Tíminn - 27.10.1976, Blaðsíða 19

Tíminn - 27.10.1976, Blaðsíða 19
MiOvikudagur 27. október 1976 TÍMINN 19 flokksstarfið Framsóknarfólk Norðurlands- iL kjördæmi-eystra Arshátiö framsóknarmanna veröur haldin f Félagsheimili Húsa- vikur laugardaginn 30. október og hefst hún meö boröhaldi kl. 19.30. Einar Agústsson útanrikisráöherra flytur ávarp og Baldur Brjánsson töframaöur skemmtir. Stuölar leika fyrir dansi. Þátttöku ber aö tilkynna til formanna framsóknarfélaganna i kjördæminu eöa í sima 41510 á Húsavlk á skrifstofutima I siöasta lagi miövikudaginn 27. október. Hótel Húsavik býöur gistingu á hagstæöu veröi. Allt framsóknarfólk hvatt til aö mæta og gera árshátiö þessa sem veglegasta. — Framsóknarfélag Húsavikur. Framsóknarvist á Flateyri 29. okt. og 5. nóv. Framsóknarfélag önundarfjaröar veröur með þriggja kvölda spilakeppni I samkomuhúsinu Flateyri föstudagana . 29. okt. og 5. nóv. Byrjaö veröur aö spila kl. 21.00 öll kvöldin. Verölaun fyrir hvert kvöld og heildarverðlaun. — Allir velkomnir. Rangæingar Aöalfundur Framsóknarfélags Rangárvallasýsluveröur haldinn I Gagnfræðaskólanum Hvolsvelli sunnudaginn 31. október kl. 3 sd. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf, kosning fulltrúa á kjör- dæmisþing. Ræöumaöur fundarins auglýstur siðar. Stjórnin. Húsvíkingar Frá 1. október aö telja veröur skrifstofa Framsóknarfiokksins á Húsavik opin á miðvikudögum og fimmtudögum milli kl. 18 og 19ogá laugardögum millikl. 17og 19. Bæjarfulltrúar flokksins veröa til viötals á skrifstofunni á miö- vikudögum kl. 18 til 19, og eru bæjarbúar hvattir til að notfæra sér þá þjónustu. Kópavogur Framsóknarfélag Kópavogs heldur aðalfund sinn miövikudag- inn 27. október n.k. kl. 20.30 að Neðstutröö 4. Venjuleg aöalfundarstörf. bráinn Valdimarsson framkvæmda- stjóri mætir á fundinum og ræöir flokksmál. Stjórnin. Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Alfreö Þorsteinsson, borgarfulltrúi veröur til viötals á skrifstofu Framsóknarflokksins, Rauöarárstig 18, laugardaginn 30. okt. ki. 10-12. Árnessýsla Aðalfundur Framsóknarfélags Arnessýslu veröur haldinn aö Eyrarvegi 15, Selfossi, fimmtudagskvöldiö 28. otkóber kl. 9. Aöal- fundarstörf. Þórarinn Sigurjónsson alþingis- maöur ræöir stjórnmálin Kjörnir fulltrúar a kjördæmisþing 12.-13. nóv. Stjórnin. Reykjaneskjördæmi Kjördæmisþing Framsóknarmanna I Reykjaneskjördæmi veröur haldið I Hlégaröi sunnudaginn 21. nóvember og hefst kl. lOf.h. Formenn flokksfélaganna eru beönir aö huga aö kjöri full- trúa á þingiö. Stjórn K.F.R. Norðurlandskjördæmi — Eystra Kjördæmisþing Framsóknarmanna i Noröurlandskjördæmi eystra veröur haldiö I félagsheimilinu Húsavik dagana 30. og 31. október. Fulltrúar vinsamlega hafi samband viö skrifstofu Framsóknarflokksins á Akureyri. Simi 21180. — Stjórnin. Snæfellingar Framsóknarfélögin á Snæfellsnesi efna til 4 spilakvölda I vetur. Fyrsta framsóknarvistin veröur aö Breiðabliki Miklaholtshreppi laug- ardaginn 30. okt. og hefst hún kl. 21. Avarp flytur Magnús Ólafsson formaður S.U.F. Góð kvöldverölaun. Heildarverölaun fyrir fyrstu