Tíminn - 08.10.1976, Blaðsíða 10
10
TÍMINN
Föstudagur 8. október 1976
Föstudagur 8. október 1976
TÍMINN
11
gróður og garðar
*
Askur á bak við hús á Laufásvegi.
„Gróðursettu tré og það mun
vaxa meðan þú sefur”. Elztu
trjágarðar á Islandi munu nú
vera að Fornhaga og Skriðu i
Hörgárdal, en Þorlákur Hall-
grimsson og synir hans gróður-
settu þar fyrir um það bil hálfri
annarri öld. Jónas Hallgrims-
son kom að Skriðu til Þorláks
bónda og vekur athygli á
ræktunarstarfsemi hans I ritum
sinum. Stefán Stefánsson kenn-
ari, siðar skólameistari, mældi
trén árið 1888 og lýsir þeim. Nú
lifa aðeins nokkrir reyniviöir,
mjög gildvaxnir og um 11 m á
hæð. Afkomendur þeirra all-
margir hafa verið gróðursettir I
garða f Reykjavik og viðar. Ariö
1930 mældi Ingimar Óskarsson
grasafræðingur hæstu tré á
Akureyri.ogá árunum 1947-1948
og aftur 1965 mældum við Ingi-
mar fjölmörg tré i Reykjavik og
gengumst jafnframt fyrir þvi,
að mæld voru hæstu tré ýmissa
tegunda i Hafnarfiröi, á Akur-
eyri, ýmsum stöðum á Vest-
fjöröum, Austfjörðum og við
ar á landinu. Voru niðurstöður
þessara garðtrjáamælinga birt-
ar i bókinni „Garðagróður”,
fyrstu og annarri útgáfu 1950 og
1968. A Akureyri eru nú allmörg
tré 8-11 m há. Hæst mældist
birki i gróðrastöðinni rúmlega
hálfur tólfti metri, reyniviður 11
m og mörg tré um 10 m. Grá-
reynir 10 1/2m, heggur tæpir 11
m. Mörg væn rauögrenitré vaxa
þar, hið hæsta 10 1/2 m. Allmörg
lerki á Akureyri eru 11 — nær 12
m há. 1 gamla trjágarðinum er
hæsta birkið 11 m. Margar fal-
legar Alaskaaspir vaxa á Akur-
eyri og teygja sig upp eins og
súlur 8-10 m á hæö. Lerki og
rauðgreni þrifast auðsjáanlega
mun betur á Akureyri en i
Reykjavík, en t.d. Sitkagreni,
álmuroghlynur eru þar (a.m.k.
enn) minni vaxtar — og miklu
meira er um vöxtulegar viði-
tegundir i Reykjavik. Sitka-
grenið er strandtré, er vex á
óralöngu svæöi á vesturströnd
N-Ameriku, allt norður i
Alaska. Þarf raka og þolir sæ-
rok flestum rjám betur. Rauð-
greniö þrifst aftur á móti bezt
inni i dölum og viö fjarðarbotna.
Vikjum aftur aö trjámæling-
unum. Sumarið 1949 mældust
reyniviðir i Tjarnargötu nr. 14
og 18 tæpir 9 m á hæð og hafa
ekki hækkað siðan. Margir
reyniviðir um 8 m. Árið 1965
reyndist askur á baklóð nr. 43
við Laufásveg nær 11 m hár og
þá hæsta tré i Reykjavik og að
öllu hinn vöxtulegasti. Hlynur
við Laufásveg 58 mældist hálfur
ellefti metri, álmur á Laufás-
vegi 5, gróðursettur af Þorvaldi
Thoroddsen um 1886, nær 9 m og
Ingólfur Davíðsson:
Tré og
haustlauf
í görðum
hlynur álika hár. Gamall álmur
á Túngötu 6 um 9 m, með mjög
umfangsmikla limkrónu. Við
næsta hús vaxa álika há en
miklu yngri og grannvaxnari
tré, gráreynir og álmur, er H.J.
Hólmjárn gróðursetti. Sitka-
greni á Laufásvegi 52 mældist
einnig um 9 m. 1 gamla kirkju-
garðinum við Aöalstræti vex um
8 m hár silfurreynir og lang-
stærsta gljáviðihrislan i
Reykjavik, tæpir 8 m á hæð,
meö gildum aöalbol og mikla
laufkrónu, er helzt algræn langt
fram á haust, en laufgast seint á
vorin. E.t.v. hefur Schierbeck
landlæknir gróðursett þessi
kirkjugaröstré. Um hæð og ald-
ur margra annarra trjáa viða
um land getið þið lesið i
„Garðagróðri”. Eitt atriði i
þessu sambandi er sérstaklega
rétt að staldra við. Eftir að trén
hafa náð 8-10 m hæð virðast þau
hækka litið eða ekki að jafnaði.
