Tíminn - 27.10.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 27.10.1976, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 27. október 1976 TÍMINN II Reykingar barna og unglinga: Þáttur foreldranna reykinga- venjum barna afgerandi SÍÐASTLIÐIÐ haust var gerð i Noregi umfangsmikil rannsókn á reykingavenjum barna og unglinga þar i landi. Rannsókn þessi náöi til allra barna á aldr- inum tólf til fimmtán ára (6.-9. bekkur), og sýndu niöurstöö- urnar, aö afstaöa foreldranna til tóbaksnotkunar réöi langmestu um reykingarvenjur barnanna. Það sem sér i lagi ákvaröar tóbaksnotkun þeirra er hvort foreldrar þeirra gefa þeim leyfi til aö reykja eða ekki. BurtséÖ frá þvi hvort foreldrarnir sjálfir reykja eöa ekki, þá sýndu niðurstööurnar aö bann hefur afgerandi áhrif á reykingar barna og unglinga. Hér um bil allir nemendurnir i niunda bekk höföu einhvern tima prófað aö reykja, en aöeins einn fjóröi þeirra reykir að staöaidri. Þaö er ástæöa til aö undir- strika það, hve alvarlegar þess- ar niðurstöður eru. Sé saman- burður geröur við tilsvarandi rannsóknir, sem geröar voru fyrir fimmtán og tuttugu árum, kemur i ljós, aö börn byrja miklu fyrr aö reykja aö staö- aldri nú en þá. Sérfræöingar hafa bent á þá staðreynd, aö reykingar barna og unglinga geti heft eðlilegan þroska, og aö hættan á heilsutjóni aukizt sam- hliða þvi sem þau eru yngri er þau byrja. Rannsókn þessi var gerö af kirkju- og menntamála- ráöurieytinu. Þann fjórða nóvember 1975 fengu nemendur i 6.-9. bekk afhent spurninga- eyöublöð, þar sem þau voru beöin um að gefa upplýsingar um reykingarvenjur sinar og þurftu þau ekki aö gefa upp nafn sitt. Yfir tvö hundruö þúsund nemendur, eöa næstum nfutiu prósent af öllum nemendum á þessu skólastigi tóku þátt í rannsókninni. Þá var hverjum skóla gert aö gera athugun á reykingarvenjum nemenda i skólanum, hve margir reyktu aö staðaldri, og hve margir fiktuöu við það og senda ráðuneytinu til úrvinnslu. Siðan var válinn hópur sjö þúsund nemenda, og byggja niðurstöður rannsóknar- innar i meginatriöum á upplýs- ingum þeim, sem hann gaf. Rannsóknin sýnir, að reyk- ingar föður og móöur og afstaöa þeirra til þess hvort barn þeirra reykir eða ekki, er alveg afger- andi fyrir venjur næstu kynslóö- ar I þessum efnum. 1 þeim hóp sem voru börn, sem komu frá heimilum, þar sem báöir for- eldrarnir reyktu og gáfu auk þess barni sinu leyfi til aö reykja, reykja sjötiu og tvö pró- sent aö staðaldri þegar þau eru komin i niunda bekk. Hins vegar er tilsvarandi tala undir tiu pró- sentum, ef foreldrarnir reykja ekki og banna börnum sinum aö reykja. Ef foreldrarnir reykja, en leyfa börnunum ekki aö gera þaö, eru tiltölulega fá sem reykja aö staöaldri meöal ni- undubekkinga. Minnst er um þaö aö börn byrji aö reykja þeg- ar báöir foreldrarnir gefa gott fordæmi og banni þvi jafnframt að reykja. Þaö er einnig skýrt samband á milli þess hve mikil tóbaksnotkunin er meöal þeirra unglinga, sem reykja aö staö- aldri og þess hvort þau fá leyfi til aö reykja eða ekki. Drengir og stúlkur, sem reykja daglega og fá leyfi til þess, reykja sjö til átta vindlinga á dag, en þeir sem ekki fá leyfi til þess reykja I fjórar til fimm sigarettur. Vinir og kunningjar á sama aldri — og eldri systkini — hafa ennfremur mikiö að segja varð- andi þaö hvernig reykingar- venjurnar þróazt. Rannsóknin sýnir, aö þrjátiu og sjö prósent reyktu daglega, þegar bezti vin- ur eöa vinkona geröi þaö lika, en aftur á móti aöeins eitt komma sjö prósent, þegar þau gerðu þaö ekki. Ahrifin frá eldri syst- kinum vorunokkru minni. Reykingar meðal drengja fara minnk- andi Þegar