Tíminn - 10.09.1976, Side 2
2
TÍMINN
Föstudagur 1«. september 1976.
Slökkviliösmenn rifa þakplötur til þess aö komast aö marhálminum
undir þakinu á Laugavegi 46. Timamynd: Gunnar
Annir hjá slökkvi-
liði í hádegi
— Þrjú útköll á rúmum hálftíma í gær
Gsal-Reykjavik — A rúmum hálf-
tima um hádegisbiliö í gærdag
var slökkviliöiö i Reykjavik þri-
vegis kallaö út vegna elds. Fyrst
var slökkviliöiö kallaö út kl. 12.09,
en þá var eldur i timburskúr,
áfastur ibúöarhúsinu Blesugróf
21. Þar var eldur i oliukynditækj-
um og logaöi glatt, þegar slökkvi-
liöiö kom, aö sögn varöstjóra
slökkviliösins.
Slökkviliðsmönnum tókst að
ráða niðurlögum eldsins áður en
hann komst i ibúöarhúsið, en
skemmdir urðu talsveröar i
skúrnum.
Þegar slökkvistarfi var að
ljúka i Blesugróf var tilkynnt um
eld að Lokastig 7, en þar hafði
panna gleymzt á eldavél, og lagði
þaðan nokkurn reyk. Enginn eld-
ur var, en kjötið sviönaði veru-
lega á pönnunni.
Nokkru siðar var tilkynnt um
eld að Laugavegi 46, ogvar mikill
reykur og hiti i viðbyggingu við
húsið, þegar slökkviliðið kom á
staðinn. Fljótlega tókst að ráða
niðurlögum eldsins, og urðu svo
til engar skemmdir vegna vatns,
en ibúðin er mikið skemmd af
eldi.
Eldurinn kviknaði undir borði
hjá vaski i eldhúsi og læsti sig i
veggfóður. Með veggfóðrinu
barst eldurinn eftir gangi og fram
i stofu.
Slökkviliðsmenn rifu einnig
fjórar plötur af þaki viðbygg-
ingarinnar til þess að komast i
marhálm, sem þar var undir, en i
slikum hálmi getur eldur leynzt
mjög lengi.
• ••
Sjo
hundruð
þúsund
Skaöabótakrafa sú, sem
þýzki rannsóknarlögreglu-
maöurinn Karl Schutz gerir
á Morgunblaðið fyrir róg og
mannorösspjöll vegna birt-
ingar tveggja teikninga, þar
sem hann er færður i gervi
hinna illræmdu SS-sveita
nazista, nemur sjö hundruö
þúsund krónum.
Mál þetta verður tekiö
fyrir hjá sakadómi i dag, og
hafa ritstjórar Morgunblaös-
ins þá verið kallaöir fyrir til
þess að svara til saka.
Karl Schutz.
„Ekki nein lausn
að loka Tónabæ"
— segir Omar Einarsson, framkvæmdastjóri Tónabæjar
Gsal-Reykjavik. — Þaö þýöir
ekki að hlaupast undan þessu
vandamáli, og þar af leiöir aö
þaö er engin lausn aö loka Tóna-
bæ, enda hef ég ekki trú á þvf aö
það verði gert, sagöi Ómar
Einarsson, framkvæmdastjóri
Tónabæjar, i samtali viö Tím-
ann i gær, en ástandiö á þeim
bæ, og þó einkum þar fyrir utan,
hefur verið svo slæmt að uiulan-
förnu að Æskulýösráð, sem
rekur Tónabæ, hefur skipaö sér-
staka vinnunefnd til þess aö
kanna framtið þessa skemmti-
staöar unga fólksins.
Akveöið hefur veriö, að loka
Tónabæ næstu tvær helgar, en
þáeiga aðliggja fyrir tillögur til
úrbóta i þessum efnum frá
vinnunefndinni.
— Það þýðir — að minum
dómi — ekkert að loka húsinu,
ómar Einarsson framkvæmda-
stjóriTónabæjar i anddyri húss-
ins. Tímamynd: Gunnar.
nema að fyrir liggi hvað eigi að
gera fyrir unglingana, sagði
Ómar. — Ef húsið verður selt,
eins og rætt hefur verið um,
verður lika að liggja fyrir hvað
gert verður við það fé, sem fæst
fyrir húsið. Við getum ekki
kastað vandanum frá okkur og
bara þvegið hendur okkar. Það
er engin lausn.
Ómar kvaö ekki hljómgrunn
hjá Æskulýðsráði fyrir lokun
Tónabæjar, nema að vinnu-
nefridin kæmi fram með ein-
hverjar tillögur, sem hægt væri
að sætta sig við.