Mun vindurinn eiga sök á þvi,
hann þurrkar greinar og toppa,
Undir Silfurreyni I gamla kirkjugarðinum I Reykjavik
Hlutfall greina og róta.
er komið er upp úr skjólinu af
húsum o.fl. Lengi gekk trjárækt
erfiðlega i Reykjavik. Bærinn
var lítill, húsin lág og stóöu
strjált, svo hrislurnar stóðu
brátt nærfellt sem á berangri.
Nú þekur Reykjavik stórt svæði,
húsin standa þétt og eru jafn-
hærri en áöur. Skjóliö oröið
miklu meira, og húsin ylja ögn
frá sér þar að auki. Þekking á
meðferð trjáa og runna hefur og
aukizt stórum. Áður virtist
nauðsynlegt að gróðursetja
hrislurnar i skjóli húsa, ef þær
áttu að geta dafnað sæmilega.
Nú er dæminu snúið við að veru-
legu leyti. Vænlegar trjáraðir
og trjálundir skýla húsum og
götum.
Má heita samfelldur skógur i
sumum hverfum borgarinnar,
til mikils yndisauka. Skjólsam-
ara og meginlandslegra loftslag
er á Akureyri en I Reykjavik —
og þar nyrðra var mun fyrr um
grózkulega trjágarða — (og lika
garðveizlur) að ræða. Þegar ný-
skógar barrviða o.fl. trjá-
tegunda ná yfir stór svæði á
hagstæðum svæðum landsins i
framtiðinni, má vænta þess að
tré nái mun meiri hæð inni i
skóginum heldur en nú gerist I
smálundum. Og sumar útlendu
trjátegundirnar geta orðiö
miklu eldri en reyniviöurinn
okkarog birkið, en þau eru bæði
iflokkifegurstu trjáa — og birk-
ið stormþolnast af öllum og
mjög nægjusamt.
„Laufin falla, þaö liður að
vetri, löng gerast siðkvöldin
verksmáu tetri”. Aö hverju þarf
nú að hyggja og hlúa úti I
görðunum? Klippa má eflaust
eitthvað af greinum, sem auö-
sjáanlega er ofaukiö. Laufið má
liggja undir trjánum, a.m.k. ef
ekki hefur oröiö vart sérlegra
sjúkdóma. I stór sár má smyrja
oliúmálningu, en þó ekki út á
börkinn. Rifur I tré er oft hægt
að negla saman. Þar sem snjó-
þungt er, reynist hagkvæmt að
klippa af greinum, sem er sér-
lega hætt við að taka i sig mik-
inn snjó, hanga niður og sligast
eða rifna að vetrinum. Litlar
hrislur er unnt að binda upp I
vönd, e.t.v. við prik. Hentugt er
að refta yfir litlar grenihrislur,
gera þeim uppmjótt grindabúr,
eða hlifa þeim með gisnum
hessianstriga, þegar verulega
fer að frjósa. Slik skýli hlifa lika
við ágangi — og við skini sólar á
vorin — og það er lika til bóta.
Svo er mál með vexti, að á
meðan jörð er frosin, svo aö
ræturnar ná ekki i vatn, er
trjám hætt viö sólbruna og eink-
um hinum sigrænu, þ.e. barr-
trjánum. Barriö verður þá
brúnleitt móti sól. Kringum tré,
einkum ung, og yfir beö lauka
og fjölærra jurt, er hentugt að
leggja létt og loftmikið skýli,
það jafnar bæði hita og raka i
jarðveginum. Nota má greinar,
jurtastöngla, þaraþöngla, lyng,
mosa, gamlan áburð o.fl. En
munið að þungt, þétt skýli getur
kæft ýmsar jurtir. Húsdýra-
áburður hlifir eins og hvert ann-
að skýli, og auk þess siast úr
honum næringarefni niður i
moldina.
En ekki er nóg aö bera áburð
aðeins inni við stofninn. Innstu
gildu ræturnar eru nokkurs kon-
ar akkerisfestar, en ytri, ungu,
fingruðu rótargreinarnar taka
aðallega næringu úr moldinni —
og þær ná álika langt út og
greinar trésins eða runnans (sjá
mynd). Sums staðar eru brögð
að þvi, að holklaki lyfti litlum
hrislum og sliti rætur. Þarf að
gæta að þessu á vorin og þrýsta
rótunum niður. Fyrrnefnd skýli,
og sömuleiðis sandur, steinar og
þökur eru vörn gegn holklaka-
skemmdum. Þar sem veðra-
samt er, þarf að njörva vetrar-
skýlin niður. Snjór hlifir vitan-
lega mikið á vetrum. Ekki skal
snoða garðinn um of á haustin.