i sjöunda bekk hafa fjórir af hverjum fimm drengj- um og þrjár af hverjum f jórum stúlkum prófaö aö reykja. I ni- unda bekk eru þaö aðeins þrettán prósent af drengjunum og tólf prósent af stúlkunum, sem aldrei hafa reykt. t sjötta bekk eru það tvö prósent nem- endanna, sem reykja að stað- aldri.f sjöunda bekk hefur talan hækkaö upp i sjö prósent og 1 áttunda bekk sextán prósent. t niunda bekk hraðvaxa svo reyk- ingarnar, og er þar áberandi munur á kynjunum, en tuttugu og átta prósent af stúlkunum og tuttugu og þrjú prósent af drengjunum reykja þá að stað- aldri. Ef þeir sem fikta við að reykja, eru lagðir viö þá sem reykja aö staðaldri, fæst heild- armynd af reykingum skóla- barna. Þeir, sem fikta viö þaö eru alveg jafnmikilvægur hópur og hinir, þvi að flestir þeir sem tilheyra honum, byrja aö reykja aö staðaldri seinna meir. Þaö er áhugavert aö bera þessar tölur saman viö rann- sóknir, sem geröar voru á árun- um 1957 til 1963. Samanburöur við aldurinn tólf til fimmtán ára sýnir að á timabilinu frá 1957 til 1963 og allt til 1975 minnkuðu reykingar drengja i öllum ald- urshópum. Aftur á móti hefur þeim stúlkum, sem reykja að staðaldri, fjölgaö prósentvis. Þetta samsvarar niðurstööum, rannsókna, um reykingavenjur kvenna almennt, — fjöldi þeirra sem reykja hefur aukizt gifur- lega frá þvi þessar rannsóknir hófust árið 1956. En nú virðist svo vera sem þessi þróun hafi stoppað. Frá þvi tóbaksverndarráð rikisins hóf athuganir sinar áriö 1973 hefur prósenttala kvenna, sem reykja að staðaldri, haldizt nokkurn veginn i staö, og á þaö einnig við um yngsta aldurshóp- inn, sextán til tuttugu og fjög- urra ára. Skýrslur frá skólastjórum næstum þrjátiu þúsund skóla, sýna að góð upplýsingastarf- semi er rekin um þessi mál i skólum. Viöa er þaö skylda, aö nemendur ljúki námskeiöi um skaðsemi áfengis, tóbaks og eiturlyfja. Rannsóknin hleypti svo enn meiri krafti i upplýs- ingastarfið. Eftirspurnum eftir kynningar og upplýsingabæk- lingum hefur ekki linnt, og blöð, útvarp og sjónvarp fluttu fréttir um niðurstööur rannsóknanna. Enda er það brýnt, aö bæöi for- eldrar og skólayfirvöld geri sér grein fyrir þvi, hve vandamálið er oröið umfangsmikiö. — Nú stekk ég. Og samstundis svaraöi Berg- þóra: — Snúöu þér viö og láttu þig siga niður á höndunum eins langt og þú getur, áöur en þú sleppir þér. Allt i einu er ég komin niöur á jörö. Dýnan var mjúk, og þótt ég endaveltist i fallinu, meiddi ég mig ekki neitt. Frakkar, sem einnig voru i gistihúsinu, höföu brotiö huröimar á herbergjum sinum, og nú ruddustþeirút hver af öör- um. En þeir komu ekki allir. Steinsteyptur biti, sem féll niö- ur, haföi slegizt i eina«konuna. Hún hafði notaö svefnlyf, og þess vegna vaknaði hún seint. En Kinverjar, sem höföu veitt okkur leiösögu á ferðalaginu, fóru inn i lemstraö húsiö, og loks fundu þeir hana og komu meö hana út meövitundarlausa. Er nokkur i hópnum, sem kann blástursaðferöina og getur freistaö þess að bjarga henni? Aftur kemur Bergþóra til sög- unnar. Hún ris rösklega á fætur og gengur til verks af æöru- lausri einbeitni. Viö hin sitjum á jöröinni og snúum saman bök- um til þess aö verjast falli i verstu kippunum. Litlu siöar koma kinverskir björgunar- menn, berandi niu Japani, sem allir hafa stórslasazt. Og enn er Bergþóra kvödd til. Viö hin vor- um öll ringluð og ráðalaus. Viö kunnum ekkert, sem til gagns getur oröiö, þegar þessu likt ber að höndum. Sum okkar reyna að telja kin- versku túlkana og leiösögu- mennina á að fara heim til sin aö vita fjölskyldna sinna, og láta okkur, sem komin erum undir beran himinn, biöa betri tima. En