Tíminn - 27.10.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.10.1976, Blaðsíða 16
16 TÍMINN MiOvikudagur 27. október 1976 O RÆÐA inn vaxi og dafni i samræmi viö þarfir þjóöfélagsins og framtiö- arinnar. Þýðing landbúnaðar fyrir þjóðarbú- skapinn Landbúnaður hefir frá alda ööli veriö einn helzti atvinnuveg- ur islenzku þjóðarinnar og er þaö enn. býöing landbúnaöar fyrir is- lenzkan þjóöarbúskap er ótvlræö- ur. Viö landbúnaöarstörf vinna nú beint 7-8% þjóöarinnar. En viö þjónustu- og úrvinnslustörf eru þúsundir manna. Þótt bændum hafi fækkaö, en þjóöinnistórfjölg- aö, fæöir bændastéttin þjóöina af mjólk, kjötvörum og öörum þýö- ingarmestu fæöutegundum. Auk þessa er verulegur útflutningur landbúnaöarvara. Fluttar eru út kjötvörur fyrir um þaö bil 2 millj- aröa kr. á ári og skinn og ullar- vörur fyrir um 3 milljaröa og vex óðfluga. Landbúnaöarvörur eru þvl fluttar út fyrir um 5 milljarða kr. á ári. Anæsta árieráætlaö aö verja 2,2% af útgjöldum fjárlaga til útflutningsbóta á landbúnaöar- afurðum. A árunum 1964 til 1966 nam þessi prósentu tala milli 5 og 6%. Spurningin er hvort þessum fjármunum væri aö einhverju leyti betur variö til þess aö greiöa niöur kostnaö viö landbúnaöar- framleiöslu eða til aukinnar lána- starfsemi á sviöi landbúnaöar. Landbúnaöinn vantar tilfinnan- lega ódýrt fjármagn til endurnýj- unar húsa, ræktunar, vélvæöing- ar og tryggrar fóöuröflunar. Telja veröur þaö eitt brýnasta mál islenzks landbúnaöar aö geta byggt á öruggum markaöi, sem tryggir bændastéttinni svipuö kjör og öðrum landsmönnum. Dómsmál og réttar- far. A undanförnum mánuöum hef- ur fariö fram mikil umræöa um dómsmál og réttarfar. Þessar umræður hafa einkum beinzt að þvi að gagnrýna seinagang i meö- ferö dóms- og sakamála og hafa ýmis stóryrði og óviðurkvæmi- legar fullyröingar fallið i þessum sviptingum öllum. Sérstaklega hafa veriö tilnefnd meiri háttar sakamál og gjaldþrotamál. Þó hefur alls ekki veriö sýnt fram á, að dómsmál gangi nú hægar en áður hefir verið. Þessi umræöa hefur farið fram um þaö bil þrem árum eftir aö dómsmálaráöherra skipaði nefnd sérfræöinga til aö endurskoða dómstólakerfi lands- ins á héraösdómsstigi og gera um það tillögur, hvernig breyta mætti reglum um málsmeöferö i héraöi til að afgreiösla mála yröi hraöari. Nefndin samdi frumvarp til laga um Rannsóknarlögreglu rikisins ásamt tveim öörum frumvörpum sem fjalla um meö- ferö opinberra mála og skipan dómsvalds I héraði og lögreglu- stjórn. Dómsmálaráöherra lagöi þessi frumvörp fram á Alþingi I fyrra, en þau hlutu þvi miöur ekki af- greiöslu þá. Nú hefur ráöherra lagt þau fram á nýjan leik og ósk- ar enn eftir aö þeim veröi hraöaö gegnum þingið^ Þá hefur hv. ráöherra boðað framlagningu frumvarps til laga um gjaldþrotamál. Rétt er aö geta þess svona i leiðinni, aö dómsmálaráöherra flutti fyrir rúmum áratug slöan þingsályktunartillögu, sem fjall- aði um nauösyn þess, aö hraöa dómsmálum. Svo vel vill til, aö dómsmála- ráðherra er einn bezti og virtasti lögfræðingur landsins. Hann hef- ur um árabil kennt réttarfar viö lagadeild Háskóla Islands og var þvl manna bezt ljóst hvar skórinn helzt kreppti aö i þessum málum. Þegar af þessari ástæöu hefir hann beitt sér fyrir margháttuö- um nýmælum á sviöi dóms- og sakamála. Aö minu mati er merkasta ný- mæliö I fyrrnefndum lagafrum- vörpum stofnun Rannsóknarlög- reglu rikisins, Stefnt er aö þvi að koma á fót öflugri stofnun, sem hafi á aö skipa starfsfólki, sem veröi sérhæft til aö rannsaka TÓMASAR ýmsar tegundir afbrota og hafi lögsögu um land allt eftirþvlsem nánar er greint i lagafrumvarp- inu. Til þess aö sllk stofnun fái notiö sln veröur aö tryggja henni sómasamleg fjárráö.Kemur þá til kasta Alþingis aö sýna hug sinn til þessa máls. Þótt brýn nauðsyn sé á