Skera má ofan af stönglum fjöl-
ærra jurta, en hlif er að þvi að
skilja stúfa eftir. Grasbletti á
heldur ekki að snoðslá undir
vetur, þvl aö það eykur kal-
hættu. Gott þykir að moka mold
upp að rósum, ef þeim er ekki
skýlt á annan hátt.
A myndinni sjáiö þið hæsta
asktré á tslandi (Asks Yggdras-
ils er getið i Snorra-Eddu).
önnur mynd sýnir hlutföll
lengdar róta og greina.
A þeirri þriöju unir fólk sér
vel undir gömlum silfurreyni I
gamla kirkjugarðinum I
Reykjavik, fágætan sólardag I
sumar.
Fjórða myndin sýnir áhrif
skjólsins á Blönduósi, þar sem
kaldir hafvindar blása oft af
Húnaflóa og inn með Stranda-
fjöllunum. Silfurreynihrislan
beinlinis vefur sig upp að kirkj-
unni. Greinar, sem út úr skjól-
inu vaxa, þorna og visna og sált-
ið sviður þær. Annaö og betra
veðurfar er inn til húnvetnsku
dalanna.
Silfurreynir i skjóli Blönduósskirkju.
Eigum mikið úrval af hvers konar
KERAMIK-FLÍSUM
hvort sem þér þurfið á gólf eða
veggi — innanhúss eða utan
FJÖLMARGIR LITIR OG MYNSTUR!
SAMBANDIÐ
BYGGINGAVÖRUR
Suðurlandsbraut 32 sími 21599
Ómælisvíddir í Norræna húsinu
Vilhjólmur Bergsson sýnir mólverk
Vilhjálmur Bergsson, list-
málari opnaði sýningu i Nor-
ræna-húsinu i seinasta mánuöi,
eða nánar til tekið 23. septem-
ber og sýningu hans lauk nú um
helgina.
Vegna fjarvista úr bænum
verður umsögn um þessa sýn-
ingu helzt til siðbúin, og er beðið
velvirðingar á þvi. Hentugast er
aö umsagnir séu birtar meðan
sýningar standa yfir.
Sýnt undir kjörorði.
Vilhjálmur Bergsson kýs sýn-
ingu sinni sérstaka fyrirsögn,
eins og nú er dálitið I tizku, hann
nefndi hana Ljós og lifrænar
viddir 1964 - 1976, en alls sýndi
hann 47 myndir að þessu sinni,
flestar að sögn málaöar á siö-
ustu þrem árum, en þá dvaldi
listamaöurinn mestan part i
Kaupmannahöfn, að þvi að mér
hefur verið tjáö.
Vilhjálmur Bergsson lætur
sér ekki nægja að sýna undir
áðurnefndu kjöroröi, heldur
sendir einnig frá sér eins konar
stefnuyfirlýsingu, þar sem hann
gerir tilraun til útskýringa á list
sinni.enþarstendurm.a. þetta:
„A undanförnum árum hafa
ný viðhorf veriö að ryðja sér til
rúms i listum viðs vegar um
heiminn. Fólk mun sjálfsagt
fyrst taka eftir þvi aö þessi nýja
list er talsvert frábrugöin ab-
strakt og popplist undanfarinna
áratuga hvað það snertir, aö i
stað nær blæbrigðalausra litar-
flata eru ómælisviddir. Litirnir
spanna allt frá hinu mesta ljós-
flæði til hins dýpsta myrkurs.
Birtan kemur frá duldum ijós-
gjafa, innan eða utan myndar-
innar eða myndformin búa jafn-
vel yfir sinu eigin ljósi og
myrkri óháðu umhverfinu, sem
gæti bent til þess, aö engu siður
sé um auglæga birtu að ræöa en
þá birtu sem lýtur lögmálum
efnisheimsins.
Málverkin.
Oöru máli gegnir um litinn og
formin, þau eru á viðtækan hátt
tengd móður náttúru i rúmi og
firð, en eru jafnframt sprottin
úr hugarheimi listamannsins.
Anægjulegt er að vita til þess,
hve mikil fjölbreytni er innan
þessarar nýju listar og hve
listamennirnir koma frá ger-
ólikum þjóöum á jarö-
kringlunni.
Hins vegar er ég talsvert hissa á
þvi hve litilli útbreiöslu þessi
list hefur náð á tslandi, þótt hér
hafi verið lagöur einn af horn-
steinum hennar”.
