Tíminn - 13.08.1976, Síða 8

Tíminn - 13.08.1976, Síða 8
8 TÍMINN Föstudagur 13. ágúst 1976 Valgarður L. Jónsson, Eystra-AAiðfelli: Óþurrkar og votheysverkun VALGARÐUR vinur minn á Eystra-Miöfelli er áreiöan- lega með beztu bændum landsins og búskapur hans er allur til fyrirmyndar, stór i sniöum.um 100 n autgripir og 300 fjár, enda þrjú af börnum þeirra hjóna farin aö búa meö foreldrunum. Allt aö Eystra-Miöfelli er meö snyrti- og myndarbrag. Aökeyptar vörur, svo sem áburö og fóóurbæti, notar Valgaröur með ýtrustu að- gát, en nær þó alltaf há- marksalköstum, bæði hvaö varöar fóöuröflun og afurö- ir bústofnsins. Og i þessum óþurrkasumrum er hann i engum vandræöum með heyskapinn, hefur búið sig undir aö taka á móti siikum aöstæöum og hefur sigrazt á þeim örðugleikum sem öör- um, er þessum atvinnuvegi fylgja. Þvi tel ég ómissandi fyru- bændur að kynnast þvi, hvernig slikir búhöldar fara aö þvi aö fá jafnvel mesta og bezta fóðrið á óþurrkasumr- um. Guðmundur Björnsson, Akranesi. Vinur minn og velunnari bænda, umboðsmaður Timans á Akranesi, var að biðja mig að segja álit mitt og reynslu af vot- heysverkun i smágrein, sem mætti birtast i blaðinu. Ég sagði eins og er, að kunnátta og hæfni væri litil hjá mér til að skrifa i fjöllesin blöð. Bið ég þvi þá, sem lesa kunna þessi orð. að taka vilj- ann fyrir verkið. Hér verður að- eins sagt frá reynslu minni, og geri ég mér fulla grein fyrir þvi, aðmér færari menn, jafnvel með enn meiri þekkingu og vit á þess- um málum, ættu frekar að láta ljós sittskinaá þessum vettvangi. En hitt er svo annað mál, að ég er einn þeirra, sem hef verkað I vot- hey með góðum árangri I mörg ár, svo reynslan er fyrir hendi og hún góð. Þessi mál hafa nokkuö verið i sviðsljósinu, á undanförnum misserum, vegna erfiðleika i stórum landshlutum á að þurrka hey. Talað er um tjón, sem orðið hefur og hvað sé til bóta. Rætt hefur verið um aukna votheys- verkun sem nokkra Urbót. Það hefur komið fram, að bændur eru misjafnlega hrifnir af slikri hey- verkun, eða öllu heldur af fóðrinu. Ég held, að hér sé um einhver mistök að ræða, þá helzt að geymslur væru ekki i lagi, eða verkun eitthvað ábótavant. Altalað er, að brautryðjendur i votheysgerð séu Vestfirðingar og Strandamenn. Þar virðist þessi verkunaraðferð hafa reynzt það vel, að mikill meirihluti heyfengs sé verkaður i vothey, þó um þurrkasumur sé að ræöa. Það verðurekki framhjá þvi horft, að þessir menn hafa reynsluna mesta, og hún er alltaf ólygnust. Hér á þessum bæ er þetta likt og gerist almennt hér um slóöir, þó að eitthvað sé það misjafnt frá bæ til bæ jar hve mikið er verkað i vothey. Að visu hef ég ekkert ná- kvæmt yfirlit yfir hvað hver verk- ar, aðeins það sem fyrir augun ber. Ég veit að til er að ekkert vothey er verkað á sumum bæj- um, ogengin aðstaða hefur verið til þess gerð. Það tel ég illa farið og þeim til tjóns, sem við slikt búa. Það er mikiö til I þeim brýn- ingarorðum til bænda, að láta sér nú segjast og koma sér upp og bæta aðstöðu til votheysgerðar, vegna óþurrka sumar eftir sumar i sama landshluta. — Bændur ættu að bregðast vel við þessari hvatningu. Það er enginn vafi á þvi að það yrði ávinningur fyrir bændur og hann stór, þvi að lélegt heyfóður, veldur hverjum bónda stórtjóni. Min reynsla er sú, að gott vot- hey sé ómissandi fóður íyrir mjólkurkýr, ef þær