Tíminn - 02.09.1976, Síða 5
Fimmtudagur 2. september 1976
TÍMINN
5
Við og tóbakið
Inntak skýrslu um tóbaks-
reykingar, sem samin var aö
tilhiutan landlæknis, hefur ný-
lega veriö birt I fjölmiölum.
Þar kom fram sú uggvænlega
staöreynd, aö tóbaksreyking-
ar tslendinga, einkum siga-
rettureykingar, aukast jafnt
og þétt, enda þótt öllum hafi
fyrir löngu veriö gert ljóst,
hvaöa heilsutjón slikt hefur i
för meö sér.
Nú er svo komiö, aö ts-
iendingar reykja rúmlega tvö-
falt meira en Norðmenn og
miklu meira en Finnar og Svi-
ar.
Þetta er vafalaust vitnis-
burður um þaö, hversu
bernskt þjóöfélag okkar er og
viö frumstæö i hugsunarhætti
okkar og viöhorfum. Viö föll-
um á tóbaksprófinu, af þvi
fólki finnst, einkum ungviöinu,
aö við verðum aö gera okkur
mannaleg með þvi aö reykja.
Þannig bregöast frumstæðar
þjóðir einnig viö — eitt hiö
fyrsta, sem þær temja sér af
háttum aðvifandi manna, er
reykingar.
Áskorun Lækna-
félagsins
Læknafélag tsiands hefur
lagt orö i þennan belg. Þaö
hefur sent frá sér áskorun, þar
sem heitið er á lækna,
stjórnarmenn og starfs-
mannaráö sjúkrahúsa og ann-
arra heilsugæzlustofnana, for-
eidra, kennara og stjórnendur
og starfsfólk sjónvarps, aö
forðast aö vera öörum slæm
fyrirmynd.
t greinargerð Læknaféiags-
ins er rakið, að reykingar sé
orsakaþáttur, er fólk fær
lungnakrabbamein, langvinna
lu ngna s jú kd óm a ýmsa,
kransæðasjúkdóma og æöa-
þrengsli, auk þess sem reyk-
ingar hafi mörg önnur heilsu-
spillandi áhrif.
Er þar visað til fjölda-
margra rannsókna og kann-
ana, sem gerðar hafa verið i
mörgum löndum um langt
skeið.
Börn, sem
fæðast ölvuð
En vikjum frá tóbakinu aö
öörum bölvaldi i mannlegu
samfélagi — áfenginu. t
brezku læknatim ariti hefur
birzt grein, byggö á rannsókn-
um i Frakkiandi og Banda-
rikjunum, þar sem fjallaö er
um afleiöingar þess, ef verö-
andi móöir neytir mikils
áfengis um meögöngutimann.
Þar segir, aö þess séu dæmi,
að börn slikra mæöra fæöist
undir áhrifum áfengis. t blóö-
sýnum hafi mælzt meira
áfengi en fors varanlegt þykir i
mörgum löndum aö sé i blóöi
manna, sem aka bifreiö, og
dæmi séu þess, aö áfengisþef
hafi lagt úr vitum barna viö
fæðingu.
Þar segir enn fremur, aö h já
börnum drykkfelldra mæöra
komi iðulega fram vaxtar-
trufianir fyrir og eftir fæö-
ingu. En þar aö auki hafa niu
af hverjum tiu barna þeirra
orðiö fyrir heilaskem mdum
einhvers konar, helmingurinn
hafi hjartagalla og þriöj-
ungurinn einhverja vansköp-
un.
AAikil dbyrgð
Þetta er uggvænleg vit-
neskja, og tölurnar eru
iskyggilegar. Þungaöar kon-
ur, sem neyta áfengis aö
nokkru ráöi um meðgöngu-
timann, axla mikla ábyrgö.
Þessi uppgötvun frönsku og
bandarisku læknanna ætti aö
vera rækileg viövörun.
J.H.
á víðavangi
Fimmtudaginn 26. ágúst heimsóttu Bert Lindström, bankastjóri Norræna fjárfestingarbankans og frú
verksmiðjur Sambandsins á Akureyri. A myndinni er frú Lindström aö máta eina af nýjustu skinnkáp-
um pelsadeildar Heklu. Kápan er úr mokkaskinnum, en kraginn er úr þvottabjarnarskinni, Karlmenn-
irnir á myndinni eru frá vinstri: Richard Þórólfsson, verksmiöjustjóri Skóverksm., Erlendur Einarsson
forstjóri, Ragnar ólason verksmiöjustjóri Iðunn, Hjörtur Eiriksson framkvstj., Bert Lindström banka-
stjóri og Ingólfur Ólafsson verkstj.
