Tíminn - 31.10.1976, Blaðsíða 17
Sunnudagur 31. október 1976
TÍMINN
17
AAyndir og texti Magnús Ólafsson
— Hér voru miklar fram-
kvæmdir við frystihúsiö á árun-
um 1972-3. Þá var 600 ferm að-
staða fyrir starfsfólk byggð upp,
og var það til mikilla bóta. Nú i ár
var keypt hús fyrir saltfisk-
verkunina og einnig hafa verið
fengin tæki fyrir frystihúsið á
þessu ári. í þessu er mikil fjár-
festing, og árlega er reynt að
byggja eitthvað upp og endur-
bæta.
Það, sem mest er aðkallandi i
framtiðinni að gera hér, er að
byggja vöruskemmu fyrir
r ætíð
verzlunina, en hvenær úr fram-
kvæmdum við það hús getur orð-
ið, fer eftir fjárhagsstöðunni á
hverjum tima.
Fólkið krefst
alltaf meira
og við reynum
að verða við
óskum þess
Þegar umsvif kaupfélagsins
eru jafn mikil og þú hefur lýst
hér, hlýtur oft að vera talað um
einokunaraðstöðu kaupfélagsins,
a.m.k. af ákveðnum hópi fólks.
Hefur kaupfélagið einokunarað-
stöðu?
— Nei, það er alls engin einokun
hjá kaupfélaginu. Við erum til i
að fá samkeppni, og okkur þykir
ekki verra, ef einhver vill veita
okkur hana, enda erum við alls
óhræddir við samkeppni.
En fólkið krefst alltaf meira og
meira af kaupfélaginu og vill, að
það veiti sem mesta og bezta
þjónustu, enda er það kaupfélag-
ið, sem ætið getur veitt bezta
þjónustu og er alltaf leitað til þess
um að hafa forgöngu um ýmis
mál.
En hvaða áhrif getur fólkið þá
haft á rekstur kaupfélagsins?
— Eins og i öðrum kaupfélög-
um, eru hér haldnir deildafundir,
og eru þeir mjög vel sóttir. Þar
eru málefni samvinnufélagar.na
rædd af miklum áhuga.
Siðan kjósa deildarfundirnir
hér i Dalvikurdeild og Svarfaðar-
dalsdeild sér þriggja manna
deildarstjórn. Þessar deildar-
stjórnir halda siöan fund reglu-
lega einu sinni i mánuði, þar sem
ég mæti og skýri frá þvi, sem er
að gerast, og þeir koma þvi á
framfæri, sem þeir telja, aö betur
mætti fara i rekstri félagsins og
þeirri þjónustu, sem það veitir
sinum viðskiptavinum.
Sem dæmi um mál, sem nýlega
kom upp, get ég nefnt, að fisksali,
sem hér var, hætti, og þá komu
eindregnar óskir um, að kaup-
félagið tæki að sér fisksölu. Við
þessum óskum var orðið.
Þessar deildarstjórnir fara þvi
með óbeina stjórn á málefnum
kaupfélagsins hér á staðnum, þótt
ákvörðun um öll stærri mál veröi
að sjálfsögðu að fara fyrir aðal-
stjórn KEA. Ég held, að slikt
deildastjórnarfyrirkomulag sé
fátitt, eða jafnvel einsdæmi á
landinu, en hér hefur það gefið
mjög góöa raun. Mennirnir, sem
sæti eiga I deildastjórnunum, eru
mjög áhugasamir og yfirleitt er
100% mæting á fundi.
AAeð ungu fólki á Dalvík
Þar sem fjölmennið er mest
vilja einstaklingarnir týnast
— segir Rögnvaldur Friðbjörnsson, skrifstofustjóri ó Dalvík
Rögnvaldur Friöbjörnsson
skrifstofustjóri útibús KEA á
Dalvik er ungur maður, sem á
sér mörg áhugamál. Hann er fé-
lagi i mörgum félögum á Dalvlk
og auk þess sinnir hann ýmsu
öðru i tómstundum sinum, eins
og t.d. Ijósmyndun o.fl. Rögn-
valdur er fæddur í Svarfaðar-
dal, stundaði nám I gagnfræða-
skóla á Ólafsfirði og siöan í
Samvinnuskólanum f Bifröst.
Að loknu námi i Samvinnu-
skólanum flutti Rögnvaidur til
Dalvikur og hóf störf hjá útibúi
KEA. Um sama leyti hófst hann
handa um að byggja sér hús og
býr nú ásamt konu sinni, Guð-
riði ólafsdóttur, og dóttur sinni,
Lilju Bergiind, á Daivik
A ferð um Dalvik nýlega tók-
um við Rögnvald tali og spurð-
um hann fyrst, hvort ekki hafi
verið erfitt að þurfa að byggja
yfir sig strax og hann lauk námi
og hóf störf.
Hér er fólkið
hjólpsamt
— Nei, það var ekki svo mjög
erfitt, og ég tel, að það sé miklu
auðveldara fyrir ungt fólk að
koma sér upp heimili á litlum
stöðum úti á landi en i Reykja-
vik.
