Tíminn - 27.10.1976, Blaðsíða 10
10
TÍMINN
Miðvikudagur 27. október 1976
Reynir Ragnarsson:
Rannsóknaræði
Skýrslur nokkurra aðila vegna hafnarrannsókna við Dyrhólaey,
samtals 270 blaðsföur. Á að verja 56 milljónum króna til að gera
þæ.r ómerkar?
t
1 Timanum 21. okt. ’76 birtist
frétt frá alþingi undir fyrirsögn-
inni „Nauðsyn að gera áætlun
um nýja höfn við suðurströnd-
ina”. Greint er frá svari sam-
gönguráðherra vegna fyrir-
spurnar Ingólfs Jónssonar um
hvað liði störfum 5 manna
nefndar, sem skipuð var 1974 til
að rannsaka hafnarmál Suður-
lands og gera tillögu um nýja
höfn á suðurströnd landsins.
Svar samgönguráðherra virðist
nánast tilvitnun i frumskýrslu
nefndarinnar, og mun ég þvi
fjalla um hana sem slika.
Nefndin komst i stuttu máli að
þeirri niðurstöðu, aö hana vant-
aði 46,5-56,5 millj. kr. til þess að
geta skilað „raunhæfu” áliti á
þvi, hvar hún ætti að gera til-
lögu um höfn viö suðurströnd-
ina. Nú er þaö ekki svo, aö
nefndin hafi neitt ákvöröunar-
vald um að gera höfn, heldur
aðeins tillögurétt, sem stjórn-
völd á hverjum tima geta valiö,
hafnað eöa saltað eftir eigin
geðþótta, — eða jafnvel skipaö
aöra nefnd til þess að endur-
skoða niðurstööur fyrri nefndar.
Þd vaknar spurningin: Eru
þessar tillögur nefndarinnar svo
mikils virði, aö það taki þvi að
eyða i þær 56 milljónum, þegar
þess er gætt, aö áður hafa
nefndir verið starfandi að þess-
um málum og skilað áliti. Á
undanförnum 50 árum hafa
hvað eftir annað komið fram til-
lögur á alþingi um rannsóknir á
hafnarstæði viö suöurströndina.
Alþingi hefur fengið bæði inn-
lenda og erlenda sérfræðinga til
þess að rannsaka þessi mál og
gera tillögur um hafnarstæði.
Má þar nefna rannsóknir próf.
Trausta Einarssonar, rann-
sóknir próf. Per Bruun frá
Bandarikjunum sumarið 1963 og
rannsóknir Vita- og hafnar-
málaskrifstofunnar allt frá ár-
inu 1957 til þessa dags. Það mun
vera samdóma álit þessara
aöila, bæði munnlegt og skrif-
legt, — og reyndar miklu fleiri
manna, aö Dyrhólaey sé nánast
eini staöurinn, sem til greina
komi við staðarval fyrir höfn við
suðurströndina. Eru þessar
niðurstööur byggðar á mörgum
rannsóknarþáttum, eins og t.d.
veðurfari, dýptarmælingum,
sandburðarmælingum, öldu-
mælingum, berglagsmælingum,
straummælingum og siöast en
ekki sízt legu Dyrhólaeyjar og
skerja úti fyrir henni, sem hægt
er aö styöjast viö með gerð
hafnargarða o.fl. Rannsóknir
þessar hafa staöið yfir ööru
hvoru allt frá árinu 1950, eöa
lengur, og hafa þegar kostaö
stórfé. Eftir þessar niðurstöður
sem árangur áratugabaráttu,
stöndum við allt i einu uppi með
„afturgöngunefnd”, sem hefur
unnið sér það til frægðar að
rekja sig aftur úr öllum rann-
sóknum og skynsamlegum rök-
um, og þarf .nú 56 milljónir til
þess að geta sagt til um heppi-
legt staðarval hafnar við suður-
ströndina. Það er raunar ekki
undarlegt, þvi að fyrir þessa
upphæð gætu góðir sérfræðingar
nánast sýnt fram á hagkvæmni
hafnar uppi á miöjum Vatna-
jökli.
I skýrslu nefndarinnar er
vitnað i greinargerð með þings-
ályktunartillögu frá 1973 um
hafnargerð við suðurströndina
og segir þar, aö verkfræðingar
frá Bandarikjaher, sem gert
hafi athuganir á hafnarstæði við
Þykkvabæ 1952 hafi sagt, aö
„aðstaða til hafnargerðar við
Þykkvabæ sé i betra lagi”. Her-
inn hafi á þessum tima gert
uppdrætti og kostnaðaráætlun,
en nefndinni hefur ekki tekizt aö
afla þeirra gagna, þótt hún telji
það ekki fullreynt. Það hefur oft
verið þrautalending stjórn-
málamanna að skjóta sér á bak
við yfirlýsingar einhverra út-
lendinga i þeirri trú, aö landinn
láti þá heilbrigða skynsemi
lönd og leið, annað hvort af hátt-
visi við hinn útlenda, eða af
hreinni minnimáttarkennd.
