Tíminn - 31.10.1976, Blaðsíða 39
Sunnudagur 31. oktdber 1976
TÍMINN
39
flokksstarfið
Rangæingar
Aöalfundur Framsóknarfélags Rangárvallasýslu veröur hald-
inn í Gagnfræöaskólanupi Hvolsvelli sunnudaginn 31. október kl.
3 sd.
Dagskrá: Venjuleg aöalfundastörf, kosning fulltrúa á kjör-
dæmisþing. Þórarinn Sigurjónsson alþingismaöur mætir á fund-
inum og skýrir frá störfum Alþingis og þeim málum, sem þar
eru efst á baugi. Stjórnin.
F.U.F. Keflavík
Fundur veröur haldinn i Framsóknarhúsinu mánudaginn 15.
nóv. og hefst kl. 8.30. Fundarefni: 1. Sparsemi F.U.F. I vetur. 2.
Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. 3.útgáfa Jökuls.
Félagsmenn eru sérstaklega beönir um aö ihuga fyrsta liö og
koma meö tillögur. Sýnum félagsþroska og fjölmennum stund-
víslega. Stjórnin.
Hádegisverðafundur S.U.F.
Stjórn SUF heldur opna fundi á Hótel Hofi Reykjavik I hádeginu
á mánudögum.
Allir félagar i FUF félögum velkomnir. Stjórn SUF
Húsvíkingar
Frá 1. október aö telja veröur skrifstofa Framsóknarflokksins
á Húsavik opin á miðvikudögum og fimmtudögum milli kl. 18 og
19ogálaugardögum millikl. 17og 19.
Bæjarfulltrúar flokksins veröa til viðtals á skrifstofunni á mið-
vikudögum kl. 18 til 19, og eru bæjarbúar hvattir til að notfæra
sér þá þjónustu.
Kanaríeyjar
Munum geta boðið upp á Kanarieyjaferðir i
vetur. Hafið samband við skrifstofuna Rauðar-
árstig 18. Reykjavik simi 24480.
Snæfellsnes
Almennir fundir i Ólafsvik mánudaginn 1.
nóv. kl. 9.
Hellissandi þriðjudag 2. nóv.- kl. 9.
Vegamótum miðvikudag 3. nóv. kl. 9.
Halldór E. Sigurðsson.
Reykjaneskjördæmi
Kjördæmisþing Framsóknarmanna I Reykjaneskjördæmi
verður haldið i Hlégaröi sunnudaginn 21. nóvember og hefst kl.
lOf.h. Formenn flokksfélaganna eru beðnir að huga aö kjöri full-
trúa á þingiö. Stjórn K.F.R.
Framsóknarvist ó Hótel Sögu
Fimmtudaginn 11. nóv. 1976 veröur spiluö framsóknarvist aö
Hótel Sögu í súlnasal. Húsiö opnaö kl. 20,byrjaö aö spila kl. 20.30,
dans á eftir. Góö kvöldverölaun. Allir velkomnir. Framsóknar-
félag Reykjavikur.
Félag ungra
framsóknarmanna,
Reykjavík
boöar til almenns umræöufundar aö Hótel Sögu súlnasal, sunnu-
daginn 31. október kl. 2. Fundarefni: Réttarriki — Gróusögur.
Þátttakendur I umræöum Guömundur G. Þórarinsson, Jón Sig-
urösson, Sighvatur Björgvinsson og Vilmundur Gylfason, um-
ræðustjóri Magnús Bjarnfreösson. Fundargestir fá aö leggja
fram skriflegar spurningar. Allir velkomnir. — Stjórnin.
Norðurlandskjördæmi eystra
Akureyri
Skrifstofa Framsóknarflokksins aö Hafnarstræti 90 veröur op-
in sem hér segir:
Mánudaga kl. 13.00-15.00.
Þriðjudaga og miðvikudaga kl. 17.00-19.00.
Fimmtudaga kl. 14.00-17.00.
Föstudaga kl. 15.00-19.00.
Laugardaga kl. 14.00-17.00.
Simi skrifstofunnar er 21180.
Kjördæmissambandiö.
Fundur um
kjördæmamól
Almennur fundur um kjördæmamálin aö Hótel Esju fimmtudag-
inn 4. nóvember kl. 8.30.
Frummælendur: Gunnlaugur FinnSson alþingismaöur og Jón
Sigurðsson skrifstofustjóri. Framsóknarfélag Reykjavikur.
Keflavík — Nógrenni
Fulltrúaráö framsóknarfélagana i Keflavik og nágrenni heldur
fund i Framsóknarhúsinu i Keflavik fimmtudaginn 4. nóv. n.k.
og hefst hann kl. 20.30. Fundarefni: Vetrarstarfiö. Stjórnin.
London? Kanarí?
Kjalarnes, Kjós, AAosfellssveit
Kjósarsýslubúar! Framsóknarfélag Kjósarsýslu býöur
velunnurum slnum upp á sérstök afsláttarkjör meö Samvinnu-
feröum til Kanarieyja i vetur. Þessi vildarkjör gilda fyrir allar
Kanariferöir meö Samvinnuferðum, utan jóla- og páskaferöir.
Einnig stendur til boöa vikuferö til London 4. desember n .k.
Upplýsingar gefur Kristján B. Þórarinsson, Arnartanga 42 simi
66406.
Hafnarfjörður
*
Skrifstofa Framsóknarfélaganna er flutt aö Lækjargötu 32.
Viðtalstimi bæjarfulltrúa og nefndarmanna er alla mánudaga
kl. 18-19.
Framsóknarvist ó Flateyri
Framsóknarfélag Onundarfjarðar veröur meö spilakeppni i
samkomuhúsinu Flateyri föstudaginn 5. nóv. Byrjaö verður aö
spila kl. 21.00.