eiga að gera fuUt gagn. Þeir eru fleiri en ég, sem hafa þá sögu að segja, að þrjóti votheyið á útmánuðum, fer ekki hjá þvi að nytin minnkar i kúnum, og þótt aukið sé við þær mjölið dugar það ekki tU. Það getur ekkertkomið i staðinn fyrir gott vothey — eða það er min reynsla. Við, sem reynt höfum, vitum hve erfitt getur orðið að auka nytina aftur ef hún fellur i kúnum. Þess vegna er það ein stærsta Ustin við að hafa góða ársnyt eftir kýrnar, aö eldi þeirra sé sem sveifluminnst. Þegar kemur fram i miöjan júllmánuð, þarf oftast að gæta vel að beiti- landi kúnna. Okkur hér gefst bezt að bera aðeins á aftur, svo háar- sprettan örvist, grasið verði grænt og Ufandi, en fölni ekki, og láta svokýrnarfljótlega á þá beit, þvi aö þeim llkar vel að bita gras- ið um leiö og það sprettur. Svo þegar kemur eitthvað fram yfir mánaöamótin júli-ágúst, eftir þvi hvað háarsprettan er góð, þurfa kýrnar að fá grænfóður með. Við höfum prófað allar þessar algengustu grænfóðurtegundir. Oruggustu uppskeruna hafa hafr- ar og nýgresi gefið okkur sem grænfóður fyrir kýrnar seinni hluta sumars og á haustin. Kálið er einnig gott, en I vorþurrkum getur spretta þess brugðizt, en hinar tegundirnar eru ekki eins viðkvæmar, þær hafa likað vel hér. Sem fyrst á haustin tel ég að eigiaðbera þurrhey fyrir kýrnar, til þess að fóðurbreytingin verði sem minnst þegar þær eru teknar á hús, en þá er nauðsynlegt að eigatilbúiögott vothey fyrir þær, sem kemur i stað grænfóðurs, og svo einnig mjöl, en mjöl er þeim ekki gefið hér yfir beitartimann, þvi að þeim er beitt eingöngu á ræktað og áboriö land. Þannig hefur þetta verið haft hérog gefizt vel. I stórri kúahjörö eru m jög hámjólka einstaklingar ekki eftirsóknarveröir. Slikir gripir þurfa auka þjónustu, svo vel fari, en það vill verða útund- an, þvi er bezt að kýrnar séu sem likastar, góðar mjólkurkýr, ekki langstæöar, heilsuhraustar og góðar I umgengni. Þessi þrjúskil- yrði tel ég mikilvægust. Ég vil ekki teppa bás undir kú, sem mjólkar minna en 3 þúsund litra yfir árið, sé um fullgerða áfalla- lausan grip að ræöa, og bezter aö nytin sé sem likust úr kúnum, þvi að þær fá allar sömu gjöf og að- hlynningu. Að pina mjólk úr kúm meö óhóflegri mjölgjöf, er álika gáfulegtog keyra bilinn sinn með bensingjöfina i botni alla tið, hvorugt endist lengi með slikri meöferð. Allt er bezt i hófi, og drýgst verður ef hægt er að láta kýrnar mjólka sem jafnast, verða ekki fyrir sveiflum, hvorki vegna fóöurs eða aöbúnaðar. Þvi þarf að gæta vel að kúnum i slæmum veörum á haustin. Skilyrðifyrir góöri afkomu bús- ins eru góð og mikil hey á haust- nóttum, öllum skepnum þarf að gefa heyfóður eins og þær geta i sig látiö, mjólkurkúm mjöl að auki, en þó ihófi, þvl stærraatriði er velverkað hey, og þá má ekki vanta votheyið. Það þarf að vera vel til helminga fyrir mjólkur- kýrnar svo vel sé. Súgþurrkuð vel verkuð taða af Vallarfox-stofni gefst vel I allar skepnur og sömuleiðis vel verkað vothey, það er gott fyrir allar skepnur. Við höfum prófað vothey eingöngu sem heyfóður I vetrunga, það kom vel út. Ég hygg aö bezt sé að venja skepnur ungar viö votheysgjöf. Aðkeyptar kýr hér voru nokkurn tima að venjast mikilli votheys- gjöf. Kýr eru mjög vanafastar og viðkvæmar, þvi tel ég vafasamt að full nyt næöist hér meö vot- heysgjöf einni. Ég held, aö kýrnar mundu mæna eftir þurrheystugg- unni sinni, sem þær fá oft sem á- bæti, en það er algjört skilyrði, aö I kýrnar komist sem mestaf góöu heyfóðri, ef þær eiga að gefa fulla nyt. Þetta vita allir, sem reynt hafa. Hér aö framan hef ég rætt um fóðrun kúnna allan ársins hring, en heyverkunin er þessu dæmi nátengd.sem gefur aö skilja, þar sem þaö er aðalvetrarfóðrið. Heyverkun er stórt atriði hjá bændum með kúabú. Þar má engu skeika, ef góöur aröur á að fástaf þeim.