Tíminn - 27.10.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 27.10.1976, Blaðsíða 17
MiOvikudagur 27. október 1976 TÍMINN 17 Fyrsti siqur FH-inqa: „Þetta er allt að koma hjá okkur" — sagði Þórarinn Ragnarsson, eftir að FH-ingar höfðu unnið Framara — 29:23 ★ Framarar hafa misst þrjá lykilmenn sína Þegar Vals- menn settu á fulla ferð — voru Haukar sem börn í höndunum á þeim og máttu þola stórtap — 17:26 — Þetta er allt að koma hjá okkur, en óneitanlega vantar þó nokkuð upp á, að við séum orðnir ánægðir með leik okkar, sagði Þór- arinn Ragnarsson, lands- liðsmaður úr FH, eftir að FH-ingar höfðu unnið góð- an sigur (29:23) á Fram- liðinu í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. FH-ingar tóku leikinn i sinar hendur, eftir að Framarar höfðu byrjað ágætlega og náð foryst- unni i byrjun — 3:1 og siðan 7:5. Þá vöknuðu FH-ingar til lifsins og staðan var oröin (15:9) fyrir þá, þegar fyrri hálfleik lauk. Þeir héldu áfram i siðari hálfleiknum og náðu þá mest 8 marka mun 21:13 og 22:14. Framarar réttu aðeins úr kútnum undir lokin og minnkuðu þeir muninn i þrjú mörk — 22:25, en það dugði ekki gegn ákveðnum FH-ingum sem sigruðu örugglega — 29:23. — Ég er langt frá þvi aö vera á- nægður með leikinn. Við höfum orðið fyrir miklum blóðtökum, þar sem við höfum misst þrjá af lykilmönnum sóknarinnar á stuttum tima, sagði Ingólfur Osk- arsson, þjálfari Fram, eftir leik- inn. Ingólfur á þar við langskytt- urnar Pálma Pálmason, sem á við meiðsli að striða, Hannes Leifsson, sem er farinn til Vest- SIGURBERGUR SIGSTEINS- SON... sýndi oft skemmtileg til- þrif i hornunum. Hér sést hann skora gegn FH i gærkvöldi. — (Timamynd Gunnar) mannaeyja og Andres Bridde, sem er við vinnu að Sigöldu og mun a.m.k. missa þrjá næstu leiki Fram-liðsins. FH-ingar voru miklu betri en Framarar, sérstaklega var skemmtilegt að sjá til Janusar Guðlaugssonar sem fer fram með hverjum leik og er ákveðinn og fljótur að notfæra sér veikleika andstæðinganna. Janus skoraöi 6 falleg mörk gegn Fram. Aörir sem skoruðu fyrir FH, voru: Við- ar 7(4), Geir 4, Sæmundur 5, Arni 3, Þórarinn 3 (1) og Guðmundur Magnússon 1. Fyrir Fram-liðið skoruöu: Arn- ar 8(2), Guðmundur Sveinsson 7, Jens 4, Sigurbergur 1, Birgir 1, Arni 1 og Magnús 1. — SOS Valsmenn bættu tveimur þýðingamiklum stigum í safnið hjá sér i gærkvöldi í Laugardalshöllinni, þegar þeir unnu sætan sigur (26:17) yfir Haukum. Haukar veittu Valsmönn- um keppni um tíma í fyrri hálfleik, en þegar Vals- menn settu á fulla ferð i síðari hálfleik, réðu Haukarnir ekkert við þá — og stórsigur Valsmanna var staðreynd. Valsmenn byrjuðu leikinn mjög vel og náðu fljótlega fjögurra marka forskoti —6:2og siðan 8:4. Þá fór allt i baklás hjá þeim og Haukar meö Hörð Sigmarsson sem aðalmann , náðu að jafna 8:8 á 22. minútu. Jón Karlsson, sem átti mjög góðan leik, svaraði fyrir Val með þremur mörkum og Valsmenn höfðu yfir (12:19) i hálfleik. Jón Karlsson skoraði 8 af mörkum Vals i hálfleiknum og Hörður Sigmarsson, sem má ekki sjá smugu i varnarvegg andstæð- inga sinna — þá skorar hann, skoraði 7 af 9 mörkum Hauka. Valsmenn mættu siðan ákveðn- ir til leiks i siðari hálfleik og gerðu út um leikinn fljótlega, þegar þeir náðu 5 marka forskoti — 6:11 og siðan 7 marka forskoti — 19:12. Eftir það var sigur þeirra i öruggri höfn. Þorbjörn var afkastamesti leikmaður Vals i siðari hálfleiknum, en þá skor- aði hann 6 mörk. Jón Karlsson sýndi það i þess- um leik, að hann er einn af fáum handknattleiksmönnum okkar, sem er útsjónarsamur og heldur höfði, þegar mikið liggur við. Það sýndi hann i fyrri hálfleik, þegar Haukar lokuðu á linuspilið hjá Valsmönnum þá tók Jón sig til og skoraði með góðum langskotum. Valsliðið hefur nú örugga for- ystu i 1. deildarkeppninni — eina liðið sem ekki hefur tapað stigum. Mörkin i leiknum skoruðu: Valur: — Jón Karlsson 11 (4), Þorbjörn 8, Jón Pétur 4, Bjarni 2 og Steindór 