Tíminn - 31.10.1976, Page 32

Tíminn - 31.10.1976, Page 32
32 TÍMINN Sunnudagur 31. október 1976 Anton Mohr: Árni og Berit Ævintýraför um Afriku barnatíminn um sinn, og svo loks teygja timann sem þau gætu, er hann færi að ræða um lausnarfé. Sýrlendingurinn var nefnilega alls ekki öfundsverður af sinni aðstöðu. 1 siðasta lagi kæmi það i ljós við morgun- verðinn, að þau væru horfin úr gistihúsinu. Myndi 'þá strax verða hafin leit að þeim. Þau vissu, að margir höfðu séð þau fara með Sýrlendingnum. Ef hann ætlaði að ná takmarki sinu, þá yrði hann að kúga þau til fjárútláta strax. Það liði vist ekki á löngu, að þau heyrðu i honum. Þetta var rétt til getið hjá þeim. Litlu seinna heyrðu þau draugalega rödd utan úr myrkrinu, sem sagði: ,,Ef ykkur langar til að komst héðan út hf- andi, þá leggið á kistu- botninn allt, sem þið hafið á ykkur af pening- um og verðmætum grip- um”. Þótt röddin væri dimm og draugaleg, þá heyrðu systkinin strax, að þarna var leiðsögu- maðurinn kominn aftur. Hann hafði auðvitað reynt að breyta rödd sinni, til að hræða þau. Hann fékk ekkert svar. Þau sátu alveg þögul, eins og þau höfðu ákveð- ið. Eftir dálitla stunda var sama setningin endurtekin, en þá var auðheyrt, að maðurinn var kominn dálitið nær og nú var enn meiri hót- un i röddinni. Ennþá fékk hann ekkert svar. Enn leið nokkur stund. Nú heyrðu börnin létt fótatak, sem færðist nær. Árni tók fram marghleypuna og spennfi upp bóginn. Varð þá allt i einu al- bjart. Við innganginn stóð gamall maður með gleraugu og hvitt, sitt skegg. Þótt þessi væri búningurinn, þekktu systkinin strax, að þetta var Sýrlendingurinn sjálfur. Honum hafði ekki tekizt vel að dulbú- ast. Nokkra stund var alger þögn, en svo sagði Sýrlendingurinn: ,,1 þriðja og siðasta sldpti segi ég: Ef þið viljið komast héðan út lifandi, þá látið þarna i likkistuna allt, sem þið eruð með af peningum og verðmætum grip- um”. Um leið og hann lauk við setninguna, slokkn- aði aftur ljósið. Aftur var komið niðamyrkur. Berit brá mjög við og hún þrýsti sér fastar að Árna, en hann hvislaði að henni: ,,Vertu alveg róleg. Við látum hann ekki kúga okkur”. Þessi augnablik, sem ljósið lifði, hafði Árni notað til að lita á klukk- una. Hún var orðin fimm. Eftir einn klukku- tima kæmi sólin upp. Nú var um að gera að teygja timann. Þegar Sýrlendingur- inn fékk enn ekkert svar, varð hann hálf- smeykur. Eins og flestir Austurlandamenn var Sýrlendingurinn mjög hjátrúarfullur. Þessi börn, sem sátu þarna á likkistugaflinum, óhreyfanleg og þögul, voru eitthvað einkenni- leg. Hver gat vitað, hvort þetta voru venju- leg, lifandi börn? Gat ekki eins skeð, að þetta væru vondir andar, sem hinn voldugi andi pýra- midans hefði sent til að hegna honum og leiða yfir hann óhamingju. Marghleypan, sem hann hefði séð glampa á i ljósinu, gerði hann lika óttasleginn. Sýrlending- urinn varð alltaf hrædd- ari og hræddari. Honum flaug i hug allt hið illa, sem hann hafði gert. Alls konar lögbrot og glæpir. Nú var hefndin komin. Hann fann það alveg. Hvernig hefndin yrði, gat hann vitanlega ekkert gizkað á, en hún myndi hitta hann. Það sló út um hann köldum svita, þar sem hann stóð þama i niðamyrkrinu með ljóskerið i hendinni. En það var hart að missa af lausnarfénu. Hann skyldi reyna að ná samningum við þessar verur. Litið var betra en ekkert. Hann skyldi gera tilraun. ,,1 siðasta skipti segi ég: Ef þið viljið komast lifandi héðan út, þá látið strax alla peninga, sem þið hafið á ykkur á kistubotninn”. 1 þetta skipti nefndi hann ekk- ert verðmæta muni. Ennþá fékk hann ekk- ert svar. Þá kveikti hann aftur ljósið og hóf samninga. Hann krafð- ist fyrst 100 punda, en sló fljótt af kröfunni i 50 pund — þá 10 pund, þá 5 og 1 pund, og að lokum 10 shillinga. Þá svaraði Ámi loksins: „Ágætt”, sagði hann. ,,Þú skalt fá 10 shillinga, þegar þú hefur fylgt okkur héðan, út, en fyrr ekki”. Hann lyfti um leið marghleypunni, svo að glampaði á hlaupið. Hann hélt það spillti ekki fyrir. Sýrlendingumn svaraði engu, sneri sér treglega við og gekk hægt og lúpulega að út- ganginum. Árni og Berit fylgdu honum eftir. Loks sáu þau birtu utan frá lýsa inn i göngin, og litlu siðar voru þau komin út. Þau drógu andann léttara. Þau voru frjáls. Árni fleygði 10 shill- ingum til leiðsögu- mannsins, og svo þutu þau niður á veginn. 8. Rétt fyrir utan gisti- húsið mættu þau ofurst- anum. ,,Guði sé lof, að þið komið hér”, sagði hann. ,,Ég var orðinn svo hræddur um ykkur.” Kvöldið áður hafði ofurstinn fengið fregnir um, að skipið, sem þau systkinin áttu að fara með, ætti að fara fyrr frá Port Said en ákveðið hafði verið. Strax i birtingu hafði hann svo ekið út til gistihússins, en þá komst hann að raun um, að þau Ami og Berit höfðu ekki verið i herbergjum sinum um nóttina. Enginn i gisti- húsinu vissi neitt um þau. Nú var hann ein- mitt á leið til lögregl- unna og ætlaði að láta gera leit að þeim, en þá komu þau hlaupandi i fangið á honum. 1 flýti sögðu þau frá þvi, sem skeð hafði. Nokkrir lögreglumenn voru strax sendir út til að leita að Sýrlendingn- um. Þeir fundu hann fljótlega og handtóku hann. Seinna var hann dæmdur I fangelsi fyrir tiltækið. Þau Árni og Berit voru nú bæði syfjuð og svöng, en ofurstinn sagði, að nú væri enginn timi til að sofa eða eta. Klukkan var rúmlega sex, en siðasta járnbrautarlestin frá Kairo til Port Said átti fara kl. hálf sjö. Þeim veitti þvi ekki af timanum, ef þau ætluðu að ná lestinni. Ofurstinn sagði þeim að taka saman dótið sitt I flýti, en á meðan greiddi hann reikninginn á gisti- húsinu og lét smyrja fyrir þau dálitið af brauði. Þau gætu borðað það á leiðinni á járn- brautarstöðina. Eftir 10 minútur sátu þau öll þrjú i bifreið, sem ók með feikna hraða á jár nbrautarstöðina. Ofurstinn sat með úrið i hendinni og taldi minúturnar. Leiðin frá gistihúsinu til járn- brautarstöðvarinnar er réttir 12 km. Þau áttu ennþá eftir 16 minútur. Dúfa Qb l>'R SFlCrÐl MJRLLHl/'T Ll TLfí

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.