Tíminn - 10.09.1976, Síða 1
Aætlunarstaðir:
Blönduós — Siglufjörður
Búðardalur — Reykhólar
Flateyri — Bíldudalur
Gjögur — Hólmavik
Hvammstangi — Stykkishólm-
ur — Rif Súgandafj.
Sjúkra- og leiguflug um allt
land
202. tölublað. —Föstudagur 10. september — 60. árgangur
Stjórnlokar
Olíudælur
Olíudrif
Sími 8-44-43
Almenningsálitið hefur rangt fyrir sér:
Bjargfugl enginn vargur í
seiðum þorskfiska Garðarsson prófessor
JH — Reykjavik. — Látrabjarg
er fjölsetnasta fuglabjarg við
Norður-Atlantshaf, og óhemju-
leg mergð fugla er einnig i
Hælavikurbjargi, Hornbjargi,
Vestmannaeyjum og Drangey.
Svartfuglinn er i milljónatali i
þessum björgum, og jafnvel
i Krýsuvikurbjargi, þar sem þó
er ekki mikil fuglabyggð i
samanburði við annað meira, er
áætlað að um sjötiu þúsund
fuglar séu að sumrinu. Auk
svartfugls er mikil mergð af
rytu, og lundastofninn, sem
aðallega hefst við á Breiða-
fjarðareyjum og i Vestmanna-
eyjum og nemur einnig millj-
ónum.
Fyrir skömmu skýrðu fiski-
fræðingar frá þeirri niðurstöðu
rannsókna sinna, að nú hafi
verið sérstaklega gott klakár,
og þegar fólki verður hugsað til
fuglabjarganna fjölsetnu, sem
nálega er hætt að nýta til eggja-
tekju, spyr maður mann, hvort
sjófuglamergðin muni ekki
höggva stórt skarð i seiðastofn-
ana.
— Það er eðlilegt, að menn
velti þvi fyrir sér, á hverju þessi
fuglamergð lifir, sagði Arnþór
Garðarsson prófessor, er
Timinn leitaði hjá honum vitn-
eskju um lifnaðarhætti bjarg-
fugla. Það er ekki heldur óeðli-
legt að slikar vangaveltur teng-
ist fregnum um gott klak og
hugsanlega fjölgun sjófuglateg-
unda. En sú ályktun, að bjarg-
fuglinn geri stórkostlegan usla i
seiðastofnunum, er út i bláinn
og styðst hvorki við visinda-
legar rannsóknir né álit þeirra,
sem bezta bekkja til i fugla-
ANDLÁT MAÓS
FORMANNS
Leiðtogi og átrúnaðargoð fjöl-
mennustu þjóðar veraldar, Kin-
verja, er genginn fyrir ætternis-
stapann. Um slikan mann sem
Mao Tse-tung eru að sjálfsögðu
skiptar skoðanir, en eftir stendur
þó, að honum tókst að vekja
slikan eldmóð i brjósti milljóna
landa sinna, að þeir litu framhjá
eigin hagsmunum og fórnuðu
glaðir orku sinni i þágu þess, er
þeir töldu þjóðinni til farsældar. I
krafti þessa eldmóðs var hungur-
vofunni sem lengi hafði staðið við
dyr fjölmargra Kinverja, bægt
frá.
Óteljandi sinnum hefur þvi
verið lostið upp á Vesturlöndum,
að Mao Tse-tung væri látinn. Nú
er svo i raun og veru, og kemur
ekki á óvart.
Sjábls.8
björgum og vita, hvað fugíinn
ber til unga sina.
Að visu lét danskur fiskifræð-
ingur, sem jafnframt var
áhugamaður um fugla og hætti
þeirra, skjóta fáeina svartfugla
i Látraröst eitthvað i kringum
1930, þegar öflugur þorskfiska-
stofn var i uppsiglingu, og fann
i maga þeirra nokkuð af
seiðum þeirrar tegundar.
Um þetta skrifaði hann grein i
timaritið Naturen, þar sem
hann byggði útreikninga á þvi,
hversu mikið af veiðanlegum
fiski færi forgörðum vegna
fæðuöflunar svartfugls, á tölu
seiða i maga þessara fáu fugla.
Slikir útreikningar eru
jafnan hæpnir, þar sem ætla
má, að afföll á fiskum hafi til-
hneigingu til þess að leita jafn-
vægis, og jafnvel þótt einum
þætti affalla væri kippt burt,
gæti annar tekið sig upp og
jafna metin. Menn sjá atferli
fugla við veiðar ofan sjávar og
mikla þær fyrir sér, en i djúpinu
leynast rándýr og snikjudýr, og
enginn sér þeirra atferli.
