Tíminn - 13.10.1976, Blaðsíða 19

Tíminn - 13.10.1976, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 13. október 1976 TÍMINN 19 0 Skattar inu i ár, en þó gæti biíainnflutn- ingur aukist eitthvað umfram hina almennu forsendu. BUast má við 7-8% hækkun innflutn- ingsverðs i erlendri mynt á næsta ári samkvæmt spám alþjóðastofnana. Er það um 10% hækkuní krónum miðað við gengi i byrjun september 1976. Um næstu áramót tekur gildi fimmti áfangi tollalækkunar samkvæmt aðildarsamningi við EFTA og viðskiptasamningi viö Efnahagsbandalagið. Tolltekju- tap vegna þessara samninga hefur verið lauslega áætlað um 600m.kr. og er hér ekki gert ráö fyrir öðrum breytingum á toll- um. A næsta ári eru tolltekjur rikissjóðs áætlaðar 12.616 m.kr., sem er 9% aukningu inn- flutningsverðmætis en sam- kvæmt þessu lækkar tollhlutfall i rikissjóð úr nálægt 17% I ár i 16,3% á næsta ári. Innflutningsgjald af bifreið- um er áætlað 1.150 m.kr. i ár og er þaö 380 m.kr. umfram fjár- lagaáætlun, bæöi vegna meiri bifreiðainnflutnings en ætlaö var, og vegna hækkandi innflutningsgjalds af jeppum. A næsta ári má búast viö nokkurri aukningu bilainnflutnings, sem var i lágmarki áriö 1975 og voru þá aöeins fluttir inn 3.350 bilar samanboriö við 8.400 bila að meöaltali næstu þrjú árin á und- an. Aukn. bilainnflutnings var mjög mikil framan af þessu ári en búast má við að dragi úr henni á siöari hluta ársins. Hér er reiknað með innflutningi 3.800-3.900 bila I ár og 4.100-4.200 bila á næsta ári. Að óbreyttri gjaldskrá og með tilliti til verð- breytinga má reikna með, að innflutningsgjald af bifreiðum verði um 1.500 m.kr. á næsta ári. Innflutningsgjald af bensini er áætlað 1.895 m.kr. i ár en 2.260m.kr. árið 1977. Þá er gert ráð fyrir, að bensingjald fylgi hinni almennu verölagsfor- sendu tekjuáætlunar, en i lögum er heimild til að hækka bensin- gjald og þungaskatt eftir vistölu byggingarkostnaðar. I áætlun- inni er einnig gert ráö fyrir, að bensinsala aukist i hátt viö fjölgun bila. Gúmmigjald er áætlað 81 m.kr. á næsta ári. Með lögum nr. 6 frá 13. febrú- ar 1976 var lagt sérstakt gjald á gasoliu og brennsluoliu, er nem- ur 1,33kr. af hverju kg. Er gjald þetta innheimt með aðflutnings- gjöldum. Alagning þessa gjald var tengd breytingum á sjóða- kerfi sjávarútvegsins á siðast- liðnum vetri, er m.a. oliusjóður fiskiskipa var lagður niður og oliuverð til fiskiskipa hækkað. Jafnframt var söluskattur afnuminn af oliu til fiskiskipa, en ofangreindu gjaldi var ætlað að bæta ríkissjóði tekjutap vegna þessa. Áætlað er, að inn- heimta þessa gjalds nemi 322 m.kr. f ár, en 520 m.kr. á næsta ári miðað við óbreytta fjárhæð á hvert kg. önnur gjöld af innflutningi eruáætluð 229 m.kr. á næsta ári. Skattaraf framleiðslu. Tekjur undir þessum liö eru áætlaöar 5.578m.kr. á árinu 1977 og mun- ar þar mest um hið sérstaka vörugjald samkvæmt lögum nr. 20frá 5. mai 1976, en meö þeim lögum