Tíminn - 31.10.1976, Qupperneq 18
18
TtMINN
Sunnudagur 31. október 1976
menn og málefni
Listasafn ríkisins og
salan á Glaumbæ
Ný dylgjuher-
ferð hafin
Af hálfu ýmissa andstæöinga
Framsóknarflokksins hefur að
undanförnu verið reynt að gera
tortryggileg skipti Húsbygginga-
sjóðs Framsóknarflokksins við
Sigurbjörn Eiriksson, sem leigði
Glaumbæ (Frikirkjuveg 7) um
skeið af Framsóknarflokkn-
um. Þær árásir hafa fyllilega
mistekizt, eins og rakiö var ný-
lega á þessum stað hér i blaðinu.
Nú er þvi blaðinu snúið við, og
reynt er að gera tortryggileg viö-
skipti Húsbyggingarsjóðsins við
Listasafn rikisins, sem keypti
Fríkirkjuveg 7 af sjóðnum. Eins
og endranær hefur þar verið teflt
fram einum af frambjóðendum
Alþýöuflokksins, Vilmundi Gylfa-
syni. í grein eftir Vilmund, sem
birtist í Dagblaöinu 15. október sl.
og kallast m.a. „Harmsaga lista-
safnsins” er reynt að gera þessi
viðskipti aö miklu árásarefni.
Guðmundur G. Þórarinsson, sem
nú er formaður byggingarnefnd-
ar Listasafnsins, taldi rétt að
svara þessu, enda þótt hann tæki
ekki sæti f byggingarnefnd safns-
'ins fyrr en um siöustu áramót.
Grein hans birtist i Dagblaðinu
22. þ.m, og þykir rétt að rekja hér
efni hennar. Guðmundur rekur
i fyrst megininntakið l grein Vil-
mundar, sem sé á þessa leið:
„Eftir að húseign Framsóknar-
flokksins aö Frikirkjuvegi 7
brann, fær rikisvaldið (Fram-
sóknarflokkurinn?) allt I einu
köllun og er gripiö miklum áhuga
á framgangi lista i landinu.
Þess er farið á leit viö Lista-
safnið, að það skipti á húseign
sinni i Austurstræti og brunarúst-
unum við Frikirkjuveg og Lauf-
ásveg, og gefiö i skyn, að þá muni
rikisvaldið ekki láta standa á
fjárstyrkjum til safnsins.
Eftir athugun hafi Listasafnið
fallizt á þetta, enda gert sér þá
von um að húsamálum safnsins
yrði endanlega borgiö.
Eftir að kaupin fóru fram hafi
siöan allur áhugi rikisvaldsins
þorrið og um árabil ekkert fé
fengizt til þess aö hefja bygging-
arframkvæmdir.”
Frumkvæði Lista-
safns ríkisins
„öllum hlýtur aðvera ljóst, aö
hér er um mjög alvarlegar ásak-
anir í garö Framsóknarflokksins
og rikisins að ræöa. Meginatriöi i
þessu sambandi er, hver átti
frumkvæði að þessum viðskipt-
um. öllum aðilum, sem ég hefi
leitað til i sambandi viö þetta mál
ber saman um, að allt frumkvæði
varðandi þessi viðskipti hafi
komiö frá.Listasafni Islands.
Listasafniö átti húseign i Aust-
urstræti, sem ekki hentaði sem
saf n. Þaö haföi lengi verið áhuga-
mál safnráðs að koma safninu
fyrir 1 framtiðarhúsnæði. Safn-
ráöíö fékk siðan þá hugmynd að
festa kaup á Glaumbæ fyrir safn-
ið, en staðsetning hússins var tal-
in mjög hentug við tjörnina og þá
skrúðgarða, sem þarna eru
Raunar leitaöi safnráðiö fyrst til
Reykjavikurborgar, þar eð það
taldi, aö borgin ætti forkaupsrétt
á eigninni. Þvi til sönnunar fylgir
hérmeð afrit af bréfi safnráðs til
menntamálaráðherra, og er það
upphaf málsins. Siðar var leitaö
til Framsóknarflokksins, er ljóst
varö, að fyrst og fremst var við
hann að semja.