að styrkja réttarkerfiö, þó á þann veg aö saklaus maöur veröi aldrei sakfelldur, veröur kjarni málsins þó sá, aö þjóöfélagiö i heild og þeir aöilar, sem um þessi mál fjalla stuöli aö þvi öllum árum aö koma i veg fyrir aö afbrot séu framin. Skattamál. ískattamálum vilég taka undir þær breytingar, sem rikisstjórnin boðar, á þá leiö aö skipta skatt- byröinni réttlátar milli manna. Þaö er óþolandi, aö fólk sem hefir rúm fjárráö, aö þvi er séö veröur skuli ekki greiöa sambærilega skatta viö samborgara sina. Rétt er aö hafa i skattalögum heimildarákvæði til aö áætla tekj- ur, ef ekki er allt meö felldu, en gefa viðkomandi aö sjálfsögöu tækifæri til að skýra mál sitt. Þá er ástæða til að endurskoöa á- kvæöi um vaxtafrádrátt, svo ekki veröi um skör fram fariö I þeim efnum. Viö skattlagningu á tekjum hjóna er ég eindregið fylgjandi þeirri tilhögun aö taka fulit tillit til húsmæöra, sem vinna langan og strangan vinnudag á heimil- um. Ég vil aö lokum, góöir áheyr- endur, skirskota til þess, aö helztu verkefnin á sviði þjóðmál- anna eru nú eins og raunar jafnan áður i fyrsta lagi aö hagnýta sem bezt auölindir landsins i þágu þjóðarinnar. 1 annan stað eö skipta . þjóðartekjunum réttilega og viturlega miili þjóðfélags- þegnanna. Og i þriöja lagi að efla islenzka þjóö, mennta og þroska æsku landsins andlega, likamlega og siðferðilega. Samkvæmt fjár- lagafrumvarpi næsta árs er ætlað að verja tæpum 12 milljörðum króna til fræöslumála. Hér er um mikla fjármuniað ræöa og mikið i húfi að vel takist til um hagnýt- ingu þeirra. Sérstaklega rlður á miklu, að tryggja tengsl námsins við atvinnulifiö I landinu. Menntamálaráöherra setti sér þaö mark aö vinna aö því aö tengja námið atvinnuvegum þjóöarinnar. Nú er þess vegna unniöaö endurskoöun framhalds- skólastigsins á þann hátt aö leit- ast viö aö tryggja jafnan hlut verkmennta og bóknáms. Samtlmis er unniö aö þvi aö styrkja verknám á ýmsum skóla- stigum, m.a. meö endurskoöun námsskrár og samkennslu, þar sem þaö á viö. Þá er veriö aö styrkja verknámsbrautir fiöl- brautaskóla og verknámsdeildir Iönskólans i Reykjavik, auka tækjabúnaö Stýrimannaskóla og Vélskóla og efla Tækniskólann. Þá er einnig fjallað um samræm- ingu og samstarf Tækniskólans og Verkfræöideildar Háskóla Is- lands, þar sem veriö er aö koma upp nýjum verknámsbrautum. Skólanám, hvort sem er verk- legt eöa bóklegt, er hvergi nærri nægilegt. Skólarnir veröa einnig aö leggja rika áherzlu á aö ala upp þroskaöa þjóöfélagsþegna. Orva likamsrækt og reglusemi i hvivetna til þess aö skapa alhliða þroskuð ungmenni, sem geta tek- izt á viö lifiö meö sem beztum ár- angri. Aö lokum þetta. Þótt ýmsar blikur séu á lofti i efnahagsmálum hefir islenzka þjóöin þó aldrei haft eins miklu aö tapa eins og einmitt nú og heldur aldrei til eins mikils aö vinna. Þess vegna á hún aö þjappa sér saman, a.m.k. að vissu marki, til þess aö sigrast á veröbólgunni. Þaö er öllum fyrir beztu, hvar i stétt eöa starfi sem þeir standa. Okkur hættir mörgum hverjum til aö spyrja um þaö hvaö þjóöfélag- iö geti gert fyrir okkur. En nú skulum viö spyrja. Hvaö getum við gert fyrir þjóöfélagið. Félag afgreiðslustúlkna í brauð- og mjólkurbúðum: Klofningur í stjórninni vegna lokunar mjólkurbúða gébé Rvik. — Stjórn félagsins er klofin I þessu máli, en meirihluti félaga stendur þó gegn lokun mjólkurbúöa, sagöi Lilja Kristjánsdóttir, en listi hennar fékk yfirgnæfandi meirhluta at- kvæöa gegn lista stjórnar Félags afgreiöslustúlkna I brauö- og mjólkurbúöum, þegar kosiö var um fulltrúa á ASt-þingiö nýleea. Listi Lilju fékk 116 atkvæöi en listi stjórnar 73. Meö Lilju á iistanum eru þær Hera Guöjóns- dóttir og Elisabet Siguröardóttir, en á varamannalista er ein kona úr stjórn félagsins, Sigfriö Sigur- jónsdóttir, og önnur