Tíminn - 31.10.1976, Side 7
Sunnudagur 31. október 1976
TÍMINN
7
Jón Helgason, alþingismaður:
VERNDUN LYÐRÆÐIS
1 lok siðasta mánaðar var
haldin i Kristianssand i Noregi
ráöstefna á vegum Noröur-
landaráðs um lýöræði. A þessa
ráðstefnu komu m.a. stjórn-
málamenn, fulltrúar fjölmiðla
og aðilar vinnumarkaðarins.
1 umræðunum skýröu menn
frá reynslu sinni og viöhorfum.
Kom þar fram i ræðum manna
að þeir telja ýmsar hættur
steðja að lýðræðisskipulaginu
enda eru aðstæður á þjóðfélög-
um okkar sifellt að breytast og
þvi nauðsynlegt að taka tillit til
þess, ef það á að uppfylla þær
kröfur, sem til þess eru gerðar.
Og styrkur lýðræöisins fer eft-
ir getu þess til að leysa þau
vandamál þjóðfélagsins, sem á
hverjum tima er við að glima.
Bent var á vaxandi áhrif fjöl-
miðla á stjórnmálin. Að ein-
hverju leyti stafi þaö af auknum
skrifum atvinnublaöamanna
um þau. Skrif þeirra mótast að
nokkru leyti af því, að þeir eru
fastráðnir starfsmenn, sem
fyrst og fremst hugsa um sölu-
möguleika blaðanna. Og þá get-
ur hörð gagnrýni um menn og
málefni, jafnvel sleggjudómar
og vafasamar fullyrðingar
þjónað vel þeim tilgangi.
Þetta á ef til vill þátt i þeirri
tortryggni og misskilningi, sem
sumir ræðumenn ráðstefnunnar
‘öldu vaxandi milli stjórnmála-
manna og kjósenda, en þeir
bentu á margt fleira, sem kem-
ur til greina. Og i þvi sambandi
voru t.d. nefnd áhrif hinna svo-
kölluðu þrýstihópa, sem ekki
væri gerður nægilegur greinar-
munur milli framtiöaráætlana
og Urræöum til lausnar dagleg-
um vandamálum, sifellt væri aö
vaxa bilið milli þess, sem er
tæknilega framkvæmanlegt, og
þess, sem er þjóðfélaginu fjár-
hagslega kleift. Og aö lokum má
nefna örari þróun i visindunum
og tækni, sem leiðir af sér þörf
fyrir tiðari lagabreytingar.
I þvi sambandi er athyglis-
verð spurning, sem Guðlaugur
Þorvaldsson, háskólarektor,
varpaði fram, hvort við gæfum
okkur þann tima, sem lýðræðis-
skipulaginu er nauðsynlegur,
þar sem það krefst umræðna og
athugana, áður en ákvarðanir
eru teknar.
En eins og viö vitum eru þær
kröfur gerðar til stjórnmála-
manna, að þeir leysi allan
vanda tafarlaustog helztaö þeir
sjái alla hluti fyrir, svo aö eng-
inn verði var við neina erfiö-
leika.
Glöggt dæmi um þetta fyrir
okkur íslendinga er landhelgis-
málið. Ef við litum á þann ótrú-
lega árangur, sem þar hefur
náðst á s.l. 4 árum, þrátt fyrir
það þótt ekkert alþjóöasam-
komulag hafi enn tekizt á þvi
sviði, og rifjum svo upp hin
stóru orð stjdrnarandstöðunnar
frá þessum Úrha, bæði i ræöu og
riti, þar sem rikisstjórninni var
annað hvort borið á brýn algjört
athafnaleysi i þvi máli eöa tóm
axarsköft, ef eitthvaö var að-
hafzt, þá hlytur okkur að finnast
nú, að litil rök hafi veriö fyrir
þeim stóryrðum.
Þetta leiðir óhjákvæmilega
hugann að þvi, hvort stjórn-
málamennirnir eigi ekki sjálfir
mikinn þátt i þvi aö skapa þaö
vantraust til þeirra, sem sumir
télja vaxandi. Þar á ég við þann
sið margra stjórnarandstæðing-
anna að ætla i málflutningi sin-
um þeim, sem að rikisstjórn
standa hverju sinni, hinar
verstu hvatir. Að minnsta kosti
algjört viljaleysi til að gera
nokkurt gagn og þeir kjósi jafn-
vel helzt að nota aðstöðu sina
til þess að ná sér niðri á náung-
anum, sérstaklega á þeim sem
verst eru settir.