— Stærsta vandamálið hér
eru dansleikirnir á föstudags-
kvöldum. Þó má ekki dæma
staðinn eingöngu út frá þeim
kvöldum, þvi að yfirleitt er á-
standið ágætt önnur kvöld. Við
verðum að gera okkur grein fyr-
ir þvi, að Tónabær er eini
skemmtistaður unglinga á öllu
Stór-Reykjavikursvæðinu, og
þvi þarf það ekki að koma nein-
um á óvart þótt unglingarnir
flykkist hingað. Það verður þó
að játa, að ástandið hér siðari
hluta sumars á föstudagskvöld-
um hefur verið fyrir neðan allar
hellur og ég hygg að ástæðan
fyrir þvi sé að nokkru leyti sú,
að aðrir skemmtistaðir hafa
tekið upp mun strangari passa-
skyldu, og þvi hafa unglingar
allt upp undir tvitugt leitað
hingað i auknum mæli. Sumt af
þessu fólki, og það sem svertir
staðinn mest, er ekki i skóla að
vetrinum, heldur hefur farið
snemma út i atvinnulifið. Þetta
fólk hefur gnægð fjár, oft bila,
og það stendur fyrir partium
hér fyrir utan langt fram eftir
nóttum. Það virðist hafa nóg af
áfengi, og það er stutt að sækja
blandið i sjoppuna hérna við
hliðina. Þetta fólk og margt
annað gerir enga tilraun til þess
að komast hér inn. Sumir kom-
ast að vi'su ekki inn sökum
ölvunar.og komið hefur fvrir að
uppselt hefur verið. Hins vegar
eru margir, sem aldrei reyna að
leita inngöngu, heldur hreiðra
um sig hérna fyrir utan, enda
skjólgott hér siðan stóra bygg-
ingin reis hér við hliðina.
ómar sagði, að krakkarnir,
sem hanga fyrir utan, settu ljót-
anblettá allan þann fjölda, sem
væri inni á dansleiknum og
hegðaði sér vel. — Það má ekki
dæma Tónabæ út frá þeim hóp,
sem hangir hér fyrirutan lonog
don, oft langt fram eftir nóttu,
viö brennivinsdrykkju og slags-
mál. Það er ekki réttlátt gagn-
vartöllum hinum sem hegða sér
vel, sagði hann.
Ómar kvaðstekki hafa neina
lausn á takteinum i sambandi
við þennan vanda og sagði, að
þetta væri miklu stærra vanda-
mál en svo, að það yrði leyst i
einu vetvangi. — Þetta er
vandamál, sem þarf að ræða við
ýmsa aðila, þ.á.m. lögregluyfir-
völd, en ljóst er, að það verður
með einhverjum ráðum að fyr-
irbyggja þessi skrDslæti. Tóna-
bær er miðstöð fyrir unglinga á
öllu Stór-Reykjavikursvæðinu,
og þvi er það dálitið hlægilegt,
að heyra æskulýðsfulltrúa hér i
nágrannabyggðarlögunum
halda þvi fram, að þeir eigi ekki
við neitt unglingavandamál að
striða, heldur aðeins þeir i
Reykjavik. Það var gerð könn-
un hér i fyrra á þvi úr hvaða
byggðarlögum gestir hússins
væru, og i ljós kom, að allt upp
undir 30% af krökkunum voru
frá Hafnarfirði, Kópavogi,
Garðahreppi, Seltjarnarnesi,
Mosfellssveit og öðrum byggð-
arlögum lengra frá.
Ómar sagði að lokum, að
aldrei fyrr hefðu borizt jafn-
margar kvartanir frá ibúum i
næstu götum við Tónabæ og sið-
ustu vikur. — Það verður fundur
meðlögreglu á morgun og fund-
ur i vinnunefndinni annað kvöld
sagði ómar Einarsson.
Einar Eyjólfsson eigandi Sunnukjörs fyrir utan verzlun sina.
Timamynd: Gunnar.
,,Erum með tilbúna fleka
til að setja í gluggana"
— segir Einar Eyjólfsson, eigandi Sunnukjörs
Gsal-Reykjavik. — Það verður
stórléttir fyrir okkur ef Tónabæ
verður lokaðog ég segi þaðsatt,
að það er von min að Tónabæ
verði lokað að fullu, og hygg ég
að þar tali ég fyrir munn allra i
hverfinu, sagði Einar Eyjólfs-
son, eigandi Sunnukjörs, sem er
i sama liúsi og Tónabær.
Það hefur iðulega komið fyrir,
að rúður hafi verið brotnar hjá
Einari, og sagði hann, að senni-
lega hefðu á milli fjörutiu og
fimmtiu rúður verið brotnar i
verzluninni á siðustu fjórum til
fimm árum, þar af sennilega
upp undir tiu i sumar.
— Á föstudagskvöldum má
maður alltaf eiga von á þvi, að
lögreglan hringi og tilkynni um
rúðubrot. Við þetta verður
maður að sætta sig og gjöra svo
vel að vera heima um helgar.
Þegar lögreglan hringir og til-
kynnir um brotið verður maður
aðfara hingaðog fylla upp i göt-
in, en viðhöfum látið útbúa sér-
staka fleka, sem hægt er að
skella i gluggana, sagði Einar.
Við inntum hann eftir þvi,
hvort hann hefði orðið fyrir ein-
hverju fjárhagstjóni vegna
rúðubrotanna og kvað hann nei
við, enda ætti tryggingarfélag
húsnæðið.
Einar sagði, að þótt rúðurnar
væru brotnar væri ekki mikið
um það að krakkarnir færu inn i
verzlunina. Hins vegar hirtu
þau oft eitthvað úr gluggunum.
— Þetta er geysimikið álag og
erfitt að búa við þetta, sagði
Einar Eyjólfsson.