Tíminn - 31.10.1976, Qupperneq 30
30
TÍMINN
Sunnudagur 31. október 1976
Missir ek
dönsku e
Þokkabót — Fráfærur
Strengleikar
★ ★ ★ ★ +
>'£nqill dðuátths
Gasolin — Gasolin
Epic PE 34149/FACO
★ ★ ★ ★
Gasolin
GMT\ cjybeátxt tbWc-
pUXocMssci áxs
Ted Nugent — Free For AIl
Epic PE34121 /FACO
ÞAÐ hlýtur ao teljast dálltið
furðulegt, aö þrátt fyrir öll hin
menningarlegu samskipti, sem
eru I millum Norðurlandanna,
er popptónlist hinna Norður-
landanna okkur svo til algjör-
lega óþekkt. Ekki er gott aö
segja, hver ástæðan er, en ekki
er óliklegt, að það sé sama
gamla sagan, þ.e. að ráðamenn
liti á popptónlist sem eitthvert
hundóm erkilegt fyrirbrigði,
sem ekki taki að hlusta á, hvað
þá flytja það til annarra Ianda.
Það er þó ekki meiningin aö
ræða þetta hér, heldur þá stað-
reynd, að hin Noröurlöndin hafa
engu siður en við haft hinum
ágætustu hljómsveitum á að
skipa. Þar hafa Danir verið
einna fremstir i flokki, og lík-
lega hafa einhverjir heyrt
minnzt á hljómsveitirnar
Savage Rose og Secret Oyster.
Sú hljómsveit, sem hefur þó
boriö höfuð og herðar yfir aðrar
danskar hljómsveitir á siðustu
árum, er hljómsveitin Gasolin.
Hljómsveitin Gasolin er fyrir
margra hluta sakir nokkurð
merkileg og gætu islenzkir
poppararmargtlært af henni og
ferli hennar.
Gasolin var stofnuð áriö 1969
af þeim Kim Larsen, Wili
Jonsson, Franz Beckerlee og
Sören Berlev. Fyrsta plata
hljómsveitarinnar kom siöar út
árið 1971 og markaði hún þátta-
skil i dönsku poppi. Platan var
fyrsta danska rokkplatan, sem
eingöngu var sungin á dönsku
og hefur hljómsveitin sföan
sungið á sinu móðurmáli á
öllum plötum sinum. Þetta er
atriði, sem vert er að gefa
gaum. A þeim tima, sem
Gasolin var að byrja þótti það
bara hallærislegt að syngja á
dönsku, og allar hljómsveitir á
þeim tima sungu á ensku, alveg
eins og hefur tiðkazt hér á landi
undanfarin ár. En Kim Larsen,
frumkvöðullinn að stofnun
hljómsveitarinnar, var alls ekki
á þeirri skoðun, að syngja bæri
á ensku. Hann taldi, að meðan
þeir væru að syngja fyrir
danska áheyrendur, ættu þeir
skilyrðislaust að syngja á
dönsku, en ekki ensku.
Einnig taldi hann, að það ætti
engin áhrif að hafa á frama-
Hljómhstarmenn hér á landi,
einsog annars staðar, sem sett-
ireru undir þann hatt, er kennd-
ur er við popp, eiga þaö flestir
sameiginlegt að fjalla i textum
sinum um fánýta hluti. Heiðar-
legar undantekningar eru þó til
á þessu, en obbi þess skáldskap-
ar — ef skáldskap skal kalla —
sem þessir hljómlistamenn láta
fara frá sér, er litiö merkilegur
og meirihlutinn innantómt orða-
gjálfur.
Islenzkir popphljómlistar-
menn hafa veigrað sér við þvi,
að fjalla i textum sinum um
ýmis atriði i islenzku þjóðlifi,
sem gagnrýnisverð eru.
Ástæöan er bæði sú, að þeir þora
ekki að takast á við viðfangs-
Alla tíö hefur það veríð draum-
ur og keppikefli hvers tonlistar-
manns, að ná vinsældum og
verða frægur. Sumum tekst
þetta aldrei, aðrir veröa frægir
á einni nóttu, og enn aðrir eru
mörg ár aðskapa sér nafn. Einn
af þeim, sem staöið hafa f
ströngu i mörg ár, er Ted
Nugent, en það var loksins nií i
sumar, sem hann komst á for-
síður poppblaöanna eftirfjórtán
ár sem rokktónlistarmaður.
Nugenthóf feril sinn i Detroit
árið 1962, þá þrettán ára gam-
all. Stuttu siðar fluttist hann
með foreldrum sinum til
Chicago og stofnaði þar hljóm-
sveitina The Amboy Dulies. Sú
hljómsveit hélt saman i nokkur
ár og náði töluverðum vinsæld-
um i Chicago, en Nugent var
alltaf ákveðinn i að fara aftur til
Detroit, og þegar hann lauk
skólanámi 1967, fór hann meö
hljómsveitina með sér þangað.
Þar starfaöi hljómsveitin si"ðan
allt til ársins 1975 með nokkrum
mannabreytingum að visu.
A þessum árum gaf hún út 12
LP-plötur, auk nokkurra litilla,
en árangurinn var enginn,
þangað til á siðasta ári, að
hljómsveitin komst á samning
hjá Epic. Forráðamenn Epic
komu þó fljótlega auga á það, að
Nugent var eini frambæriíegi
maðurinn i hljómsveitinni, og
var hún þvi lögð niður, en
Nugent gerður að sólólista-
manni.
1 fyrra kom út platan „Ted
Nugent” og vakti hún þó nokkra
athygli. 1 kjölfar hennar fór
Nugent I hljómleikaferð um
þver og endilöng Bandarikin, og
loks þá fékk Nugent umbun
erfiðis sins — áheyrendur
flykktust á hljómleika hans og
gagnrýnendur hældu honum á
hvert reipi.
