Tíminn - 10.09.1976, Qupperneq 14

Tíminn - 10.09.1976, Qupperneq 14
14 TÍMINN Föstudagur 10. september 1976. Skattamdlin: Ófært að menn telji fram hungurlaun þegar neyzla og lifnaðarhættir sanna annað — viðtal við AAagnús Ólafsson, formann SUF Á SIÐASTA þingi Sambands ungra framsóknarmanna var Magnús Ólafsson endurkjörinn formaöur sambandsins. Magnús býr á Sveinsstööum i Austur-Húnavatnssýslu ásamt fööur sinum. Hann hefur um ára- bil tekiö mikinn þátt I félags- málastörfum. T.d. var hann for- maður Ungmennasambands Austur-Húnvetninga frá 1969-1972 og aftur frá 1975 og er þaö enn. Þá situr hann i hreppsnefnd Sveins- staöahrepps, auk ýmissa annarra félagsmálastarfa, sem hann gegnir. SUF-siöan sneri sér til Magnús- ar og leitaöi upplýsinga um hver yrðu helztu verkefiii SUF stjórnar næsta kjörtimabil, og hvert væri hans álit ánokkrum þeim málum, sem nú eru ofarlega á baugi. Hver veröa helztu verkefni framkvæmdastjórnar SUF á þvi kjörtimabili, sem nú er nýhafiö? — Þaö verður i mörg horn aö lita, en þar mun þó bera hæst undirbúning undir tvennar kosn- ingar. Það er ljóst.aö kosiö veröur til sveitastjórna voriö 1978, og þaö voreiga Alþingiskosningar einnig aö verða. Undirbúningur þeirra átaka, sem þar fara fram verður margvislegur og fer þvi mikill timi framkvæmdastjórnar SUF til að sinna þeim málum. Þá mun framkvæmdastjórnin einnig vinna aö mörgum málum, sem ályktaövarum á nýafstöönu SUF-þingi, svo og þeim málum, sem upp koma á hverjum tlma. Framsóknarflokk- urinn verður að hafa forgöngu — Erueinhvermál, sem þú vilt nefna öörum málum fremur? — Viö ungir framsóknarmenn höfum gert okkur ljóst, að ekki verður hjá þvi komizt aö breyta sklpan kjördæma og kosninga- laga á næstu árum. Þegar er til kominn mikill þrýstingur i þjóð- féla ginu, sem krefst b reytinga, og þaö er mikils um vert á hvern hátt þessar breytingar verða. í þau þrjú skipti, sem breyting- ar á skipan þessara mála hafa átt sér staö, hefur það gerzt án þátt- töku framsóknarmanna. Viö telj- um ófært aö slikt gerist einu sinni enn, og höfum þvi lagt á þaö á- herzlu, aö Framsóknarflokkurinn hafi forgöngu um hugsanlegar breytingar. Nú er ákvæöi um þetta I stjórn- arsáttmála núverandi stjórnar, en samt sem áöur höfum viö nokkrar grunsemdir um aö ekki veröi af þessum breytingum á þessu kjörtlmabili. Þvl leggjum við enn meiri áherzlu á það en ella, aö staðiö veröi viö ákvæöi stjórnarsáttmálans. Persónu- legra kjör alþingismanna — Hvaö er þaö sem þiö leggiö aðallega áherzlu á aö tekið verði tUlit tU viö breytingu á þessum málum. — Við leggjum áherzlu á þrjú atriði, þótt vissulega þurfi ýmis fleiri atriöi aö koma tU athugun- ar. 1 fyrsta lagi leggjum viö á- herzlu á aö kjör þingmanna veröi persónulegra en þaö er nú. Viö teljum algerlega óverjandi, aö einungis litill hluti þingmanna sé kjörinn beint af almenningi i landinu, eins og nú er gert. 1 öðru lagi leggjum viö áherzlu á að kjördæmi veröi smærri en nú er, en fleiri. Með þvi næst meira persónulegt samband milli þing- manna.og kjósenda, og þingmenn , hafa betra tækifæri til að sinna ! málum sinna kjósenda. Og i þriöja lagi leggjum viö á- herzlu á, aö vægi atkvæöa veröi jafnara en nú er, og allir þing- menn veröi kjörnir á sama hátt. Viö teljum meö öörum oröum al- gerlega óverjandi, aö þaö geti gerzt, aö fámennasta kjördæmi landsins eigi möguleUca á aö fá 8 þingmenn á sama tlma og annað mun fjölmennara hefur máske aðeins 5 eöa 6 þingmenn. Þetta gerist meö þeim fráleitu reglum, sem nú eru haföar viö úthlutun uppbótarþingsæta. En þaö sem er þó hægt aö gagn- rýna mest viö þá úthlutun er aö þingmenn, sem fallið hafa I slnu kjördæmi, og kjósendur þvl dæmt óhæfa til aö gegna þingmennsku, geti „risiö frá dauöa” á atkvæö- um einhverra kjósenda I aUt ööru kjördæmi. Kjósenda, sem héldu aö þeir væru aö styöja allt aöra menn