Þar að auki hafa rannsóknir
nú á siðari árum leitt i ljós, að
svartfugl. og ryta lifa að mjög
litlu leyti á seiðum þorskfiska,
sagði Arnþór. Kannaðir hafa
verið magar svartfugls og rytu
á mismunandi árstimum, og sú
könnun hefur leitt i ljós, að
þessar fuglategundir lifa lang-
mest á sandsili að sumrinu, og
auk þess smásild þegar hennar
er kostur, ljósátu fram eftir
vetri og loðnu upp úr áramótum
og fram á vor. Seiði þorskfiska
finnast að visu I mögum þessara
fugla, en yfirleitt er afarlitið um
þau — kannski innan við einn af
hundraði upp i fimm af hundr-
aði.
Vist er, að rytu, lunda og
skörfum hefur fjölgað til muna
að undanförnu, en um lundann
er það að segja, að sandsili er
veigamikill þáttur i fæði hans.
Ég þori ekki að fullyrða, hvort
svartfugli hefur fjölgað, þótt
það kunni að virðast liklegt, þar
sem eggjataka og bjargfugla-
veiði var áður mjög mikil, en
hvort tveggja er nú að mestu
fallið niður. Þar á móti gæti
komið, hversu mikið af svart-
fugli ferst i oliubrák, sem var
óþekkt áður.
Þorri sjófugla er þess vegna
ekki sá vargur i seiðum þorsk-
Framhald á bls. 19.
Hornbjarg, sumarheimkynni aragrúa sjófugla, sem fljúga út á
hafið til fanga handa gráðugum ungum sinum — og koma aftur i
bjargið með — sandsili.
Samsetning stórra
bótavéia hefst í vor
— hjá vélsmiðjunni Nonna á Ólafsfirði
-hs-Rvik. —Éggeri mér vonir um
að gjaldeyrissparnaðurinn við að
setja vélarnar saman hér á landi
verði 40-45% á hverja vél og ef
okkur tekst að ná upp góðum
vinnuhraða ættu þær að verða
verulega ódýrari fyrir þær sakir
einnig, sagði Þorsteinn Jónsson,
framkvæmdastjóri Vélsmiðjunn-
ar Nonna h.f. á ólafsfirði, en það
fyrirtæki stefnir að þvi að hefja
samsetningarvinnu á hollenzkum
báta- og skipavélum i april á
næsta ári.
— Ástæðan fyrir þvi, að vélarn-
ar verða svo miklu ódýrari sam-
settar hérlendis heldur en inn-
fluttar tilbúnar er sú, að útseld
vinna er um 100% hærri á megin-
landinu, þar á meðal i Hollandi,
heldur en hér á landi, sagöi Þor-
steinn ennfremur.
Hann sagði að nú væri verið að
byggja hús undir samsetningar-
verksmiðjuna á Ólafsfirði og væri
stefnt að þvi að koma þvi unöir
þak fyrir veturmn og þá ætti vinn-
an aðgeta hafiztaf fullum krafti i
april eða mai, eins og áður sagði.
Vélar þær sem um er að ræða
eru af gerðinni Brons, af stærð-
inni 750-2000 hö. Ein slik vél hefur
verið i þrjú ár i Höfrungi II., af
stærðinni 750 hestöfl, en einnig er
slik vél i Helgu RE 49 og 1000
hestafla vél i Lárusi Sveinssyni
frá Ólafsvik. Vélarnar hafa
reynzt með miklum ágætum og —
hefur ekki þurft að skipta um einn
einasta nagla i vél Höfrungs II.
eftir þriggja ára notkun, eins og
Þorsteinn komst að orði.
Verið er að skipta um vél í
Björgvin frá Dalvik og verður það
1000 hestafla Brons-vél sem fer i
hann, auk þess sem skuttogari sá,
sem Magnús Gamalielsson á
Ólafsfirði ætlar að láta smiða i
Shppstöðinni á Akureyri, fær
einnig nýja Brons-vél. Báðar
þessar vélar verða að visu flutfar
inn tilbúnar frá Hollandi, þar sem
samsetningarverksmiðjan verð-
ur ekki tilbúin með sina fyrstu
framleiðslu nógu timanlega.
Auk samsetningarinnar verða
flestsmærri stykki smiðuð i' verk-
smiðjunni, en hjá Nonna h.f. á
Ólafsfirði starfa nú milli 15 og 20
manns. Þegar samsetningin fer i
gang verður bætt við um 15
manna starfsliði. Þrir til fjórir
menn fara til Hollands eftir ára-
mótin á námskeið, en a.m.k.
fyrsta árið verður verkfræðingur
frá verksmiðjunum i Hollandi
starfandi við samsetninguna.
— Ég geri mér miklar vonir um
að þetta takist vel og verði hag-
kvæmt fyrir alla aðila, og ég hef
ekki orðið var við önnur viðhorf
hjá þeim aðilum i bönkum og hjá
hinu opinbera, sem ég hef þurft
að leita til, sagði Þorsteinn Jóns-
son að lokum, en við hittum hann
aðmáli á skrifstofu fyrirtækisins
á Grandagarði í Reykjavik i gær.