Tíminn - 13.10.1976, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 13. október 1976
TÍMINN
13
leikur Sinfóniu nr. 1 i g-moll
op. 13 eftir Tsjaikovský,
Lorin Maazel stjórnar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Grænn
varstu, dalur” eftir Richard
Llewellyn Ólafur Jóh.
Sigurðsson islenzkaði. Ósk-
ar Halldórsson les (24).
15.00 Miðdegistónleikar Gér-
ard Souzay syngur söngva
eftir Henri Duparc, Dalton
Baldwin leikur á pianó.
Jacqueline Eymar, Gunter
Kehr, Werner Neuhaus,
Erich Sichermann og Bern-
hard Braunholzt leika
Pianókvintett i d-moll op. 89
eftir Gabriel Fauré.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Tónleikar
17.00 Lagið mitt Anne Marie
Markan kynnir óskalög
barna innan tólf ára aldurs.
17.30 Nói bátasmiðurErlingur
Daviðsson ritstjóri á Akur-
eyri les úr minningum hans
(5).
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Hrygningaratferli loðn-
unnar Eyjólfur Friðgeirs-
son fiskifræðingur flytur er-
indi.
20.00 Pianósónötur Mozarts
(V. hluti).Deszö Ránki leik-
ur Sónötu i G-dúr (K283).
(Hljóðritun frá ungverska
útvarpinu).
20.20 Sumarvaka a. Þegar
þýzka herflugvélin sökkti
Fróða GIsli Helgason ræðir
við Andées Gestsson fyrrum
skipverja á Skaftfellingi,
sem var staddur i námunda
við árásarstaðinn. b. Kveðið
i grini Valborg Bentsdóttir
flytur enn stökur i léttum
dúr. c. Af nykri og huldu-
fólki Jón Gislason fræði-
maður flytur frásögu. d.
Hláturhefndin Rósa Gisla-
dóttir les úr þjóðsagnasafni
Sigfúsar Sigfússonar. e.
Kórsöngur: Karlakórinn
Fóstbræður syngur islenzk
lög. Söngstjóri: Ragnar
Björnsson.
21.30 tltvarpssagan: „Breysk-
ar ástir” eftir Óskar Aðal-
stein Erlingur Gislason
leikari les (6).
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Kvöidsag-
an: Ævisaga Sigurðar
Ingjaldssonar frá Bala-
skarði Indriði G. Þorsteins-
son rithöfundur les (22).
22.40 Djassþátturi umsjá Jóns
Múla Arnasonar.
23.25 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
Miðvikudagur
13. október
18.00 Þúsunddyrahúsið. Norsk
myndasaga i átta sjálfstæð-
um þáttum. 1. þáttur. Húsið
á hæðinni. í fyrsta þætti
kynnumst við söguhetjun-
um Hinrik og Pernillu. Þau
fara i gönguferð, og margt
ber fyrir augu. Þau verða
þess vör, að kona er flutt i
þúdunddyrahúsið á hæðinni.
Þýðandi Gréta Sigfúsdóttir.
Þulir Þórhallur Sigurðsson.
(Nordvision-Norska sjón-
varpið)
18.20 Skipbrotsmennirnir Nýr
ástralskur myndaflokkur i
13 þáttum. 1. þáttur. Eyjan.
Sagan gerist um miðja
nitjándu öld. Skip ferst á
leið til Astraliu og fáeinir
skipbrotsmanna komast við
illan leik til afskekktrar eyj-
ar. Þýðandi Jóhanna
Jóhannsdóttir.
18.45 Gluggar. Bresk fræðslu-
myndasyrpa. Þýðandi og
þulur Jón O. Edwald.
19.10 Hlé
20.00 Fréttir og veður
Sír Arthur Conan Doyle:
Konungsgersemi °
dauða frú Harold gömlu, sem lét yður eftir Blymereign-
irnar, sem þér reyndar misstuð bráðlega í fjárhættu-
spili.
— Þetta er marklaust rugl.
— Hér er dálítið meira, greifi, t.d. æviágrip ungfrú
Minnie Warrender.
— Svei, það kemur yður að litlu haldi.
