Tíminn - 08.10.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.10.1976, Blaðsíða 9
Föstudagur 8. október 1976 TlMlNN 9 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aöal- stræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — augiýsinga- simi 19523. Verö i lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f. Vegarstúfur á Kjalarnesi Uppi á Kjalarnesi skin haustsólin á nýjan vegar- stúf, sem á sér lærdómsrika sögu. Skammt er siðan hann var opnaður, en samt hefur honum þegar ver- ið lokað fyrir þó nokkru, þvi að hann var ekki talinn hættulaus ökutækjum nema örstuttan tima. Þessi vegarstúfur átti að vera sýnishorn þess, hvernig vega mætti landið á fljótlegan hátt með minni tilkostnaði en áður. En hann var bæði lengi á döfinni og mörgum sinnum dýrari en látið hafði verið i veðri vaka —■ og dýrari vegum, sem að haldi koma. Þetta er hinn margumræddi vegur Sverris Run- ólfssonar. Nú skal ekki fjallað um tæknileg atriði við þessa vegagerð eða hugsanlegt notagildi þeirrar aðferð- ar, sem hún átti að byggjast á. Staðreynd er, að þessi stúfur var seinunninn, afardýr og kemur ekki að notum. En annað er það, sem vert er að minnast á, nú þegar þessi vegarstúfur hefur fengið sinn dóm. Til þessarar framkvæmdar var stofnað eftir óskapleg- an áróður, fundi, sjónvarpsþætti og sæg viðtala og lesendabréfa i siðdegisblöðunum. Þessi róður var sóttur svo fast, að yfirvöldum á sviði vegamála var beinlinis þröngvað til þess að leyfa þessa tilraun, sem nú hefur haft i för með sér tjón, sem nemur milljónatugum, samtimis og klipa verður af fjár- veitingum til annarra vega. Þetta fár, sem magnað var með hóflausum á- róðri, er dæmi um það, hvernig fólk getur gleypt við hvers kyns flugum, unz svo er komið, að hver étur upp eftir öðrum fullyrðingar, sem fæstir hafa að- stöðu til að vita, hvort fá staðizt, en heimta það, sem það ber ekki skynbragð á. Þegar svo kemur á dag- inn, hvað ævintýrið hefur kostað, þegja allir þunnu hljóði. Fjölmiðlarnir, sem létu ginnast, hafa fátt að segja, og fólkið, sem skrifaði lesendabréfin, glóandi af trú á nýmælið, tekur ekki lengur upp ritföng sin. Enginn hefur fyrir þvi að viðurkenna, að hann hafi orðið leiksoppur auðtryggni sinnar. Ekki stoðar að sakast um orðinn hlut. Milljóna- tugirnir, sem lentu i þessum vegarstúf undir Esju- hliðum, eru farnir i súginn. En vegarstúfurinn er orðin áminning um, hvaða dilk það dregur á eftir sér, þegar fjöldi fólks hleypur upp til handa og fóta til stuðnings við einhvern furðuboðskap og reisir þá öldu, að þeir, sem betur vita, verða að beygja sig fyrir ósköpunum eða liggja undir stöðugu ámæli ella. Söluskattur á vöruflutninga Þeir, sem úti á landi búa, hafa lengi unað þvi illa, að söluskattur skuli lagður á vöruflutninga til þeirra frá uppskipunarhöfnum. Þetta er i raun sér- skattur á þá, sem búa i fjarlægð við þær, og þetta bitnar þeim mun harðar á mörgum, að mikill hluti alls innflutnings er settur á land i Reykjavik, þótt vissulega flytji Sambandsskipin mikið af vöru beint til hafna annars staðar. Þegar söluskattur er orðinn svo hár, sem nú er, eru það ekki litil fjárútlát, sem hljótast af þessum þætti álagningarinnar. Það er harla eðlilegt, að þetta beri oft á góma meðal þeirra, sem þessu verða að sæta, og sárinda gæti meðalfólks. Raunar gegnir það furðu, að