Tíminn - 31.10.1976, Síða 20
20
TÍMINN
Sunnudagur 31. október 1976
Sunnudagur 31. október 1976
TÍMINN
21
ALLIR ISLENDINGAR þekkja
Reykholt i Borgarfiröi. Og flestir
Islendingar, sem komnir eru til
vits óg ára, munu vita nokkur
deili á prófastshjónunum i Reyk-
holti, séra Einari Guðnasyni og
frú önnu Bjarnadóttur, sem
gerðu þar garðinn frægan um
áratuga skeið Margir hafa haft af
þeim persónuleg kynni, þvi
aðmargirsóttuþau heim á meðan
þau áttu heima i Reykholti, — að
ekki sé minnzt á þann fjölda ung-
menna, sem stundaði nám i
Reykholtsskóla undir handar-
jaðri þeirra séra Einars og önnu.
Rey k j a vikurstúlka
gerist sveitakona
Séra Einar Guðnason andaðist
snemma á þessu ári, en Anna lifir
mann sinn, og það er hún, sem
ræðir við lesendur Timans í dag.
Við byrjum á þvi að spjalla um
upphafið, — tildrög þess, að hún
gerðist húsfreyja á hinum sögu-
fræga stað, Reykholti i Borgar-
firði.
— Við Einar kynntumst á Þing-
völlum á Alþingishátiðinni 1930.
Það voru dásamlegir dagar. Þá
átti tsland eina sál. Norrænu
stúdentarnir, sem hérna voru þá
á norrænu stúdentamóti, sögðu:
Þið Islendingar eruð allir eins og
einn maður.
Við giftumst 1. júli 1933 og fór-
um eftir nokkra daga upp i Reyk-
holt. Mér fannst sjálfsagt að ég
fórnaöi minu starfi fyrir starf
Einars, að ég færi upp i Reykholt,
en reyndi ekki að draga hann til
Reykjavikur.
Þessu réði lika dálitil rómantik.
Mér fannst það glæsileg staða að
vera prestur á hinum sögufræga
stað, Reykholti, og hugsaði mér
að lifa skemmtilegu lifii islenzkri
sveit. Ég hafði stundað talsvert
fjallgöngur og ferðalög á hestum
um byggðir og óbyggðir, áður en
ég giftist, og ætlaði nú að halda
þvi áfram. Ég ætlaði að fara sem
oftast upp á Skáneyjarbungu og
njóta útsýnisins þaðan. En úr þvi
varð minna en til stóð, enda var
leiöin þangaö upp ieiðinleg, yfir
blauta mýri að fara og 3 háar
gaddavirsgirðingar. Reiðtúrarnir
urðu ferðir á annexiurnar með
Einari. Einar hafði gefið mér hest
með öllum reiðtýgjum, og varð sá
reiðskjótiminn á þessum ferðum,
en sjálfur reiddi Einar hempu
sina og kraga i hnakktösku fyrir
aftan sig. Það var alltaf gaman
að koma á annexiurnar, og þar
fengum við höfðinglegar viðtök-
ur, við og allir kirkjugestir.
Ég hafði áður kynnzt Andrési i
Siðumúla og hans ágætu konu,
Ingibjörgu Guðmundsdóttur,
systur Sigurðar skólameistara,
og sömuleiðis Sigurði Snorrasyni
á Gilsbakka og konu hans, Guð-
rúnu Magnúsdóttur, prófasts á
Gilsbakka, á ferðum minum um
Borgarfjörð. Nú kynntist ég
Helgu og Kolbeini i Stóra-Asi, og
seinna önnu Brynjólfsdóttur, sið-
ari konu Sigurðar á Gilsbakka.
Þessar ágætu konur urðu allar
góðar vinkonur minar, og með
þessu fólki og okkur hjónunum
tókst gott vinfengi.
Stundum var
þröngt setinn
bekkurinn
— Hélduð þiö ekki við þeim
gamla og góöa sið að gefa kirkju-
gestum kaffi?
