Tíminn - 31.10.1976, Side 19

Tíminn - 31.10.1976, Side 19
Sunnudagur 31. október 1976 timInn! 19 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur GIsiason.Ritstjórnarskrifstofur f Edduhúsinu viö Lindargötu, sfmar 18300 — 18306. Skrifstofur f Aöal- stræti 7, sími 26500 — afgreiöslusfmi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Verö I iausasölu kr. 60.00. Áskriftargjald kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f. Þjóðarsóun Siðsumarmánuðina þrjá — júli, ágúst og septem- ber — seldi Áfengis- og tóbaksverzlun rikisins vin- föng fyrir 1.688 milljónir króna. Álykta má, að alls muni áfengissalan nema hátt á sjöunda milljarð króna á þessu ári. Þetta segir þó ekki alla söguna, hvorki um áfeng- isneyzlu Islendinga né heldur tilkostnað þeirra við útvegun áfengra drykkja. Orð leikur á, að fólk drekki talsvert i utanferðum sinum, smygl og brugg á sér stað og þeir, sem koma frá öðrum löndum, hafa með sér áfengi með löglegum hætti. Frá þessu dregst aftur, hvað útlendingar, sem hingað koma, kunna að kaupa af áfengi, en engar likur eru til þess, að það jafni metin. Peningar þeir, sem fólk ver til áfengiskaupa, eru lika miklu meiri en ofan- greindri tölu nemur, þar eð verulegur hluti áfengis- ins er keyptur á börum og i drykkjuhúsum, sem nú eru svo til á hverju strái i Reykjavik og viða úti um land. Á slikum stöðum er verðlagið miklu hærra en i áfengisbúðunum svo sem allir vita. Islenzkir þegn- ar kaupa þess vegna ekki áfengi fyrir sex eða sjö milljarða á þessu ári, heldur miklu hærri fjárhæð. Nú er gildi islenzkra peninga svo á reiki, að ekki er vist, að allir glöggvi sig samstundis á þvi, hvaða álögur þetta eru, er þjóðin leggur á sig sjálfviljug, þótt aðeins sé horft til fjöruborðsins, sem verður i pyngjunni. Það skýrist ef til vill betur, ef eitthvað er haft til viðmiðunar. Á ellefu alda afmæli norrænnar byggðar i landinu var ákveðin svonefnd þjóðargjöf, einn milljarður króna til landgræðslu. Þá fjárhæð skyldi inna af höndum á nokkrum árum. Hú mun ekki fjarri lagi, að ársskammtur þessarar þjóðargjafar, eða jafn- gildi hennar, sé drukkinn upp á einni viku eða þar um bil. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að byggja þúsund leiguibúðir til þess að draga úr húsnæðis- vandræðum viðs vegar um landið og koma i veg fyrir, að ungt fólk hrökklist nauðugt úr heimahög- um sinum. Þessu átti einnig að dreifa á nokkur ár. Jafnvirði þessara ibúða allra rennur i gegnum greipar landsmanna i áfengisbúðum og við bari og drykkjuborð á rúmu ári. Og til enn frekari glöggv- unar: Litlu minna fer i súginn, aðeins i þeim pen- ingum talið, sem almenningur ver til áfengiskaupa, heldur en þótt árlega dyndu yfir okkur náttúruham- farir, sem að eyðileggingarmætti nálguðust Heima- eyjargosið! Þessar drykkjuvenjur eru öfgafullar og óheilla- vænlegar. Og þetta gerist, þegar mjög margir telja sig vanhaldna i tekjum og þar á ofan skattpinda. Varla verður komizt hjá þvi að álykta, að eitthvað meira en litið hafi farið úrskeiðis á liðnum áratug- um i uppeldismálum og félagsmálum og á öðrum þeim sviðum, er mestu fá orkað um giftusamlega mótun lifsviðhorfa, og stefnan i áfengismálunum hafi verið röng. Einn stein fró hverjum Hjálparstofnun kirkjunnar gengst um þessar mundir fyrir framhaldsfjársöfnun vegna byggingar afþreyingarheimilis fyrir vangefin börn. Áætlað er, að slik bygging kosti fimmtán til tuttugu milljónir króna fokheld. Fyrr á árinu safnaði hjálparstofnunin á sjöttu milljón króna i þessu skyni, og nú er takmarkið að draga það saman, er á van t ar. Það tekst, ef hver og einn leggur fram einn litinn stein i þessa byggingu. Þessir fémunir verða siðan afhentir Styrktarfélagi vangefinna til meðferðar. —JH ERLENT YFIRLIT Verður Observer æsifréttablað? Það yrði áfail fyrir brezka blaðamennsku styrjaldarlokin. Blaöið lét þá einkum þrjú mál mikið taka til sin. Það varaöi við kalda striðinu og hvatti til bættrar sambúðar milli austurs og vesturs. Það hvatti einnig til þess, að Bretar veittu nýlend- unum sem fyrst sjálfstæði og breska heimsveldið yrði leyst af hólmi, með frjálsu sam- starfi þeirra þjóða, sem áður höfðu veriö innan þess. t innanlandsmálum var það svo hlynnt meiri áætlunarbúskap og ihlutun rikisins innan vissra marka. Þaö má þvi