var gjaldið hækkað úr 10% i 12%. Hér er gert ráð fyrir ákvæðum þeirra laga óbreytt- um allt árið 1977 að þvi er varð- ar álagningu vörugjaldsins, þ.e. 18% gjald á sama stofn. Tekjur af þessu gjaldi eru áætlaðar rúmir 4 milliarðar i ár. A næsta ári má ætla að tekjur af gjaldinu veröi um 5.250 m.kr. og er þá miðað við sömu verðforsendur innflutnings og áður var getið i áætlun um tolltekjur, en heldur minni aukningu gjaldskylds innflutnings að magni en notað er um almennan vöruinnflutn- ing. Tekjur af vörugjaldi af inn- lendri framleiöslu nokkurra vörutegunda og innfluttum vör- um samkvæmt lögum nr. 97/1971 eru áætlaðar 160 m.kr. i ár og 165 m.kr. á næsta ári. A þessu ári hafa verið geröar breytingar á samningi rikisins viö íslenzka álfélagið, m.a. á þeim ákvæðum, er varða greiðslu framleiðslugjalds. Þá hefur skiptingu tekna af gjald- inu milli rikissjóðs, Iönlána- flokksstarfið Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Einar Agústsson, ráðherra verður til viðtals á skrifstofu Fram- sóknarflokksins, Rauðarárstig 18, laugardaginn 16 okt kl 10-12. Akranes Framsóknarfélag Akraness heldur aðalfund sinn i Framsókn- arhúsinu Akranesi, Sunnubraut 21, fimmtudaginn 14. október kl. 21.00. Dagskrá: I. Venjuleg aðalfundarstörf. II. Vetrarstarfið. III. Varanleg gatnagerð á Akranesi. Framsögumaður Ólafur Guðbrandsson, bæjarfulltrúi. Framsóknarfólk er hvatt til aö fjölmenna á fundinn. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Vetrarstarfið hefst með sameiginlegum fundi framsóknarfé- laganna f Reykjavik fimmtudaginn 14. október aö Hótel Esju. Fundur um félagsmál o.fl. verður siöan fimmtudaginn 21. október að Rauðarárstig 18 kl. 20.30. Stjórnin. Framsóknarfélag Reykjavíkur Sameiginlegur fundur framsóknarfélaganna i Reykjavik um stjórnmálaviðhorfin verður haldinn fimmtudaginn 14. október að Hótel Esju og hefst kl. 20.30. Stjórnin. sjóðs og Hafnarfjarðarbæjar einnig verið breytt. Framleiðsla og sala á áli hefur veriö að fær- ast i eölilegt horf á þessu ári eft- ir samdrátt undanfarin tvö ár, og má búast við, að verksmiðj- an framleiði með fullum afköst- um á næsta ári. Hér er reiknað með 72 þús. tonna gjaldskyldri framleiðslu á árinu 1977 og lág- marksgjaldi, $20 á hvert tonn. Endanlegt framleiöslugjald ræðsteinnig af álverði, sem hef- ur farið hækkandi að undan- förnu, og afkomu fyrirtækisins, enum hvort tveggja er erfitt að segja fyrir um nú. Á þessum forsendum mun álgjaldið i heild nema rúmlega 265 m.kr. á núverandi gengi dollars, en af þvi koma 163 m.kr. i hlut rikis- sjóðs og er aðeins sá hluti g.íaldsins færöur hér. Skattar af seldum vörum og þjónustu. 