Þaöersvo viðöllbú- störf, þar verður alltað vinnast af heilum hug og samvizkusemi. Svo er það reyndar I hverju starfi eigi fullur árangur aðnást. En enginn skyldi leggja fyrir sig sveitabú- skap, sem ekki hefur áhuga og ánægju af búfé og búsýsli. Starfið er margþætt og stundum úr vöndu að ráða. Þaö þarf að huga vel að öllu og taka ákvaröanir aö vel yfirveg- uðu ráöi. Þá kem ég að þeim þætti, sem hvað mest ríöur á að fari vel úr hendi, en þaö er verkun heyanna. Undirstaða undir góöri afkomu búsins eru mikil hey og góð á haustnóttum, eins og fyrr getur. Þetta sumar verður taliö til óþurrkasumra, ánnað sumariö i röð hér á vesturhluta landsins. Þeir, sem litlu eöa engu eru nú búnir að ná inn af heyjum, geta varla búizt við þvi að eiga gott vetrarfóður. Jörð er óvenju vel sprottin I ár á þessum hluta, svo hætt er við að grös verði úr sér sprottin, þó þurrkur komi i þess- um mánuöi, sem við skulum vona að verði, svo ekki komi til vand- ræöa hjá sumum bændum. Fyrri- hluti júllmánaðar var veðragóður og hlýtt I veðri, þvl hafa margir bændur náðmiklu inn, áður en fór verulega að rigna og er það vel en hitt er vist að margur bóndinn stendur iiia að vigi um þessar mundir og hefði mikla þörf fyrir þurrk, en veðurspáin er ekki þessleg, að þurrkur sé á næsta leiti og þó er kominn 6. ágúst, er þetta er skrifað. Þessi veðrátta getur þvi orbiö mörgum bóndan- um þung i skauti eftir erfitt sum- ar i fyrra. Svo kemur einnig til þessi gifurlega hækkun á áburð- inum sl. vor. Hætt er þvi við, að fjárhagurinn standi sums staðar illa eftir sllk áföll, en bændur eru seinþreyttir, og ekki vanir að bera raunir sinar á torg út, hvað sem um aðrar stéttir má segja. Eg held að bændur þyrftu sumir hverjiraðhyggja betur að þvi— i fyrsta lagi— aö friða góðan hluta af túnunum fyrir vorbeit, svo hægt sé að byrja slátt strax og flæsa kemur og heyja eitthvað i þurrhey. 1 öðru lagi að koma sér upp góðri votheysgeymslu. Flat- gryfjur eru vinsælar og hafa gef- izt vel. Það er hægara að koma heyinu I þær i flestum tilfellum. Svo held ég, aö með samvinnu bænda um að koma sér þessu upp yrði þetta ekki óviðráöanlegur kostnaður i byggingu. Þótt allt sé dýrt, þá held ég að dýrast veröi að láta sig vanta þessi ,,Hát”. Hér var bvggð flatgryfja, þvert fyrir fjósgaflinn, svo mokað er úr henni beint I jöturnar, en það er stórt atriði við byggingu á slikri heygeymslu að hún sé vel stað- sett, svo léttara sé að gefa úr henni. Þessi gryfja hér er að sjálfsögðu ekkert stórvirki, en heyiö hefur verkazt mjög vel. Þetta er þriðja sumariö, sem i hana er látið. Ég tel aö hátt I 30 kýrfóður séu geymd i þessari gryfju, sem er steypt tóft, en ofan á hana kemur járnklædd þurr- heyshlaöa, við setjum plastdúk yfir votheyið siðan vélbundið hey i þurrheyshlööuna, þannig mynd- ast gott farg á votheyið, og fer þvi ekkert strá til spillis, en oft vill verða skán ofan