— Jú, við buðum ævinlega öllu
kirkjufólki til kaffidrykkju eftir
messu. Sumum kann að þykja
þaö smávægilegt atriði, en það
veitti þó fólkinu tækifæri til þess
að hittast og tala saman. Það
gladdi mig, þegar ég heyröi Sig-
urbjörgu i Deildartungu einu
sinni segja, að henni fyndist hún
ailtaf eins og heima hjá sér á
prestssetrinu.
— Var þá ekki oft þröngt setinn
bekkurinns?
— Yfirleitt var þetta ekki neitt
mjög margt fólk, svona tuttugu
manns, eða svo. Stundum varð þó
svo margt, aö þurfti að tvísitja
borðið, sérstaklega viö stór-
hátíðir, þegar veður og færð
leyfði, og eins við fermingar.
Fermingin var ailtaf mikill við-
burður og mikilumsvif í kringum
hana. Einarvarð aðkomasér upp
hestagirðingu þvi að flestir komu
riðandi, og fólk var að fara úr
reiðfötunum út um alla móa.
Heima á prestssetrinu voru öll
herbergi undirlögð, það var veriö
aðstrauja fermingarkjóla, greiða
stúikum, bursta pilta, og svo var
fólk að kaupa fermingarkort og
skrifa á þau. Það voru jafnvel
teknar myndir af fermingarbörn-
um sama daginn og athöfnin fór
fram. Siðari árin var svo margt
fólk við fermingarnar, aö við-
fengum að hafa kaffiveitingarnar
úti í skóla, en það þýddi, að við
urðum að veita skólanemendun-
um lika kaffi, og fyrir kom, að á
þriðja hundrað manns drakk kaffi
hjá okkur að aflokinni fermingu.
Astriðsárunum hætti þetta þvi að
þá gátum við ekki fengið nógu
mikið af hveiti og sykri til þess að
baka með kaffinu. Eftir strið fór
fólk að halda fermingarveizlur
sjálft á heimilum sinum, og þá
vorum við oft boðin i margar
fermingarveizlur samtimis, i
staðinn fyrir að áður höfðum við
haldið fermingarveizlur fyriralla
sóknina.
— Var ekki linnulaus gesta-
gangur i Reykholti, fyrir utan
þetta, sem fylgdi embættinu,
fermingarveizlur og messukaffi?
— Það leið varla svo dagur á
sumrin, að ekki kæmu einhverjir
gestir og oft heilir hópar. Söfnuð-
ir, sem voru á ferðalagi, komu til
okkar, kvenfélagskonur og
sveitafólk i bændaför, o.fl. o.fl.
Allra leiðir lágu til Reykholts.
,,Nú er Snorri
Sturluson að berjast
við Hitler”
— Var ekki lika alltaf mikið af
útiendum gestum?
— Jú, þaö kom alltaf mikið af
útlendingum, einkum Norður-
landabúum. Stundum hringdi
ráðuneyti til mannsins mins og
bað hann að sýna norrænum ráö-
herrum staðinn, einu sinni voru
það verkfræðingar, annaö skiptið
blaðamenn, og þannig mætti lengi
telja. Einar var ákaflega ólatur
við að sýna mönnum staöinn,
Á slóðum
l
Reykholti
Önnu Bjarnadóttur
Anna Bjarnadóttir. Timamynd GE.
Stundum var hópum boðið,
beinlfnis til þess að njóta veit
inga, til dæmis þegar norrænu-
deild Háskóla íslands kom i
heimsókn, og guðfræðideildin.
Norðmenn voru lika mjög tiðir
gestir i Reykholti. Þeim fannst
það eiginlega vera nokkurs konar
pilagrimsför að fara þangað. A
allra dimmustu striðsárunum
kom Sigurður Nordal upp I Reyk-
holt með Worm Miiller prófessor,
Esmark sendiherra Norðmanna
ogFreid blaðafulltrúa. Þá var út-
varpað frá Reykholti. Worm
Múller hélt útvarpserindi, og
sagði þar meöal annars, að nú
berðist SnorriSturluson við Hitler
I Noregi. Ólafur Noregskonungur
kom tvisvar I Reykholt. Hann
Við ókum með þau að Barnafossi.