segja, að skoðanalega hafi blaðið þá átt mesta samleið með Frjálslynda flokknum og hægri armi Verkamanna- flokksins. Þróunin hefur orðið sú, aö þessi baráttumál blaðs- ins.sem gáfu þvi mikinn svip, eru nú úr sögunni. Kalda striðið hefur hjaðnað, ný- lendurnar eru orðnar frjálsar og áætlunarbúskapurinn hefur ekki lengur sama ljóma og áður. Blaðið hefur ekki eign- azt i staðinn áhugamál, sem hafa vakið jafnmikla athygli. Margir beztu blaðamennirnir, sem'settu mestan svip á það um skeiö, eru ýmist horfnir af sjónarsviðinu eða farnir annað. OBSERVER hefur þannig átt við margvislega erfiöleika að striða að undanförnu. Þess vegna standa eigendur þess nú á þeim vegamótum, að annað hvort verða þeir að hætta út- gáfunni eða láta hana i hendur Murdochs. Og hvernig verður blaðið ihöndum hans? Margir myndu telja það betri kost að láta það hætta en gera það að æsiblaði i stil við Sun og News of the World. Sumir gera sér vonir um, að Murdoch muni setja metnað sinn I aö gefa út vandað blaö, ef hann nær yfir- ráðum yfir Observer, og taka upp samkeppni við Sunday Times á þvi sviöi. Ýmsum leizt illa á það á sinum tima, þegar Thomson varð eigandi Sunday Times og Times, en hann setti metnað sinn i þaö að halda þeim i fyrra horfi og jafhvel bæta þau. Kannski gerir Murdoch nú hið sama og sýnir i verki að hann getur ekki siður gefið út vandaö blað, en æsifréttablöð. Þ.Þ. Lesendum Observers myndi bregða i brún, ef blaðið yrði lfkt öðrum blöðum Murdochs Rupert Murdock blaðsins. Observer tók strax einbeitta afstöðu gegn ihlutun Breta og settu Gyðingar, sem miklu ráða i brezkum fyrir- tækjum, þá blaðið i eins konar auglýsingabann. Auglýsingar i blaðinu drógust þá stórlega saman og hefur blaöið ekki náð þeim aftur i sama mæli og áður. Það hefur vafalaust lika átt þátt i þessu, að um likt leyti gerðist kanadiski blaða- kóngurinn Thomson útgefandi Sunday Times, sem stóð þá höllum fæti, en tók algerum stakkaskiptum undir stjórn hans og er nú stærsta og eitt bezta sunnudagsblað Bret- lands. Þangað hafa auglýs- endursnúið sér i vaxandi'mæli og einnig til Sunday Tele- graph, sem er ihaldssamt blaö og þykir þvi ná til þeirra, sem margir auglýsendur vilja helzt komast i samband við. Að dómi margra, hefur Observer náð hvað mestri reisn á timabilinu eftir siðari heimsstyrjöldina undir leiðsögu Davids Astors, eink- um þó á fyrstu árunum eftir HORFUR virðast nú á, aö eigendur elzta og virðulegasta sunnudagsblaðs Bretlands eigi brátt ekki nema um tvo kosti að velja: Láta blaðið hætta að koma út eða að selja það ástralska blaðakóngnum Rupert Murdoch, sem margir óttast að muni gerbreyta þvi, og jafnvel gera það að æsi- fréttablaði. Þetta blað er Observer, sem hefur komið samfleytt Ut i 185 ár og hefur um langt skeið skipað álika virðulegan sess meðal sunnu- dagsblaðanna og Times meðal dagblaðanna. Blaðið hefur verið rekið með vaxandi halla að undanförnu og treystast núverandi eigendur sér ekki til þess að halda rekstrinum áfram. Eins og er, virðist ekki heldur vera um annan kaup- anda að þvi að ræða en Mur- doch. ■* Mörgum lesendum Observers geðjast hins vegar ekki að þeirri tilhugsun, að uppáhaldsblað þeirra lendi I höndum Murdochs, sem gefur nú út tvö ein mestu æsifrétta- blöð Bretlands, sunnudags- blaðið News of the World og dagblaðið Sun. Bæði þessi blöð hafa aukið mjög útbreiöslu sina siðan Murdoch tók við rekstri þeirra. News of the World mun nú selt i fleiri ein- tökum en nokkurt annað blaö i veröldinni, og Sun nálgast það óðum að verða jafnoki Daily Mirror, sem lengi hefur verið útbreiddasta blaö Bretlands. Segja má, að það sé sérkenni á blöðum Murdochs, að hann leggur vart eins mikið kapp á glæpafréttir og hin æsifrétta- blöðin, en birtir þeim mun meira af myndum af fáklædd- um konum og kynferðissög- um. Þess vegna er nú haft á oröi, að mörgum ráðsettari lesendum Observers muni bregöa i brún, ef blaðið fylltist af myndum af fáklæddum konum, og myndi það þá vafa- litið fljótt breyta um lesenda- hóp. OBSERVER hefur nokkurn veginn haldið kaupendafjölda sinum siðustu árin, þótt heldur hafi hann minnkað. Það eru aðallega auglýsingatekjurnar, sem hafa dregizt saman. Súez- styrjöldin ersögðmarka mikil þáttaskil i fjármálasögu

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.