Tíminn - 10.09.1976, Qupperneq 13

Tíminn - 10.09.1976, Qupperneq 13
Föstudagur 10. september 1976., TÍMINN 13 21.45 1918: Maöur og samvizka hans. Finnsk biómynd frá árinu 1957, byggð á sögu eftir Jarl Hemmer, Myndin gerist á timum borgara- styrjaldarinnar i Finnlandi. Aðalpersónan er prestur, sem misst hefur embætti sitt og lent i slæmum félags- skap. Hann á við miklar sál- arkvalir að striða vegna styrjaldarinnar i landinu og eigin lifernis. Hann gerist loks prestur i fangabúðum. Þýðandi Kristin Mantýla. 23.20 Dagskrárlok. hljóðvarp Föstudagur 10. september 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnirkl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigurður Gunnarsson lessögusina „Frændi segir frá” (9). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Tónleikar kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Hindar-kvartettinn leikur Strengjakvartett nr. 1 eftir Klaus Egge / Filharmoníu- sveitin i Stokkhólmi leikur Sinfóniu nr. 3 op. 23 eftir HugoAlfvén, Nils Grevillius stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar 14.30 Miðdegissagan: „Grænn varstu, dalur” eftir Richard Llewellyn Ólafur Jóh. Sig- urðsson islenskaði. óskar Halldórsson les (2). 15.00 Miðdegistónleikar Juli- an Bream leikur Gitar- sónötu i A-dúr eftir Diabelli. Erika Köth, Rudolf Schock o.fl. syngja með kór og hljómsveit þættiúr „Meyja- skemmunni” eftir Schubert, Frank Fox stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popphorn 17.30 Ferðaþættir eftir Bjarna Sæmundsson fiskifræðing Óskar Ingimarsson les úr bókinni ,,Um láð og lög” (3). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur. 19.40 lþróttir Umsjón : Jón Asgeirsson. 20.00 Sinfónlskir tónleikar frá svissneska útvarpinu La Suisse Romande-hljóm- sveitin leikur, Wolfgang Sawallisch stjórnar. Sin- fónia nr. 1 i C-dúr op. 68 eftir Johannes Brahms. 20.40 Félög bókagerðar- manna og konur i þeirra hópi. Þórunn Magnúsdóttir flytur siðara erindi sitt. 21.05 Hljómskálatóniist frá útvarpinu i Stuttgart. Guö- mundur Gilsson kynnir. 21.30 tltvarpssagan: „öxin” eftir Mihail Sadoveanu Dagur Þorleifsson les þýö- ingu sina (6). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. i deigl- unni. Baldur Guðlaugsson ræðir við þingmennina Ell- ert B. Schram og Sighvat Björgvinsson um starf þing- manna og þingið framund- an. 22.55 Af angar Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agn- arssonar. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. í JÖTUNHEIAAUM FJALLANNA 64 — Þú hefir þá átf þennan bát þar, þegar þú varst hjá okkur í vetur? — Já. — Ekki minntist þú á það. — Nei. Ég vissi ekki þá, hvort ég myndi f ara með hann heim aftur eða ekki. Stúlkan horfði spyrjandi á hann, og Jónas neyddist til • þess að bera fram nánari skýringar. — Ef maður hugsaði sér ekki að koma hér aftur, þá var þýðingarlítið að eiga bát við vatnið, sagði hann. Stina uppgötvaði nú, að mýflugurnar voru orðnar óþægilega nærgöngular við hana og barði allt hvað aftók i kringum sig. Henni tókst að leyna því, að hún roðnaði. Jónas braut líka grein af hríslu og réðst gegn mývargin- um. Allt umræðuefni virtist skyndilega þrotið. Nei, enn var eitt, sem mátti spyrja um: Var Brandur heima? Við Marzvatnið. Synir hans hefðu rétt fyrir sér. Hann hafði látið undan síga og kosið að lifa í sátt við alla — og hlotið