Niels Bohr hafði mikla ánægju af
þeirri ferð. Sérstaklega þótti hon-
um gaman að sjá Gilsbakka frá
Barnafossi, þvi hann las íslend-
ingasögur og hafði miklar mætur
á Gunnlaugssögu. Seinna, þegar
við hjónin vorum boðin til hans I
Kaupmannahöfn, var hann að
lesa Gerplu.
Snorrahátiðin 1947
— Einn er sá atburður i sögu
Reykholts, sem mig langar aiveg
sérstaklega að spyrja þig um.
Það er Snorrahátiðin, sem þar
var haldin sumarið 1947.
— Já, það voru oft haldnar
rikisarfi hélt ræðu sina og svipti
blæjunni af likneski Snorra. Ekki
var nein helgiathöfn á dagskrá
hátiðahaldanna, en Einar mess-
aði kl. 10 árdegis fyrir troðfullri
kirkju, og var þá sem loftið væri
hlaðið fögnuði og eftirvæntingu.
Heima hjá okkur var straumur
af gestum allan daginn. 1 borð-
stofunni var setið kaffiborð,
þannig, að þegar einhver stóð
upp, kom alltaf annar i skaröið.
Það vannst ekki timi til að hugsa
um kvöldmat fyrr en seint um
kvöldið. Ég var svo heppin, að eg
hafðiágæta stúlku, sem ekki taldi
ómarkið eftir sér.
Reykholtshátiðin stóð aðeins
einn dag. Það þótti ekki fært að
láta gestina gista. En margir
þeirra, einkum Norðmennirnir,
sýndu þess merki, að þeir hefðu
fegnir vilja dveljast lengur i
sveit Snorra og hafa lengri tima
til að njóta borgfirzkrar náttúru-
fegurðar.
Skólastarf á
fornu menningarsetri
— NúerReykholtekki einungis
viðfrægur sögustaður, heidur
einnig mikið skólasetur. Er það
ekkirétt.sem éghygg vera, að þú
hafir starfað mikið við skólann
þar?
— Jú, það gerði ég. Þegar ég
kom i Reykholt, var skólinn undir
stjórn Mýra- og Borgarfjarðar-
sýslu. Kennararnir höfðu ekki
föst laun, en skólanefndin kom á
hverju hausti til að semja við þá.
Fyrst var mér boðið að vera hl.
af Einari, — það er að segja að
min kennsla skyldi leggjast við
hans, og okkur borgað sameigin-
lega eins og við værum einn kenn-
ari. Ekki vildi ég ganga að þessu,
og það varð úr, að ég skyldi kenna
sex tima á viku (ensku), og íá sex
hundruð krónur á ári fyrir. Þann-
ig var þetta fyrstu árin. Timunum
fjölgaöi bara eitthvað, og kaupið
hækkaði i hlutfalli við það. Fyrir-
komulag kennslunnar var fremur
skemmtilegt. Tungumálin voru
kennd i flokkum og voru valgrein-
ar. Af þessu leiddi, aö dugleg-
urnemandi sem hóf nám i eldri
deild, en ekki hafði lært til dæmis
ensku, gat komizt yfir báða flokk-
aná meö góðum árangri. Sömu-
leiðis gátu eldrideildarnemendur,
sem þess óskuðu, verið áheyrend-
ur i fyrsta flokki og þannig rifjað
upp byrjunaratriðin. Þetta var
ágætt fyrir nemendurna, en dálit-
ið erfitt fyrir kennarann, þvi svo
fjölmennt varð i fyrsta flokki, en
af þvi að nemendurnir voru mjög
stilltir i kennslustundunum, kom
þetta siður að sök. Upphaflega
voru deildirnar aöeins tvær, en
samkvæmt ósk margra nemenda
bættist þriðja deildin, framhalds-
deild, siðar við.
Um tima kenndum við nokkr-
um nemendum undir gagnfræða-
próf upp úr þriðja bekk Mennta-
skólans, og gekk það mjög vel.
Þetta var unnið i hjáverkum og
fyrir litið kaup, en eftir tvö ár var
okkurbannað að halda þvi áfram.
