Tíminn - 29.09.1976, Page 16
u
TÍMINN
Miövikudagur 29. september 1976
A SUNNUDAGINN hefjast aö nýju sýningar l Þjóöleikhúsinu á barna-
leikritinu LITLA PRINSINUM eftir Exupéry í leikgerö Michaels
Meschke. Sýning þessi var sýnt á Listahatlö I vor en aöeins tvisvar
sinnum. t sýningunni koma bæöi fram leikarar og leikbrúöur, og á
Listahátiöarsýningunum i vor voru brúöustjórnendurnir sænskir, frá
Marfónettleikhúsinu i Stokkhólmi, en fslenzkir leikarar fluttu textann.
Nú hefur Þjóöieikhúsiö fengiö fslenzka brúöustjórnendur til liös viö sig.
Eru þaö fjórir félagar úr Leikbrúöulandi, þær Bryndfs Gunnarsdóttir,
Erna Guömarsdóttir, Hallveig Thorlacius og Helga Steffensen. Leik-
brúöuland hefur sem kunnugt er á sföustu árum staöiö fyrir brúöuleik-
sýningum í Reykjavik og viöar. Eins og f vor eru þaö leikarar Þjóöleik-
hússins, sem tala fyrir brúöurnar og koma eftirtaldir leikarar viö sögu:
Brfet Héöinsdóttir, Flosi Ólafsson, Hákon Waage, Erlingur Gisla-
son, Steinunn Jóhannesdóttir og Þórunn Magnea Magnúsdóttir, sem
fer meö hlutverk litla prinsins og stjórnar þeirri brúöu aö nokkru. Einn
leikari kemur fram sýnilegur I leikritinu, er þaö Sigmundur örn Arn-
grfmsson sem leikur flugmanninn.
Heilsuverndarstöð
Kópavogs
óskar að taka á leigu 40-50 fm húsnæði
fyrir ljósastofu, sem næst miðbæ Kópa-
vogs.
Upplýsingar veitir forstöðukona i sima
40-400 f.h.
Útboð
Tilboð óskast I 325 stk. þrffasa kWh-mæla, fyrir Raf-
magnsveitu Reykjavikur.
Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frfkirkjuvegi 3,
R.
Tilboöin verða opnuö á sama staö, miðvikudaginn 11.
nóvember 1976, kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Heilbrigðisv- og
tryggingamálaráðuneytið
28. september 1976.
Laus staða
Staöa hjúkrunarfræöings viö heilsugæzlustööina Höfn I
Hornafiröi er laus til umsóknar nú þegar.
Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist heilbrigöis- og tryggingamálaráöuneyt-
ínu.
Þessi hópur stýröi fslenzku hrossunum I frækilegri reiö yfir þver Bandarfkin, eins og frá var skýrt I
Tímanum i gær. Þessa mynd tók G.E. af knöpunum viö Hótel Loftleiöir í fyrradag og lengst til hægri er
Gunnar Bjarnason, em var fararstjóri, en knaparnir eru fimm Þjóöverjar, Svisslendingur og Austur-
rfkismaöur.
Nýtt lögfræðingatal
FJ-Reykjavik. Lögfræöingatal,
þriöja útgáfa, er komiö út og eru
upptaldir allir íslenzkir lögfræö-
ingar frá árinu 1900 til ársloka
1975.
Höfundur er Agnar Klemenz
Jónsson, sendiherra, en hann er
og höfundur fyrri útgáfa, en einn-
ig er hann höfundur mikils verks
um Stjórnarráð tslands 1904-1961
Agnari til aöstoöar viö nýja Lög-
fræöingataliö var Hjalti Zóphón-
iasson, fulltrúi i dóms- og kirkju-
málaráöuneytinu.
Utgefandi Lögfræöingatalsins
er tsafoldarprentsmiöja hf. en
bókin er 655 blaðsiður aö stærö.