spott og spé að launum. Það var rétturinn, sem menn báru virðingu fyrir. Sá, sem sló — og sló fast —, gekk með sigur af hólmi. Og hvers vegna hafði oft verið sultur og seyra í Marzhlíið? Jú, heimurinn var einu sinni þannig, að þeir, sem sköruðu eld að sinni köku, fitnuðu og döf nuðu, en hinir drógu sig i hlé með tómar hendur og tóman maga. Ef hann væri nú ungur og mætti byrja líf sitt i annað sinn... nei, hann myndi samt ekki beita ofbeldi — ekki mæta grönnum sínum með reiddan hnefann. Djöfulinn villti mönnum sýn. Þegar öll kurl komu til graf ar, fylgdi ofbeldinu engin blessun. Hann varð að benda Jónasi á það. Jónas var eins sakleysislegur og lamb, þegar faðir hans gerði tilraun til þess að tala um fyrir honum. Hann hafði ekkert gert af sér! Ekki skyldi hann stofna til óf riðar við þá, sem komu þolanlega f ram í hans garð. En það var ekki hægt að sætta sig við allt. Því einu gat Lars fengið Jónas til að lofa, og það var litlu betra af stað farið en heima setið. í lok júlímánaðar gerði ákafa hita. Himinninn var skafheiður, og hlíðarnar sugu í sig sólarhitann, svo að varla var líft í brekkunum. Einn af heitustu dögunum var Jónas við vinnu á eiðinu milli Marzvatnsins og Kolturvatnsins. Þegar leið að há- degi, tók honum að leiðast. Hann hengdi orf ið upp í tré og rölti suður yf ir. Hann langaði til þess að sjá, hvort Saxa- nesbændurnir væru búnir að slá sinar engjar. Þeir áttu lika slægjur þarna á tanganum. Þeir voru ekki byrjaðir á fyrsta blettinum, sem Jónas kom að. Hann rumdi. Jæja, þeir höfðu þá svo miklar slægjur á Saxanesi, að þeir ómökuðu sig ekki hingað. Það var eins og honum hafði alltaf f undizt — þessi tangi átti að falla allur undir Marzhlið. Hann hélt áfram gegnum dálítið greniskógarbelti og kom að næsta rjóðri. Sko til, hér höfðu þeir verið! Það var búið að slá allan blettinn, og þeir voru nýbyrjaðir að hengja heyið á hesjur. Jónas svipaðist um eftir fólkinu. Hafði það feng- ið sér hádegisblund? Nei, nú sá hann eitthvað hvitt bak við eina hesjuna. Þetta var stúlkan, sem Jónas hafði kysst á Saxanesi um veturinn. Hún var í serknum einum klæða, en það var óþarfi að roðna, því að hann var síður, hár f hálsinn og ermalangur. Það hefði mátt komast af með minni klæðnað í þessum sterkjuhita. Stúlkan hrökk við, þegar hún sá Jónas koma, en brosti þó áhyggjulitið, þegar hann nam staðar hjá henni. — Æ, það ert þú, sagði hún. Jónas kinkaði kolli, ygldur á svip. Já, það var hann. — Er faðir þinn heima? spurði hann. Stúlkan sagði, að hann væri heima, og einn bræðra sinna væri nýfarinn heim með f ullan bátaf heyi. — Mér finnst, að þú ættir að hjálpa mér, sagði hún og f reistaði hans með því að bjóða honum að borða með sér, þegar þau væru búin að láta á hesjurnar. Jónas tók hrífu og byrjaði að hjálpa henni. Stúlkan kvakaði glaðlega og kepptist við. Þau voru líka fljót að láta á hesjurnar. Stúlkan skipti naumum hádegismat sínum á milli þeirra. Það var aðeins brauð og súrmjólk. Þau settust í heyhrúgu, þar sem skugga frá hesjunum bar á. Stúlkan var síbrosandi og Jónas hafði ekki augun af henni. Hún hefði eiginlega átt að vera hrædd eftir fundi þeirra á Saxanesi, en í þess stað sat hún þarna roggin, rétt eins og hann væri maðurinn hennar. — Ertu trékarl, Jónas? — Trékarl...? endurtók hann tortryggnislega.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.