjóra Flugleiða, þá liggur ekki enn fyrir hve margar ferðir er um að ræða, þótt vitaö sé aö þær verði fleiri en slðast þegar Flugleiðir stóðu að pilagrims- flutningum. Verði úr samningum, þá munu tvær vélar félagsins vera i þessu leiguflugi. Þó að ekki verði úr samningum, þá er samt ekki loku fyrir það skotið, að Flugleiöir fljúgi með pllagrlma, og þá frá Indónesiu. 1 vor og sumar voru menn frá Flugleiðum staddir i Indónesiu. Að sögn Alfreðs Eliassonar, sem var með I förinni, þá voru það ein- ungis könnunarviðræður, en Indónesiumenn hafa siðar haft samband við Flugleiðir. Litið sem ekkert er vitað um fjölda þessara ferða. Takist samningarnir viö Nigeriumennina, þá verður ekk- ert af leigufluginu fyrir hina, þar sem Flugleiöir hafa ekki flug- flota, sem gæti annað öllum þess- um flutningum. Aætlun Flugleiöa um að stækka flugflota sinn verður I athugun út þennan mánuð og verður ákvörð- un tekin um miðjan næsta mánuð. Nauteyrarhreppur við Isafjarðardjúp: Áætlun um að stórbæta óstandið í símamólum í haust ASK-Reykjavik. — Það hefur ver- iö gert sem hægt er viö núverandi aöstæöur, viö erum aö undirbúa aögeröir sem ég get ekki timasett núna, né heldur sagt hvaöa leiö veröur valin, sagöi Sigurður Þor- kelsson framkvæmdastjóri tæknideiidar Pósts og S<Ima er Timinn spuröist fyrir hvaö iiöi viðgeröum á simalinum i Naut- eyrarhreppi viö tsafjaröardjúp. — Þaö var farið yfir allar Ilnur þarna og þær settar i það stand, sem hægt var og ég veit að á- standið batnaði eitthvaö. Hins vegar vitum við að slmasamband við Nauteyrarhrepp er lélegt. Það hafa lengi verið uppi ráðagerðir meðað bæta þaö, en fjárhagurinn hefur stöðvað okkur. En vonir standa til þess, að yið fáum tækjabúnað sem geti bætt ástand- iö nokkuð meira. Það er síður en svo, að við viljum ekki gera bet- ur, en Póst og Slma er sniðinn þröngur stakkur, með hvaða framkvæmdir hægt er að leggja I. Þá sagði Sigurður að einkum væri um tværleiðir að velja til að bæta talsimasambandið i Naut- eyrarhreppi. Sú fyrri væri að byggja upp radio-stöðina á bæj- um sem hefur beint samband við Isafjörð gegnum radióstööina i Arnarnesi og tengja þaðan á nokkra staði. Þeir yrðu siðan tengipunktar fyrir bæina i kring. Þetta ætti að gera leiðirnar til tsafjarðar öruggari. Hin leiðin er sú, að losa út linur sem notaðar eru fyrir fjölsimann á IsafirðitilHólmavIkur.þar með yrði hægt aö losa linur san settar væru á f jölsima inn Djúpið, en til þess þarf Póstur og Slmi einnig að ná fjölsíma sem losnar aö öllum Ukindum i haust. Að sögn Sigurð- ar þá bendir flest til þess að hægt verði að ráðast i þessa fram- kvæmd síðar i sumar. Hins veg- ar sagði Sigurður, að ekki væri enn fullljósthvorleiðin yröi valin, eða hvor væri fjárhagslega hag- kvæmari. — Það er mikið gert hér hjá okkur til að þessari framkvæmd verði lokið fyrir veturinn. Þá er seinni aðgerðin bundin öörum framkvæmdum, sagöi Sigurður. — Við fáum ekki efni til að losa út leiðina Hólmavík-Isafjörður, fyrr en við erum búnir að koma ann- arri leið i' gagmð. Þá sagði Sigurður að gefin heföi verið heimild fyrir talstöð i hreppinn ogætti hún að koma nú I sumar. Hins vegar sagði hann að beiðni um talstöðina hefði komið svo seint I fyrra aö hún náðist ekki fyrir veturinn. Eins og Timinn greindi frá, ekki alls fyrir löngu þá neituðu nokkrir ibúar Nauteyrarhrepps að greiða afnotagjöld sln. Þetta aftur leiddi til þess að simunum var lokað. Samkvæmt upplýs- ingum Erlings Sörensen um- dæmisstjóra Pósts og Sima á Vestfjörðum þá hafa nú nær all- ir greitt gjöldin. — Það var ekki óeölilegt, að fólk væri óánægt með simann, sagði Erling, þetta svæði haföi oröið á eftir öðrum landshlutum nú á undanförnum árum. En þær aðgerðir sem Landsiminn ætlar að fara I næstkomandi haust, urðu til þess að menn greiddu af- notagjöldin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.