Verðlaun fyrir hvert kvöld. — Allir velkomnir.
O Á slóðum...
löndum fengum við að sjá i svip
dýrð vorsins, en uröum strax að
skilja við hana aftur. Ferðin átti
fyrstað fara eftirmiöjan april, en
henni var flýtt um viku. Fyrir
bragðiö fengum við miklu verra
veður, og ég var svo timabundin,
af þvi að ég varð aö vera komin
heimfyrir 15. april. Þá var hundr-
að ára afmæli fööur mins, og við
systurnar ætluöum aö halda upp á
það á gamla heimilinu okkar að
Þingholtsstr. 14. Ég varö aö fara
heim degi á undan Einari, og
feröaöist 13. april frá hótelinu i
ljö;a;koðun
LÝKUR 31. OKTÓDER
UMFERÐARRÁÐ
Köln, þar sem við gistum, upp
Rinardalinn og Moseldalinn, til
Luxemburg, og svo þaðan til
Keflavikur og Reykjavikur.
Loks raunverulegt fri
— Fékk séra Einar aldrei fri
frá störfum, til dæmis ársleyfi,
eins og ekki er ótitt um embættis-
menn?
— Jú. Arið 1960 fengum viö
bæði frí, hann frá prestsstörfum,
og ég frá kennslunni. Þá ferðuö-
umst viö til Englands, Parisar,
Þýzkalands og Danmerkur. Ferö-
in byrjaði ekki vel, þvi þegar viö
höfðum flogið tæpan klukkutima
frá Reykjavik, sá ég að flugfreyj-
umar gengu um glaðlegar á svip
og sögöu eitthvaö, sem mér
heyrðist vera: „við veröum að
snúa við vegna vélarbilunar”.
Þetta reyndist vera rétt, og viö
lentum heilu og höldnu á Kefla-
vikurflugvelli, en lendingin var
ægileg. Báöir hreyflarnir öörum
megin á vélinni voru bilaöir. Viö
gistum á flugvallarhótelinu og
næsta morgun urðum viö aö fara
aftur til Reykjavikur og fara þaö-
an meö vél frá Flugfélaginu. Viö
höfðum verið meö Loftleiöavél,
sem hét Leifur heppni, og var
þetta fyrsta ferö hennar milli
Ameriku og Englands.
Við dvöldumstnokkurn tima I
Englandi, en þar var fremur kalt.
Svo vorum við vikutima i Paris I
mjög góöu yfirlæti meö vinum
okkar, Óttari Þorgilssyni, og vin-
um hans i Islenzka sendiráöinu,
þar á meöal sendiherranum,
Agnari Kl. Jónssyni. 1 Þýzkalandi
komum viö til Köln og Hamborg-
ar og dvöldumst svo i nokkra
mánuði i Kaupmannahöfn. Dóttir
okkar Steinunn, sem var við nám
iLondon um þetta leyti, ferðaðist
með okkur i páskafrii sinu, og
dvölin i Danmörku var mjög
ánægjuleg.
— Þú sagðir áðan, að það hefði
veriðheldur kalt i Englandi, þeg-
ar þið voruð þar. Var feröin farin
að vetrarlagi?
— Við fórum til Englands i
marzmánuði, en i Danmörku vor-
um við i april, mai og dálitiö fram
i júni. En þá þurfti Einar aö flýta
sér heim til þess að ferma.
— Nú hefur þú lagt hönd aö
ýmsu um dagana, en hvað af þvi
heldur þú að hafi höfðað sterkast
til þin?
Dýrmætast alls
— Þvi er fljótsvarað. Það er
heimilið og uppeldi barna minna,
— samvistirnar við mann minn,
börn og annað heimilisfólk.
Embættisframi minn gekk i
öfuga átt viö þaö sem algengast
er. Ég byrjaöi á þvi aö kenna i
háskóla, svo komst ég aö mennta-
skóla, þar næst gagnfræðaskóla
og seinast héraðsskóla. En það
segi ég i fullri hreinskilni, að mér
þótti eins gott aö kenna viö hér-
aðsskólann eins og nokkurn af
hinum skólunum. Þar rikti svo
góöur andi milli kennara og nem-
enda.Nemendurnir skoöuöu
kennarana sem vini sina og
hjálparmenn, en ekki sem dóm-
ara, eins og oft bar til i hinum
skólunum. Hvar sem við hjónin
ferðuðumst um landiö, hittum við
jafnan gamla nemendur. Það
voru alltaf fagnaöarfundir. Þeir
buðu okkur á heimili sin, ef þvi
varð við komið, og voru ætið
boðnir og búnir til þess að greiða
götúokkar. Kynni min af nemend-
um minum, fyrr og siðar, er mér
dýrmæt reynsla, sem ég heföi
ekki viljað fara á mis við.
—VS.
© Nú — tíminn
gitarinn á plötunni, en að sögn
erlendra blaða, er þetta þó ekk-
ert á við það, sem hann sýnir á
hljómleikum, en þar nær hann
vist hinum ótrulegustu hljómum
úr gitarnum, svo að helzt minnir
á Hendrik heitinn, þ.e. hljóðin,
en ekki stillinn.
Ekki er gott um það aö segja,
hvort Nugent sé eins konar
halastjarna, sem skýzt upp á
stjörnuhimininn um stundar-
sakir og hverfur siðan, en full-
yrða má, að erfitt veröur fyrir
hann að fylgja þessari frábæru
plötu eftir.
Beztu lög:
I Love You So I Told You A Lie
Writing On The Wall
Together
Hammerdown
sþs