Tíminn - 19.10.1976, Side 7
Þriðjudagur 19. október 1976
TÍMINN
7
„Fólksbíll, sem ó eftir að nó
vinsældum"
— segir Árni Filippusson, sölustjóri hjó Velti hf.
um nýja VOLVO-bílinn
SOS-Reykjavik. — Það er ekki
að efa, að þessi fólksbíll á eftir
að ná miklum vinsældum, hann
hefur stórkostlega eiginleika af
millistærðar bfl að vera, sagði
Árni Filippusson, sölustjóri hjá
Velti hf., þegar hann kynnti
okkur hinn glæsilega VOLVO-
fólksbil — VOLVO 343, sem er
væntanlegur hingað á markað-
inn. Þessi bfll er af svokailaðri
miilistærð bila, og er honum
ætlað að brúa bilið á’ milli
VOLVO 66, sem hefur vakið
mikla athygli, og VOLVO 240
geröarinnar.
— Þessi bill er meö brattan
afturenda og er hann hannaður
með þaö fyrir augum að vera
rúmgóður að innan, sagði Árni
um leið og hann bauö okkur að
setjast inn i bilinn, sem var
mjög rúmgóöur og með afar
þægilegum sætum. Árni sagði,
að bilnum væri bezt lýst með
orðum Robert Dethorey, for-
stjóra Volvo-fólksbílaverk-
smiöjanna, en hann sagði um
VOLVO 343: — „Takmark okk-
ar var að hanna bil i framúr-
skarandi gæðaflokki. Ég þarf
aöeins i þvl sambandi að nefna
öll öryggisatriðin, stigalausu
skiptinguna og hvað bfllinn er
rúmgóður”.
Arni sagði, að billinn væri bú-
inn 70 hestafla vél og sjálfvirk-
um, stigalausum girkassa, sem
væru mjög góöir eiginleikar. —
Hann er búinn drifi að aftan og
hefur ótrúlega góða aksturs-
eiginleika og liggur mjög vel á
vegi.
Yfirbyggingin á VOLVO 343
er hönnuð meö öryggi i huga og
hefur að geyma öll öryggis-
atriöi, sem Volvo 240 hefur, og
ARNI FILIPPUSSON, sölustjóri.
má þar m.a. nefna öryggis-
grind, sem umlykur farþegana,
öryggisþverbita i hurðum,
öryggisstýrisbúnað, öryggisgler
i framrúöu. Allt segir þetta sina
sögu um gæði bilsins.
En annars eru eiginleikar
VOLVO 343 þessir:
Þyngd bilsins er 978 kg og
heildarþyngd 1400 kg. Vélin
heitir B 14, fjögurra strokka
1397 cc. vél og er hún 70 hö
(DIN) við 5500 sn/min. Þjöppu-
hlutfallið er 9,5:1. Rafkerfið er
12V/45A og er vélin vatnskæld
með lokuðu kerfi.
Girkassinn er „Variomatic”,
sjálfvirkur og stiglaus.
Hemla-kerfið er tvöfalt, og
eru diskahemlar ab framan, en
skálahemlar að aftan.
Lengd milli hjóla er 2,40 m
breidd milli hjóla 1,35 m/1,38 m.
Heildarlengd er 420 cm, heildar-
breidd 166 cm og hæðin 144 cm.
Beygjuþvermál er 9.20 m. Há-
markshraðinn er 145 km/klst og
hraðaaukningin 0-80 km/klst á
10,5 sek.
Volvobílar
klessukeyrðir
Bandariska rikisstjórnin er
nýverið orðin einn af stærstu
viðskiptavinum Volvo. Stjórn-
in hefur gert samning við
Volvo um kaup á 24 Volvobil-
um. Þessir Volvobilar verða
eyðilagðir á nokkrum dögum.
Þeim veröur keyrt hverjum á
annan, á aðra bfla, veggi og
vegamerki á um það bil 100
km hraða.
Arekstrarnir eru hluti af
sérstökum tilraunum, sem
gerðar eru á vegum banda-
riska öryggiseftirlitsins, til
þess að komast að niöurstöðu
um opinberar öryggiskröfur
vegna bifreiöaframleiöslu
framtiðarinnar. Volvobilarnir
voru valdir i þessar tilraunir
vegna þess að Volvo hefur haft
forustu um öryggisbúnaö bila
undanfarin ár, enda er
öryggisbúnaöur Volvo oft á
tiöum mörgum árum á undan
opinberum reglugerðum t.d.
með öryggisbelti, stýrisbúnað,
rúður, hemlakerfi, o.fl.
Þessar tilraunir af hálfu
bandarisku stjórnarinnar
munu vafalaust koma til með
að hafa áhrif á framleiðslu-
hætti bfla i framtiöinni, —
enþegar um er aö ræöa öryggi
bfla, sem framleiddir eru i
dag, álita margir hæfustu sér-
fræðingar, að Volvo sé mörg-
um árum á undan öörum
fra'mleiöendum.
Góð AAassey Ferguson
dráttarvél árg. 1971 til sölu með ámokst-
urtækjum ásamt sturtuvagni 3ja tonna.
Upplýsingar i sima 99-3799.
Ferskfiskmatsmaður
óskast til starfa í Reykjavik. Laun sam-
kvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir er tilgreini m.a. menntun og
fyrri störf sendist stofnuninni fyrir n.k.
mánaðamót
Framleiðslueftirlit sjávarafurða.
Hátúni 4 a.
Eins og sést á myndinni, er lögun VOLVO 343 hönnuð m.a. með það fyrir augum aö hreinsa afturrúðuna
og koma i veg fyrir vindhnúta viðafturendann, og þar meöóþarfa vindmótstöðu og hávaða.