Tíminn - 10.09.1976, Qupperneq 11
Föstudagur 10. september 1976.
TÍMINN
11
Listamenn sem sýna á „Septem” Sigurjón ólafsson, Jóhannes Jóhannesson, Kristján Davl&sson,
Guömunda Andrésdóttir, Valtýr Pétursson og Karl Kvaran
„SEPTEM”
í kaupstaðarferð
fólk í listum
„Septem” hópurinn hefur nú
efnt til sinnar þriðju sýningar i
Norræna húsinu, en sú fyrsta
með þessu nafni var haldin áriö
1974.
Þarna hafa þeir félagar fund-
iðstað, eða tjáningarmáta, sem
ekki var beinlinis til áður, sem
sé hin gamla aðferð að fara i
kaupstað á haustin með fé sitt
lifandi og dautt.
Félagar i „Septem” eru sjö,
þau: Guðmunda Andrésdóttir,
Jóhannes Jóhannesson, Karl
Kvaran, Kristján Daviðsson,
Sigurjón ólafsson, Valtýr
Pétursson Þorvaldur Skúlason ,
en þau eru öll kunnir listamenn
og boöberar nýrrar hugsunar og
viðhorfa I myndlist.
„Septem” hópurinn er kjarni
úr hópi reiðra ungra manna,
sem komu fram fyrir þrem ára-
tugum, og núna eru þeir orðnir
gráir i vöngum og segjast enn
vera reiðir, og hvað um það,
pappirstigrisdýr eru lika eins
konar tigrisdýr: enginn efast
um þaö.
Sigurjón ólafssonsýnir fjórar
myndir, sem allar eru úr viði.
Hann er mikill trésmiður, með
hendur úr gulli. Svo er hann lika
skáld og passar að trén séu
áfram tré, þrátt fyrir sporjárn
og sagir. Myndir hans eru hver
annarrri betri.
Þorvaldur Skúlason er enn á
sömu stefnu að þvi er viröist.
Nýtur þess að ganga um á góö-
um áningarstað. Svo er aftur
haldið á brattann.
Einhvern veginn hefur maður
það á tilfinninguna, að list hans
muni standa á timamótum
núna, og að brátt muni stormur-
inn skella á. Mynd hans „Brún
blæbrigði” er liklega ein af hans
beztu i seinni tið.
Karl Kvaranviröist viðfyrstu
sýn vera með svipaða hluti og
hann hefur sýnt i seinni tið.
Við skoðun kemur i ljós, að
talsverö breyting hefur orðið á
formum hans. Aður ,jcomu”
litaðar bylgjur inn i myndina,
oftast frá hægri hlið, og maður
hafði það á tilfinningunni að
hluti Tnyndarinnar væri utan
hennar. Núna rúmast.myndin á
fletinum. Karl er með fimm
myndir, og standa allar svipað.
Kristján Daviðsson fer á
kostum. Táningar hans eru
skemmtilegir og „Vot lending”
er ólgandi af lifi.
Kristján hefur, ásamt þeim
Jóhannesi Jóhannessyni og
Valtý Péturssynifærtsig aftur á
bak i tiðina, farið heilan, stóran
hring, og standa nú aftur í sömu
sporum, en með mikinn feng.
Þótt myndir Kristjáns
Daviðssonar minni nú á eldri
verk hans, unnin fyrir tveim
áratugum eða þrem, er vinnu-
lagið þó mjög óllkt. 1 stað yfir-
legu kemur mýkt I teikningu og
lit. Hann er ekki lengur eins stíf-
ur iúlnliðnum og sálinni, og gef-
ur því myndunum þeim mun
meira.
Jóhannes Jóhannesson leitar
á fomar slóðir. Hefur losað sig
við skeifuformið, og tekur þess I
stað upp litklæði æsku sinnar. A
sama hátt og Kristján Daviðs-
son, tekst honum nú aö mála
myndir án sýnilegrar yfirlegu,
myndir hans eru nú gerðar af
öryggi og smekkvisi. Sumar
kunna að virðast yfirborðs-
kenndar, en það á þó siður en
svo við þær allar.
Jóhannes sýnir ellefu myndir,
og hefur að eigin sögn orðið
fyrir áhrifum af kartöflum, eða
kartöflurækt, — má þvi segja,
að hann hafi nú fengið „rauðan
eyvind” fyrir „franskar kartöfl-
ur”.
Valtýr Péturssoner mörgum
ráðgáta þessa dagana. Hann
boðaði hreina trú, og var siða-
vandari en flestir aðrir. En
núna hefúr hannsnúið lengst frá
trúnni allra i söfnuðinum. Hann
málar blómamyndir. Það eitt
hefði verið óhugsandi fyrir
aðeins örfáum árum. En svona
er heimurinn. Frjálslyndið ber
sól og birtu i dýpstu kjallarana
lika.