Frumkvæöi safnráðsins i mál-
inu hafa meölimir undirbúnings-
nefndar aö byggingu Listasafns
Islands staöfest með undirskrift
sinni, en þessir aöilar voru jafn-
framt meölimir safnráös. Meö
grein sinni gerir Vilmundur ekk-
ert úr frumkvæöi og vinnu
þessa fólks við að tryggja framtið
safnsins, en segir beinlinis, að-
þaö, sem úrslitum hafi ráðið, hafi
verið viðskiptabrögð Framsókn-
armanna. Nú skulum við athuga
nánar „staðreyndir” Vilmund-
ar.”
„Þess var farið á
leit við
Listasafnið..."
„I grein sinni segir Vilmundur
orðrétt: „Þess var farið á leit við
Listasafniö, að þaö hefði maka-
skipti á húseign, sem það hafði
fengið i arf i Austurstræti og
brunarústunum við Frikirkjuveg
og við Laufásveg.”
Nú liggur það ljóst fyrir, aö
safnráö Listasafns íslands fékk
þá hugmynd að reyna að ná þess-
um eignum fyrir safnið. Hug-
myndin kmur fram á fundi safn-
ráðs, 16. febr. 1972 og er bókuð i
fundargerðarbækur. Allir, sem ég
hef náð til og þekkja til málsins,
hafa staðfest, að það var Lista-
safn Islands, sem óskaði eftir þvi,
aö þessi.kaup gætu farið fram. í
skjali, er fylgir með þessari
grein, undirritar undirbúnings-
nefnd aö byggingu Listasafnsins
yfirlýsingu þessu til staðfesting-
ar. Sumir þeir aðilar, sem ég hef
beðiö um upplýsingar um þetta
mál, hafa bætt þvi við, að Fram-
sóknarflokkurinn hafi verið treg-
ur til þessara viðskipta.
Hvers vegna fer Vilmundur
rangt með þetta mál? Hvers
vegna leitar hann ekki upplýsinga
hjá þeim, er gerst þekkja til?
Menn veröa að gera sér ljóst, aö I
orðum Vilmundar „þess var farið
á leit við Listasafniö....” felst al-
varleg aðdróttun.”
„Það fjármagn,
sem þá vantaði,
skyldi ríkis-
valdið greiða"
„Orörétt orðar Vilmundur
grein sína svo: „þess var fariö á
leit viðListasafniö, að það hefði
makaskipti á húseign, sem það
hafði fengiö i arf i Austurstræti,
og brunarústunum viö Frikirkju-
veg og viö Laufásveg. Þaö fjár-
magn, sem þá vantaöi, skyldi
rikisvaldi greiða.”
Sjá menn ekki hvaö hér er verið
að fara? Af yfirlýsingunni, sem
fylgir með þessari grein má ráða,
að safnráð gekk á fund þriggja
ráðherra i þvi skyni aö fá fjár-
styrk til handa safninu svo úr
kaupum gæti orðiö.
Vilmundur segir hins vegar, að
rikisvaldið (Framsóknarflokkur-
inn?) hafi látiö það fylgja með, er
þaö „leitaði til Listasafnsins um
makaskipti”, að þá skyldi ekki
standa á fé.
Hvers vegna ségir Vilmundur
ósatt frá þessu atriði? Vilja menn
reyna að svara þeirri spurningu?
„Eftir athugun
féllst Listasafnið
á þetta..."
„Orörétt segir Vilmundur i
greinsinni: „Eftir athugun féllst
Listasafnið á þetta, og gengiö var
frá samningum.” Eftir það, sem
á undan er sagt, hljóta mönnum
að vera ljós sannleiksgildi þess-
ara orða.
Meö þessuip fullyrðingum sin-
um býr Vilmundur til atburöa -
rás, sem kemur ákaflega illa við
Framsóknarflokkinn og gerir litið
úr starfi dr. Selmu og samstarfs-
fólks hennar við að tryggja fram-
tiö Listasafnsins.