Með tilkomu landsprófs breytt-
ist hagur skólans. Hann varö
rikisrekinn og við urðum fastir
kennarar. (Ég varð það, en Einar
ekki, af þvi að hann hafði annað
embætti). Nú batnaði hagur
minn mikið, en vinnan varð
erfiðari. Viö höfðum 33 nem-
endur i þriðja bekk (framhalds-
deild). Allir tóku gagnfræðapróf,
en sumir lika landspróf, og var
þeim kennt saman. Ég kenndi is-
lenzku, dönsku og ensku i lands-
prófs ( gagnfræða) deild. íslenzk-
una þótti mér skemmtilegt að
kenna, og þar náði ég góðum ár-
angri. Ég kenndi ekki stafsetn-
ingu eða stilagerð, (það geröi
annar kennari), en skipti timan-
um jafnt milli bókmennta og mál
fræði, ásamt setningafræði. Ég
reyndi að þjálfa nemendurna með
prófum i islenzkunni og gekk þaö
vel, en i erlendu málunum ætluöu
stilarnir alveg að gera út af við
mig. Ég lét hvem nemanda gera
tvo stila á viku, einn timastll og
einn heimastll, og var árangurinn
hjá mörgum harla litill. Nú fóru
flestar fristundir minar i stila-
leiðréttingar. Jafnvel sat ég með
stilabunka, meðan ég hlustaöi á
útvarp á kvöldin.
A vorin kom séra Þorgrimur
Sigurðsson i Reykholt með Staða-
— Mig hefur alltaf langað til
þess að starfa að þýðingu er-
lendra, einkum enskra, skáldrita,
þóttekkert hafi af þvi orðið. Eitt
sinn byrjaði ég, fyrir tilstilli
Magnúsar Asgeirssonar, sem var
góður vinur okkar og dvaldist
stundum hjá okkur hjónunum, að
þýða fyrir Ragnar i Smára Dr.
Jekyll and Mr. Hydé eftir Robert
Louis Stevenson. Stevenson er
mikill stilsnillingur og þýöing úr
ritum hans þvi vandaverk. Ég
varfarin að hafa gaman af þessu,
þegar ég heyrði i útvarpinu aug-
lýsta þýðingu á bókinni eftir ann-
an höfund.
Sigurður Ndl-dal útvegaði mér
vinnu við islenzka alfræðiorða-
bók, sem Gunnar i ísafold ætlaöi
— Jú, ég hef tekið nokkurn þátt
i félagsstörfum. Ég var lengi for-
maður Kvenfélags Reykdæla og
sat nokkur þing Kvenfélagasam-
bands Islands I Reykjavík. Þegar
Prestkvennafélag Islands var
stofnað 1956, varð ég formaður
þess og var það fram undir 1970.
Ég sat þing norrænna prest-
kvenna á þriggja ára fresti (1956,
1959, 1965 Og 1968). Arið 1962 fór
varaformaður, Maria Agústs-
dóttir, þá var þingið haldið i Finn-
landi. Fyrsta þingið, sem ég fór á,
1956, á Nyborg Strand I Dan-
mörku, var ákaflega skemmti-
legt. Þar vorum við tveir fulltrú-
ar frá Islandi, Gertrud Friðriks-
son frá Húsavik og ég.Maöurinn
minn var með, (þó ekki á þing-
inu), og þá var gott að vera is-
lenzkur prestur i Danmörku.
Sumarið 1956 var haldið norrænt
prestamót i Reykjavik. Það
heppnaðist ákaflega vel, og nor-
rænir prestar kepptust við að
votta Islendingum þakklæti sitt
með þvi að sýna islenzkum stétt-
arbræðrum sinum gestrisni. 011-
gárd biskup i Odensehafði verið á
Islandi (á Sálholtshátið), og hafði
dvalizt nokkra daga i Reykholti.
Hann kom til Nyborg Strand og
Einar með honum og sóttu okkur
Gertrud. Dvöldum viö svo nokkra
daga hjá honumi ágætum fagnaði
og hann ók okkur i bil slnum um
mestallan Fjón. Seinna þágum
við mjög skemmtileg boð hjá
fleiri dönskum prestum.
