Tíminn - 31.10.1976, Qupperneq 36
36
TÍMINN
Sunnudagur 31. október 1976
TÍAAA- spurningin
Tima-spurningin: Kaupirðu frekar islenzkar
vörur en erlendar?
Bryndfs Gestsdóttir, nemi: — Já ég reyni þaö. Annars fer ég
mest eftir veröi og kaupi ekki Islenzkar vörur, séu þær dýrari.
Hulda Hákonardóttir, nemi: — Já, ef gæöin eru svipuö. Hrein-
lætisvörur okkar eru gott dæmi um þaö.
Bjarni P. Magnússon, fræöslustjóri: — Já, ég kaupi Islenzkan
fatnaö og íslenzkt kex auövitaö. Konan vinnur úr lopa og allar
hreinlætisvörur heimilisins eru Islenzkar.
Jón Sigurösson, húsvöröur: — Já, ég er mjög meömæltur þvl.
Viö framleiöum á Islandi góöan undirfatnaö t.d. og afbrags skó.
GIsli Magnússon, listmálari: — Nei, ég er hræddur um, aö sllkt
sé meö höppum og glöppum hjá mér ennþá a .m.k.
lesendur segja
Húsvíkingar óhressir með breytinguna:
„Útvarpsráð snúi
frá villu síns
vegar og færi
knattspyrnuna
aftur á
laugardagana"
Hafliöi Jósteinsson, Húsavik,
hringdi:
Mig langar til aö koma á
framfæri fáeinum oröum i um-
ræður þær, sem eiga sér staö
um breytingarnar á dagskrá
sjónvarpsins.
Þaö, sem mig langar aö ræöa
um, er tilfærslan á ensku knatt-
spyrnunni, sem hefur valdið al-
veg gifurlegri óánægju hér
nyrðra.
Þaö er mér og mörgum öðrum
alveg óskiljanlegt, hvers vegna
þessi flutningur átti sér staö.
Þessi timi, undir kvöldmat á
laugardögum, er oröinn nokk-
urs konar „knattspyrnutimi”
hjá okkur, enda hæfir hann
ákaflega vel þessu efni. Nú hef-
ur Utvarpsráð hins vegar tekiö
þá ákvöröun — og framkvæmt
— að flytja hann yfir á sunnu-
dagana, rétt um kvöldmatar-
leytið, þegar fjölskyldur vilja jú
gjarnan sitja saman við kvöld-
verðarboröið.
I staöinn skjóta þeir nú inn i
iþróttadagskrá laugardagsins,
og þaö inn i hana miðja, efni
fyrir börn og unglinga, sem i
sjálfu sér er ágætis efni og á vel
heima I sjónvarpsdagskránni,
en er algerlega óskylt iþróttun-
um.
Þaö er hálf hjákátlegt aö
heyra hann Bjarna segja:
Veriði nú sæl og sjáumst aftur á
eftir.
Ef til vill er finnanleg einhver
skyring á þessari ráðstöfun, en
við sjáum hana engan veginn.
Ég vildi þvi hvetja útvarpsráö
eindregið til þess aö viöurkenna
bara hreinlega aö þvi hafi orðiö
mistök á og snúa frá villu sins
vegar meö þvi aö flytja knatt-
spyrnuna til baka. Þetta er jú
meö vinsælasta sjónvarpsefn-
inu.
Þá vil ég um leiö nota tæki-
færiö til þess aö þakka sjón-
varpinu fyrir dagskrárefni, sem
yfirleitt er gott. Þaö hefur
heyrzt mikil gagnrýni á efnis-
valiö, en svo einkennilegt sem
það er, taka gagnrýnendurnir
yfirleitt jafnframt fram, aö þeir
horfi litiö sem ekkert á sjón-
varp.
Ég held, að þeir séu færastir
um aö dæma dagskrána, sem
mikið horfa á kassann, og held
ég megi fullyrða, aö fólk hér
fyrir norðan, sem mikiö horfir,
sé mér yfirleitt sammála um að
dagskráin sé nokkuð góö og vel
upp byggð.
En, sumsé, útvarpsráð:
Viðurkenniö mistökin og leið-
réttiö skyssuna, þvi þetta er
ekkert annaö en skyssa.
Enn um hlutverk í
„leikriti vikunnar'
Útvarpshlustandi hringdi og var
óhress yfir viöbrögöum út-
varpsins. Hann haföi eftirfar-
andi aö segja:
Fyrir nokkru ritaði ég bréf i
lesendabréfadálkTImans og fór
fram á, aö hlustendur fengju,
eins og áöur var, aö vita fyrir-
fram hverjir léku I leikritum út-
varpsins, þvi útvarpiö er nú far-
ið út á þá braut að segja aöeins
frá helztu hlutverkum, hverjir
skipa þau. Ekki hafðist nú mikið
upp úr krafsinu aö þessu sinni,
þvl enn telur útvarpiö ekki
ástæðu til þess aö birta hlut-
verkalistann i heild, þegar þaö
kynnir Bus stop, eöa „Viökomu-
staö”, heldur lætur sér sem
fyrr nægja að segja hverjir fara
með „helztu” hlutverk. Siðan
eru taldir upp fimm leikarar
þ.e. þau Helga Stephensen,
Þóra Friðriksdóttir, Rúrik
Haraldsson, Ragnheiður Stein-
dórsdóttir og Hákon Waage.
Síöan er miklu rúmi varið til
þessaðsegja frá höfundiog sagt
m.a. frá þvi, aö Marilyn Monroe
lék einu sinni i Bus stop. En
samt er þvi haldið leyndu hver j-
irleika i verkinu I útvarpið, sem
þó er sýnu áhugaveröara, þvl
þetta vilja hlustendur fá aö vita
fyrirfram.
Ekki veit ég, hvort bréf mitt
hefur fariö framhjá útvarps-
stjóra, en vona, að þessi árétt-
ing komi honum aö haldi og
framvegis veröi sagt frá þvi i
dagskrárkynningum, hverjir
leika I útvarpsleikritunum.