1. Haukar: — Hörður 10 (2), Sigurgeir 2, Stefán 2, Trausti 1, Jón 1 og Þorgeir 1. Hver stal frá hverjum? — ,,Ég geröi þetta aðeins til að stríða þér”, sagði Iþrótta fréttamaður Vísis viö undir- ritaöan — i viðurvist vitna, sem eru tilbúin að staðfesta þessi ummæli — á föstudag- inn, þegar mistökin sem urðu hjá Timanum sl. föstudag bar á góma. Þar átti fréttamaður- inn við, að hann hefði aðeins sagt frá fréttinni um Teit, vegna þess að hann heföi séö tilvisunina um Teit á forsiðu Timans, en siöan ekki grein- ina á iþróttasiðu sem varö úti vegna mistaka. — Ég þurfti aö taka grein um körfuknattleik út til að koma fréttinni um Teit inn, sagði hann. tþróttafréttamaður VIsis (Björn Blöndal) sem er einum lagiö að gera úlfalda úr mý- flugu, skrifar nær heilsiðu- grein I blað sitt I gær, þar sem hann reynir á „aðdáunarverð- an hátt” aö saka undirritaðan um „fréttastuld” um leið og hann reynir að afsaka það, hvers vegna Vfsir hefði birt grein um Teit I föstudagsblað- „Ég gerði þetta aðeins til þess að stríða þér" inu. Hann segir: „Aö það gæti varla talizt óeðlilegt, að hann fylgdi fréttinni um Teit eftir”. Eftir að hafa lesið þessa setningu, er vægast sagt furöulegt, að Visir skyldi ekki hafa sagt frá þvi I gær, aö Teitur væri búinn að skrifa undir samning viö Jönköping. Hann hefur greinilega gleymt að fylgja fréttinni eftir — eöa taldi hann það kannski ekki hápunktinn i sambandi við fréttaflutninginn um Teit, aö hann væri búinn aö skrifa und- Hver stal frá hverj- um? Þar sem ég veit, að frétta- maöur VIsis (B.B.) hefur ver- ið afar upptekinn viö að semja grein sina um „fréttastuld- inn” ætla ég svona til gamans að rif ja upp eitt fréttastuldar- mál fyrir honum. Þessi ágæti maður hefur greinilega gleymt. þvi, aö eitt sinn var á gróflegan hátt stolið frétt frá Timanum — I.prentsmiöju — oghún birtorðrétt I öðru blaöi sama dag og hún birtist i Timanum — 21. ágúst 1975. Sú fréttsegir frá heimsmeti og er þannig: MELNIK RAUF70 M MÚRINN FAINA MELNIK frá Rússlandi setli nýtt glæsilegt heimsmet I kringlukasti kvenna I gærkvöldi i frjáisiþróttamóti I Zflrich I Sviss. Melnik rauf 70 metra múrinn, en hún kastaöi krlngl- unni 70,20 m. Hún átti eldra metiö — 69,90 m. Sama dag kemur fréttin I Alþýöublaöinu og er hún þannig: Umsión: Björn Blondal FAINA MELNIK fró Rússlandi' _ setti nýtt glæsilegt heimsmet i I Ikrlnglukasti kvenna I gærkvöldi á I frjálslþróttamóti I Zurit1* * I Sviss. Melnik rauf 70 metra mvfrinn. en | Ihún kastaði kringlunni 70,20 m. Hún átti eldra metiö — 69,90 m.J • Skyldi það hafa ver- ið tilviijun, að sama grein birtist orö- rétt? ? ? Aö lokum má geta þess, að fréttamaður VIsis segir i grein sinni, að það sé ekki oft sem I- þróttafréttamenn dagblað- anna standi i innbyrðis ritdeil- um, en þá sjaldan slikt hefur átt sér stað, hafa Timamenn oftast átt hlut að máli. Ég ætla ekki aö fara að svara þessari kjánalegu staöhæfingu, þar sem undirritaður hefur aldrei lent I ritdeilum við aöra i- þróttafréttaritara, enda hafa samskipti hans og frétta- manna annarra blaða veriö mjög góö. Fréttamaöur VIsis hefur aftur á móti gleymt þvi, að hann birti athugasemd frá Bjarna stefánssyni, frjálsi- þróttamanni, þar sem Bjarni gerði athugasemd við skrif I Þjóöviljanum og réðist þá harkalega á fréttamann Þjóö- viljans. Sú frétt birtist undir flennistórri fyrirsögn eins og grein hans I Visi i gær, þar sem hann varpar spurningu til undirritaðs. Eftir að frétta- maður Visis hafði birt árásar- grein Bjarna á starfsbróður hans á Þjóöviljanum, þurfti ritstjóri Visis að biðja iþrótta- fréttaritara Þjóöviljans afsök- unar á framkomu iþrótta- fréttamanns Visis gagnvart honum. Ég ætla ekki aö hafa þetta lengra. enda orðin miklu lengri athugasemd en upphaf- lega var ætlað við hinni „snilldarlegu" geröu stórfrétt iþróttafréttamanns VIsis 1 gær. Með Iþróttakveðju: — SOS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.