Ég verð að segja frá ævintýri,
sem ég lenti i i Sviþjóð árið 1959.
Þá var fundurinn haldinn i Sig-
tuna, I skólanum þar sem krón
prins (nú konungur) Svia, Karl
Gustav, átti þá um haustiö að
gerast nemandi. Frú Brillioth,
erkibiskupsfrú, dóttir Natans
Söderblom erkibiskups, stjórnaöi
fundinum. Ég fékk bréf frá henni
með dagskrá fundarins og stóð þa
við eitt kvöldið „Islandsafton”.
Málið kom mér mjög mikið við,
þvi ég var eini fulltrúinn frá Is-
landi. Ég skrifaði frú Brillioth þvi
og bað hana um skýringu á þessu,
en fékk ekkert svar. Þegar ég
kom til Sigtuna, fór ég strax að
spyrjast fyrir um þetta íslands-
kvöld og fékk loksins að vita, að
Gamli bærinn f Reykholti.
hann sýndi þeim þá Snorralaug,
göngin sem liggja að lauginni,
Sturlungareit og fleira, og oftast
endaði hann með þvi aö leiöa
menn í kirkju, þar sem hann hélt
erindi um staðinn og sagöi sögu
hans. Þessu lauk oft þannig, að
einhver lék á orgelið og sunginn
var sálmur. Eftir að Jónas Arna-
son alþingismaður fluttist I Reyk-
holt, var hann mjög fús til þess aö
syngja Vfst ertu Jesús, kóngur
klár, fyrir gesti í kirkjunni.
— En þó aö séra Einar væri aö-
eins beðinn að sýna gestum stað-
inn, varö þá ekki oft reyndin sú,
að mönnum var boðið í bæinn og
veitingar bornar fram?
— Ef hópar voru ekki mjög
stórir, var þeim oft boðið inn, en
flestirafþökkuðu veitingar, nema
þa vindil eða eitthvað slikt. Menn
skrifuöu þá nöfn sin i gestabók-
ina, stöldruðu við á heimilinu og
spjölluðu við okkur um stund.
kom þangað fyrst sem krónprins
Norðmanna til þess að afhjúpa
Snorrastyttuna 1947, og aftur,
þegar hann heimsótti ísland i
fyrsta skipti sem konungur Nor-
egs.
Haraldur prins kom einnig i
Reykholt, og við hjónin vorum
beðin að taka á móti honum og
fylgdarliði hans I siödegiskaffi.
Við áttum þá notalega stund með
prinsinum, forseta íslands, As-
geiri Asgeirssyni, Bjarna Bene-
diktssyni, þáverandi forsætisráð-
herra, Siguröi Nordal og fleiri
gestum.
Séra Friðrik Friðriksson dvald-
ist langdvölum hjá okkur oftar en
einu sinni, og var okkur ákaflega
kær gestur. Af öðrum frægum
mönnum sem komu til okkar, get
ég nefnt Vilhjálm Stefánsson
landkönnuð, og eölisfræðinginn
fræga, Niels Bohr. Sigurður Nor-
dal kom með þau hjónin til okkar.
skemmtanir i Reykholtiá vetrum
og hátiöir á sumrum. Þar ber
Snorrahátiðina 1947 langhæst. Þá
var meira fjölmenni saman kom-
ið I Reykholti en nokkurn tima
fyrr eða slðar. Fyrst skal frægan
telja, Olaf krónprins Noregs, og
með honum fjölda norskra gesta.
Þá kom fjöldi islenzkra boös-
gesta, svo og urmull almennings
viðs vegar að.
Sumarið 1947 var óþurrkasum-
ar. Dagana fyrir Snorrahátiðina
rigndi, en 20. júli er einhver feg-
ursti sumardagur, sem ég man
eftir. Loftið var hreint og ryklaust
þrátt fyrir bilamergðina, allir lit-
ir óvenjuferskir. Lognið var slikt,
að ekki blakti hár á höfði gest-
anna, sem sátu á viðhafnarpalli
umhverfis Snorrastyttuna, og
engum var kalt, þótt athöfnin
væri löng. Söngurinn hljómaði
ágætlega i veðurbliðunni, og það
var hátiðleg stund, þegar Ólafur
Reykholt f Borgarfirði. Menningarsetur að fornu og nýju.