1 fjárlögum ársins Í976námu tekjur áþessum lið 31 milljaröi króna og búast má við, að innheimta ársins verði rúmir 34 milljarðar króna, en fjárlagaáætlun var i aðalatrið- um miðuð við verðlag i lok árs 1975. Tekjur af söluskatti voru áætlaðar 21,4 milljarðar i fjár- lagaáætlun þessa árs, og gera má ráð fyrir tæplega 24 milljarða króna innheimtu i ár. Hér er eingöngu um að ræða hlut rikissjóðs i hinu almenna 18% sölugjaldi auk 1% sölu- skattsauka, sem er óskiptur, en hlutur sveitarfélaga, 8% af al- menna gjaldinu, er ekkimeðtal- inn, né 1% gjald á söluskatts- stofn,sem lagt er á og ráðstafað samkvæmt lögum nr. 9/1976 um ráðstafanir til að draga úr áhrifum oliuverðhækkana á hitunarkostnað ibúða o.fl. 1 fjár- lagafrumvarpi 1977 verður sú breyting, að tekjur af þessu gjaldi eru færðar með almenn- um tekjum rikissjóðs sem hluti af söluskatti. Lögin um álagn- ingu og ráðstöfun gjaldsins gilda til febrúarloka 1977, en hér er reiknað með óbreyttri tekjuöflun út árið og 1.600 m.kr. innheimtu. Að öðru leyti ræðst áætlunin um söluskatt af áður- nefndum forsendum um kaup- lag og verðlag og þjóðarútgjöld á árinu ’77. Samkvæmt þessum forsendum eykst innheimtu- stofn söluskatts um nær 18% milli áranna 1976 og 1977. Innheimtur söluskattur er áætlaður 30,3 milljarðar króna 1977 eða um 36% heildartekna rikissjóðs, en af þessari fjárhæð eru 1,6 milljarðar króna áður- nefnt sérstakt óliugjald, sem lagt hefur verið á siöan i marz 1974, en ekki fært á fjárlögum fram að þessu. Launaskattur er i ár áætlaöur tæplega 3,4 milljarðar króna eða 300 m.kr. umfram fjárlaga- áætlun, sem var miðuð við kauplag i desember sl. Hér er gert ráð fyrir, að launaskattur verðiáfram 3,5% og renni 2% til Byggingasjóðs. Á árinu 1977 er launaskattur áætlaður 4.215 m.kr. miðað við áðurnefnda al- menna launaforsendu fjárlaga- frumvarpsins. I fjárlögum 1976 er rekstrar- hagnaður Á.T.V.R. áætlaður 6 miljjarðar króna. Búast má við nokkru meiri tekjum i ár eða um 6,3 milljörðum króna, en áfengis- og tóbaksverö var hækkað i marz s.l. Hins vegar hefur söluverðmæti áfengis og tóbaks ekki aukist i þeim mæli sem veröbreytingar gefa tilefni til átta fyrstu mánuöi ársins samanborið við sama timabil i fyrra. Miðaö viö núverandi út- söluverð óbreytt eru tekjur rikissjóðs af sölu áfengis og tóbaks áætlaðar 7.230 m.kr. á árinu 1977. Flugvallagjald samkvæmt lögum nr. 8/1976 er áætlað 230 m.kr. i ár og 250 m.kr. á árinu 1977. Aðrir skattar af seldum vör- un) og þjónustu eru áætlaðir 279 m.kr.iár —241 m.kr.I fjárlaga- áætlun — og 296 m.kr. á næsta ári. Aðrir óbeinir skattar eru áætlaðir 3.464 m.kr. i ár sem er 600 m.kr. umfram fjárlagaáætl- un. Munar þar mest um auknar tekjur af þinglýsingum og auka- tekjum, einkum ýmsum dóms- málagjöld, en þessi gjöld voru hækkuð verulega meö lögum nr. 79/1975 frá 1. janúar sl. Hefur þessi breyting skilað meiri tekj- um en gert var ráð fyrir i fjár- lagaáætlun. Stimpilgjald, auka- tekjur og þinglýsingagjöld eru samtals áætluö 1.418 m.kr. i ár samanborið við 953 m.kr. i fjár- lagaáætlun. A næsta ári má bú- ast við, að tekjur af þessum sköttum nemi samtals 1.619 m.kr. á forsendum fjárlaga- frumvarps. Veröjöfnunargjald