úr trúnaöar- ráöi þess, Elinbjörg Sigurö- ardóttir, auk Guöbjargar Guöna- dóttur. — Þetta er ekkert annaö en vantraust á stjórn félagsins, en hún er þó ekki búin aö segja af sér enn, sagöi Lilja. Viö treystum stjórninni ekki til aö halda á okk- ar málstað I þessu máli, en viö munum eldheitar halda áfram I baráttu okkar fyrir aö halda mjólkurbúöunum opnum áfram. Iðnfræðsla og kjaramól brýn verkefni sambandsins — segir Sveinn Ingvarsson, nýkjörinn formaður Iðnnemasambands Islands gébé Rvik. — Brýnustu verkefni hinnar nýkjörnu stjórnar Iön- nemasambands tslands, eru þessi sigildu mál, iönfræöslan og kjaramálin, sagöi Sveinn Ingvarsson nýkjörinn formaöur sambandsins I viötali viö Tim- ann, en 34. þingi sambandsins er nýlokiö. — Tiu mánuöir eru liön- ir slöan iönfræöslulaganefnd skiiaöi áliti slnu til mennta- málaráöuneytisins, en ekkert hefur enn heyrzt frá þvi um af- stööu þess i málinu, sagöi Sveinn, ég tel þaö brýnt aö sam- ráö sé haft viö okkur og innan sambandsins eru starfandi mjög hæfir menn, sem eru afar vei aö sér um þessi mál. — Ég hef alla trú á þvi, aö okkur i stjórninni takist aö koma okkar málum á farsælan veg, en verk- efnin eru geysimörg. 34. þing Iönnemasambands Islands sóttu um 100 fulltrúar frá 19 aðildarfélögum víös veg- ar að af landinu. Þingið starfaöi 1 3 daga, og voru fjölmargar á- lyktanir samþykktar, m.a. um aö látiö verði vita hvað liður störfum nefndar þeirrar I menntamálaráöuneytinu, sem hefur meö þróun verkmenntun- ar á framhaldsskólastigi aö gera. Einnig er varað viö þeirri hættu sem stafar af nýja frum- varpinu aö lögum um stéttarfé- lög og vinnudeilur, sem áætlað er aö leggja fyrir alþingi. Þá á- lyktaöi þingiö, að ríkisstjórnin ætti aö fella nú þegar niöur bráöabirgöalög þau, sem sett voru sjómönnum 6. sept. s.l. I framkvæmdastjórn félags- ins eru auk Sveins Hallgrímur G. Magnússon, Jóhann Olfars- son, Hallgrímur Valsson, Ólafur Gunnarsson, Guörún Geirsdótt- ir og Sigþór Hermannsson. F.I. Reykjavik. — Leikfélag Vigdisar Finnbogadóttur, leik- Reykjavikur á áttatiu ára starfs- hússtjóra, veröur afmæiisins afmæli 11. janúar n.k. Aö sögn minnzt af hálfu Leikfélagsins meö þvl aö sýna eingöngu islenzk verk á leikárinu. Meöal höfunda veröa, auk Svövu Jakobsdóttur, Jökuli Jakobsson og Birgir Sigurösson. Engin regla er þó án undan- tekningar og á þaö einnig viö hér. Sjálft afmælisverkiö veröur reyndar Macbeth Shakespeares. En eins og Vigdís komst aö oröi, þá er þaö verk I þýöingu Helga Hálfdánarsonar og má teljast hálflslenzkt fyrir bragöiö. Fyrsta islenzka verkiö sem frumsýnt er á þessu Islenzka leik- ári, er eftir Svövu Jakobsdóttur og nefnist þaö „Æskuvinir”. Leikendur eru Þorsteinn Gunnarsson, Guörún Asmunds- dóttir, Sigurður Karlsson, Stein- dór Hjörleifsson og Harald G. Haraldsson. Leikstjóri er Briet Héöinsdóttir, en hún var góöfús- lega fengin aö láni hjá Þjóöleik- húsinu i þessu tilfelli. ^ Leiöir Brletar og Svövu hafa áöur legiö saman, en Brlet lék aðalhlutverkiö I leikriti Svövu, Hvaö er i blýhólknum? áriö 1970 og leikstýrði einþáttungnum Friösæl veröld I sýningunni: Ertu nú ánægö kerling? Frumsýning á „Æskuvinir” veröur föstudaginn 29. október I Iönó. Likist þetta nýja leikrit Svövu Jakobsdóttur helzt leyni- lögreglusögu, og veröur efni þess þvl ekki rakiö hér. Af fimm persónum leiksins er aöeins ein kona og segir slikt I raun alveg nóg. Aö hætti leynilcgreglusagna verður reynt að hafa upp á hinum seka I lokin, þ.e.a.s. sé einhver öörum sekari yfirleitt. Hann og Konan. Myndin sýnir Þorstein Gunnarsson og Guörúnu Asmundsdóttur i hlutverkum sln- um I leikriti Svövu Jakobsdóttur Æskuvinir, sem frumsýnt veröur I Iönó föstudaginn 29. okt. iðnó: Æskuvinir eftir Svövu Jakobsdóttur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.