Þessum rannsóknum Banda-
rikjamanna viröist nefndin
hampa mjög i frumskýrslu
sinni, enda þótt henni hafi ekki
tekizt að sjá þær eða kynna sér
þær.Hins vegar er varla minnzt
á þær rannsóknir og uppdrætti,
sem til eru vegna hafnarrann-
sókna við Dyrhólaey og eru upp
á hundruð blaðsiöna. En nú sið-
ustu ár var farið að vinna aö
þeim á þeim forsendum Hafnar-
málaskrifstofunnar og fleiri
aðila, að hafnarskilyrði við Dyr-
hólaey væru þau beztu, sem völ
væri á við suðurströndina. Með
öðrum orðum: Nefndin getur
ekki einu sinni fundið þann
grundvöll, sem staðiö hefur
undir tillöguflutningi skaft-
feilskra þingmanna um rann-
sóknir og hafnarbætur við Dyr-
hólaey, en þar má nefna tiliögur
og fyrirspurnir eftirtalinna
þingmanna siðustu 50 árin:
Gisla Sveinssonar, Guðlaugs
Gislasonar, Jóns Gislasonar,
Jóns Kjartanssonar, Óskars
Jónssonar, Ragnars Jónssonar,
Einars Oddssonar. 1 skýrslunni
er hins vegar vitnaö til þings-
ályktunartillögunnar frá 1973
um athugun á hafnargerð við
Þykkvabæ, — svo sem áður er
vikiö að, en flutningsmaður
þeirrar tillögu mun hafa verið
Björn Fr. Björnsson, formaður
þessarar núverandi hafnar-
nefndar.
Einn liður i kostnaðaráætiun
nefndarinnar kallast „athugun
á lausn hafnarmála á vestur-
hluta suðurstrandarinnar og
Vestmannaeyjum. — Kostnaður
3 millj. — 3,5 millj. kr.” Þarna
mun átt við Eyrarbakka,
Stokkseyri, Þorlákshöfn og
Vestmannaeyjar. Ég man ekki
betur en að þær hafnarbætur,
sem unnið hefur verið aö I Þor-
lákshöfn og enn þá er unnið að,
séu liður I áætlun um lausn
hafnarmála á þessu svæði, og
voru Vestmannaeyjar þar ekki
undanskildar. Það er svo ekki
nema eftir öðru, að nefndin
þurfi 3,5 milljónir til þess að éta
sig aftur á bak að þeirri lausn.
Hvernig væri að spyrja sjó-
menn svæðisins, eöa jafnvel
mann, sem kallast hafnarmála-
stjóri, i hvaða tilgangi unnið sé
að hafnarbótum i Þorlákshöfn,
eða hvers.vegna fjármagn
fékkst til þeirra fram^yæmda. 1
sannleika sagt held að
nefndin ætti aö fara fram á eins
og hálfrar milljón króna fram-
lag til þess að rannsaka, með
svokölluðum hagkvæmnisrann-
sóknum, hvort hagkvæmt sé, að
nefndin haldi áfram störfum.
Fyrir þær 56 milljónir, sem
nefndin fer fram á til tillögu-
gerðar gætu Skaftfellingar gert
örugga smábátahöfn við Dyr-
hólaey, sem siðar mætti stækka
ogfella að hugmyndum um höfn
austan Dyrhólaeyjar og i Dyr-
hólaós. Reyndar hófu Skaftfell-
ingar þegar i sumar fyrstu
framkvæmdir til undirbúnings
smábátahafnar viö Dyrhólaey.
Það kemur þvi úr hörðustu átt,
þegar þingskipuð nefnd opin-
berar það eftir tveggja ára
starf, að hún viti minna en ekki
neitt, og eina niðurstaöan, sem
hún hefur komizt að, sé sú að
leggja þurfi i umtalsverðan
kostnað til þess að skila raun-
hæfu áliti.
Fyrir tveimur árum veitti al-
þingi 1,5 miiljónir króna til
hækkunar varnargarös gegn
Kötluhlaupum, sem Vikurkaup-
túni gæti stafað hætta af. Þetta
fjármagnhefðiáttaðduga til að
hækka varnargarð, sem fyrir
var. Einhverra hluta vegna
varð að sanna nauðsyn þessarar
framkvæmdar fyrst á pappirun-
um, og rannsóknir voru gerðar,
sem styðja skyldu framkvæmd
verksins. Þegar svo átti að
vinna verkið, kom babb i bátinn,
— peningarnir höfðu allir farið i
þessar fræðilegu athuganir og
rannsóknir, og enn þá er Kötlu-
garðurinn jafn lágur og áður og
mannslif Vikurbúa jafn lágt
reiknuð. Þess vegna held ég, að
stundum megi sleppa einhverju
af þessum „hagkvæmnisrann-
sóknum” og láta bara skynsem-
ina og athafnaþörfina ráða,
jafnvel þó aö einstaka lærður
rannsóknarmaður missi við það
spón úr aski sinum og neyöist til
þess aö óhreinka á sér hendurn-
ar við önnur störf tima og tíma.