ekki skuli harðari hrið hafa verið gerð að þessu fyrirkomulagi en raun ber vitni, svo ranglát er slik skattheimta. —JH Franska sjónvarpið ræðir við Brésnjef: Rússar herða sókn fyrir spennuslökun Brésnjef mótmælir staðhæfingum umsovézka ógnun RAÐAMENN Sovétrikjanna hafa frekar litiO látiö heyra tii sin um alþjóöamál siöustu mánuöina, og kann þaö m.a. aö stafa af þvi, aö þeir hafa veriö aö biöa eftir úrslitum kosninganna i Vestur-Þýzka- landi og Bandarikjunum. Margt þykir hins vegar benda til, aö þeir séu aö undirbúa nýja sókn fyrir spennuslökun, þegar þessum kosningum er lokiö. Til þess þykir m.a. benda viötal, sem Brésnjef átti nýlega viö franska sjónvarpiö, en hann hefur ekki áöur rætt þannig viö vestrænar sjón- varpsstöövar. Hér fer á eftir frásögn rússnesku fréttastof- unnar APN af þessu viötali, og má vel ráöa af þvi, hvernig Sovétmenn hyggjast haga málflutningi sinum i náinni framtiö: BRÉSNJEF, aöalritari mið- stjórnar sovézka kommúnista flokksins, veitti frönskum sjónvarpsmönnum viötal fyrir skömmu. Hann sagöi frá þeim vandamálum sem efst eru á baugi hjá miöstjórninni, og ræddi utanrikismál. Aöspuröursagöi Brésnjef aö öll lönd, sem þátt taki i eöli- legum millirikjasamskiptum, þarfnist spennuslökunár á al- þjóöavettvangi. Þessvegna væru ekki ýkjur aö segja, aö afstaöan til spennuslökunar væri prófsteinn á stefnu rikis og ákvaröaöi þá mynd, sem menn geröu sér af einstökum stjórnmálamönnum. Hann kvaö þaö vægast sagt undar- legt, að sú skoöun heföi veriö látin i ljós á Vesturlöndum, aö spennuslökun væri eingöngu Sovétrikjunum og öörum sósi- aliskum rikjum i hag. Þeir hafa rangt fyrir sér sem halda, aö viö þörfnumst efnahagslegra, visindalegra og tæknilegra samákipta meira en aðrir. Heildarinn- flutningur Sovétmanna á vör- um frá Vesturlöndum nemur aðeins tæplega einum og hálf- um hundraðshluta af heildar- framleiöslu okkar. Þetta hefur greinilega enga úrslitaþýö- ingu fyrir þróun sovézks efna- hagslifs. Brésnjef sagði: „Nauösynin á friðsamlegri sambúö rikja sem búa viö ólikt stjórnskipu- lag, hefur hlotið talsveröa viö- urkenningu. Skýrar megin- reglur hafa veriö settar um grundvöll þessarar sambúöar. Fjöldi millirlkjasamninga hefur verið undirritaöur I þessu skyni, bæöi milli tveggja rikja og fleiri, og er þá meötalinn lokayfirlýsing Helsinki-ráöstefnunnar. Upp- byggilegt samstarf er aö kom- ast á smám saman á sviöi fjármála, tækni, visinda og menningarmála. En til þess að þessi heil- brigöu sjónarmiö veröi i raun og sannleika ráöandi, er nauö- synlegt aö halda vigbúnaöar- kapphlaupinu i skefjum, tak- marka þaö og draga siöan úr þvi. Aö öörum kosti eigum viö á hættu aö glata einn góöan veöurdag öllu þvi sem áunnízt hefur”. BRÉSNJEF benti á þá stað- reynd aö nokkur árangur hef- ur náöst i takmörkun vigbún- aðar á siöari árum. „En viö getum þó ekki litiö á þennan árangur sem fullnægjandi”. „Það vekur undrun okkar, hver afstaða sumra rikis- stjórna á Vesturlöndum er til Leonid Brésnjef. þessára mála. Svo viröist sem enginn neiti i oröum mikilvægi ráöstafana til niöurskuröar á vigbúnaöi, en I reynd eru ýms- ar hindranir settar I veginn. Vissir aöilar á Vesturlöndum breiöa stööugt út staöhæfingar um sovézka ógnun og spila á þannótta sem þeir sjálfir hafa vakiö. Sovétrikin búa yfir voldugum herafla. En viö lýs- um