Tíminn - 08.10.1976, Blaðsíða 17
Föstudagur 8. október 1976
TÍMINN
17
Ragnar Jónsson veitingamaður i hinum nýju húsakynnum að
Brautarholti 20. Timamynd Róbert.
VEITINGAHÚSIÐ Þórscafé á
þrítugsafmæli um þessar mund-
ir. Það tók fyrst til starfa um
mánaðamótin sept.-okt. 1946.
t júnimánuði slðast liðnum
gerði veitingahúsið hlé á starf-
semi sinni, en i dag hefst hún
aftur. í sumar hafa veriö geröar
gegngerar endurbætur á húsinu
sjálfu, og sömuleiöis mun starf-
semin að nokkru leyti fá á sig
nýtt snið, þegar hún hefst aftur
á þessum haustdögum.
Af þessu tilefni, afmæli veit-
ingahússins og þeim breyting-
um, sem þar hafa orðiö, sneri
Timinn sér til Ragnars Jónsson-
ar veitingamanns og lagði fyrir
hann nokkrar spurningar:
— Hvenærbyrjaðir þú, Ragn-
ar, aö fást við rekstur veitinga-
húsa?
— Ég var nú ungur þá, ekki
nema 23ja ára gam'all. Ég
annaöist veitingasölu með
móður minni I skólahúsinu á
Klébergi á Kjalarnesi. Þetta
stóð nú samt ekki nema eitt
sumar, og það er orðiö langt
siðan, yfir fjörutiu ár, Þá voru
peningamálin harla ólik þvl sem
nú er. Tölurnar voru smærri.
Gisting meö mat I heilan sólar-
hring kostaði þrjár krónur.
• — Hvert lá svo leiöin?
— Ég átti fyrst heima i
Reykjavik, en fór þaöan til Vest-
mannaeyja, kvæntist þar og
stofnaöi þar veitingahús, sem
ég rak i tvö ár. Þaðan fór ég að
Skógum undir Eyjafjöllum og
stundaði veitingarekstur þar i
eitt sumar, meira varð þaö nú
ekki.
■ — Fannst þér ekki gaman að
Að undanförnu hefur verið unnið af kappi viö nýbyggingu og endurbætur hússins að Brautarholti
20. Þeir sem ganga þennan stiga munu geta virt fyrir sér fögur salarkynni. Tfmamynd Róbert.
þaö, að húsnæðið stækkar um
meira en helming. Nú er gert
ráð fyrir að þar komist fyrir um
þaö bil tólf hundruð manns.
Þetta er eingöngu matar-kaffi-
og vinveitingahús, en hér er
ekki neinn hótelrekstur.
— Og hér eru gömlu dansarn-
ir dansaðir reglulega?
— Já, alltaf á laugardögum.
Alla aðra daga eru dansaöir
nýrri dansar, nema á fimmtu-
dögum, þá er þessu blandað
saman, bæði gamlir og nýir
dansar. Þegar gömlu dansarnir
eru dansaðir, er áberandi hve
miðaldra fólk og roskiö er i
miklum meirihluta, og hitt er
lika eftirtektarvert, að þá er
ölvun miklu minni en aðra daga.
— Hafið þið ekki lánað húsið
sérstökum hópum, til dæmis
átthagafélögum, til samkomu-
halds?
— Við geröum þetta, þegar
við vorum á Hverfisgötunni, en
eftir að við komum hingað i
Brautarholt 20, hefur það ekki
verið gert. En nú búumst viö að
taka þetta upp aftur, og verður
þá helmingurhúsnæðisins leigð-
ur fyrir veizlur og ýmisleg sam-
kvæmi. Þaö mun verða efri hæö
hússins, sem notuð verður i
þessu skyni i framtiðinni.
— Skemmtanahaldiö breytist
þannig verulega, en breytist
húsið sjálft ekki lika mikið,
fyrir utan stækkunina?
— Jú. Ein breytingin verður
sú, aö nú verður aðalinngangur
Brautarholtsmegin, en hins
vegar verður hægt að ganga um
gamla innganginn til þess aö
komast þangað sem „privat”-
samkomurnar verða haldnar. í
neðri salnum mun verða diskó-
tek, en matsalur veröuruppi, og
annar salur til dæmis fyri eldra
fólk, eða til þess að fólk geti
skipt sér I hópa, eftir þvi sem
henta þykir.
