Tíminn - 13.10.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 13.10.1976, Blaðsíða 15
Miövikudagur 13. október 1976 '"TfRWNN 15 Revie velur Englendingar mæta Finnum í kvöld DON REVIE, einvaldur enska landsliösins, tilkynnti utn helgina liö sitt sem mætir Finnum á Wembley i kvöld. . — Mörk! mörk og aftur mörk, þaö er dag- skipun Revie, sem hefur valiö þessa leikmenn: Clemence, Liv- erpool, Todd, Derby, Thompson, Liverpool, Greenhoff, Man. Unit- ed, Beattie, Ipswich, Wilkins, Chelsea, Brooking, West Ham, Keegan Liverpool, Channon, Southampton, Royle, Man. City og Tueart, Man. City. Revie heföi valiö Manchester United-leikmennina Pearson og HiII i liö sitt, ef þeir heföu ekki átt viö meiösli aö striöa. Rangers aldrei aftur til Eng- lands.. GLASGOW RANGERS — hiö fræga skozka knattspyrnuliö mun aldrei aftur fá tækifæri til aö leika vináttuleiki i Englandi. Þetta hefur veriö ákveöiö eftir aö hinir æstu og uppreisnarsinn- uöu áhangendur þeirra, gengu berserksgang á Villa Park í Birmingham, þar sem Rangers lék „vináttuleik” gegn Aslon Villa. Þar sauð allt upp úr á 52. minútu, þegar Corrodus skoraöi (2:0) fyrir Villa, en áður haföi Mortimer skorað. Þegar þetta gerðist streymdu hundruð áhorfenda niður á völl- inn og áttu leikmenn og dómar- inn fótum sinum fjör að launa — ogsluppu með naumindum út af leikvellinum, áður en allt logaði i slagsmálum, þar sem barizt var með öllu lauslegu. öflugt lögreglulið þurfti að Skerast i leikinn og ryðja völlinn. Eftir að lögregluliðið hafði handtekið og komið stórslösuðum áhorfend- um burtu, var ákveðið að aflýsa leiknum. Ahangendur Glasgow Rang- ers hafa löngum þótt þeir verstu á Bretlandseyjum, og er þetta ekki i fyrsta skiptið, sem þeir láta til skarar skriða á leikvöll- um i Englandi — það hafa þeir gert i London 1967, Newcastle 1969, Manchester 1974 og i Birmingham 1976. Þá muna menn enn eftir ólátunum, sem áhangendurnir komu af stað i Barcelona 1972, þegar Rangers lék úrslitaleikinn i Evrópu- keppni bikarhafa gegn Dynamo Moskvu, en eftir þann leik var Rangers-liðið sett i bann i Evrópukeppni. Eftir leikinn á Villa Park sagði einn áhangandi Rangers, að það hefði ekki miklu munað, Framhald á bls. 19. lÆmj. Tlmamynd: Gunnar. — Dankersen mætir FH í Firðinum í kvöld ÓLAFUR JÓNSSON... sést hér stökkva upp og senda knöttinn I netið hjá Fram-Iiöinu. Ólafur og Axel Axelsson vöktu athygli, þeg- ar þeir léku meö Dankersen-lið- inu gegn Fram — þeir vöktu þó ekki athygli fyrir þann hand- knattleik, sem þeir eru frægir fyrir, heldúr hve geysilega þeir hafa breytzt. Þeir sýndu ekki þær hliöar á sér, sem þeir geröu þegar þeir léku meö Val, Fram og landsliöinu, vegna þess, aö þeir eru ekki lengur þeir yfirburöar- leikmenn, sem þeir voru. Þeir eru nú aöeins tveir hlekkir i liöi, sem leikur mjög kerfisbundinn hand- knattleik. ólafur var allan tim- ann inni á linunni og fékk ekki þær sendingar, sem hann þurfti á aö halda. Þaö var ekki fyrr en undir lok leiksins, sem áhorfend- ur fengu að sjá gömlu tilþrifin hans. Þá lék hann fyrir utan — skoraöi gullfallegt mark og átti góöa linusendingu, sem gaf mark — eftir aö hann haföi sundrað varnarvegg Frain Ólafur og Axel veröa i sviðs- ljósinu með Dankersen-liðinu i kvöld, en þá mæta þeir Islands- meisturum FH i Iþróttahúsinu i Hafnarfirði kl. 20.30. Þessar myndir lýsa bezt leik Bayern Munchen gegn Schalke. Beckenbauer sést hér liggja á vellinum, eftir aö Fischer haföi leikiö hann grátt, og svo sést mynd markatöflu, sem lýsir gangi leiksins—v-þýzku blööin áttu eitt orö yfir leikinn: —SKÖMM. „Keisarinn” fékk skell — Bayern Miinchen tapaði 0:7 á heimavelli gegn Schalke 04 Það verður aö segjast eins og er, aö þýzka knattspyrnan er stórfurðuleg. Hvaöa manni heföi dottiö það í hug fyrir leik Evrópu- meistaranna Bayern Munchen og Schalke 04 á Olympiastadion i Munchen, að Schalke myndi sigra 7-0? Engum. En þó veröur aö taka þaö meö i reikninginn, aö liö Bay- ern er óútreiknanlegt. Þeir vinna 9-0, vinna siöan upp fjögurra marka forskot og vinna 6-5 á úti- velli, hvers vegna þá ekki lika 0-7 á heimavelli? ■ fgmmi " ? iJ* V > , : Franz „keisari” Beckenbauer og félagar hans fengu heldur bet- ur skell — þeir voru leiknir grátt. Fischer skoraði 4 mörk, en þeir E. Kremers, Dubski og Abramcz- ik, eitt hvor.Bayern lék ánsænsku landsliösmannanna Andersson og Thorstensson, sem léku með Svi- um gegn Sviss i HM-keppninni, sama dag. Þá lék Roth ekki með og markvörðurinn Sepp Maier meiddist i leiknum. Beckenbauer átti mjög slakan leik — Fischer lék hann algjörlega upp úr skón- um. Borussia Mönchengladbach er nú á toppinum i „Bundesligunni”, eftir góðan sigur (3:1) yfir Dusseldorf. Heynkes, Stielike og Bertie Vogts skoruðu mörk „Gladbach”. Annars uröu úrslit i 9. umferð þýzku Bundesligunnar þessi: Dortmund—Bremen..........2-4 Hamborg—Köln.............2-1 Bayern—Schalke.... ......0-7 Hertha—RW Essen..........2-1 Karlsruhe—Braunschweig ... Jl-1 Saarbrucke—T.B. Berlin...0-0 Borussia— Dusseldorf.....3-1 Bochum—Kaiserslaut ......1-0 Duisburg—Frankfurt.......4-3 Einn leikur var háður s.l. Framhald á bls. 19. STADAN Staðan er nú þessi i „Bundeslig unni”: M’gladbach.....9 Braunsch l.FCKöln.. Duisburg... Hertha..... Bayern .... Schalke 04.. Hamburger Bochum.... Dortmund.. Bremen.... Karlsruher . TB Berlin .. Frankfurt.. Saarbrucken Dusseldorf . Kaiserslaut Essen......

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.