Slikur málflutningur byggist
vafalaust á þeirri gömlu hugs-
un, að gott ráð til að upphefja
sjálfan sig sé að niðurlægja
Jón Helgason.
aðra. Er þá ekki afleiðingin
einnig gamalkunn? Að þeir
verði að einhverju leyti einnig
niðurlægðir með vantrausti
fólks á þeim sjálfum.
Mér hefur gengiö illa að
skilja, að það sé sennilegt, að
stjórnmálamenn sem koma úr
ýmsum stéttum þjóðfélagsins
og kjörnir eru til starfs sins af
samferðamönnunum, séu öðr-
um mönnum lakari. En vitan-
lega er það eðlilegt og nauðsyn
legt að gera strangar kröfur til
þeirra, sem slik trúnaðarstörf
eru falin. Og athyglisverð fund-
ust mér eftirfarandi ummæli
Trygve Bratteli, fyrrv. forsætis-
ráðherra og formanns verka-
mannaflokksins norska, á fyrr-
nefndri ráöstefnu um ábyrgð
stjórnmálamannsins:
„Frámámenn i stjórnmálum
verða aö vera við þvi búnir, aö
taka afstöðu til mála að við-
lagðri verulegri eigin ábyrgð.
Þeir, sem hafa tekið viö kosn-
ingu, komast við það i þá að-
stöðu að kanna að staðaldri þau
verkefni þjóðfélagsins sem eru
ofarlega á baugi. Þeim ber
skylda til að gera skýra grein
fyrir þeim niöurstöðum sem
þeir komast að i þeim efnum.
Vindhanar eru ekki góðir
stjórnmálamenn, ef ætlunin er
að efla stjórnmálalegt lýöræði.
Skoðanakannanaæði nútimans
getur ekki heldur losaö neinn
stjórnmálamann undan eigin á-
byrgð. Hitt er annaö mál, að
stjórnmálamaður verður að
sanna þær niðurstöður, sem
hann kemstað, meöal þess fólks
sem hann á aö vinna fyrir. Oft
getur verið erfitt og seinlegt að
afla frumvarpi nægilegs fylgis.
En þaö eflir ekki traust á stjórn-
málalegu lýðræði að flýja frá
þvi.
Þjóðaratkvæðagreiðslur hafa
ekki heldur nokkru sinni bjarg-
að lýöræöinu. 1 sögu siðustu
tima hafa fáir notaö sér eihs
margar „þjóðaratkvæða-
greiðslur” og Hitler á sinum
tima. Og lýðræðigötunnar er litt
fallið til að vera siöasta oröiö i
lýðræðislegri ákvöröun. Abyrgt
þjóðþing og ' stjórnmálamenn,
sem vita um ábyrgð sina, eru
forsenda, sem úrslitum ræður
um stjórnmálalegt lýðræði, sem
verður i meginatriðum aö
grundvallast á fyrirkomulagi
fulltrúakjörs.”
Þannig er niðurstaða hins
. reynda stjórnmálamanns. En
hversu vel sem stjórnmála-
mennirnir standa i stöðu sinni
geta þeir ekki einir haldið lýð-
ræðisþjóöfélagi uppi. Þar þurf-
um við þegnar þess, að gera
okkur ljósa ábyrgð okkar allra.
Við höfum valið okkur misroun-
andiverkefni að vinna, er. hvert
og eitt erum við meö starfi okk-
ar að byggja upp þjóðfélagiö og
berum ábyrgð á að leysa starfiö
sem bezt af hendi. Sá, sem að
framleiðslu vinnur, þarf að leit-
ast við að gera hana sem hag-
kvæmasta, og sá sem valiö hef-
ur þjónustustarf verður aö
leggja sig fram viö aö rækja þaö
vel.
Þá fyrst þegar við höfum gert
strangar kröfur til okkar
sjálfra, getum við farið að gera
það sama til þjóðfélagsins og
náungans. Og ef til vill er það
mikilvægasta hlutverk stjórn-
málamannsins, að reyna að
glæöa þann skilning, þar sem
fátt mun treysta lýðræðið betur,
auk þess sem það er hverjum
manni nauðsynlegt að hafa eitt-
hvað við að glima.