,, V, •$. í'í-' ' ’i •' ■ é- ■ v '
% r mi i % W&SmkW:
Snorralaug. Dyrnar á jarðgöngunum blasa við.
staðarskólann og voru Reykholts-
kennarar og hann prófdómendur
hvorir hjá öðrum. Siðustu árin
sem ég var i Reykholti kenndi ég
ekki, en starfaði eitthvað sem
prófdómari.
Fyrri árin sem ég starfaði viö
Reykholtsskólann, var haldin
skemmtun á hverjum vetri. Var
það leikfimisýning, söngur og
leiksýning. Stundum lenti ég i þvi
að vera leikstjóri. Eitt sinn man
ég, að leikið var „Happið” eftir
Pál Ardal, og þótti það takast vel.
Stundum voru góðir leikkraftar
meðal nemendanna.
Samning kennslubóka
og önnur störf
— Næst langar mig að spyrja
um önnur störf þin. Þú munt hafa
gert sitthvað fleira en að kenna og
semja kennslubækur?
að gefa út. Ég átti að rita um
enskar bókmenntir. Ég haföi lok-
ið við a, b, c og d, þegar Gunnar
stöðvaði verkið. Honum samdi
svo illa við höfundana, að hann
taldi sig mundu tapa minna á þvi
að fórna þvi sem búið var að
vinna en að halda verkinu áfram.
Ég fékk eitthvað greitt fyrir a og
b, en ekkert fyrir c og d. Þegar
þetta hvort tveggja sveik, byrjaði
ég á kennslubókum. Reyndar var
ég byrjuð á þeim áður, (kringum
1940), en nú jók ég vinnuna við
þær. Ekki var þeim alls staöar vel
tekið, en þær unnu á, smátt og
smátt.
Flutti erindi af prédik-
unarstóli einnar vegleg-
ustu kirkju Sviþjóðar.
— Hefur þú ekki Iika unniö að
félagsmálum?
það ætti að vera þá um kvöldið
(fyrsta kvöldið) i Mariukirkjunni.
Ég hafði til vonar og vara búið
mig undir að flytja erindi um
Matthias Jochumsson, en varla
taldi ég það hæft til að flytjast i
einni af veglegustu kirkjum Svi-
þjóðar. Það var mjög heitt þenn-
an dag, og löng ganga til kirkj-
unnar, en einhver miskunnaði sig
yfir mig og tók mig upp i bil.
Þegar i kirkjuna kom, blasti við
dýrleg sjón. Hún var öll upplýst
með lifandi ljosum og loguðu um
alla kirkjuna kerti i öllum stærð-
um. Erindi mitt var aðalefni
„messunnar”. Ég átti aö flytja
það frá grátunum fyrir framan
altarið, en það þótti ekki heyrast
nógu vel til min þaðan, og mér
varsagtaö fara upp i predikunar-
stólinn. Ekki hélt ég að það ætti
að liggja fyrir mér að prédika i
einni af veglegustu kirkjum Svi-
þjóðar. — Næsta sunnudag hlýdd-
um við á erkibiskupinn prédika úr
þessum sama stóli. —
Ég fékk gott hljóð i kirkjunni,
en ekki veit ég hvernig erindi mitt
likaði. Ég las talsvert af ljóðum
Matthiasar, fyrst I „skandin-
aviskri þýðingu, svo hægt
og skýrt á islenzku. Að end-
ingu sagði ég frá þvi, hvernig „Ó
Guð vors lands” varð til, og flutti
kvæðið. Athöfninni lauk með þvi,
að allir sungu þjóðsöng okkar
með undirleik orgelsins. Þá rikti
mikil „stemmning” i kirkjunni.