á votheys- geymslum, þótt dúkur sé yfir og sandpokum raðað á brún plast- dúksins, eða það hefur okkur reynzt. Sumir bændur tala um slæma lykt af votheyi og þvi sé sóðalegt að gefa þaö, en ekki er það okkar reynsla. Nauðsynlegt er aö hafa gott niöurfall I botni geymslunn- ar, svo vatnið renni sem fyrst úr heyinu, troöa vel á heyinu, helzt með þvi að aka traktor um það. Það er gert hér, og ég býst við yfirleitt þar sem flatgryfjur eru. Vothey verkast mun betur I stærri geymslum en smáholum. Maura- sýru setjum við alltaf i heyið, en hún á aö fyrirbyggja þá margum- töluðu vondu lykt, sem aö ég held aðkomief heyið eróeðlilega sýrt. Slikt hey er ekki gott fóður og getur verið hættulegt skepnum. Sumir bændur halda að vothey sé sauðfé hættulegt fóður. Þaö má vera að svo sé ef verkunin er ekki góö, t.d. er myglað hey sauðfé hættulegt fóður og hrossum reyndar lika, en ég held aö mygl- að þurrhey sé ekki hættuminna. Þurrhey, sem slær sig og volgnar 1 að vetrinum, t.d. ef snjór kemst I hlööu og nær að bráðna, — slikt hey er hættulegt fóöur fýrir lamb- fullar ær, afleiðingin verður lambalát. Þetta vitum við allir, sem reynt höfum, þvi þarf að vanda til alls fóðurs, og vanda ekki siður geymsluna á þvi. Ég hef fóðrað fé á eintómu votheyi með góðum árangri, þó ekki hafi það verið að staðaldri, en sé vot- heyiðgottheldég að engin þörfsé á mjölgjöf i fé, þó aðala eigi það vel. Eitt haustið var lambpisl, sem ekkert var nema lifið, hent inn i hlöðu, þar var útmokað vot- hey til næsta máls, en alla daga var svo gott þurrhey i hlöðunni. Aldrei sá ég lambið snerta þurr- heyið, en það fór beint i votheys- binginn og borðaði fylli sina þar. Svo snögg var fóðurbreytingin að ullin datt af öllu lambinu, en haustið eftir var þaö með fallegri veturgömlu gimbrunum, og ekki fékk þaðneitt annað fóður en vot- hey. Þetta gefur visbendingu um það hversu gott vothey er gott fóður og lystugt fyrir skepnur. Heyrt hef ég menn segja, aö vinna við skepnuhirðingu með votheyi sé erfiðari en hirðing i þurrhey. Meiri vélaútbúnað þurfi, meira vinnuafl og meira erfiði. Ég er alveg á andstæöri skoðun. Vinna við votheysgerð er reglu- , bundnari, veðurfar skiptir litlu máli, og til vinnunnar þarf færra fólk og færri vélar — eða sú er min reynsla. Þegar viö erum ein- göngu að hirða i vothey stendur helmingurinn af vélunum hér ó- notaöur, og fólkið kemst ckki allt að vinnunni. Þegar hirt er I tvær geymslur samtimis þá er allt I gangi, en það er stundum gert. Þessi vinna gengur reglulega fyrir sig, og ég vil segja aö afköst- inséu góð. Æskilegast er að slá og hiröa jafnóðum i þurru veðri, blautt hey er þyngra i meöförum, en eftir aö þessir sjálf- hleðslu-heyvagnar komu i gagniö er átakalaust að taka heyið af vellinum. Aðstaðan hér við flat- gryfjuna er þannig, að jarðlag er þaðháttvið annán enda gryfjunn- ar að vögnunum er bakkað i dyrn- ar. Þar losar hann af sér sjálfur inn fyrir, siðan er heyíð troðið með traktor og vagninum bakkað inn á heyiö. Stundum er hann lát- inn losa af sér a steypt plan, sem er fyrir utan gryfjudyrnar, og er þá mokað inn með ámoksturs- traktor. Þannig verður þetta allt átakalaust. En I turninn er heyinu mokað að heyblásara, það er erf- iðara að koma heyinu i hann, þó að enginn undan kvarti. I þessar votheysgeymslur er venjan aö keyra i einni skorpu og fyfia þær. Siðan