til þingsetu. Meöan þetta kosningafyrirkomulag viögengst, er ekki kyn þótt ýmsum finnist fremur Utiö koma til margra þeirra manna, sem nú sitja á Al- þingi. — Áttu von á að auðvelt verði að fá þessar breytingar sam- þykktar? — Nei, því miöur. Staöreyndin er, að allt of margir þingmenn i öllum flokkum eru I raun á móti nokkrum breytingum á skipan þessara mála. Þeir vita sem er að verði einhverjar breytingar, þá geti svo fariö aö þeir þurfi aö fara aö berjast fyrir slnum sætum i stað þess aö geta setiö þar af gömlum vana. Þvl veröur að skapa mikinn þrýsting, svo þing- menn sjái sér ekki annað fært en aö gera kosningar tU alþingis mun persónulegri en nú er. Framkvæmd skattamóla fyrir neðan allarhellur — Nú eru skattamál ofarlega á baugi. Hvert er álit þitt á þeim málum? — Það er ljóst, aö skipulag og framkvæmd skattartiála er fyrir neðan allar heUur hér á landi og umbætur I þeim málum þola ekki biö. Ég fagna þvi þeirri ákvöröun Framsóknarflokksins, aö setja á fót nefnd til aö kanna þessi mál og gera tillögur til úrbóta. Viö ungir framsóknarmenn munum leggja okkar skerf af mörkum tU aö fundnar veröi leiðir til aö bæta skattalögin frá þvl, sem nú er. A þingi SUF á Laugarvatni á- lyktuöum viö um skattamál og var þar m.a. lögö áherzla á að skattakerfið yrði gert einfalt og skiljanlegt skattgreiöendum. Aö ekki verði ýtt undir óhóflega skuldasöfnun með takmarkaUtl- um frádráttarheimUdum, og aö menn komist ekki lengur upp meö aö telja fram hungurlaun, þegar Ufnaðarhættir og neyzla sanna annaö. Standa þarf af einurð á rétti okkar — Nú hefur landhelgismáiið oft veriðtalið mál málanna. Telur þú sigur okkar vera kominn i höfn i þvi máli? — Ég hygg aö Efnahagsbanda- lagið muni eftir megni reyna aö fá okkur til aö leyfa slnum þjóö- um fiskveiöar innan 200 mllna markanna eftir 1. des. nk. Hins vegar er ástand fiskstofnanna þann veg fariö, aö ekki kemur að minu viti til greina aö ljá máls á frekari veiöum til þeirra þjöða, en þegar hefur verið samiö um. Ef viö skoöum sögu þjóöar okk- ar kemur þvl miöur i ljós, aö oft á tlmum hafa Islendingar veriö mjög vægir I garö útlendinga, og engu er llkara en við höfum oft á tiðum veriö mjög hræddir I öUum okkar samskiptum viö þá. Þetta hefur oröiö til þess, aö erlendar þjóöir hafa iðulega getaö náö mjög langt I samningum viö okk- ur um veiðar innan fiskveiöiland- helginnar. 1 þvl sambandi má minna á hina dæmalausu samninga viö Breta 1961, þegar viö afsölúöum okkur rétti til aö færa einhliöa út fiskveiöilögsögu okkar. Og bar- áttuna fyrir að ná aftur okkar rétti þekkja allir. Hins vegar er ljóst, aö þaö hafa ævinlega veriö framsóknarmenn sem staöiö hafa I fylkingarbrjósti fyrir öllum sigrum okkar I land- helgismálinu. Þeir hafa átt aðild aö öllum þeim rlkisstjórnum, sem fært hafa landhelgina út, og yfir- leitt veitt þeim rikisstjórnum for- ustu. Þá má minna á þann mikla þátt, sem framsóknarmenn áttu I farsælli lausn i siöustu fiskveiöi- deilu viö Breta. T.d. var þaöþeim að þakka, aö ákvæði um einhliöa rétt Islendinga til aö ákveöa veiö- ar Breta innan 200 sjómilna markanna komst inn i samning- ana. Framsóknarmenn munu á- fram, sem hingaö til, standa ein- aröir vörö um okkar hagsmuni I landhelgismálinu. Og við ungir framsóknarmenn höfum ætlö veriðharöirstuöningsmenn fullra og óákoraöra yfirráöa okkar Is- lendinga sjálfra yfir öllum okkar auölindum. Viö munum þvl vera haröir á þvi, aö staðiö veröi af einurð á rétti íslands gagnvart Efnahagsbandalaginu, og þvi veröi gert ljóst, aö ekki koma til greina neinir samningar um fisk- j veiöiíéttindi innan islenzkrar fiskveiðilandhelgi eins og ástandi ! fiskstofna er nú háttað. Lúalegar aðferðir — Nú hafa miklar umræöur verið um dómsmál að undan- förnu, ekki sizt vegna þess hve al- varlegum afbrotum hefur fjölg- að I þjóðfélaginu. Hver er þin skoðun á