Tíminn - 10.09.1976, Qupperneq 17

Tíminn - 10.09.1976, Qupperneq 17
Föstudagur 10. september 1976. TÍMINN 17 Ellert fer austur á Eski- fjörð ELLERT B. Schram, ■ formaöur K.S.Í. er farinn til Eskifjaröar, þar sem hann mun fylgjast meö aukakeppninni um 2. deildarsætin tvö sem laus eru. Ellert fór til Eskifjaröar meö Aftureldingu frá Mosfellssveit, eftir aö forráöa- menn félagsins höföu óskaö eftir þvi viö hann, aö hann færi meö félaginu austur. íþróttasiöan hefur frétt, aö Afturelding hafi farið fram á þaö að Ellert færi meö félaginu aust- ur, þar sem forráöamenn félags- ins óttuöust aö leikmenn liösins yrðu fyrir aðkasti vegna þeirra deilna, sem hafa komið upp vegna þess aö Eskifjöröur var valinn sem keppnisstaöur. Fyrsti leikurinn i keppninni á Eskifirði veröur leikinn f kvöld kl. 6.30 — þá mætast Reynir frá Ar- skógsströnd og Þróttur frá Nes- kaupstaö. A morgun leika Reynir og Afturelding og á sunnudaginn Þróttur og Afturelding. Báöir siðasttöldu leikirnir hefjast kl. 2. íþróttir Umsjón: Sígmundur Ó. Steinarsson 7 Evrópumeistarar Tékka verða mótherjar Fram á Laugardalsvellinum: iFyrirliði Slovan var Ivalinn í heimsliðið I — sem hið þekkta knattspyrnutímarit „World Soccer" valdi fyrir stuttu Fram mætir Slovan Bratislava á þriðjudaginn í UEFA-bikarkeppni Evrópu — Við gerum okkur grein fyrir þvi, að það verður erfitt að leika gegn Slovan Bratislava. Maður er alltaf hræddur við að svona sterk lið, sem hafa yfir frábærum leikmönnum að ráða, sagðiJóhannes Atlason, þjálfari Fram-liðsins, sem mætir Siovan Bratislava í UEFA- bikarkeppni Evrópu á Laugardalsvellinum á þriðjudag- inn. — Nei, það kemur ekki til með að breyta neinu hjá okkur, þó að við leikum gegn þessu sterka liði, og þótt í því séu 7 landsliðsmenn sem tryggðu Tékkum Evrópu- meistaratitil landsliða. Það kemur ekki til, að við förum að leika varnarleik gegn Slovan, sagði Jóhannes. Slovan Bratislava kemur hingaö meö alla sína sterkustu leikmenn, þar af 7 leikmenn sem léku meö landsliöi Tékka, sem lögöu Englendinga, Rússa, Hollendinga og V-Þjóðverja aö velli i Evrópukeppni landsliða og tryggðu sér þar með Evrópubik- arinn. Leikmenn Slovan eru mjög snjallir — frægastur þeirra er fyrirliðinn, Anton Ondrus, sem er talinn einn allra bezti miðvöröur i heimi. Ondrus vann það afrek aö skora 4 mörk i einum deildarleik sl. keppnistimabil. Hann var fyrir stuttu valinn i „Heimsliöið” i knattspyrnu, sem hiö viölesna knattspyrnutimarit „World Soccer” velur árlega. Þar er Ondrus settur viö hliöina á „Keisaranum” frá V-Þýzkalandi, Franz Beckenbauer. Til gamans skulum við lita á hvernig heimsliðið 1976 er skipað, en það má segja, aö þar sé valinn maður i hverju rúmi: Markvörður: Ivon Viktor — Dukla Prag, Tékkóslóvakiu. Bakverðir: Colin Todd — Derby og V-Þjóöverjinn Paul Breitner, Real Madrid. Miðverðir: Anton Ondrus og Franz Beckenbauer. Miðvallarspilarar: Antonin Panenka, Bohemians, Tékkósló- vakiu, Viktor Kolotov, Dynamo Kiev og Júgóslavinn Branko Öblad, sem leikur meö v-þýzka liöinu Schalke 04. Sóknarmenn: Ruud Geels, Ajax, Holland, Gerd Muller, Bayern Munchen og Oleg Blok- hin, Dynamo Kiev. Þá má geta þess, að Slovan- leikmaöurinn Jan Pivarnik, sem hefur leikið 36 landsleiki fyrir Tékka, var sterklega oröaöur viö heimsliöiö. Slovan-liðiö er nú taliö eitt fremsta og skemmtilegasta fé- lagsliö Evrópu, enda skipaö 7 landsl iösmönnum, sem léku með Tékkum úrslita- leikinn gegn V-Þjóðverjum i Evrópukeppninni, og þar að auki er varamarkvörður landsliðsins úr Slovan. Það er ekki aö efa, aö Tékkarnir koma til meö að sýna islenzkum knattspyrnuunn- endum, sem að undanförnu hafa fengið aö sjá fremstu