Tíminn - 13.08.1976, Page 7

Tíminn - 13.08.1976, Page 7
Föstudagur 13. ágúst 1976 TÍMINN 7 Tatum O’Neal i sjónvarpsþætti. Sú stutta lætur sig ekki muna um aö koma klædd hinum afkára legasta klæöna&i á mannamót. — Þau eru svo smá, en i þvi er einmitt mikilleiki þeirra fólg- inn. Þegar þau koma fram i kvikmynd þarf kvikmynda- framleiöandinn ekki aö óttast aö halli veröi á bókhaldinu, og þau stela nær undantekningarlaust senunni frá fullorönum mótleik- urum sinum. Barnastjörnur eru ákveöin fyrirbæri i kvikmyndaheimin- um, og þar sem þaö kom snemma i ljós, aö þær féllu áhorfendum einkar vel i geö, hafa grallaralegir strákar og sætir telpuhnokkar átt sér fast- an sess i kvikmyndum gegnum árin. Sem barnastjörnur hófu margir þekktir leikarar og leik- konur kvikmyndaferil sinn. Ariö 1920 færöi Charlie Chaplin Jackie Coogan fram á sjónar- sviðiö I mynd sinni — The Kid —, og tólf árum slöar lék stúlka, sem þá var jafnvel ekki komin á skólaaldur i sinni fyrstu kvik- mynd. Þetta var Shirley Temple og átti hún eftir að vinna hug og hjörtu manna viös vegar um heim. Shirley er nú 47 ára aö aldri og er sendiherra Banda- rikjannai Ghana. í alltlékhún i rúmlega fjörutiu kvikmyndum og þénaöi ekki minna en sjálf Greta Garbo. 1 kjölfar hennar komu svo margar smávaxnar stjörnur, sem hún hleypti kjarki og áræðni i, og á þessum ti'ma voru ótal kvikmyndir meö þeim geröar. Bandarikin, England, Þýzkaland og Frakkland, öll lögðu þessi lönd fram sinn skerf af barnastjörnum. Sem dæmi má nefna Hayley Mills, Liz Taylor, Natalie Wood, Oliver Grimm, og tviburana Isu og Juttu Gunther. Svo varö hlé á þessu. Sjón- varpið haföi hafiö göngu sina og slegiö kvikmyndahúsunum viö, þannig aö þau voru næsta tóm á sýningum. Og meö tilkomu sinni haföi þaö innleitt alveg nýja stefnu i kvikmyndageröinni. Nú rann upp timi — fulloröins- myndanna —, þar sem ofbeldi, glæpum, blóösútheilingum og klámi var gerö Itarleg skil. En börnin hurfu samt sem áður ekki alveg, — þarna inn á milli mátti finna þau ennþá, en meö óliku sniöi og áöur haföi tiökazt. 1 kvikmyndinni „Taxi Driver”, sem var mikil hasarmynd og hlaut Gullna pálmann á kvik- myndahátiö i Cannes, hneppir þrettán ára gömul stúlka upp blússunni sinni I þvi skyni aö fá óskarsverðlaunahafann, Robert de Niro til viö sig. Hann aftur á móti vill beina telpunni af þess- aribraut, sem hún er komin inn á og senda hana aftur heim til fööurhúsanna og i tilraunum slnum viö aö leika hetju hennar vegna, kemur hann af staö miklu blóöbaöi. Sú sem leikur vændiskonuna i þessari mynd Jodie Foster I hlutverki gleöikonunnar I myndinni „Taxi Driver.” Shirley Temple i einni mynda sinna af 42 áriö 1937. NÝR TÍMI BARNASTJARN- ANNA ER RUNNINN UPP heitir Jadie Foster og var hún aðeins þrettán ára, þegar þarna kom sögu. Þrátt fyrir lágan ald- ur, var þetta ellefta mynd henn- ar, en hún var þriggja ára gömul, þegar hún fyrst kom fram i sjónvarpskvikmynd. F'yrstu hlutverkin voru öll sak- leysisleg, en þegar hlutverk hennar I „Taxi Driver” haföi veriö kunngjört, sendi barna- verndarnefnd hana til sálfræö- ings I fjögurra klst. rannsókn. „Það var heimskulegt, sagöi Jadie — þvi þaö var mta eigin móðir, sem stakk