Ég get ekki fundið annað Ut Ur
tilvitnunum ráðherra i þessa
skýrslu nefndarinnar, en að ein-
hverjir nefndarmanna sæki það
svo fast, að Þykkvibær verði
fyrir valinu sem hafnarstæði, að
þeir hinir sömu telji, að ekki
dugi minna en 56 milljónir
króna til þess að reyna að af-
sanna fyrri rannsóknir og kenn-
ingar um Dyrhólaey sem heppi-
legasta hafnarstæði suöur-
strandarinnar. Ef gera á tilraun
tilað ómerkja niðurstöður og þá
vinnu, sem þegar hefur verið
lögð í hafnarrannsóknir viö
Dyrhólaey með þessum hætti,
held ég, aö ekki væri úr vegi að
rannsaka lika hvað að baki ligg-
ur, og mætti þá byrja á eftirfar-
andiatriðum: 1. Hverjir laumu-
pokuðust við að kaupa jarðir
bænda umhverfis Þykkvabæ áð-
ur en almenningur vissi um
ráðagerðir Bandarikjamanna
um flugvallar- og hafnargerð
þar 1952?
2. Hverjir eiga lönd og gætu átt
hagsmuna aö gæta, ef til
hafnarframkvæmda kæmi þar?
3. Eru likur á, að hagsmuna-
tengsl, átthagatengsl, stjórn-
málaáróður eða atkvæðaveiðar
ráðigerðum einhverra nefndar-
manna?
Kæmi það i ljós, tel ég þá
nefndarmenn ekki færa um að
starfa i jafnþýðingarmikilli
nefnd og þessi er.
Enn fremur tel ég óviðeigandi,
að fyrrverandi þingmaður, sem
flutti tillögu á alþingi 1973 um
hafnargerð við Þykkvabæ og
unnið hefur leynt og ljóst aö
þeim málum, skuli skipa for-
mennsku þessarar nefndar, sem
taka á hlutlausa afstöðu um
staðarval hafnar við suöur-
ströndina.
Reynisbrekku,22.okt. 1976 ^
FÆREYSK KONA í
LANDSKJÁLFTUNUM
í TANGSJAN
Menn minnast júiinæturinnar,
þegar iandskjálftinn mikli reift
yfir Klna og lagfti borgina Tang-
sjan I rústir. Kínvcrjar sjálfir
hafa ekki látift uppi, hversu
margt fólk fórst I þeim hamför-
um. Er trúlegast, aft enginn viti
þaö meft futlri nákvæmni, en út-
lendir fréttamenn hafa gizkaft á,
aft um átta hundruft þúsund
manns hafi farizt. Þaft jafngild-
ir þvl, aft einhver smáþjóftanna I
heiminum heffti þurrkazt út I
einu vetfangi.
Svo vildi til, að margt út-
lendra gesta var I gistihúsi i
Tangsjan þessa örlaganótt, þar
á meðal Norfturlandabúar. 1
þeim hópi voru Færeyingar. Við
þessa sögu kemur einkum fær-
eysk kona, Bergþóra Hanusar-
dóttir Hanse'n, tannlæknir að
starfi. Hún var þarna með
manni sinum, Boga aö nafni.
Dönsk kona, sem einnig var I
hópnum, hefur sagt frá frammi-
stööu Bergþóru I blööum.
— Viö hjónin vorum i herbergi
105, segir hin danska kona, og
þegar viö ætluðum að hlaupa út,
komumst við að raun um, að
hurðin sat föst i karminum. Við
höföum kastazt fram úr rúminu
og ráfuðum fram og aftur um
herbergið. Niðamyrkur var, og
rykiö, sem gaus upp fyllti vit
okkar. Við óðum I kalkrusli og
múrsteinabrotum. Aköf hræðsla
greip okkur: Hvað hafði eigin-
lega gerzt? Við sáum ekki hvort
annað, en héldumst í hendur og
þreifuðum okkur áfram meö-
fram veggjunum. Svo flaug
okkur I hug að reyna aö finna
lökin úr rúmunum, rifa þau i
lengjur og binda þau saman i
þeirri von, að viö gætum látiö
okkur siga út um glugga.
Þá heyrðum við stillilega rödd
úti fyrir:
Stökkvið út — þaö er ekki hátt.
Þetta var Bergþóra Hanusar-
dóttir. Við þetta var eins og við
áttuðum okkur heldur. I þessum
svifum rak ég mig á stól, og á
honum lá hvitur koddi. Honum
henti ég út um gluggann. Mér
virtust vera þrir til fjórir metr-
ar niöur á jörð. Undir gluggan-
um grillti ég i einhverjar mann-
verur. Þetta voru Bergþóra og
Bogi. Þau höfðu haft þá fyrir-
hyggju að fleygja út dýnu úr
herbergi sinu, áður en þau
stukku út, og nú drógu þau
þessa dýnu yfir múrsteinahrúg-
ur og glerbrot undir gluggann
okkar. Og nú stóðu þau þarna
allsendis róleg undir húsveggn-
um, sem þó gat hrunið hvenær
sem var.
Ég stóö viö gluggakistuna og
hrópaði: