Tíminn - 19.10.1976, Qupperneq 9

Tíminn - 19.10.1976, Qupperneq 9
Þriðjudagur 19. október 1976 TÍMlNN' 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfuiltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gisiason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur í Aöal- stræti 7, slmi 26500 — afgreiösluslmi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Verð I lausasölu kr. 60.00. Áskriftargjald kr. 1.100.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Stjórnarskiptin í Kína og kosningarnar í Bandaríkjunum í tveimur af mestu risaveldum heims, Banda- rikjunum og Kina, eru að gerast atburðir, sem sýna vel i verki muninn á þvi, hvernig stjórnar- skipti fara fram i lýðræðisrikjum annars vegar og kommúnistarikjum eða sósialiskum rikjum hins vegar. í Bandarikjunum stendur nú yfir hörð kosn- ingabarátta um það, hver eigi að verða forseti Bandarikjanna næstu fjögur ár. Raunar má segja, að þessi barátta sé búin að standa yfir i rösklega ár eða lengur, eða siðan undirbúningur að prófkosningunum hófst. Þessi barátta er háð i fjölmiðlum, á fundum og i einkaviðræðum. Henni lýkur svo við kjörborðin annan nóvember næst komandi. Þá verður það þjóðin, sem velur á milli frambjóðendanna. Það val fer fram i lokuðum kjörklefum, þar sem kjósandinn þarf ekki að standa öðrum reikningsskap en samvizku sinni. Með þessum hætti fara stjómarskipti fram i lýð- ræðisrikjum. í Kina eru nú að fara fram stjórnarskipti eða valdaskipti sökum fráfalls Maos Tse Tungs. Al- menningur hefur fengið af þeim litlar og óljósar fréttir og kinverskur almenningur þó enn minni en fólk i öðrum löndum. Það eitt er ljóst, að innan mjög fámenns hóps að tjaldabaki hefur geisað hin harðasta valdabarátta, þar sem m.a. ekkja Maos virðist hafa verið sökuð um að hafa flýtt fráfalli manns sins i þeim tilgangi að flýta fyrir valdatöku fylgismanna hennar. Blöð og útvarps- stöðvar þegja um þessa atburði og helzt ráða menn þá af veggspjöldum, sem sú valdaklikan, sem virðist hafa borið sigur úr býtum, lætur hengja upp til ófrægingar þeirri, sem er orðin undir. Þjóðin sjálf fær ekki neinu að ráða um það, hvað ofan á verður, og ekki einu sinni óbreyttir flokksmenn i Kommúnistaflokknum, sem er eini flokkur landsins, eru kvaddir til ráða. Þegar allt er klappað og klárt að tjaldabaki, verður þeim vafalitið hóað saman i skrúðgöngur, þar sem hin- ir nýju valdamenn verða ákaft hylltir, en þeir, sem töpuðu, ófrægðir á sama hátt. Þetta hefur þegar gerzt i Shanghai, þar sem ekkja Maos og fylgismenn hennar virðast hafa haft yfirgnæfandi fylgi hingað til. Slikan samanburð á lýðræðisstjórn og komm- únistiskri stjórn er viðar að fá en i Kina. Nýlega hafa farið fram kosningar i Vestur-Þýzkalandi og Austur-Þýzkalandi. í Vestur-Þýzkalandi var háð hörð og tvisýn barátta i langa hrið, þar sem ólikir flokkar kepptu um fylgi kjósenda. í Aust- ur-Þýzkalandi var aðeins einn listi i kjöri — listi kommúnista og bandamanna þeirra. Þar áttu menn ekki nema eitt val. Vitanlega má margt finna að stjórnarháttum lýðræðisrikjanna. En þar hefur almenningur möguleika til að knýja breytingar fram, en nán- ast enga i kommúnistalöndunum, eins og vel má ráða af framangreindum samanburði. ERLENT YFIRLIT Athyglinni beint að Dole og Mondale Þeir gefa SIÐASTLIÐIÐ fimmtudags- kvöld fór fram I fyrsta sinn sjónvarpseinvigi milli vara- forsetaefna demókrata og repúblikana. Hingaö til hefur varaforsetaefna ekki gætt verulega I sambandi við for- setakosningar, heldur nær öll athyglin beinzt að forsetaefn- unum. Það hefur hins vegar gerzt á siðasta einum og hálfa áratugnum, að tveir forsetar hafa forfallazt áður en kjör- timabili þeirra lauk og vara- forsetar tekið við. I fyrra skiptið gerðist þetta, þegar Kennedy var myrtur, og i sið- ara skiptiö, þegar Nixon varð að hrekjast frá völdum. Þetta veldur þvl, að miklu meiri at- hygli beinist nú að varafor- setaefnunum en áður og það hefur svo stuðlað að þvi, að þátttaka þeirra i kosningabar- áttunni hefur orðið mun meiri en áður. Þó hefur sennilega aldrei borið meira á varafor- setaefnunum en nú, enda báð- ir lika valdir með tilliti til þess, að þeir gætu orðið for- setaefnunum til styrktar i kosningabaráttunni. átt eftir að verða forsetar EINKUM má segja, að Robert J. Dole hafi verið valinn til að styrkja málflutning repúblik- ana I kosningabaráttunni. Dole er einn málsnjallasti og skarpasti kappræðumaður, sem nú á sæti á þingi Banda- rikjanna. Hann flytur mál sitt I ádeilustll og er fundvis á snögga bletti hjá andstæðing- unum. Val hans sem varafor- setaefnis kom talsvert á óvart, þvi að aðrir höfðu aðallega verið tilnefndir, en Ford valdi hann á siöustu stundu og mun tvennt einkum hafa ráðið þeirri ákvörðun. Annað var það, að Dole þótti einna líkleg- astur til aö duga vel i áróðrin- um og vera manna lagnastur við að deila á Carter fyrir að hafa margar skoðanir i einu og sama máli, enda hefur það verið uppistaðan I kosninga- ræðum Doles, ásamt hóli um Ford forseta. Hitt, sem réði valinu, var þaö, að ihaldssam- ir repúblikanar, sem höfðu stutt Reagan, gátu sætt sig betur við Dole en nokkurn annan, en Dole hefur þótt snjallasti talsmaður ihalds- samra repúblikana á Banda- rikjaþingi og enginn hefur deilt ákafara en hann á ýmsar tillögur demókrata um aukin íitoíöld til atvinnumála, skóla- Walter F. Mondale mála, heilbrigðismála og svo framvegis. Það mælti hins vegar gegn Dole, að hann hafði stutt Nixon og varið hann til nær siðustu stundar. Dole afsakar sig með þvi, að hann hefði ekki viljað trúa þvi fyrr en hann tæki á þvi, að for- seti Bandarikjanna segði ó- satt. Mondale er um flest ólikur Dole. Hann er sæmilegur ræðumaður, en honum fellur betur að rökræða mál en að eiga i snöggum orðaskiptum. Hann hefur tamið sér að vera málefnalegur, ef svo mætti segja. I flokki demókrata hefur hann oft verið talinn eins langt til vinstri og Dole er til hægri i flokki sinum, enda valdi Carter hann með tilliti til þess, að hann næði fylgi rót- tækari demókrata. Mondale hefur mjög látið húsnæðismál, heilbrigðismál og skólamál tií sin taka á þingi og beitt sér fyrir auknum framlögum til þeirra. Þá hefur hann hvatt til framkvæmda, sem drægju úr atvinnuleysi. Hann nýtur mik- ils fylgis hjá verkalýðshreyf- ingunni, og telja margir, að það hafi ráðið þvi endanlega, að hann var valinn varafor- setaefni, aö leiðtogar verka- Robert J. Dole. lýössamtakanna hvöttu ein- dregið til þess. EINVIGI varaforsetaefnanna I sjónvarpinu einkenndist mjög af þvi, að Dole var skarpari ádeilumaður, en Mondale málefnalegri, en báðir þóttu koma mjög vel fyrir. Mondale var bersýni- lega búinn aö undirbúa sig vel undir það aö láta stefnumun flokkanna koma sem bezt i ljós, einkum I innanlandsmál- um. Demókratar hugsuöu um hag þeirra, sem lakar væru settir og reyndu að bæta hann, en það gerðu repúblikanar ekki. Dole svaraði með þvi að ásaka demókrata um eyðslu- semi, en annars reyndi hann að dylja ihaldsstefnu sina að vissu marki, og sagðist ekki alltaf hafa verið sammála Ford forseta, þegar hann hafi beitt neitunarvaldi. Hann gerði sér nokkurt mál úr þvi, að Bandarfkin heföu oftast verið I styrjöldum, þegar demókratar hefðu verið við völd, eins og i stjórnartið Roosevelts, Trumans og John- sons. Mondale var fljótur að svara með þvi aö spyrja, hvort ekki hafi átt að veita nasistum eöa kommúnistum viðnám. Mondale deildi á ýmsa þætti utanrikisstefnunnar. Þannig hefði Afrika verið vanrækt og stuðningur veittur nýlendu- drottnurum i suðurhluta henn- ar. Bandarikin hefðu stutt ein- ræðisstjórn hersins I Grikk- landi, og þannig átt þátt i, að Kýpurdeilan blossaði upp að nýju. Þá deildi Mondale hart á Ford fyrir ummæli hans um Austur-Evrópu i siðara sjón- varpseinvigi hans og Carters. Hann áfelldist Ford einnig fyrir það að hafa ekki tekið á móti Solzhenitsyn. Dole sagð- ist hins vegar hafa rætt við Solzhenitsyn, sem Mondale hefði ekki gert. Mondale mót- mælti þvi, enda hefði hann átt sæti i nefnd þeirri, sem var kjörin til aö taka á móti rithöf- undinum, þegar hann heim- sótti öldungadeildina. I heild virðast dómar um einvigi varaforsetaefnanna á þá lund, að þeim hafi yfirleitt tekizt beturen Ford og Carter, enda vanari kappræðumenn. Dole hafi veri betri i svörum, en Mondale verið málefna- legri. Sennilega hafa þeir báð- ir heldur styrkt stöðu sina. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.