Ekki virðist það sizt eiga við
um unga fólkið, þegar það er að
veröa illviöráöanlegt vandamál
að finna leiðir til að það geti
drepiö timann, það verðmæt-
asta sem við eigum, ef hanr.
er notaöur rétt, þar sem enginn
getur heimt hann aftur.
En a.m.k. um hverja helgi
flýr það — og reyndar miklu
fleiri — i stórum hópum frá
raunveruleikanum með þvi að
gera sig andlega örvita og
likamlega ósjálfbjarga með
neyzluáfengis. Og i stað þess að
treysta á sjálft sig og eigið land
og þjóð, leitast sumir við að
gera sér ímyndaðar myndir af
fjarlægum hálfguðum og telja
þá eina hjálpræöiö. Þannig má
nefna mörg dæmi um flóttann
frá staðreyndum.
Við heyrum sagt frá hugsjón-
um aldamótakynslóðarinnar,
sem lyfti miklu Grettistaki. Vit-
anlega getum við ekki á neinn
hátt horfið aftur til fortiðarinn-
ar, þar sem nýir timar skapa
nýjar aðstæður.
En við veröum öll að hafa eitt-
hvert markmið að stefna að, og
við berum öll ábyrgö á þvi sam-
félagi sem viö búum i, og þá
m.a. að vernda þaö lýöræöi,
sem ört vaxandi hluti þjóðar-
innar hefur hlotið i arf frá for-
feðrunum, þar sem þeim fækkar
óöum, sem tóku þátt I sókn þjóð-
arinnar til fulls sjálfstæðis.
Vængir
forráðamanna félagsins, þegar
hann reynir að blanda saman
flugrekstrarleyfi og viöhaldsmál-
um. Þessi óvild flugmálastjóra
gerir hann óhæfan meö öllu sem
umsagnaraðila um flug-
rekstrarbeiðni Vængja.
Við munum innan skamms fá
sérfræöing i viðgeröarþjónustu,
fullgildan flugvirkja til starfa er-
lendis frá og nú standa yfir við-
ræður við Flugleiðir um viðhalds-
starf og eru þær viðræður allar
jákvæðar, sagði Guðjón.
Aðalatriði málsins er það, að
Vængir hf. hafa misst þá menn,
sem þarf til að reka starfsemi
flugfélagsins af öryggi, sagöi
Agnar Kofoed Hansen, flugmála-
stjóri, i viðtali við Timann i gær,
en flugráð hefur nú sent sam-
gönguráðuneytinu umsagnir um
framlengingarbeiðnir þriggja
flugfélaga, en flugrekstrarleyfi
þeirra renna út á sunnudags-
kvöld. Umsagnir ráðsins voru já-
kvæðar gagnvart Flugfélagi
Austurlands og Flugstöðinni, en
beiðni Vængja fékk neikvæöa um-
sögn.
Flugmálastjóri kvaðst vilja
taka fram, að sú þjónusta sem
Vængir veittu væri mjög
þýðingarmikil. — Enda hefur
ekki verið minnsta fyrirstaða á
þvi að veita félaginu öll hugsan-
leg leyfi, sem forsendur hafa ver-
ið fyrir að veita.
Þannig er þetta einnig nú og
mun verða, en fram að þeim tima
sem Vængir hafa fengið starfs-
krafta til að tryggja öryggi starf-
semi sinnar, er vonlaust að tala
við nokkurn mann um flug-
rekstrarleyfi.
Ég undirstrika þaö, að eigandi
loftfars ber einn ábyrgð á þvi, aö
loltlarið sé lofthæft, sagöi flug-
málastjóri að lokum.
Framkvæmdir að hefjast
við smíði Borgarleikhúss
Fyrsta skóflustunga Borgar-
leikshússins, sem reist veröur
I Kringlubæ, veröur stungin I
dag. Mun Birgir ísleifur
Gunnarsson, borgarstjóri,
annast þessa fyrstu verklegu
framkvæmd við byggingu
hússins.
RÉTTARRÍKI — GRÓUSÖGUR
Umræðufundur ó Hótel Sögu í dag 31. október kl. 14
Þátttakendur: Guðmundur G. Þórarinsson, Jón Sigurðsson, Sighvatur Björgvinsson,
Vilmundur Gylfason.
Umræðustjóri: Magnús Bjarnfreðsson.
Allir velkomnir.
Fundargestum heimilt að bera fram
skriflegar fyrirspurnir.
FÉLAG UNGRA FRAMSÓKNARMANNA.