kvöldin. Dansaö á eftir spilamennsk- unni. — Stjórnin Kjalarnes, Kjós, AAosfellssveit Kjósarsýslubúar! Framsóknarfélag Kjósarsýslu býöur velunnurum sinum upp á sérstök afsláttarkjör meö Samvinnu- ferðum til Kanarieyja I vetur. Þessi vildarkjör gilda fyrir allar Kanariferöir meö Samvinnuferöum, utan jóla- og páskaferöir. Upplýsingar gefur Kristján Þórarinsson, Arnartanga 42, simi 66406 á kvöldin. Félag ungra framsóknarmanna, Reykjavík boöar til almenns umræöufundar aö Hótel Sögu súlnasal, sunnu- daginn 31. október kl. 2. Fundarefni: Réttarriki — Gróusögur. Þátttakendur I umræðum Guömundur G. Þórarinsson, Jón Sig- urösson, Sighvatur Björgvinsson og Vilmundur Gylfason, um- ræöustjóri Magnús Bjarnfreösson. Fundargestir fá aö leggja fram skriflegar spurningar. Allir velkomnir. — Stjórnin. Kópavogur: „Ef þeir fara ekki eftir samningnum, erum við ekki bundnir þeim heldur" — segir Gottfreð Arnason, framkvæmda- stjóri Víbró um húsaleigusamning við bæjarfógetaembættið gébé Rvlk. — Þegar ég undirrit- aöi húsaleigusamninginn fyrir hönd Vibró, undirrituðu hann einnig þrir háttsettir embættis- menn rikisins, og ég tel að öllum sé það ljóst, að þá þegar var verö- stöðvun I gildi, sagði Gottfreð Arnason, framkvæmdastjóri Vibró I Kópavogi, en fyrirtækiö er leigusali á húsnæöi þvi, sem bæj- arfógetaembættiö hefur til afnota i Kópavogi, en eins og fram hefur komið i frétt I Timanum nýlega hefur veriö krafizt útburöar em- bættisins úr húsnæðinu. — Þrátt fyrir fyrirliggjandi verðstöövunariög, stendur I samningnum, aö leiga skai greið- ast I samræmi við vísitölu hús- næöiskostnaöar atvinnuhúsnæöis og enginn fyrir vari settur um það, að frekari heimild þurfi til aö uppfylia þetta atriöi samningsins, sagöi Gottfreö. — Ég hlaut lika að llta svo á, aö meiningin væri aö standa viö samninginn, þvi aö ef embættis- menn undirrita samning, sem þeir ekki standa viö, getur þaö oröiö alvarlegt mál, sagöi hann. Siðan spuröi Gottfreö hvort þaö væri ekki i samræmi við islenzk. lög, aö staöiö skuli viö geröa samninga, eöa á rlkiö aö ganga á undan I hinu gagnstæöa? — Ef embættismenn eru ekki bundnir af gerðum samningum, þá sé ég ekki, aö við séum þaö heldur. Þess vegna standa samningaaöilar jafnréttháir gagnvart lögunum, og væri æski- legt aö fá úr þessu skoriö. — Astæöan til þess aö viö förum fram a aö leiga þyrfti aö hækka, er stóraukin útgjöld, sem þarf aö mæta. — Eitt opinbert fyrirtæki hækk- aði þjónustu sina um 34,7%, en þaö er kostnaöur sem viö þurfum aö greiöa beint vegna embættis fógeta, þetta fyrirtæki fékk hækkunina, þrátt fyrir alla verö- stöövun. Annaö dæmi er, af ööru opinberu fyrirtæki, þaö hækkaöi sina þjónustu um rúmlega 71% og þess vegna er spurningin: Rikiö sjálft og stofnanir þess eiga margar fasteignir. Kemst þaö af meö sama fjármagn til þess aö greiöa kostnaö viö fasteignir sln- ar og á siöastliönu ári? Bæjarfógetaembætti, þar sem ég þekki til, greiddi 65% hærra gjald en þaö, sem embættiö I Kópavogi greiðir fyrir hliöstæöa þjónustu, þ.e. húsaleigu. — Ég vil aö lokum benda á þaö, aö leiga sú, sem okkur er greidd, er