Myndir Valtýs Péturssonar i
Norræna húsinu eru ljómandi
skemmtilegar, ogstinga minna
i stúf en ætla mætti i húsi
angistarinnar.
Guðmunda Andrésdóttirsýnir
mu verk, flest heldur dapurleg.
Þeir félagar fara skemmti-
lega leið i að hengja upp mynd-
ir. Skipta plássinu milli sin, eru
á báðum sölum með myndir og
má það veröa til eftirbreytni
þeim er siðan sýnasaman. Mjög
snjallt er hvernig mynd
Kristjáns Daviðssonar i innri
sal er látin hanga framar en
hinar. Það fer vel.
Er þá ekkert eftir nema að
þakka fyrir skemmtilega
sýningu.
Jónas Guðmundsson
Skáld í myndlist
Siöastliðin laugardag var
opnuð sýning þeirra Magnúsar
Pálssonar og Birgis Andrés-
sonar. Magnús er kunnur
framúrstefnumaður, en Birgir
Andrésson mun vera einn
nemenda hans úr Myndlistar-
skólanum i Reykjavik
Það er svolitÚl vandi að skoöa
sýningu þeirra, ef til vill er
maöur of var sum sig, og svo
auðvitað kyrfilega bundinn á
klafa hinna viðurkenndu stað-
reynda, sem birtast i daglegu
h'fi i formi seðlaútgáfu, veö-
bókarvottorða og byggingar-
leyfa, eða i hvers konar formum
öðrum, hinna daglegu sam-
skipta f þjóðfélaginu. Maður
veit hvað lúðurhljómur er, en
þegar lúöurhljómur úr gifsi er
sýndur undir heitinu „Lúöur-
hljómur i skókassa”, þá vand-
astnú máliö. Sama verður upp á
teningnum hjá tóbaksmönnum,
þegar þeir koma að „Kvíða fá-
tæka reykingamannsins” en
Magnús hefur tekið gifsmót af
sama sigarettupakkanum (inni-
haldinu) eftir þvi sem sigarett-
unum fækkar. Loksins er pakk-
inn tómur og gifsklumpurinn
tekur yfir allt innrými sigarett-
upakkans.
„Dalalæða i Vatnsdal” er lika
skemmtileg mynd. Þar er gert
model af þokunni, sem er
gegnumstungin af Vatnsdals-
hólum.
Myndir Magnúsar eru
skemmtilegar og vel unnar, og
þær eru lika ágætar sem endur-
hæfing fyrir þá, sem aka i hin-
um djúpu hjólförum viður-
kenndra staðreynda gegnum
heiminn.
Verk nemandans eru í anda
meistarans, nema hugsun hins
fyrrnefnda er ekki eins skiljan-
leg. Þó bregður sannarlega
fyrir vel gerðum athugasemd-
um hjá honum lika. Þetta er þvl
skemmtileg sýning, ef menn eru
reiðubúnir til að nálgast hana
óþvingaðir.
Tvær myndir af Gylfa
Ágúst Petersen, listmálari
hafði samband viö mig út af
skrifum um mynd hans á Haust-
sýningu 76.Þar er ný mynd eftir
Agúst af Gylfa Gislasyni,
teiknara.Ég sagðistefastum að
þessi mynd væri ný, hefði séð
hana um réttirnar i fyrra. Agúst
sagðisthafa gerttvær myndir af
Gylfa, sú sem væri ný, væri á
Kjarvalsstöðum núna, hina ætti
hann heima hjá sér. Bið ég
velvirðingar á þessum ruglingi.
Jónas Guðmundsson.
Vaka eða víma
o
Málfrelsi er nauðsyn og
bindindi björgunarstarf
öðru hverju -láta málglaðir
menn frá sér sjást í blöðum nið
um bindindishreyfinguna á ts-
landi. Stundum leggja þeir nafn
sitt við þetta, en stundum leyn-
ast þeir undir dulnefni.
Sizt skal kveinka sér vegna
þessa. Það er alltaf hægt að
svara þvi sem sagt er opinber-
lega. Og þessar ádeilur verða
stundum orsök þess, að við
endurtökum enn einu sinni þaö,
sem við vorum þó farnir að vona
að öllum væri orðið ljóst.
I þetta sinn vil ég svara einni
dulefnisgrein úr Dagblaðinu.
Dyonýsos nefndist maður,
sem átti þar grein i sumar.
Hann var stórorður um þaö,
sem hann kallar hroka og frekju
bindindismanna og þykir þaö ó-
hæfa mikil, að svo litill hluti
þjóöarinnar skuli vilja segja
öðrum fyrir.
Hann segir að bindindismenn
séu ekki nema tiundi hluti þjóð-
arinnar.
Ekki veit ég hversu rétt þessi
tala er. Hitt veit ég, að margir
eru bindindismenn nú, þó að
þeir hafi ekki verið þaö alla ævi.
Hitt veit ég lika, að margir eru
hófsamir við áfengisneyzlu, og
það á stundum rætur að rekja til
áhrifa frá bindindismönnum.