Þetta þykir mér ekki heiöarleg
blaðamennska. Hér er Vilmundur
beinlinis staðinn að þvi að búa til
gróusögu,”
USAFN ISLANDS
fj'j/.., ./■ 9,.UJ
•(VIIAVlK
' Safnráð Listasafns fslands leyfir sér hér með
l að fara þess á leit við hœstvirtan menntamalaréðherra, að
ríltisstjérn fslands veiti safnréði heimild og umboð til að
% semja við borgarstjorn Reykjavíkur um skipti é huseignunum
Austurstrœti 12, sem er eign Listasafns fslands, og Fríkirkju-
vegi 7, x þvf skyni að Listasafnið flytjí starfsemi sfna ér
nuverandi husakynnum að Fríkirkjuvegi 7.
Listasafn fslands var stofnað érið 1885 og hefur
aldrei haft eigið hésnœði til umréða. öhentugt hésnœði
hefur fré öndverðu héð eðlilegri starfsemi þess og þar með
framgangi fslenzkrar myndlistar, scm er með raun réttri jafn-
gömul listgrein með þjoðinni og bokmenntirnar, en þœr hafa
v sem kunnugt er varpað Ijéma é nafn fslands. Auk þess býr
Þjéðminjasafnið við mikil þrengsli, sem mundu leysast, ef .
Listasafnið flyttist burt ér hési þess.
Safnréð telur, að hér sé um að rœða einstakt
tœkifœri til oð leysa husnsðisvanda Listasafnsins með skjétum
og fjérhagslega viðréðanlegum hcetti.
Yfirlít um fjérhagshliö mélsins fylgir hér meö.
Með sérstakri virðingu
Reykjavik, 8. marz 1972
Selma Jénsdétlfr
Ásmundur Sveinsson
Gunnlaugur Þérðarson
Jéhannes Jéhannesson
Þetla bréf sýnir frumkvæði safnráðs að kaupunum og það
jafnframt. að f.vrst er leitað til Reykjavíkurborgar. Það er ekki
f.vrr en síðar. að safnráði verður Ijóst, að við Framsóknarflokk-
inn er aðsemja.
Af gefnu tilefni er rétt, að fram komi, að safnráð
Listasafns Ialands hafði allt frumkvœði að kaupum safnsins
á Fríkirkjuvegi 7 og Laufásvegi 16. Safnráðið leitaði eftir
samningum við Framsóknarflokkinn og sótti fa-t að fá þessar
eignir keyptar fyrir safnið.
1 þessu sambandi gekk safnráð á fund þriggja ráðherra;
menntamálaráðherra, félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra
og bað um fjárstyrk safninu til handa vegna kaupanna. árangur
þess varð sá, að ríkissjóður gaf út skuldabréf og tryggði
þannig að kaupin gætu farið fram.
Reykjavík í október 1976
f.h. undirbúningsnefndar að
byggingu Listasafns Islands
tfoit CUtA-tfJ Jvt GL tUAJtJ r
Jóhannes Jóhannegson
c-7-,
StelnVárSlrurðsson
Þessi yfirlýsing sýnir svart á hvitu. að Vilmundur beinlínis býr
til GROlISÖGU um alla atburðarásina.
„En listaáhugi
þeirra,
sem ríkissjóði
ráða dvínaði jaf n-
skyndilega
og hann
hafði vaknað"
,,í grein sinni segir Vilmundur
raunverulega, að eftir að búið
hafi veriö að koma þessum við-
skiptabrellum.sem kaupineru að
hans mati, i kring, hafi ekki feng-
izt fé til þess að halda áfram með
bygginguna og þvi ekkert gerst.
Orörétt segir hann: „En listaá-
hugi þeirra, sem rikissjóöi ráða,
dvinaði jafnskyndilega og hann
hafði vaknað” og siöar „En áhugi
ráðamanna rikissjóðs á listum
virðist heldur betur háður svipt-
ingum i fjármálaheiminum.”
Allt ber þetta að sama brunni.
Vilmundur getur þess ekki, að
þegar Listasafn Islands tekur við
þessum eignum Framsóknar-
flokksins, fylgja með þeim rúm-
lega 14 milljónir króna bruna-
bótafé i vörzlu Húsatrygginga
Reykjavikurborgar. Þetta fé er
til reiðu til þess að hefja fram-
kvæmdir, og auk þess er nokkurt
fé i byggingasjóði safnsins. Arið
1972 hefur safnið þvi rúmlega 20
milljónir króna til þess að láta
vinna fyrir.
