Tíminn - 31.10.1976, Síða 12

Tíminn - 31.10.1976, Síða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 31. október 1976 reglubúninga og prestshempur, svo eitthvaö sé nefnt. Þá má ekki gleyma Þórhalli Friöfinnssyni klæðskera, sem er geysivinsæll og hafa margir af hans eldri kúnnum flutt sig yfir til Oltimu með honum. — NU, og viö þetta hefur starf- að 25-30 manns, eftir þvi sem verkefnin hafa verið. Að,,sérsauma” i fjöldaframleiðslu Nú breytist tizkan svo að segja á öllum sviðum, hvernig er þetta I karlmannafataiðnaðinum? Valda stöðugar breytingar ekki örðug- leikum i framieiðsiunni? — Það er meginforsenda i iðn- aði til þess að ná miklum afköst- um, að mikið sé framleitt af hverri einingu. Þó hafa framleið- endur nokkra valkosti. Við, tii aö mynda, i Oltimu leggjum áherzlu á aö hafa úrvaiið sem mest. Það kom i ljós i fataefnafram- leiðslunni á sinum tima, að þjóðin var ekki nægjanlega fjölmenn til þess að unnt væri að framleiöa það mikið magn af einstökum efnum, að það væri hagkvæmt. Það sama er i rauninni að segja um snið og stærðir. Það verður aö taka tillit til vilja viðskiptavin- anna. Þess vegna fórum við inn á nýja braut i framleiðslunni fyrir mörgum árum. I staö þess að leggja áherzlu á hraða og fjölda eininga, sem útaf fyrir sig er ágætt lika, þá eyddum við miklu fé i sérstakt kerfi, sem gerir okk- urkleyftað sauma alls konar sniö og stærðir innan kerfisins. Við fengum erlenda sérfræðinga og útkoman er sú, aö við getum tekið alls konar föt með i fram- leiösluna án þess að valda telj- andi röskun. — Það er nú einu sinni svo, að það eru ekki allir menn eins i lag- inu. Þrátt fyrir framfarir i f jölda- sniðum, þá þarf oft að breyta sniðinu til þess að fötin fari vel, þótt flestir fái stærðir við sitt hæfi. Sumar breytingar eru litil- fjörlegar, en fyrir kemur, að svo miklu þarf að breyta, að fötin eru i rauninni eyðilögð eftir breyting- una. ) Klæðskerinn veröur aö leggja sig allan fram, starf hans er Hst, ef vel tekst til. Hér eru þeir Þórhallur f Oitimu og Wessman aö starfi og áhuginn leynir sér ekki. Fatasaumur veitir mikla atvinnu. Hundruö manna hafa viöurværi sitt af fataframleiðslunni á tslandi og þúsundir hafa framfæri sitt af þessari iöngrein. Elin og Sigriöur Guömundsdóttir aö störfum. Sauma eftir máli úr 100 fataefnum — Hjáokkur er þetta þannig, að við tökum mál af þeim, sem ekki passa i staðlaðar stærðir hjá okk- ur, og þeir fá sin föt saumuð án þess að það skapi verulega hindr- un i kerfinu. Þetta gefur lika möguleika á sérstökum sniöum, sérstökum efnum, þú getur valiö þér snið úr blöðum, eða teiknað fötin þin sjálfur, og við höfum fjölhreytt úrval af fataefnum af öllum gerð- um. Ætli það sé t.d. ekki hægt aö velja úr 100 fataefnum hjá okkur núna. — Hvernig hefur þetta kerfi svo reynzt? — Mjög vel. Kvartanir yfir föt- um eru svo að segja óþekkt fyrir- bæri, en áður kom það fyrir, að menn vildu breyta einu og öðru siðar, en þetta er vandamál, sem allir fataframleiðendur þekkja'. Það þarf að stytta ermar, eða lengja, þrengja þetta og hitt, eða vikka o.s.frv. Þessi vandamál eru sumsé að mestu úr sögunni. En afköstin, hvernig eru þau? — Þetta kerfi er gert meö það fyriraugum, a3 sérsniðnar flikur valda ekki ruglingi innan kerfis- ins. Afköstin eru ekki eins mikil og hjá þeim, sem lengst ná i fjöldaframleiðslu á fáum eining- um, en eru þó nægjanleg til þess að standast samkeppnina, og við höfum mikið að gera. í sextán ár á hrakhólum með vefstóla En vikjum nú aö ööru, vefnaöinum hjá Últimu? — A striðsárunum var örðugt að fá fataefni, svo mér datt i hug að fara að vefa efnin sjálfur. Við fengum okkur þá vefstóla, sem leiddi svo auðvitað af sér, að við urðum aðkaupa eftirvinnsluvélar og fl. í sextán ár samfleytt sótti ég um lóð til þess að fá að byggja yfir þessa starfsemi i Reykjavik, en