nánast helmingur af þvi sem gerist og gengur hér i kring um okkur, sagöi Gottfreð Arnason, framkvæmdastjóri. Peron í 15 óra fangelsi Reuter, Buenos Aires. — Maria Esteia Peron á nú yfir höfði sér fimmtán ára fangeisisdóm fyrir að draga sér sem nemur hálfri milljón dollara úr góðgerðasjóði ein- um, meðan hún gegndi em- bætti forseta Argentinu. Þessi fjörutiu og fimm ára gamla fyrrverandi dansmey, sem stjórnaði Argentinu um nærri tveggja ára skeið, var á mánudag fundin sek um að hafa skrifað sex ávisanir á bankareikning sjóðsins, án fullnægjandi ástæðna. Ilaft er eftir áreiðanlegum heimildum, að yfirheyrslum sé ekki lokið, en þegar þær hafa farið fram, mun dómur verða felldur yfir henni. Leiðrétting VEGNA fréttar I blaðinu i gær um mannshvarfiö i Frankfurt, skal þaö leiörétt, aö byggingarfyrir- tækið Byggung i Kópavogi, er ekki byggingarsamtök ungra sjálfstæöismanna, eins og stóö I fréttinni. Þegar þetta fyrirtæki var stofnaö, var þaö ætlunin, aö það yröi skráö sem byggingarfé- lag ungra sjálfstæöismanna, en bæjarstjórn Kópavogs vildi ekki samþykkja þaö. Félagiö er þvl ekki rekiðf tengslum viö flokkinn, en þess skal þó getiö, aö formaöur þess er einn af framámönnum hjá ungum Ihaldsmönnum. —Gsal— O Iðnaðurinn Egilsstaöi föstudaginn 29. októ- ber. Mun ráðherra um morguninn skoða nokkur iðnfyrirtæki, mæta á fyrrnefndum fundi, og standa fyrirmóttöku kl. 17. Iðnaðarráðu- neytiö mun efna til móttöku kl. 17- 19 föstudaginn 29. október og munu i móttöku þessari samtök iönaöarins heiöra ýmsa aöila sem starfað hafa aö iðnaði á Egils- stööum. A ,,degi iönaðarins” veröur fáni islenzkrar iðnkynningar dreginn að húni á nokkrum stööum hér og verzlanir munu taka þátt I kynn- ingu á islenzkum iðnvarningi. Iönsýningin i Valaskjálf verður opin almenningi á föstudag 17-22 og laugardag frá kl. 13-19. 1 tengslum við sýninguna veröur efnt til getrauna um atriöi er varða iönaðinn á Egilsstööum og fá allir sýningargestir get- raunaseöil afhentan ókeypis. Formaður sýningarnefndar er Bjarni Arthúrsson. © Tilraun mönnum og veröur notuö hér á landi, þegar hún hentar. Sverrir Runólfsson sagöi, aö verklýsingu sinni heföi veriö neit- aö og sagði sföan: „Varö ég þá aö gera mitt bezta til aö bjarga þvl, sem hægt var aö bjarga, þvl þeg- ar vegagerðin neitaöi aö sam- þykkja verklýsingu mlna, var of seint fyrir mig aö snúa til baka, án þess aö tapa stórfé, þvi þá var vélin á leiö til landsins.” Astæöuna fyrir holumyndun- inni I vegarkaflanum, kvaö Sverrir vera þá, aö dreifari, sem hann notaöi viö lagningu vegar- ins, heföi bilaö og þvl heföu hol- urnar myndazt. © Á víðavangi efsta sætiö, viku siöar um ann- aö sætiö o.s.frv. Meö þessu móti töldu þeir félagar, aö þeir gætu bezt tryggt sér þessi efstu sæti I staö þess, aö próf- kjör færi fram i einu lagi. Breytingartillaga frá ungum jafnaöarmönnum kom I veg fyrir þessa fyrirætlan Gylfa og Benedikts. Var sú tillaga sam- þykkt og fer prófkjör i Alþýöu- flokknum fram meö svipuöum hættiog I Sjálfstæöisflokknum og Framsóknarflokknum. —a.þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.