Onnur athugasemd
AÐ ÞVI hefur veriö látiö liggja I
blöðum, aö setning eða setningar-
hluti hafi veriö felldur úr athuga-
semd þeirri frá Vilmundi Gylfa-
syni, er birtist i Tlmanum á miö-
vikudaginn i fyrri viku.
Hiö rétta er, aö ég undirritaöur
strikaöi yfir ávarpsorö athuga-
semdarinnar, sem voru á þessa
leiö: „Herra ritstjóri Jón Helga-
son”. Annaö var ekki fellt niöur
eöa aö neinu leyti brenglaö.
Ávarpsoröin strikaöi ég út sam-
kvæmt þeirri reglu aö fella þess
konar ávörp niður, þegar athuga-
semdirnar sjálfar beinast ekki aö
þeim, sem ávarpaður er. Enginn
hefur fyrr taliö það niöurfellingu,
svo aö ég minnist eftir fjörutiu
ára blaðamennsku. En hvort hér
er um sök aö ræöa, getur hver og
einn metiö þaö, er hann veit
málavexti. Sjálfum finnst mér
mörgum oröum eytt af litlu til-
efni. —jh
Kynning á
Bolsoj leik-
húsinu í
MIR-salnum
I MIR-salnum aö Laugavegi
178 hefur veriö opnuö sýning á
ljósmyndum frá starfi Stóra
leikhússins, Bolsoj-leikhússins
i Moskvu, i tilefni 200 ára
afmælis þessa fræga óperu- og
ballettleikhúss. Veröur sýn-
ingin opin næstu vikur, á
þriöjudögum og fimmtudög-
um kl. 17.30-19 og á laugardög-
um kl. 14-18.
I sambandi viö Bolsoj-
sýninguna i MÍR-salnum
veröur efnt til kvikmynda-
sýninga og fyrirlestrahalds.
Sunnudaginn 17. október kl.
15 veröur Natalja Konjús
ballettmeistari gestur MÍR og
rifjar þá upp minningar frá
starfsferli sinum viö Bolsoj-
leikhúsiö. Natalja Konjús er
nýkominn til starfa viö Þjóö-
leikhúsiö sem ballettmeistari
og listrænn stjórnandi Is-
lenska dansflokksins, en hún
var sólódansari viö Bolsoj-
leikhúsiö á árunum 1932-1943,
fór þar meö mörg hlutverk og
starfaöi meö ýmsum frægum
listamönnum, m.a. Galinu
Úlanovu, ballerinunni heims-
frægu, en kvikmynd um hana
veröur sýnd aö loknu spjalli
ballettmeistarans.
Kvikmyndirnar sem sýndar
veröa i MÍR-salnum á laugar-
dögum kl. 15 eru allar ná-
tengdar starfi Bolsojlejkhúss-
ins og listamönnum þar. Sýn-
ingar veröa sem hér segir:
Laugardaginn 2. október
veröur óperan „Evgenl
Onégin” eftir Tsjækovskl
sýnd, en þetta er sú ópera sem
Bolsoj-Ieikhúsiö I Moskvu
hefur sýnt oftast eöa um 1930
sinnum alls.
Laugardaginn 9. október
verður óperan „Boris
Godúnof” eftir Músorgski
sýnd og þar fer hinn frægi
söngvari Boris Púrogof meö
aðalhlutverkiö.
Laugardaginn 16. október
veröur sýnd heimildarkvik-
mynd um eina af frægustu
dansmeyjum vorra tima,
Maju Plisetskaju, og þar sést
hún í ýmsum af frægustu hlut-
verkum sinum.
Laugardaginn 23. október
veröur loks sýnd óperan
„Spaöadrottningin” eftir
Tsjækovski.
Slöar i vetur eru ráögeröar
sýningar á ýmsum sovéskum
kvikmyndum i MIR-salnum,
t.d. veröa nokkrar gamlar og
nýjar ævintýramyndir sýndar
þar i nóvember og desember
n.k.
Aðgangur aö Bolsoj-kynn-
ingunni i MIR-salnum, Lauga-
vegi 178, er öllum heimill.
(Fréttatilkynning frá MIR)