fékk ávallt synjun, og loks fékk ég lóð undir þessa starfsemi suð- ur i Kópavogi, þar sem við reist- um ágætt hús. Hvernig gekk þessi rekstur? — Hann þróaðist nú fljótlega yf- ir i dúkaframleiðslu,farið var að vefa gardinuefni og húsgagna- áklæði fremur en fataefni. Reynsla okkarvarð sú, samanber hér að framan, að við þurftum að framleiða of mikið af einstökum efnum til þess að það væri heppi- legt vegna þessa markaðar, sem er hér á landi. Þetta er fámenn þjóð, og það eru vissulega tak- mörk fyrir hvað hægt er að fram- leiða og selja af einstökum efn- um. Þess vegna snérum við okkur að gluggatjöldum og húsgagna- áklæðum. íslenzka ullin er alveg einstök I gluggatjöld, vegna þess hve fjaðurmögnuð hún er. Tjöldin hanga þvisvo fallega og eðlilega. Við notuðum þetta t.d. siðar i Ameriku, þegar verið var að vinna markaði þar, að þá bentum við m.a. á það, hversu vel tjöldin hanga, og þau urðu vinsæl. „Nothing hangs like wool” var slagorð okkar i Ameriku, þvi ekk- ert efni hangir eins fagurlega i gluggatjöldum og islenzka ullin. íslendingar flinkir á vélar Hvernig gekk að setja vefnaö- inn á stofn? Var hægt aö fá fólk meö þekkingu á vefnaöi? — Við fengum erlenda vefara, þýzka. En svo kom i ljós þetta merkilega við íslendinga. Þeir lærðu þetta i hvelli, og eftir stutt- an tima voru þeir orðnir færari i þessu en Þjóðverjarnir, sem höfðu þó aldrei unnið við annað en vefnað. íslendingar eru svo dæmalausir snillingar i þvi að fást við allar vélar. Maður tók mann inn af götunni; og hann var strax orðinn betri I þessu en er- lendu sérfræðingarnir. Þetta er ótrúlegt, en svona er þaö samt. Meðal manna, sem urðu flinkir vefarar á stuttum tima, var t.d. Sigurður Gislason, sem var með- eigandi minn i mörg ár. —- Nú að þvi dró, að við fórum halloka i samkeppninni. Hingað fóru að flytjast inn ódýrir dúkar, áklæði og gluggatjöld og tollar lækkuöu. Þetta kom aöallega frá austantjaldslöndunum, þar sem ekki er siður að greiða kaup fyrir verksmiðjuiðnað að neinu ráði, og við urðum fyrir bragðið að halda okkur að fataframleiðslunni svo til einvörðungu. Nú framleiðum við einungis gluggatjöld og gólf- teppi i samvinnu við Alafoss, en Oltima hefur nær einvörðungu snúið sér að fataframleiðslu og fatasölu, og við erum lika með stóra gluggatjaldaverzlun, þar sem við seljum innflutt glugga- tjöld og svo eigin framleiðslu lika. Última Kjörgarði Oltima er i Kjörgaröi. Hver er saga Kjörgarðs? — Við byggðum þetta i félagi, við Sveinn Valfells, en við áttum hér lóðir. Það eru riú tveir áratug- ir siðan fyrst var farið að huga að þessu, en 15 ár : siðan húsið komst i gagnið. Þetta er mikið hús. Þrjár neðstu hæðirnar eru 900 fermetrar hver, en efstu hæðirnar eru hins vegar 500 fer- metrar. Þetta þótti myndarlegt i þá daga, þótt nú séu komnar stærri búðir á einu gólfi. Við gerðum strax ráð fyrir, að húsið ýrði notað undir deilda- verzlun, „department store”, og sú hefur orðið raunin. Hér hafa stundum verið 10-12 verzlanir i einu, en nú held ég, að þær séu 7 eða 8. Última hefur 3. hæðina, og svo erum við með austurhelming 2. hæðar fyrir fataverzlun og gluggatjaldaverzl- un Oltimu. Viö erum frjálslyndir og leigjum öðrum verzlunum, og allt er i bróðerni. í raun og veru eru allir i sama báti og verzlun er mikil i Kjörgarði. Nokkuö nýtt á prjónunum? — Ég hefi dálitið rúman tima núna. Hér er sérstakur maður, sem sér um reksturinn að miklu leyti, Arnar Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri. Ég hefi mikinn áhuga á framleiðslu innan bygg- ingariðnaðarins og vildi sinna ýmsum nýjungum þar, en það er enn of snemmt að ræða þau mál hér, þvi allt er á undirbúnings- stiginu. — 1 raun og veru má skipta störfum iðnrekenda i tvo þætti, baráttuna við kerfið og sjálfan verksmiðjuiðnaðinn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.