— Af nógu er að taka, greifi. Hér er ránið í Riviera-
lestinni, sem framið var 13. febrúar 1892. Og hér er fals-
aða ávísunin á Lyonbankann sama ár.
— Nei, þetta er rangt hjá yður.
— Ég hef þá rétt að mæla í öllu hinu.
Nú, greifi, þér eruð spilamaður æfður. Þegar andstæð-
ingur yðar hefur öll trompin á hendinni, þá þýðir yður
ekki annað en að gefa spilin upp.
— í hverju sambandi er allt þetta tal um gimsteininn,
sem þér nefnduð?
— Verið bara rólegur greifi og hafið taumhald á
skapsmunum yðar. Leyf ið mér að Ijúka við mína óþægi-
legu rökfærslu. Ég hef f jölda sannana móti yður, og þó
allra sterkastar að því er varðar kórónu-gersemina, um
aðild yðar í þvi máli ásamt áflogaseggnum, sem fylgir
yður f hvívetna.
— Einmitt. Er því þannig háttað?
— Fyrster nú vagnstjórinn, sem f lutti ykkur til White-
hall, svo og vagnstjórinn, sem flutti ykkur þaðan aftur.
Umboðsmenn mínir sáu ykkur á þessum vettvangi, Svo
er Ikey Sanders, sem neitaði að hluta gimsteininn sundur
fyrir ykkur. Ikey hefur slaðrað, svo að spilinu er lokið
fyrir ykkur.
Æðarnar þrútnuðu á enni greifans og hinar loðnu
krumlur hans voru knýttar saman af áreynslunni að
halda sér í skef jum. Hann reyndi að tala, en orðin köfn-
uðu í hálsi hans fyrst í stað.
— Þetta eru spilin, sem ég hef á hendinni, mælti
Holmes, ég hef lagt þau öll hér á borðið. Aðeins eitt spil
vantar mig ennþá. Þar er konungur allra gimsteina, —
konungsgersemina. Ég veit ekki hvar hann er.
— Ög skuluð aldrei fá að vita.
— Ekki það? Verið nú dálítið sanngjarn, greifi og at-
hugið, hvernig málum er háttað. Þér munuð verða lokað-
ur inni, svona í tuttugu ár. Sömuleiðis Sam Merton.
Hvaða gagn hafið þið þá af gimsteininum? Alls ekkert
En ef þér viljið af henda mér hann, þá mun ég hilma yf ir
glæpi. Ég kæri mig ekkert um að koma ykkur Sam í
fangelsi. Við vijum aðeins fá gimsteininn. Látið hann af
hendi, og þá mun ég stuðla að því, að þið fáið að ganga
lausir, meðan framferði ykkar er ekki ámælisvert. En
beri út af því, þá er öllu lokið fyrir ykkur. I þetta skipti
hef ur mér verið f alið að ná í gimsteininn, ekki ykkur.
— En ef ég neita að fallast á þetta?
Nú, þá næ ég aðeins í ykkur, en ekki gimsteininn.
Holmes hringdi og Billy kom í Ijós.
Ég held, greifi, að réttast væri að hafa vin yðar, Sam
Merton með á þessari ráðstefnu. Hann ætti að minnsta
kosti að fá að láta sína skoðun í Ijós. Billy, þú munt sjá
stóran og Ijótan mann nálægt útidyrunum hérna. Bið þú
hann að koma hingað upp til okkar.
— En ef hann vill ekki koma, herra?
— Enga þvingun, Billy. Vertu ekki neitt ókurteis við
hann. Ef þú segir honum, að Sylvius greifi vilji finna
hann, mun hann eflaust koma.
— Hvað hafið þér nú í hyggju? spurði greifinn, þegar
Billy var farinn.
— Vinur minn Watson var hérna fyrir skömmu. Ég
sagði honum, að ég hefði bæði karfa og hákarl í neti
mínu. Nú er ég að draga netið upp með þeim báðum í.
Greif inn hafði nú staðið á fætur og þreifaði með hend?
inni aftur fyrir bakið. Sjá mátti líka á einhvern hlut í
hendi Holmes, er stóð að hálfu leyti upp úr vasanum á
setkápu hans.
— Þér munuð ekki deyja á sóttarsæng, Holmes.