— Að lokum, Ragnar: Hefur
þér ekki þótt gaman að fást við
þetta fjölbreytilega starf?
— Það koma margar ánægju-
stundir, — en hinar fylgja lika
með, eins og gengur.
— VS
Þórscafé f
út kvíarna
þrítugsafm
sínu
standa fyrir veitingasölu úti I
sveit?
— Jú, þaö var reglulega
gaman, en umferðin var miklu
minni en nú, og salan ekki neitt
sérlega ör.Þetta voru mest dval-
argestir, einkum á Klébergi,
þegar ég var þar. — í Skógum
minnir mig aö skammtur af
kaffi og kökum hafi kostað eina
krónu.
— Hvaö tókst þú þér svo fyrir
hendur, eftir aö hafa verið i
Vestmannaeyjum og Skógum?
— Ég fór til Reykjavíkur og
gerðist sjómaður.
Næstu spor min sem veitinga-
manns voru þau, að ég rak Golf-
skálan i fjögur ár.
Og þá er röðin komin að Þórs-
café, það tók til starfa fyrir rétt-
um þrjátiu árum, haustiö 1946.
Við byrjuðum á Hverfisgötu 116
og vorum lengi til húsa þar, eða
fram á árið 1957. Þá fluttumst
við hingað i Brautarholt 20, og
höfum verið hér siöan.
má, að ekki hafi orðið neinar
breytingar hjá okkur, fyrr
þetta, sem viö erum að gera
núna.
— En i hverju liggja þær
breytingar helzt?
— Fyrst og fremst má nefna
SÍMAMENN HÓTA
ÚRSÖGN ÚR BSRB
A fundi Félagsráðs Félags Is-
lenzkra slmamanna, sem haldinn
var 30. september s.l. voru mörg
mál til umræðu, fyrst og fremst
kjara- og samningamál. Eftir-
farandi ályktun var gerð i þeim
efnum, segir I frétt frá félaginu.
„Félagsráð F.I.S. lýsir yfir
óánægju með Urskurö Kjara-
nefndar um sérsamninga félags-
ins og þá ekki siður yfir afstöðu
samninganefndar rikisins i
samningaviöræðum, sem fram
fóru áður en máliö fór til Kjara-
nefndar.
Telur Félagsráö, aö lögð hafi
verið fram óyggjandi rök fyrir
verulegum flokkahækkunum
simamanna, sem hafi verið
hundsuö.
Þá átelur fundurinn framkomu
samninganefndar rikisins aö
undanförnu, þar sem lofaö hefur
verið viðræðum um framkvæmd
samninga og einstök önnur atriði,
en engar efndir hafa á þvl orðið,
þrátt fyrir mikla eftirgangsmuni
félagsins.
Féiagsráö krefst þess, aö
samninganefnd rikisins hefji nú
þegar samningaviðræöur við
samninganefnd F.I. S. um öll
þau mál, sem ólokið er að semja
um.
Veröi ekki orðið við þessu i
fullri alvöru, heimilar Félagsráö
samninganefnd félagsins aðhefja
undirbúning að þvi að ná fram
raunhæfum samningum, með
hvaða ráöum, sem tiltæk eru.”
Þá var samþykkt að leggja til
viö framkvæmdastjórn félagsins,
að hún athugi, hvort ekki sé tima-
bærtaðF.I.S.segisigúrBSRB og
að taka það mál til frekari
umræðu á næsta Félagsráðs-
fundi.
Útboð
Tilboð óskast I eftirfarandi fyrir nýja dælustöð á Norð-
ur-Reykjum, fyrir Hitaveitu Reykjavikur:
1. Dælur og mótora.
— Opnunardagur tilboða 9. nóv. 1976, kl. 11.00 f.h.
2. Krana.
— Opnunardagur tilboða 4. nóv. 1976, kl. 11.00 f.h.
3. Mæli- og stjórntæki.
— Opnunardagur tilboða 10. nóv. 1976, kl. 11.00 f.h.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuveg 3,
Reykjavlk.
Tilboðin opnuð á sama stað.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegí 3 — Sími 25800
Golfteppadeild Alafoss er einnig
flutt í Bryggjuhúsið Vesturgötu 2
Alafoss&Í,
Auk gólfteppa og áklæða fáið þér einnig allt
sem til þarf við lagningu gólfteppa, s.s. lista,
borða, lím, filt o.fl. Sími 2 2090