upp á mér i þetta hlutverk”. Og hún skilaði þessuerfiöa hlutverki gleöikon- únnar af sér eins og reynd full- þroska kona heföi átt I hlut. Þaö var aöeins eitt skilyröi sem hún setti fyrir leik sinum i umræddri mynd: Látiö mig bara ekki koma fram nakta, þaö hefur enginn karlmaöur áhuga á aö sjá hvernig þrettán ára stúlka litur út. ” Linda Blair var þrettán ára, þegar hún lék i kvikmyndinni „The Exorcist”. Þar lék hún stúlku, sem haldin var illum anda og sá vondi spilaöi i. Myndin þótti hin viðurstyggi- legasta, viöast hvar ogeitt sem var fundiö henni tii foráttu var Tatum O’Neal og bróöir hennar Griffin. Tatum er nú hæst launaöa barnastjarnan sem sögur fara af. Fyrir leik sinn i kvikmyndinni Bad News Bears fær hún 350.000 $ og niu prósent afgróöanum. aö láta þrettán ára krakka leika i henni eitt aöalhlutverkiö. Linda haföi heitiö þvi aö þetta skyldi veröa fyrsta og siöasta kvikmynd hennar af þessari gerö, en ekki var nema ár liöiö, þegar sjá mátti hana I svipuöu hlutverki i sjónvarpskvikmynd. Og ennþá stendur hún and- spænis nýrri hrollvekju. Hún hefur ákveðiö aö leika á móti Richard Burton i „Exorcist II. The Heretic”, þar sem skrattinn og allir hans árar veröa i essinu sinu svipaö og i þeirri fyrri. Tatum O’Neal öfundar hana ekkert smávegis af þessu hlut- verki. Tatum er ein hæfileika- rikasta barnastjarnan, sem komið hefur fram á siöustu ár- um, — og jafnframt sú erfið- asta. Hún byrjaöi ósköp sak- leysislega. Fyrir 16.000 dali, lék hún á móti fööur sinum I mynd- inni „Paper Moon”. Þar leikur hún munaðarleysingja, sem aö- stoðar fósturfööur sinn viö hvers konar svikastarfsemi og bellibrögð. Myndin fékk frábær- ar viðtökur og var Tatum hampaö sem sigurvegara, og dillaö af fööur sinum, kvik- myndaframleiöendunum, (Paramount) ogamerisku kvik- myndaakademiunni. Þetta hef- ur gert það aö verkum, aö Tat- um er hálfu erfiöari en áöur, og þótti samt ekki par góö þá og ku vera ómögulegt aö tjónka nokk- uö viö hana. Hún gerir sér far um að likja eftir hegöan þeirra fullorðnu, klæöist flegnum kjól- um ætluöum þokkadisum, sem fer grátbroslega illa á óþrosk- uðum bamslikamanum, er á spani á milli sjónvarpsþátta, nætursamkvæma og ljós- myndastúdióa, reykir og drekk- ur og lætur móöann mása um allt og ekkert: „Shirley Temple? Hún var ekki neitt sér- stök. Aö visu var hægt að nota hana, þegar hún var sex til sjö ára, en þar meö var þaö búiö. Eöa hefur nokkurt ykkar vitaö til þess aö hún hafi leikið eftir aö hún varö fjórtán ára? Tatum hefur tólf ár og þrjár myndir aö baki sér. 1 þeirri þriöju, sem faer heitiö „Bad News Bears” tryggöi hún bróö- ur sinum Griffin ellefu ára, gott hlutverk og sjálfri sér afar hag- stæöan samning. Fyrir leik sinn i myndinni fær hún hvorki meira né m inna en þrjú hundruð og fimmtiu þúsund dali og niu prósent af gróðanum aö auki. Meö þessu er hún orðin hæst launaöasta barnastjarnan sem um getur i sögu kvikmyndanna. Meira aö segja Shirley Temple kemst ekki I hálfkvist viö hana i þessum efnum. Hvort leikur hennar er svo raunverulega svo mikils viröi veröa áhorfendur aö dæma um þegar þar aö kem- ur. (Þýtt og endursagt JB)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.