af raforku er áætlað 715 m.kr. i ár, en 725 m.kr. á næsta ári miðað við nú- verandi raf magnsverð. Þungaskattur af disilbifreiöum er áætlaöur 780 m.kr. á næsta ári og gilda sömu forsendur um þá áætlun og áður var gerð grein fyrirum bensingjald. Aðr- ar tekjur i þessum flokki eru aðallega áætlaðar með tilliti til almennra veltubreytinga. Arðgreiðslur frá fyrirtækjum og sjóðum i B-hluta. Tekjur á þess- um lið hækka úr 198 m.kr. i fjár- lögum 1976 i 223 m.kr. I áætlun fyrir árið 1977, eingöngu vegna meiri tekna af frihöfninni á Keflavikurflugvelli. Ýmsar tekjur eru áætlaöar 587 m.kr. i ár eða 70 m.kr. umfram fjárlagaáætlun, vegna meiri vaxtatekna. Á árinu 1977 eru þessar tekjur áætlaðar 697 m.kr. og þar af eru vaxtatekjur 555 m.kr. 0 Jón lllugason væri að hafa i gangi sirenukerfi við Kröflu, sem hægt væri að setja i samband hjá skjálftavakt- inni i Reynihliö. Þetta kerfi er hins vegar ekki tilbúið, þar sem magnara vantaöi við sirenuna. Astæðuna fyrir þvi, að ekki var svarað I simann i Kröflubúöun- um, sagði Jón vera þá, að yfir- menn á svæöinu hefðu ekki verið komriir úr helgarfrii, en siminn er tengdur inn i herbergi hjá þeim. Nú hefur veriö sett simavakt allan sólarhringinn i Kröflubúð- ur.um og verður svo þangað til sirenukerfið kemst i gagnið. 0 Verðjöfnun vinum verði ekki stefnt að skips- hlið eins og nú er. Einnig vill nefndin að komið verði upp sam- svarandi aöstöðu á helztu við- komuhöfnum utan Reykjavikur og að ferðaáætlun skipa verði miðuð við að tryggja sem mesta tiðni ferða, þannig að hámarks- timi milli þeirra verði um 1 vika. Þá vill nefndin láta endurnýja skipakost Skipaútgerðarinnar, komið verði upp dreifingarkerfi út frá aðalviðkomuhöfnunum og að flutningar frá Vestfjörðum Norðurlandi og Austurlandi verði styrktir þannig, að farmgjöld Skipaútgerðar rikisins verði t. d. helmingi lægri þá leiðina en frá Reykjavik. © Keisarinn þriðjudag, Bochum vann Karls- ruhe 1-0. Sviinn Benny Wendt hefur skorað flest mörk i Bundesligunni, eða 10, Gerd Muller og Jupp Heynck- es hafa báðir skorað 9 mörk. Efst er Mönchengladbach með 16 stig eftir 9 leiki. Braunschweig hefur 14 stig, en Köln, Duisburg og Herta hafa öll 12 stig. Bayern er með 11 stig. 0 Rangers að dagar hans væru taldir. — „Ég var einnig i Barcelona 1972, sagði hann. — En i samanðurði við þessi læti, voru átökin i Barcelona eins og teveizla, sagði hann. Ilér á myndinni fyrir neðan sjást leikmenn Aston Villa og Rangers, ásamt dómara og iinuvörðum, vera að hlaupa af velli, eftir að áhangendur Rang- ers höfðu farið inn á völlinn. — Ó.O. UTFOR SIGURÐAR JOHANNSSONAR, VEGAMÁLASTJÓRA F.I. Reykjavik. Ctför Sigurðar Jóhannssonar, vegamálastjóra, var gerö frá Dómkirkjunni I gær að viðstöddu geysilegu fjölmenni. Martin 'Hunger lék einleik á orgelið og dómkórinn söng. Þessa mynd tók Róbert ljósmyndari Timans af athöfninni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.