knatt- spyrnumenn heims i Laugar- dalnum, alla galdra knattspyrn- unnar. —SOS ANTON ONDRUS.......fyrirliði Slovan Bratislava og tékkneska lands- liðsins, sést hér hampa Evrópubikarnum, sem Tékkar unnu af V- Þjóðverjum. Hann er i landsliðspeysu V-Þjóðverja, sem hann fékk hjá Beckenbauer — en þeirskiptu á peysum eftir úrslitaleikinn. „NÝIR" LEIKMENN í LANDSLIÐINU — í handknattleik, sem mætir Svisslendingum á Akranesi og í Reykjavík — Viöhöfum ákveðið/ aðaðeins þeir leikmenn, sem taka landsliðsæfingar fram yfir æfingar með félagsliðum sinum, komi til með að leika gegn Svisslendingum, sagði Birgir Björnsson, formaður landsliðsnefndarinnar i handknattleik, þegar tilkynnt var í gær hvaða leikmenn hafa verið valdið til leiks gegn Svisslendingum, en leikirnir eiga að fara fram á Akranesi og í Laugardals- höllinni í næstu viku. Eins og hefur komið fram, þá hafa landsliðsmenn mætt afar illa á æfingar aö undanförnu — og þess vegna hefur undirbúningur- inn fyrir leikinn gegn Sviss- lendingum veriö af skornum skammti. Birgir sagöi, aö æfinga- sóknin heföi ekki veriö eins góö, og vonazt heföi veriö eftir. Astæö- una fyrir þvi taldi hann, aö félög- in væru byrjuð aö æfa af fullum krafti, og hafa þau viljaö fá leik- menn sina á æfingar. Þegar útséö var um að nokkrir af okkar beztu leikmönnum hefðu meiri áhuga á að æfa með sinum félagsliöum en landsliðinu, þá ákvað landsliösnefndin að velja aöeins þá leikmenn i landsliöiö, sem myndu láta landsliösæfingar ganga fyrir. Útkoman varö þvi þessi hjá landsliðsnefndinni: Markverðir: Birgir Finnbogason, FH Guðjón Erlendsson, Fram Jens Einarsson, 1R Aðrir leikmenn: Viðar Simonarson, FH Geir Hallsteinsson, FH Þórarinn Ragnarsson, FH Arni Indriðason, Gróttu Þorbjörn Guðmundsson, Val Bjarni Guðmundsson, Val Agúst Svavarsson, IR Viggó Sigurösson, Vlking Ólafur Einarsson, Viking Magnús Guömundsson, Viking Þorbergur Aöalsteinsson, Viking. Eins og sést á þessu hefur veriö gerð stórbylting á landsliðinu frá þvi sl. vetur — 9 leikmenn, sem léku ekki meö landsliöinu þá, leiká nú með liðinu. Margir af fastamönnum okkar I landsliöinu s.l. ár, hafa nú fengið „fri”. Þaö má deila um valiö á landsliöinu, eins og svo oft áöur. Þaö er langt frá þvi aö þetta séu okkar sterk- ustu handknattleiksmenn. Viö ætlum ekki að fara aö deila um landsliöiö aö sinni — þar sem handknattleiksvertiðin er ekki hafin, og ekkert hefur sést til félagsliða okkar. Þaö veröur fróölegt aö sjá hvernig liöið stendur sig gegn Svisslendingum, sem eru i stööugri sókn, eins og sjá má á þvi, aö þeir töpuöu naumt (15:16) fyrir Ungverjum fyrir stuttu. ÞORBERGUR AÐALSTEINS- SON...hinn efnilegi ieikmaður Víkings, leikur sinn fyrsta lands- leik gegn Sviss. Handknattleiks: PUNKTAR JANUZ CZERWINSKl..lands- liðsþjálfari i handknattleik er væntanlegur til landsins á mánudaginn. HANNES Þ. SIGURÐSSON og KARL JóHANNSSON...hand- knattleiksdómarar munu fara til Sviþjóðar og Noregs um miöjan október og dæma þar tvo landsleiki i handknattleik. AKVEÐIÐ...hefur verið aö efna til fjögurra þjóöa handknatt- leikskeppni kvenna hér 17.-19. febrúar. Island, Holland, Fær- eyjar og Kanada eöa Banda- rikin taka þátt I þessari keppni. AXEL AXELSSON og ÓLAFUR H. JóNSSON...eru væntan- legir hingaö ásamt Danker- sen-liöinu, sem kemur hingaö i boöi Fram. Dankersen mun leika hér 4 leiki á tímabilinu 10.-17. október. V-ÞJóÐVERJAR..koma hingaö meö kvennalandsliö sitt I april 1977 og leika hér tvo landsleiki — 16. og 17. april. MIKLAR..lIkur eru á þvi aö ráö- stefna alþjóölega handknatt- leikssambandsins I.H.F. veröi haldin hér 1978.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.