yfir, aö Sovétrikin hafa aldrei ógnaö neinum og gera þaö ekki heldur nú, heldur eru þau reiöubúin hvenær sem er aö d’raga úr vigbúnaöi sinum, svo framarlega sem Vestur- lönd gera slikt hið sama. Viö veröum aö treysta varnir okk- ar, ég endurtek: viö veröum að treysta þær, vegna þess, að viö stöndum frammi fyrir ó- beizluöu vigbúnaöarkapp- hlaupi,” sagði Leonid Brésnjef. „Viö erum reiöubúnir aö gera bindandi alþjóðlega samninga og höfum gert raun- hæfar tillögur i þvi skyni á vettvangi Sameinubu þjóð- anna, t.d. á yfirstandandi allsherjarþingi og viö um- ræðurnar I Vin. Baráttan gegn vigbúnaöinum er oröin að brýnni þörf.” Leonid Brésryef lét i ljós já- kvætt mat á meginatriöum þess sem gert hefur verið siö- an Evrópuráöstefnunni lauk i Helsinki. Sovétrfkin hafa gert mikilvæga samninga viö rfki, sem þátt tóku I ráðstefnunni á grundvelli þeirra meginreglna sem þar voru settar. „En ekki veröur þó sagt, að allt hafi gengiö aö óskum. Til- raunir eru enn gerðar til aö rangtúlka innihald lokayfir- lýsingarinnar eða draga I efa gildi hennar. Þetta gera þeir, sem vilja snúa aftur til kalda striösins og þeirrar spennu sem þvi fylgir. Slik öfl eru til i Bandarik junum, Vest- ur-Þýzkalandi og fleiri lönd- um. Þess vegna er baráttan fyrir þvi, að ákvæöi sáttmál- ans veröi aö veruleika um leiö barátta gegn afturhvarfi til kalda striösins, gegn bak- tjaldamakki andstæöinga spennuslökunar. Viö virðum og förum eftir á- kvæöum þess samkomulags sem náöist i Helsinki, i einu og öllu. Abalatriði þessa sam- komulags er þaö, sem miöar aö þvi aö treysta friö og ör- yggi. En að sjálfsögöu van- metum viö alls ekki mikilvægi samstarfs á sviöi efnahags- mála, tækni, visinda og menningar, upplýsingamiöl- unar og persónulegra sam- skipta, o.s.frv. Sovétrikin sýna frumkvæöi og stabfestu og eru, ásamt öðrum sósialiskum rikjum, I fararbroddi I þvi mikla starfi sem inna þarf af hendi til aö gera samkomulagiö frá Hels- inki að veruleika, og þessu munum viö halda áfram”, sagöi Brésnjef. AÐSPURÐUR sagöi Leonid Brésnjef: .Sovézk-frönsk sam- skipti hafa oröiö báöum lönd- unum til góös á áþreifanlegan hátt, og um leið hafa þau komib með margt nýtt I al- þjóöleg samskipti, einkum samskipti rikja, sem búa viö mismunandi stjórnarfar. Góö samskipti Sovétrikjanna og Frakklands geta einnig i framtiöinni oröiö einn helzti hornsteinn varanlegs friðar og öryggis I Evrópu og ekki aö- eins I Evrópu”. Svar Brésnjefs við annarri spurningu var: „Æösta meg- inregla flokksstarfsins er „allt fyrir fólkiö, allt fyrir velferö og hamingju alþýöunnar”. Þess vegna litur alþýöan á stefnu flokksins sem sina eigin stefnu og treystir flokknum til aö fara meö þaö forystuhlut- verk, sem hann gegnir i þjóö- félaginu”. „I landi okkar eru nú þegar framleidd 20% af iönaðar- framleiöslu heimsins (þótt aö- eins 6% jarðarbúa eigi heima I USSR). A næstu fimm árum er ráögert aö auka iönaðar- frámleiðsluna enn um 36%”. sagöi Leonid Brésnjef. Viðtalið viö aðalritara sov ézka kommúnistaflokksins vakti gifurlega athygli. Milljónir manna sáu viötaliö, sem teklð var upp i skrifstofu Brésnjef og sjónvarpið sam- timis um allar stöövar „Euro- vision” og „Intervision”. í löndunum, þar sem viðtaliö var sýnt, eru um 400 milljónir sjónvarpsnotenda. (APN)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.