Ef maður les þessar visna-
skýringar gaumgæfilega, þá
segja þær i rauninni allt um við-
fangsefni málarans og unnt er
að taka undir flest, nema það,
að ómælisviddir i málverki séu
nýjung og að „ I staö blæbrigða-
lausra litaflata eru komnar
ómælisviddir”. Þetta þekkjum
við m.a. úr sumum myndum
hvað sé nefnt. A hinn bóginn er
þvi ekki aö neita, að
Vilhjálmur Bergsson hefur
algera sérstöðu meðal islenzkra
málara og ber margt til. Til
dæmis blandar hann liti sina,
eða leysir þá upp i öðrum for-
skriftum en aðrir málarar.
Notar ekki aðeins fernis og
terpentinu, heldur uppskriftir
frá miðöldum, sem gefa litnum
sérstakan blæ, og i annan stað
þá eru myndir hans gerðar af
þvilikri kostgæfni aö unun er á
að horfa. Þetta eru þvi vönduð
málverk og óaðfinnanleg i tækni
Ef maður skoðar ártöl mynd-
anna þá getum við glatt málar-
ann meö þvi að unnt er að
greina miklar framfarir og þótt
mynd eins og t.d. Gestur nr. 3
frá 1966 sé vissulega áhrifamikil
og sérstæð, þá sjá allir aö hún
stendur nýrri myndum að baki,
t.d. „milli krossbanda” (3 eða 4
myndir) og Lífræn tilbrigði nr. 5
Um myndefniö er það að
segja, að möguleikar þess
virðast siður en svo tæmdir I
augum Vilhjálms Bergssonar,
og verður fróðlegt að fylgjast
með framvindu mála.
Þorvaldar Skúlasonar, svo eitt-
Málarinn finnur til einmana-
kenndar, sem kemur fram I orð-
unum . „...ég er talsvert hissa á
þvi hve litilli útbreiðslu þessu
list hefur náð á íslandi.” Þetta
kann að vera rétt, þótt manni sé
það til efs, aö æskilegt væri að
mjög margir málarar tækju til
við ómælisviddir. A hinn bóginn
ber að þakka Vilhjálmi Bergs-
syni fyrir það að rifa sig upp frá
Kaupmannahöfn til þess að
kynna löndum sinum þessa sér-
greindu list, og hafi hann þökk
fyrir komuna.
Jónas Guðmundsson
fólk í listum
Mikil aukning á útköllum hjá Slökkvi-
liði Akureyrar
ASK-Rvik. — Það hafa verið 86
útköll þaö sem af er árinu, sagði
Gisli Kr. Lorenzson varaslökkvi-
liðsstjóri i samtali viö Timann I
gær. — Hins vegar voru 83 útköll á
öllu siðastliðnu ári, og aðeins 73
árið áöur. Hvaö varöar slysa-
flutninga þá eru 88 skráðir það
sem af er árinu. Þetta er mjög
svipað og á liðnu ári.
Stærsti bruninn i ár mun hafa
verið I marz, er eldsvoði varö i
verksmiöjum SIS á Glerár-
eyrum. Einnig stórskemmdist
Sólbakur, togari Útgeröarfélags
Akureyringa, i bruna fyrir
skömmu siðan. Viðgerð á
togaranum er ekki lokið.
— Við erum 14 fastráðnir hjá
Slökkviliðinu sagði Gisli, en tveir,
þ.e. slökkviliðsstjóri og bruna-
eftirlitsmaður, ganga ekki vaktir.
Þessimannfæð orsakarþað, aö sé
um útkall að ræða, þá veröur um
tima mannlaust á stööinni. Það
ber þvi brýna nauösyn til að fá
aukinn mannskap. Aö visu var
starfsliðið aukið um tvo menn á
liðnu ári, en það var vegna til-
komu nýssjúkrabils. Enda getum
við núna að öllu jöfnu sent tvo
menn sé um slys að ræöa.
Eins og Timinn greindi frá fyrir
skömmu þá var haldin æfing á
Akureyrarflugvelli á vegum al-
mannavarna, þar sem likt var
eftir flugslysi. t æfingunni kom i
ljós, að mikið vantaði á aö fjar-
skiptakerfi milli lögreglu,
slökkviliös sjúkrahúss og flug-
turns væru i góðu lagi. GIsli sagði,
að Almannavarnarnefnd hefði
niðurstöður æfingarinnar til
athugunar, en hvenær ráðizt yröi
I aö bæta tækjakost fyrrgreindra
aðila vissi hann ekki.
Slökkvilið Akureyrar hefur til
umráöa þrjá dælubila, en sér um
rekstur þess fjórða fyrir Bruna-
varnir Eyjafjarðar. Þá er einn
slöngubill, körfubill og tveir
sjúkrabilar hjá Slökkvistöö Akur-
eyrar.
Mikið tjón varö I f ataverksmiðjunni Heklu á Akurevri er eldur kom þar upp I marz s.l. Það er Vikingur
Björnsson, slökkviliösmaöur sem viö sjáum á myndinni. 6