I september s.l. kom út önnur
plata hans, Free For All, og er
það sú plata, sem er hér til um-
fjöllunar. Um þessa plötu hefur
það verið sagt i erlendri plötu-
gagnrýni, að hér sé á ferðinni
ein bezta rokkplata ársins af
þyngri gerðinni, þ.e. tónlistin
flokkast undir þungt rokk (sem
sumir nefna hávaðarokk), en i
rauninni eru lögin öll það
melódisk, að þau eru flest
auðgripin.
Eftir að hafa hlutsað á plöt-
una i nokkrar vikur, get ég ekki
annað en verið sammála þeirri
skoðun, að hér sé um eina al-
beztu rokkplötu ársins að ræða,
og án efa geta þeir, sem hafa
hlustað á hana, verið mér sam-
mála.
A plötunni eru niu lög, sex
eftir Nugent, en þrjú eftir aðra
meðlimi hl jómsveitarinnar,
sem verið hefur með honum s.l.
ár, en þeir eru Derek St. Holm-
es, sem leikur á rythmagitar og
syngur, Rob Grange, sem leikur
á bassa, og Cliff Davis, sem
leikur á trommur. Allt eru þetta
óþekktir menn fyrir utan þann
siðasttaida, sem er brezkur og
lék eitt sinn með hljómsveitinní
IF.
Eins og áður segir, eru lögin
af þyngstu gerð, en um leið svo
skemmtilega melódisk og
gripandi, aö maður man ekki
eftir öðru eins i háa herrans tið.
Það er einna helzt, að Deep
Purple, þegar þeir voru upp á
sitt bezta, gætu staðizt saman-
burð.
Við þá kosti, sem þegar hafa
verið taldir upp, má bæta þvi,
að Nugent sýnir snilldartakta á
Frh. á bls. 39
lang$oltin pyngja
landhelgi i bland
ef tékkinn c hár
og $$$$$$ klingja
í Ijóði sinu Verndarhöndin
segir m.a. um herinn:
Þörf er nú að þekkja vel hver
leiðir
þjóðvillinga biðjandi um her,
þá verndarhönd er yfir börnin
breiðir
en barnablóðið undir nöglum
ber.
Þessi plata Þokkabótar er sú
þriðja I röðinni, áöur hafa komið
út Upphafið og Bætiflákar. Sú
efnið, og kannski ekki siöur sú,
aðþeirhafa ekki getu til þess að
semja góöa texta, enda eru þeir
hljómlistarmenn fremur en
skáld.
Herseta Bandarikjamanna á
Miðnesheiði hefur orðið mörgu
skáldinu að yrkisefni, og eins
hafa aörir listamenn tjáö hug
sinn til setu bandariska hersins
hér á landi með ýmsum hætti.
Popphljómlistarmenn hafa svo
til leitt þennan ófögnuð hjá sér,
en þó ekki alveg, og má i þvi
sambandi minna á lag Þokka-
bótar á Kreppu-plötunni, Hag-
vaxtartimburmenn.
Nú hefur þessi sama hljóm-
sveit — Þokkabót — sent frá sér
hljómplötu að nafni Fráfærur.
önnur hlið þessarar plötu fjall-
ar eingöngu um herinn og her-
setuna, áhrif þessarar setu á
menningu okkar og þjóðlíf.
Nefnist þessi laga- og ljóða-
flokkur Fráfærur.
Þaö er einkar ánægjulegt að
hlýða á þetta verk Þokkabótar
og heyra skoðanir þeirra á
þessu umtalaða fyrirbrigði,
senxhreiðrað hefur um sig i ná-
grenni Keflavikur. Fyrsta lag
Þokkabótar i þessum flokki
nefnist Aðför — það hefst á
þessum ljóðlinum:
A silfruðum vængjum kom
her yfirhafið
með kókflösku i klónum og
slæptisthérum.
Hann krunkaði á skjáinn og
bauð okkur tyggjó,
og meira kók til að slökkva
okkar menningarþorsta.
Hér verða ekki raktar til hlit-
ar þær skoðanir, sem fram
‘ koma á plötunni, en Þokkabót-
armenn koma viða við i textum
sinum um herinn. Þeir fjalla
að miklu leyti um áhrif hans hér
á landi, menningaráhrif og pen-
ingaáhrif, þ.e. þann gróða, sem
ýmsir hópar þjóðfélagsins hafa
af veru hans. Einnig fjalla þeir
um Aronskuna og að sjálfsögðu
herinn sjálfan. Um Aronskuna,
sem svo hefur verið nefnd,
yrkja Þokkabótarmenn á þenn-
an hátt i ljóði sínu Ofboð:
Til leigu er land
landvættir $júkar,
siðarnefnda kom út i fyrra og er
hún að þvi leyti sambærileg við
Fráfærur, að B hliðin hefur að
geyma samfelltverk um ákveð-
ið tema. A Bætiflákum var það
sólarhringurinn, nú er það her-
inn. A-hlið beggja platnanna
hafði að geyma sjálfstæð lög
með textum úr ýmsum áttum.
Það er með vilja gert, að gera
B-hlið þessarar nýju plötu að
sérstöku umræðuefni, fram yfir
A-hliðina. Fráfæru-hliðin er
bæði athyglisverðari á allan
hátt og sýnir jafnframt raun-
verulega getu hljómsveitar-
manna, bæði hvað snertir tónlist
ogtexta. Einmitt þar tekst þeim
lika bezt upp.
Þokkabótarmenn virðast vera
komnir niður á fastan kjarna i