þeir segja allir einum rómi, aö þeirra staöur sé hjá okkur og fullyrða, að aörir veiti fjölskyidum þeirra þá hjálp, sem i mannlegu valdi stendur. Þannig leiö þessi nótt. Martröðinni létti ekki fyrr en viö vorum komin i gistihús i Peking, þar sem okkar beið heitt vatn, hrein rúm og læknis- skoöun. Við vorum öll sett i eitt herbergi, þvi að þröngt var á öllum gististöðum eftir jarö- skjálftana. En samkomulagiö var gott, og við önduðum öll léttara. — Þaö væri skritiö, ef sá sem fæöist i Kvivik, endaöi ævina i landskjálfta i Tangsjan, segir gamall Færeyingur, sem ekki hefúr orðiö uppnæmur. Litlu seinna var flogið meö okkur lengra suður á bóginn. Viö höföum sloppiö heil á húfi úr einhverjum mestu náttúruham- förum veraldarsögunnar. Og kona úr einum af úteyjum heimsins haföi getiö sér oröstir fyrir hugrekki, æðruleysi og kunnáttusamleg viöbrögö. AAenningar- og fræðslusamband alþýðu: Nýjar leiðir í fræðslustarfi F.I. Reykjavik. — Samtök menn- ingar- og fræöslusambands al- þýðu á Noröurlöndum hafa á slð- ustu árum eflt samstarfið sin á milli. Eitt af þeim verkefnum, sem unnið hefur verið að, miðar að þvi að ná til fólks á vinnustöð- unum og fá það til að taka þátt I almennu fræðslustarfi. Þetta verkefni hefur á Norðurlöndum verið nefnt „uppsökande verk- samhet”, en á íslenzku er i bili notastvið orðin „örvandi fræöslu- starf”. Verkefnið er styrkt af Norræna menningarmálasjóön- um. Hér á landi hefur Menningar- og fræöslusamband alþýöu staðiö að verkefninu á eftirfarandi hátt: í samvinnu viö Iöju, félag verk- smiöjufólks i Reykjavik voru val- in þrjú iönfyrirtæki á félagssvæð- inu: Ofnasmiöjan h.f., Prjóna- stofa önnu Þóröardóttur h.f. og klæöaverksmiðjan Dúkur h.f. Guömundur Bjarnleifsson, járn- smiöur, var siöan ráöinn sérstak- lega til þess aö fara á vinnustaö- ina og ræöa viö fólkiö, en áöur haföi hann kynnt sér þann þátt i Noregi. Aö sögn Guðmundar skiptust viöhorf viömælenda greinilega á milli kynja. Konurnar höföu á- huga á aö afla sér meiri þekking- ar, en karlmennirnir þóttust færir i flestan sjó og vildu siöur setjast á „skólabekk”. Umræðuhóparnir, sem MFA setti á stofn i þessu skyni voru þrir: Sá fyrsti fjallar um sögu og markmið verkaiýðshreyfingar- innar og er leiöbeinandi i þeim hópi Ólafur R. Einarsson, menntaskólakennari. Annar tekurfyrir islenzka þjóðfélagiðog er ólafur Ragnar Grimsson prófessor, leiðbeinandi þar. Leik- húskynning fer fram i þriðja hópnum og annast Sigurður Karlsson umsjón og stjórn þess hóps. Hóparnir hófu störf sin i októ- berbyrjun og munu starfa i nokkrar vikur. Geta má þess, að af 70 viömæl- endum létu 44 skrá sig, eöa 63%. Dagbók borgaralegs skólds Hörpuútgáfan á Akranesi hefur gefiö út nýja Ijóöabók eftir Jó- hann Hjálmarsson, sem nefnist Dagbók borgaralegs skálds meö myndum eftir Alfreö Flóka. t fyrra gaf Iiörpuútgáfan út Mynd- ir af langafa eftir Jóhann. Dagbók borgaralegs skálds er niunda ljóöabók Jóhanns. 1 frétt frá Hörpuútgáfunni segir, aö i bókinni fjalli Jóhann um efni, sem alla varðar. — Umhverfi skáldsins i Reykjavik, islenzka náttúru ogfóik, sem skáldiö hefur kynnzt. Einn kafli bókarinnar er feröamyndir frá útlöndum, annar fjallar um skáld, sem búa viö ó- frelsi. Þar er einnig lýst ógnum striðs, vaxandi mengun, auk hug- myndafræði, sem gerist æ aö- sópsmeiri i samtimanum. Spurningar skáldsins eru áleitnar ogkrefjast svara. Höfundurinn er gæddur góölátlegri kimni og æöruleysi, sem þrátt fyrir alvöru er áberandi einkenni margra ljóöanna. Dagbók borgaralegs skálds er 98blaösiöur, prentuð i Prentverki Akraness hf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.