Yfirlýsing
Nýlega gerði Þjóöviljinn, I
stjórnmálaleiöara sinum, aö
umtalsefni „innheimtu” Kaup-
félags Borgfiröinga á áskriftar-
gjöldum Timans. Aöur höföu
komið ritsmiöar um þetta i Al-
þýöublaöinu og Staksteinum
Morgunblaösins.
Þeir heiöursmenn, sem aö
þessum skrifum standa i fyrr-
nefndri þrenningu, vita greini-
lega litiö um þá þjónustu, sem
Kaupfélag Borgfiröinga og
mörg fleiri kaupfélög veita sin-
um félagsmönnum og þá sér-
staklega bændum, sem þurfa á
þvi að halda aö hafa opna viö-
skiptareikninga.
Þeim bændum, sem eru
félagsmenn og hafa kosiö aö
Kaupfélag Borgfiröinga annaö-
ist fyrir þá ýmsar greiöslur, er
veitt margvisleg þjónusta. Þar
er ekki einungis um vöruútveg-
un aö ræöa, heldur fjölmargt
annað, svo sem greiöslur fyrir
rafmagn, oliu, tryggingar, af-
borganir af lánum, dýralæknis-
þjónusta svo nokkuð sé nefnt.
Ekki má heldur gleyma margs-
konar opinberum gjöldum til
rikis og sveitarfélaga, milli-
skriftum milli reikninga, sem
mikið er um, og margt fleira,
sem of langt yröi upp að telja.
Yfirleitt reyna kaupfélögin aö
spara félagsmönnum sinum
fyrirhöfn og fjármuni, eftir þvi
sem i þeirra valdi stendur.
Askriftargjöld Timans greið-
um viö almennt ekki, en þó fyrir
þá bændur, sem hafa talið sér
það hagkvæmt. Þaö er i valdi
bóndans aö ákveöa, hvort við
höldum áfram að veita honum
þá þjónustu eöa ekki.
Borgarnesi 30. ágúst 1976
Ttlafur Sverrisson, 7
kaufél.sstj. Borgarnesi. I
Nýr skólastjóri
við Barnaskóla
Akureyrar
ASK-Reykjavik. í haust lætur
Páll Gunnarsson, skólastjóri viö
Barnaskóla Akureyrar, af störf-
um. Viö skólastjórastarfinu tekur
Gisli Bjarnason, en hann hefur
veriö kennari viö Barnaskóla
Akureyrar um alllangt skeiö.
SKIPAUTGCRÐ RIKISINS
m/s Baldur
fer frá Reykjavik þriðjudag-
inn 7. þ.m. til Breiöafjaröar-
hafna.
Vörumóttaka
alla virka daga til hádegis á
þriöjudag.
Bændur. Safnið auglýsingunum.
Eignist þannig heimildaskrá. Auglýsing nr. 13-76.
MF15
Heybindivél
MF=
Massey Ferguson
# Mesta lengd/breidd: 450/237 sm.
£ Sporvídd: 250 sm.
0 Þyngd:1340 kg.
0 Afköst allt að 13 tonn/klst.
% Aflþörf dráttarvélar: 30 hö.
0 Sópvindan fylgir vel ójöfnum landsins.
^ Vinnslubreidd sópvíndu: 120 sm.
# Breidd sópvindu og vængja: 142 sm.
£ Tindabil sópvindu: 10.1 sm.
0 Gildleiki tinda sópvindu: 0.54 sm.
^ Slagiengd stimpils: 71.1 sm.
# Stimpilhraði (aflúrtak 540 sn/mín) 81 slag/mín.
# Stærð bagga, breidd/þykkt: 45/35 sm. Lengd:
60—130 sm.
# Auðveld stilling á baggalengd.
# Þéttleiki bagga auðveldlega stillanlegur.
# Öryggisbúnaður í 8 mikilvægum atriðum.
# Bútæknideildin á Hvanneyri hefur reynt MF 15.
Sjá Búvélaprófun nr. 472.
MF 15 er traustbyggð, einföld og afkastamikil hey-
bindivél.
MF gæðasmíð.
Leitið upplýsinga ,um verð og greiðsluskilmála í
næsta kaupfélagi eða hjá okkur.
SUDURLANDSBRAUT 32' REVKJAVlK- SiMI 86500- SiMNEFNI ICETRACTORS
Amerískar _
KULDAULPUR
Barna- og unglinga
Verð kr. 4.950 og 5.950
LANDSINS BEZTA VERÐ
PÓSTSENDUAA ■jr
&PORT(\fiA ^HEEMMTORGi L S !