Hér þekkja allir alla, og fólk
er mjög hjálpsamt. T.d. voru
smiðirnir, sem unnu hjá mér við
bygginguna, mjög sanngjarnir
og unnu gott verk. Þá er það
mikill kostur að geta unnið mik-
ið að sinni byggingu sjálfur, þvi
þannig verður hún miklu ódýr-
ari, en ella.
Hefur það aldrei hvarflaö að
þér að setjast að I Reykjavik?
— Nei ég var alltaf ákveðinn i
að búa úti á landi og ef ég þarf
einhverra hluta vegna að fara
til Reykjavikur, reyni ég ætiö að
komast þaðan sem fyrst aftur.
Dalvik er mjög góður staður,
ognálægðin við Akureyri veldur
þvi, að hér er betri þjónusta en
viða annars staðar.T.d. er miöe
stutt I fullkomna heilbrigöis-
þjónustu og auðvelt er meö all
aðdrætti.
Ef fólkinu fjölgar
mikið, tapast
ýmsir kostir
Nú hefur mikil fólksfjölgun
verið hér undanfarin ár.
Hvernig likar þér sú þróun?
— Það leggja allir áherzlu á
að stækka sinn stað og kapp-
hlaupið við að fá fleira og fleira
fólk til að flytja hingað er gifur-
legt. Hér hefur lika fólksfjölgun
verið meiri en annars staöar á
landinu. Þetta hefur bæði kosti
og galla, en ég er alls ekki viss
um, að þetta sé skynsamlegt.
Ég óttast, að verði hér allt of
mikil fólksfjölgun, töpum við
ýmsum þeim kostum, sem okk:
ar ungi, en litli bær hefur upp á
að bjóða, og þvi eigum við að
gjalda nokkurs varhuga viö að
stuðla að allt of mikilli fólks-
fjölgun.
Þú nefndir, að nálægöin við
Akureyri skapaði mikiö öryggi
á ýmsum sviðum. En er ekki
slæmt vegasamband hér á
milli?
— Vissulega þarf mikið að
bæta veginn hér á milli, þótt
ótrúlega mikið hafi verið gert
siðan 1971. Hins vegar tel ég það
hæpið að leggja bundiö slitlag á
veginn næst Akureyri áöur en
búið er að byggja allan veginn
upp.
*• Það eru snjóalögin á vetrum,
sem allar samgöngur hefta og
eina ráðið til að losna við þau, er
að hækka veginn, og að þvi
verki á að snúa sér fyrst, en sið-
an getum við farið aö hugsa til
þess að leggja bundið slitlag.
Mörg félög,
sem starfa
með blóma
Hvernig er félagslif hér á
Dalvík?
— Hér er mikið félagslif, og
mörg félög starfa meö miklum
blóma. Má þar til nefna leikfé-
lag, tónlistarfélag, ungmenna-
félag, kvenfélag, slysavarnar-
félag og sitthvað fleira. Þá eru
hér starfandi klúbbar eins og
Lions og Kiwanis, og einnig er
karlakór starfandi á staðnum.
Það eru þvi engin vandræði
fyrir þá, sem áhuga hafa á fé-
lagsstörfum, að finna eitthvað
við sitt hæfi, og hér er leitað eft-
ir þvi að fá fólk i öll félögin.
Ég hef oft haldið þvi fram, að
mest hætta sé á aö fólk verði
einmana,þar sem fjölmennið er
mest. Þar vilja einstaklingarnir
týnast. Hér þekkja hins vegar
allir alla, og ef fólk hefur áhuga
á getur það verið að starfi i ein-
hverju félagi hvert kvöld og all-
ar helgar.
Hins vegar veldur það sumum
félögunum erfiðleikum, i hve
mörgum félögum sumir eru og
starfsemin rekst á. Þannig
verður stundum að draga úr
starfi sumra félaganna, vegna
þess að allir félagarnir, eða
hluti þeirra, er á kafi I að sinna
öðrum meira aðkallandi félags-
störfum.
Ahugi á að
stofna
byggðasafn
1 hvaða félagi starfar þú
mest?
— Ég hef einna mest gaman
af að starfa i Lionsklúbbnum.
Starf i honum er stundað af
mikilli samvizkusemi, og þar er
mikill áhugihjá félagsmönnum.
Við hittumst tvisvar i mánuði
og yfirleitt er 100% mæting hjá
klúbbfélögum. Eins og ðarir Li-
onsklúbbar látum við liknarmál
mikið til okkar taka og reynum
að hlaupa undirbagga hjá þeim,
sem i erfiöleikum eiga.
Af öðrum málum, sem viö
höfum beitt okkur fyrir, má
nefna, að við höfum komið upp
minnisvarða á Arnarsholti. Þar
fannst 12 manna dys úr heiðinni
tið fyrir nokkru og höfðum við
samráð við forseta íslands,
Kristján Eldjárn, um uppsetn-
ingu minnisvarðans.
Þá hefur klúbburinn mikinn
áhuga á, aö hér risi byggðasafn,
en þar til af þvi getur oröiö,
vinnum við að þvi að safna
Lilju Berglind.
gömlum munum og skrásetja
þá og varðveita. Okkur hefur
þegar orðið nokkuð ágengt á
þessu sviði, en þessi mál komast
þó ekki i gott lag fyrr en við fá-
um byggðasafn.