Enn veit ég þaö, að mikinn
fjölda manna langar til að vera
bindindismenn, þó aö illa gangi
að þvi marki.
En hvort sem við bindindis-
menn erum fleiri eða færri, er
þetta spurningin um málfrelsi.
Dynoýsos vill ekki, aö litill
minnihluti hafi málfrelsi. Það
stendur ekki til og hefur aldrei
staðið til, að við bindindismenn
ráðum málum öðru visi en með
þvi, að telja aðra á okkar mál
svo að meirihluti fáist. Það er
þetta sem Dyonýsos er hræddur
við. Það er rétt eins og samvizk-
an sé ekki alls kostar góð þegar
hann er að verja drykkjuskap-
inn.
Málfrelsi er frumstæður rétt-
ur okkar allra. Þar að auki er
almennt málfrelsi þjóðfélaginu
nauðsyn. Annars væri vonlaust
um alíar framfarir i félagsmál-
um. Almennur kosningarrétt-
ur, almannatryggingar og al-
menn skólaganga áttu t.d. fáa
formælendur i eina tið. En
minnihlutamenn höfðu mál-
frelsi og þeir unnu sér fylgi.
Og svo að ég nefni nú þaö, sem
er skyldara viöureigninni við á-
fengismálin vil ég minna á sótt-
varnir. Sú var tiðin, að litið var
um sóttvarnir, þvi aö vanþekk-
ing og fordómar lögðust gegn
þeim.
Hefði Dyonýsus fengið að
ráöa þvi að enginn heföi mál-
frelsi fyrr en vitað væri að hann
hefði fjöldann með sér, væri
saga mannkynsins allt önnur en
hún er.
Um okkur bindindismenn er
svo þaö að segja, að viö teljum
áfengisneyzlu mannfélagsböl.
Það vita flestir að er satt, þó að
einstakir menn segi að áfengið i
sjálfu sér sé meinlaust. Það er
meinlaust þeim, sem ekki neyta
þess, og ekki þurfa að umgang-
ast neytendur þess og geta látið
sig einu gilda um neytendur
þess. Oðrum er það ekki mein-
laust.
Það er talið að 20% þeirra,
sem neyta áfengis — taka i sig
sýkil drykkjusýkinnar — hafi
verulegt tjón af áfengisneyzlu
áöur en lýkur. Þar að auki leiða
þeir margs konar ógæfu yfir
aðra. Enginn veit hve margir
þeirra, sem smitast af berklum
eða taugaveiki, sýkjast alvar-
lega. Þeir gera það ekki allir.
Hitt hef ég aldrei heyrt, að smit-
berarnir, sem aldrei veikjast
væru æöri og fullkomnari
manntegund en hinir. Ég veit
þeim stoðar ekki að segja:
Bölvaöir ræflar eruð þiö aö
leggjast i bólið og jafnvel drep-
ast, þó að þið smitist af tauga-
veiki! Ekki þarf ég þess! Þeir
hafa verið teknir og sviptir
frjálsræði á ýmsan hátt.
Þjóðinni voru kenndir ýmsir
mannasiðir i umgengni til að
minnka sýkingarhættu. Slikt
var kallaö kurteisi. ööru máli
gegnir enn með útbreiðslu
drykkjusýkinnar. Þó vitum við
hvernig sýkingarhættir hennar
eru. En þar þykir mörgum fint,
aö verasmitberi og smita sem
flesta)
Þaö finnst okkur bindindis-
mönnum grunnfær hugsun og
slöpp dómgreind, þvi að við vit-
um, að menn eru góðgjarnir.
Okkur er sagt, að það hafi
aldrei tekizt að ala menn upp til
þess að láta vera að drekka á-
fengi. Þvi þurfi að kenna mönn-
um að drekka það svo að ekki
verði að tjóni.
Hvar hefur það tekizt að
kenna mönnum að drekka svo
aö skaðlaust væri? Ég veit þaö
ekki.
Hitt veit ég, að það hefur tek-
izt á takmörkuðu svæði, timabili
eða félagsskap, að ala menn upp
án þess að drekka áfengi. Og
það er öruggt ráð þegar það
heppnast. Eina örugga ráðið,
sem enn er þekkt til útrýmingar
áfengisböli.
Vegna þessa höfum við bind-
indismenn tröllatrú á frjálsum
umræðum um áfengismál. Viö
viljum ekki svipta Dyonýsos
málfrelsi. Við þolum vel að
hann geri hróp að okkur. Jafn-
vel þó svo furðulega færi að
meirihluti yröi með honum vit-
um við að þvi yrði ekki breytt
nema meö orðum. Við erum
ekki hræddir við umræður. Við
óskum eftir þeim.
Við trúum þvi, að menn hafi
bæði dómgreind og samvizku og
þvi muni góður málstaður sigra
áður en lýkur.
Halldór Kristjánsson.