þeim árásum, sem gerð- ar hafa verið á Framsóknarflokk- inn vegna þessara mála? — Þær svlvirðilegu árásir, sem geröar hafa verið á ráöherra og þingmenn Framsóknarflokksins vegnaþessara mála eru einhverj- ar lúalegustu aðferöir viö póli- tiskan áróður, sem ég veit dæmi um. Hitt er staöreynd, aö þaö er þörf mjög aökallandi úrbóta á sviöi dómsmála, vegna þess hve sá málaflokkur hefur orðiö útund- an á siðustu áratugum og dóm- stólakerfiö er alls ófært um að gegna hlutverki súiu. Viö vitum að núverandi dóms- málaráöherra hefur fullan hug á að bæta þar úr, og þvi skipaöi hann nefnd stuttu eftir aö hann tókviðembætti til aðgera tillögur til úrbóta á sviöi dómsmálanna. Siöan þegar þessi nefnd haföi skilaö áliti, og ráöherrann lagöi frumvörp til laga fyriralþingi brá svo viö, aö þingmenn höföu dcki dug isér til aö afgreiöa þessi mál. Þess verður að kref jast Sllkt ber aö harma. En það er ekki hægt annáð en aö velta þeirri spurningu fyrir sér, hvers vegna þingmenn lögöu ekki metnaö sinn i að afgreiöa þessi mál fyrir sum- arleyfi. Viö þá Ihugun kemst maður ekki hjá þvi aö láta sér detta I hug, aö sumum þing- manna hafi fundizt það vera til bóta að tefja þessi mál. Þeir hafa máske áEtiö sem svo, aö meðan úrbætur á þessum málum kæm- ust ekki I gegnum þingiö, yröi smiðum rógsins auöveldara aö beina skeytum sinum aö dóms- málaráðherra. En allt slikt mun f alla um sjálft sig. Lagafrumvörpin um úrbætur á s viöi dómsmála verða lögö fyrir Alþingi I haust, og sérstaka á- herzlu verður aö leggja á aö frumvarpiö um rannsóknarlög- reglu rlkisins náifram aöganga á T SUF haustþinginu, svo hún geti tekiö til starfa um áramót. Þingmönn- um veröur ekki liöiö aö liggja á þessum málum lengur en þegar er oröiö. Þaö veröur aö krefjast þess af þeim, aö þeir hafi notaö sumariö til aö athuga þessi mál öll, og séu tilbúnir aö afgreiöa þessi lög fljótlega eftir að þing kemur saman i haust. Öflug ung. mennasamtök — Nú hafa ýmsir andstæðingar framsóknarmanna haldið þvi á lofti, að þingið á Laugarvatni hafi verið fámennt, og því sé starf- semi SUF að lognast út af. Hvað er hæft i þessum ásökunum? — Það er engin furða, þótt starfsemi SUF sé gagnrýnd af ýmsum pólitiskum andstæöing- um, ekki slzt af Alþýðubanda- lagsmönnum. Staðreyndin er, aö margir eru þeir, sem öfunda Framsóknarflokkinn af þvi, hve hann hefur öflug ungmennasam- tök. Innan SUF er fjöldi einstak- linga, sem hugsar um stjórnmál af alvöru, og þetta fólk er tilbúið aö berjast fyrir sinum skoöunum hvenær sem þörf er á. Fulltrúar þessa fólks eiga sæti i æöstu trún- aöarstööum flokksins og geta þar túlkað sjönarmiö þess og unnið þeim fylgi. Þvi á ungt fólk innan Fram- sóknarflokksins auöveldara meö — en imörgum öörum flokkum — aö koma sjónarmiöum sinum á framfæri við flokksforustuna, og þetta unga fólk hefur öflug sam- tök til að berjast opinberlega fyrir sinum skoðunum, fái þær ekki hljómgrunn á annan hátt. Af þessu öfundar ungt fólk i öðrum flokkum unga framsókn- armenn. Þvl er þaö sama hvort þing SUF eru fjölmenn eöa fá- menn, eða hvaö stjórn SUF að- hefst. Ævinlega reyna þessir and- stæðingar aögera sér mat úr þvl. Aö visu eru undantekningar á þeirri reglu, en það gerist, þegar ungir framsóknarmenn sjá á- stæöu til þess aö gagnrýna for- ustu flokksins opinberlega. Þá skortir ekki að þessir aöilar taki hraustlega undir. En nú segir Þjóðviljinn, aö síö- asta SUF þing hafi verið fámennt, og ástæöan sé sú, aö forustumenn SUF séu ekki nógu róttækir. Ekki er ég grunlaus um aö einhverjir aörir en framsóknarmenn hafi átt þetta skeyti. Það hafa vlst ekki allir pólitiskir fundir Alþýöu- bandalagsins upp á slðkastið ver- iö mjög fjölmennir. Þaö þekkja allir söguna um Rússa, sem skamma Albani, þeg- ar þeir vilja deila á Kinverja! —hs— ,UF síðan

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.