Ég sat fund i Noregi 1965 og i
Danmörku 1968, aftur á Nyborg
Strand. Þeim fundi lauk með þvi
að frú Josephson, sænska erki-
biskupsfrúin, bað mig aö þakka
fyrir- hönd allra gestanna, og var
það siðasta framlag mitt til nor-
rænna prestskvennamóta.
Dvöl i Englandi,
ferðalag til Noregs
— Hefur þú ekki farið mörg
önnur ferðalög en þau, sem mega
kallazt liður i starfi, og þar með
skylda fremur en bein skemmt-
un?
— Jú, ég var svo heppin, að
mér var a.m.k. tvisvar boðið i
skemmtileg ferðalög. Arið 1949
hringdi Sigurður Nordal eitt sinn
til min og spurði mig, hvort ég
gæti þegið boð British Council til
Englands, ef ég fengi það. Ég
sagöi, að ég væri orðin svo óvön
að ferðast. Hann svaraði, að þvi
meiri þörf hefði ég fyrir það og
það varð úr, að B.C. bauð mér i
mánaðardvöl til London. Ég var
svo mánuð I Englandi i viðböt á
eigin kostnað. Þetta var I septem-
ber —október,og litið um að vera
i menntalifinu, en ég notaði tim-
ann til þess aðfara i leikhús og
heimsækja vini mina. Ég bjó á
þægilegu hóteli nálægt British
Museum, og veðrið var hreinasta
sumarbliða allan timann.
Seinna var mér boðið I ferðalag
til Noregs. Það var námskeið,
sem ameriska upplýsingaþjón-
ustan hélt fyrir norræna ensku-
kennara. Það var boðið þrem
kennurum frá hverju landi, nema
fleiri frá Noregi. Frá tslandi voru
Gunnar Norland menntaskóla-
kennari, Adolf Guömundsson og
ég. Námskeiðið var haldið i
Trondenes, rétt hjá Harstad i
Norður-Noregi. Ég flaug til Har-
stad, en fór með „hurtigrute” og
„rutebil” til baka. Það var
dásamlegt ferðalag um stórkost-
legt landslag.
Árið 1966 var aðalfundur al-
þjóðasambands háskólakvenna
haldinn i Reykjavik. Mér var boð-
ið að vera með á fundinum. Eftir
fundinn feröuðust margar af kon-
unum um landið. Allmargar fóru
til Borgarfjarðar og Dalasýslu.
Ég var þeim samferöa og við fór-
um um Kaldadal, en fengum þar
svo mikla rigningu og þoku að
ekkert útsýni var, og varla hægt
aðfara útúrbilunum. Við höfðum
með okkur kalt nesti, og var held-
ur ólystugt að borða það i kulda
og rigningu, þótt inni i bil væri.
Þá barst sú frétt um bilana, að
það væri boðið upp á kaffi i Reyk-
hoiti, og hýrnaöi þá heldur yfir
mannskapnum. Ég hafði með
mér eitthvað af kökum, sem ég
hafði keypt i Reykjavik, en gestir,
sem á heimili minu voru, sáu um
káffið. Ég efast um, að kaffiveit-
ingar hafi nokkurn tima veriö
betur þegnar í Reykholti en i
þetta sinn.
Þaö var um svipaö leyti, sem
Einar tók þátt i keppninni „Sýsl-
urnarsvara.” Fyrstáttiað fá mig
til að vera með i henni, en til allr-
ar hamingju kom ég þvi á Einar,
enda vissi ég, að hann var svo
miklu betur fær til þess en ég.
Verðlaunin fyrir að vinna keppn-
ina var ferð til Luxemburg. Kon-
unum var ekki boðið með, en ég
fór meö á eigin kostnað Ég átti
mikið af heimboðum til háskóla-
kvenna, sem höfðu heimsótt okk-
ur i Reykholt, en við vorum svo
timabundin, að við gátum ekki
þegið neitt af þeim. Við leigöum
okkur „rúgbrauð” og ferðuðumst
til Frakklands, Belgiu, Hollands
og Rinarlanda. Við hrepptum
talsverða rigningu, en i Rinar-
Frh. á bls. 39
a