— Sama hefur mér oft dottið í hug. En gerir það
nokkuð til? Hvað yður sjálfan snertir greifi, eru meiri
likur til að þér hangið en liggið, þegar yðar tími kemur.
En öll heilabrot um þau efni eru þýðingarlaus. Hvi
skyldum við ekki njóta þess að vera lifandi, meðan þess
er kostur?
Skyndilegur reiðiblossi sást í augum glæpaforingjans.
Svo virtist sem Holmes rétti úr sér og hækkaði, er hann
bjóst við árás greifans.
— Gagnslaust að handleika skammbyssuna, kunningi,
sagði hann rólega. Þér vitið vel að þér dirfist ekki að
beita henni hér, jafnvel þótt ég gæf i yður tima til þess að
spenna hana. Öþægilega hávaðasöm verkfæri, þessar
skammbyssur, greif i. Þá eru loftbyssurnar þægilegri. Ö,
þarna held ég að heyrist yndislegt fótatak hins virðulega
f élaga yðar. Góöa.n dag, hr. Merton. Fremur dauf legt ðö
bíða á strætinu, er ekki svo?
Hnefaleikameistarinn var ungur maöur, stór vexti og
klunnalega byggður, með einfeldnislegan þráasvip á
andlitinu. Hann stóð vandræðalegur frammi við dyrnar
og litaðist forvitnislega í kringum sig. Vingjarnlegt útlit
Holmes virtist koma honum á óvart, og þótt hann vissi,
að þetta var andstæðingur, þá var hann óráðinn í því, á
hvern hátt hann skyldi fram fara. Hann sneri sér því til
félaga síns og mælti hikandi:
— Hvað er nú í ef ni, greif i? Hvað vill þessi náungi okk-
ur?
Rödd mannsins var djúp og rám.
Greifinn yppti öxlum, og það var Holmes, er fyrir
svörum varð:
— Ef ég má vera stuttorður, herra Merton, þá get ég
sagt yður, að þið eruð i slæmri klípu.
Hnefaleikamaðurinn beindi enn orðum til félaga síns:
— Er þessi leppalúði að reyna að vera fyndinn, eða
hvað? Ég er ekki i skapi f yrir neina glettni.
— Nei, ég býst varla við því, svaraði Holmes enn. Ég
get meira að segja lofað yður því, að meiri alvöru er að
vænta áður'en kvölda tekur. Sjáið nú til, Sylvius greifi.
Ég á annríkt og má ekki eyða tímanum að óþörf u. Nú f er
ég hérna inn í svef nherbergið. Þið skuluð vera hér alveg
eins og þið væruð heima hjá ykkur. Þér getið skýrt málið
fyrir vini yðar, án þess að ég sé ykkur til óþæginda. Ég
ætla að æfa betur róðrarsöng eftir Hoffmann á fiðluna
mína. Eftir f imm mínútur kem ég svo fram til að heyra
ákvörðun ykkar. Þið skiljið að f ullu þá kosti, sem um er
að velja: Annað hvort seljið þið mér í hendur geimstein-
inn, eða sjálfa ykkur i hendur réttvísinnar.
Holmes tók fiðlu sína með sér og gekk inn í svefnher-
bergið. Eftir nokkur andartök heyrðustu iangdregnir,
mjúkir fiðlutónar er hljómuðu gegnum lokaðar dyr
svef nherbergisins.
— Hvað er annars um að vera? spurði Merton áhyggju-
f ullur, þá er félagi hans sneri sér að honum.
— Veit hann nokkuð um steininn?
— Hann veit því miður alltof mikið um hann. Segja
mætti mér, að hann vissi allt, sem máli skiptir.
— Hver þremillinn.
Hnefaleikameistarinn fölnaði sýnilega.
— Ikey Sanders hefur svikið okkur.
— Hef ur hann vogað sér það? Ég skal lumbra á honum
við tækifæri.
— Það stoðar okkur lítið. Við verðum að gera upp við
okkur, hvað helzt er til ráða.
— Höf um hljótt um okkur, mælti hnef aleikameistarinn
„Einhvern stæltan náunga
þarna fyrir handan langaði til aö
hitta þig, en ég réði honum frá
þvi.”
DENNI
DÆMALAUSI