er troöið á hverjum degi og bætt á annan hvern dag, það hefur gefizt vel. Ráðlagt hefur verið að forþurrka hey, sem á að verka i vothey, jafnvel snúa þvi einu sinni I góðum þerri. Þetta mundi ég telja m jög varhugavert, þvi aö erfiðara verður að ná loft- inu úr heyinu, og þá vill hitna i heyinu. En hitni svo I votheyi aö það dökkni, veröur af þvi hita- sterkja, svo skepnur láta mjög illa við þvi og éta lftið, og fá fljótt leið á sllku fóðri. Slikt skyldu menn varast, sérstaklega sé um stórgert hey að ræða, t.d. af ný- rækt. Það er vist staðreynd, að vel verkað súgþurrkað þurr- hey, er I mörgum tilfellum vinsælla en votheyið. En þvi verður ekki á móti mælt, að hversu gott sem þurrheyið er, þá verður mönnum hættara viö heymæði, sem það hey gefa á garða. Aftur á móti er ekki um þann galla að ræða viö votheys- gjöf. Þarna getur oft verið um stórt atriði að ræða, þvi að þaö er staöreynd að islenzkir bændur fara illa með heilsu sina i mis- jöfnum þurrheyjum að vetrinum, og þaö er vissulega alvörumál. Það er of litið um það aö hey- grimur séu notaðar. Þat) kemur oft til af þvi, að mönnum þykir erfitt að anda með þeim. Það má segja, að vélbundna heyið spari mönnum að leysa og léttara sé að gefa það, en það má vera vel þurrt þegar það er bundið, ef ekki á að sjást I þvi mygla. Þannig er þetta, þegar á allt er litið, eru bæði kostir og gallar, sem við er að glima. Mitt álit er það, að votheyiö verði bezt i meöförum sé aðstaö- an góö, en það þarf hún að vera. Hér er votheyinumokað meö hey- kvíslum, eftir að það hefur verið stungið Istæðunni. Þvi, sem ekki er mokað beint I jöturnar, er ekið á léttri trillu á hjólum. Sumir — þeir stóru — nota, að ég held, traktor til að færa fóðriö til kúnna. Það má vel vera, að það sé bezta lausnin, þar sem þvi veröur við komið, en ég hélt að vélagas og hávaði I fjósinu væri ekki til góðs fyrir kýrnar. Niðurstaða min af þessum hug- leiðingum verður sú, að bændur þurfi að friða fyrir vorbeit góðan hluta af túninu og bera fyrr á hann svo hægt sé að slá I fyrsta hugsanlegan þurrk. Ná þannig inn góöu þurrheyi og súgþurrka það. Hlutur, sem borgar sig fljótt, er rafknúinn heyblásari. 1 öðru lagi, að eiga góða votheys- geymsluyfir ekkiminna en helm- ing heyfengs. Þá ætti að vera i flestum tilfellum til gott vetrar- fóöur aðhausti.Heyskapnum yrði fyrr lokið, en það er eins og við vitum öll það ákjósanlegasta, aö hafa lokið heyskap aö mestu, áöur en fer að dimma verulega að nóttu. Ég er þannig gerður að mér leiðist haustheyskapur, þeg- ar ekki er hægt að sjá til lofts nema hálfan sólarhringinn eða þar um bil. Þetta er min reynsla, sem hér hefur verið skráð, — reyndar eftir henni spurt. Það er ekki mitt að dæma, hvað er bezt og ekki til þess ætlazt. Tilgangurinn er, að þvi bezt ég veit, að einhver segi sina reynslu og þá ekkert siður þótt hún megi teljast vel viðun- andi eða góð. Bændur gera sjálfsagt of litið af þvi að ræða málin og kynna sér betur reynslu hvers og eins. Lifs- reynslan, ef sögð er á sannan öfgalausan hátt, getur hjálpað þeim.sem eru að leita að úrlausn vandamála sinna. Ef þessi orð geta orðið ein- hverjum að gagni, eða vakið hann til umhugsunar, þá er tilgangin- um náð, og timinn, sem I þetta fór, ekkert eftir talinn. Eystra-Miðfelli, 6. ágúst 1986

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.