Vilmundur segir sjálfur í grein
sinni, að vegna veröbólgu megi
þrefalda verðgildi fjármuna frá
1972 til þess að fá fram núverandi
gildi. — Ekki skal ég segja um
það, en Sé þessi reikningsregla
hans notuð hefur safnið haft i nú-
gildi um 60 milljónir króna og þvi
ekki vegna fjárskorts, sem fram-
kvæmdir hefjast ekki.
Svo sem Vilmundur segir I
grein sinni, verða deilur um þak-
form hússins og tefja þær fram-
kvæmdir. Þær deilur eru við
byggingarnefnd Reykjavikur
vegna tillagna húsafriðunar-
nefndar, en ekki við rikisvaldið.
Rikisvaldið á þvi ekki sök á töfum
byggingarinnar. Þessar upplýs-
ingar lágu allar á lausu, ef Vil-
mundur hefði viljað kynna sér
málið.”
Fjárlagahlið
málsins
„Vilmundur segir, að útgáfa
skuldabréfs að upph. 7.2 millj. kr.
sem er milligjöf Listasafnsins i
kaupunum eða makaskiptunum
virðist hafa verið gerð i heimild-
arleysi.
Þvi er til að svara, að kaup
Listasafnsins á Glaumbæ og
Laufásvegi 16 voru samþykkt I
rikisstjórn.
Ég hygg aö mörg fordæmi séu
fyrir slikum aðgerðum þó ekki sé
heimild á fjárlögum yfirstand-
andi árs, enda yröi öll stjórnsýsla
rikisins of þung i vöfum annars.
Heimild til kaupanna virðist
hins vegar fyrst koma fram i fjár-
lögum árið 1975.
Þær upplýsingar, sem mér hef-
ur tekizt aö afla um þetta atriði
frá embættismönnum, benda til
þess aö heimildarákvæöi hafi
beinlinis fallið niöur. Þaö eru
mistök, aö það kemur ekki fyrr
inn i fjárlög. Slik mistök eru
mannleg og geta alltaf skeð og
ekki ástæða til að gera þaö atriði
tortryggilegt. Hitt er aöalatriði,
að kaupin eru samþykkt i rikis-
stjórn og ekkert að fela I þvi sam-
bandi.
Rétt er að fram komi, aö
embættismaður úr menntamála-
ráðuneytinu, sem að kaupunum
starfaöi sem slikur hefur staðfest,
að Halldór E. Sigurðsson, þáver-
andi fjármálaráðherra, hafi ekki
viljað taka þátt I samningavið-
ræðum um kaupin vegna þess að
annar aðilinn i málinu var Fram-
sóknarflokkurinn.
Einnig þarf aö koma fram, aö
kaupin fóru fram þannig aö
brunabótamat var lagt til grund-
vallar eignum Listasafns annars
vegar og Framsóknarflokks hins
vegar, og kaupin gerö á þvi mati.
Greiddi Listasafnið þvi á milli
mismun matanna.
Fulltrúar Listasafns og fulltrú-
ar menntamálaráöuneytis leituðu
hvor um sig upplýsinga um eöli-
legt verö þeirra eigna, sem
keyptar voru af Framsóknar-.
flokknum og komust aö þeirri nið-
urstöðu aö verðiö væri sann-
gjarnt.”
Lífeyrissjóður
opinberra
starfsmanna
Aö lokum vikur Guömundur G.
Þórarinsson að þeirrí ádeilu Vil-
mundar, að Halldór E. Sigurös-
son fjármálaráðherra hafi látiö
Lifeyrissjóö starfsmanna rikisins
kaupa af Húsbyggingarsjóði
Framsóknarflokksins skuldabréf
þaö, sem hann fékk sem greiðslu
frá Listasafninu. Aður en Halldór
E. Sigurösson varð fjármálaráð-
herra, hafði fjármálaráðherra
heimild til að ráöstafa 20% af út-
lánafé sjóðsins, en Halldór
minnkaði þá heimild niður i 5%,
ennúhefurhúnaftur veriðaukin i
10%. Um þetta segir svo i grein
Guðmundar.
„Svo sem fram kemur héfur
Framhald á bls 37