Þá hefur klúbburinn komið
upp útsýnisskifu fyrir ferða-
menn og sitthvað annað hefur
hann látið til sin taka.
Vaxandi
tónlistaróhugi
Nú er nýstofnab tónlistarfélag
hér á Dalvik. Hvað getur þú
sagt okkur um starfsemi þess?
— Forgöngu um stofnun þessa
tónlistarfélags hafði Kári
Gestsson skólastjóri tónlistar-
skólans..Kári kom hingað til
Dalvikur i fyrra, þegar hann
hafði lokið námi við pianóleik
við skóla i Englandi. Kári er
sonur Gests Hjörleifssonar sem
um f jölda ára hefur haldið uppi
þvi tónlistarlifi, sem hér hefur
verið. M.a. hefur hann verið
stjórnandi karlakórsins og org-
anleikariikirkjunni, og um ára-
raðir var hann skólastjóri tón-
listarskólans.
Siðan tónlistarfélagið var
stofnað hefur það látið mörg
mál til sin taka til að efla hér
tónlistarlif. M .a. hefur þaö
gengist fyrir að fá hingað góða
gesti i heimsókn og halda hér
tónleika.
Við getum nefnt að hingað
kom Tónskóli Garðars Cortes
og hélt tónleika ásamt mörgum
einsöngvurum og var sú koma á
vegum tónlistarfélagsins og
Norræna félagsins. Þá komu
hingað i fyrra Philip Jenkings
og Einar Jóhannesson og ekki
má gleyma að tónlistarfélagið
gekkst fyrir þvi að fá hingað 20
manna strengjahljómsveit frá
Þýzkalandi sem lék hér viö
mjög mikla hrifningu áheyr-
enda.
Eru tónleikar vei sóttir?
— Nei þvi miður eru allt of fá-
ir, sem fást til að sækja tón-
leika. En hins vegar fer þeim
fjölgandi . Oft er þaö svo, aö
ef fölk kemur eitt sinn á góða
tónleika, verður það fastir gest-
ir eftir það. Hins vegar er þaö
slæmt, hve sjaldan við getum
boðið upp á mjög góða tónleika,
og þarf með einhverjum ráðum
að reyna að fjölga slikum menn-
ingarviðburðum.
Verðugt
íhugunarefni
Annars er það verðugt íhug-
unarefni að þegar hægt er að
bjóða upp á mjög góða 20 manna
hljómsveit frá Þýzkalandi fyrir
aðeins 70 þúsund krónur, skuli
áhugi fólks ekki vera meiri en
svo, að tap er á komu þeirra
hingað. Hins vegar geta komið
hér ýmsar skranhljómsveitir,
fengið húsfylli og farið burt með
hagnað af öllu saman
Hvað er helzt á döfinni til að
auka tónlistaráhuga hér á
staðnum?
— Við höfum margir mjög
mikinn áhuga á að fá hingað
flygil og nú hillir undir, aö sá
draumur rætist. Tónlistarfélag-
ið hefur pantað vandaðan flygil,
og er þess vænzt, að hann komi
hingað i desember nk. Slikt tæki
kostar mikið fé, og verður
kostnaður við kaupin vart undir
2 millj. kr. En við teljum von-
laust annað en að fá slikt tæki,
þvi ef hér á að halda uppi góðu
tónlistarlifi, er ekki hægt að
vera með eitthvert hálfkák.
Enn er þó óljóst á hvern hátt
hægt verður að komast yfir
þessi kaup fjárhagslega, en við
treystum á, að fólk leggi eitt-
hvað á sig til þess að hægt verði
að fá þennan veglega grip.
Nýjar
hugmyndir
Hvað getur þú sagt okkur af
starfi leikfélagsins?
— Leikfélagið stendur sig
mjög vel og vinnur mikið starf.
Það hefur oft tekið stór verk til
sýninga, og áformað er, að stórt
verk verði sett upp í vetur. Mik-
ill áhugi er á að fá leikstjóra aö
sunnan til að stjórna upp-
setningunni og vonandi rætist
það. Ég tel þaðmikið atriði fyrir
leiklistarlif úti á landi að fá öðru
hvoru aökomuleikstjóra til að
setja verk á svið, þvi slikir
menn flytja alltaf einhverjar
nýjarhugmyndirmeð sér, og af
þeim lærir fólkið mikið.
Annars má segja, að aðal-
hjálparhella leikfélagsins við
uppsetningu á verkum hafi á
liðnum árum verið Jóhann ög-
mundsson á Akureyri, og hefur
hann veitt ómetanlega aðstoð.
Og þar með urðum viö Rögn-
valdur að slita tali okkar, þvi
æfing karlakórsins var að hefj-
ast i félagsheimilinu, og á æf-
ingu karlakórsins lata áhuga-
samir kórfélagar, eins og Rögn-
valdur, sig ekki vanta.
— MÓ
Rögnvaldur FriObjörnsson skrifstofustjóri og kona hans
Guðriður ólafsdóttir með dótturina