Fréttablaðið - 28.11.2005, Page 1

Fréttablaðið - 28.11.2005, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG Sími: 550 5000 MÁNUDAGUR 28. nóvember 2005 — 322. tölublað — 5. árgangur KRISTJÁN ÞÓRÐUR HRAFNSSON Undraveröld bókanna fasteignir hús Í MIÐJU BLAÐSINS HARPA EINARSDÓTTIR Gerði góða ferð á Future Design- base sýninguna í Stokkhólmi Mikilvægt að komast út fyrir landsteinana FÓLK 42 Mótvægi við Píkusögur Auðunn Blöndal vill ekki að menn skammist sín fyrir kynfæri sín í uppi- standi sínu Typpatali. MENNING 27 STJÓRNMÁL Ásthildur Helgadótt- ir, fyrirliði kvennalandsliðsins í knattspyrnu, mun hugsanlega taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar í Kópavogi í vor. Ásthildur segir í samtali við Fréttablaðið í dag að framboðsmál hafi verið rædd við hana en engin ákvörðun liggi fyrir. „Þetta er stór ákvörðun og ég vil hugsa málið vel áður en ég ákveð eitthvað,“ segir hún. Ásthildur gekk nýlega til liðs við Kópavogsliðið Breiðablik en hún lék með félaginu um árabil áður en hún reri á önnur mið. Hún er nú að flytjast frá Svíþjóð þar sem hún hefur leikið í tvö ár með Malmö FF. Sjá síðu 22 Ásthildur Helgadóttir: Hugsanlega á leið í framboð ÁSTHILDUR HELGADÓTTIR Er að gera upp við sig hvort hún taki þátt í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi. SKÚRIR EÐA ÉL af og til víða um land og fremur þungbúið. Bætir í úrkomuna syðra um miðjan dag. Frost- laust með suður- og vesturströndinni að deginum, annars vægt frost. VEÐUR 4 Ísland lagði Noreg í loka- leiknum Þriðji og síðasti æfingaleikurinn við Norðmenn fór fram í Kaplakrika í Hafnarfirði í gær og hafði íslenska liðið sigur, 32-26. Liðið er líklegt til afreka á HM í Sviss. ÍÞRÓTTIR 38 LÖGREGLA Ekið var á gangandi vegfaranda á Miklubraut um hálf þrjú aðfaranótt sunnudags. Slysið varð rétt austan við gatnamótin við Rauðarárstíg. Bíl á vesturleið var ekið á manninn, sem slasaðist alvar- lega og var fluttur á sjúkrahús. Maðurinn er meðvitundarlaus og liggur nú á gjörgæslu. Sá slasaði hafði engin skilríki á sér og því er ekki vitað hvert nafn mannsins er eða hvar hann er búsettur. Lögregl- an hefur nú undir höndum upplýs- ingar sem gætu varpað ljósi á hver maðurinn er, en auglýst var í gær eftir upplýsingum sem gætu nýst lögreglunni í málinu. Talið er líklegt að maðurinn sé útlendingur þar sem hann hafði í fórum sínum pakka af sígarettuteg- und sem ekki er þekkt hér á landi. Lögregla hefur haft samband við hótel í Reykjavík í von um að einhver myndi bera kennsl á þann slasaða, en án árangurs. Að sögn lögreglu er erfitt fyrir stærri hótel að fylgjast með ferðum allra gesta sinna og því mun leitin taka nokkurn tíma. Ökumaður bifreiðar- innar var yfirheyrður og er málið enn í rannsókn. - jóa Ekið á gangandi vegfaranda á Miklubraut: Ókunnur maður á gjörgæslu LIGGUR ÞUNGT HALDINN Á GJÖRGÆSLU Maður varð fyrir bíl á Miklubraut í fyrrinótt. Ekki hefur tekist að bera kennsl á manninn þar sem hann var skilríkjalaus. Maðurinn er meðvitundarlaus og liggur á gjörgæsludeild Landspítalans. 16% 31% F ré tt a b la › i› F ré tt a b la › i› M b l. M b l. *Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallup í október 2005. Fasteignablað Morgunblaðsins Allt- fasteignir. á mánudögum Lestur me›al 25–45 ára. Lestur Fasteignablaða Lestur meðal 25-45 ára Stones og miklu fleira Aðdáendur Rolling Stones ættu að gleðjast því út er að koma bók sem inniheldur allt sem þarf að vita um hljóm- sveitina. FÓLK 42 Útskúfun Kirkjan treystir sér ekki til að gifta þig nema sú gifting sé milli karls og konu og uppfylli þannig skilyrði sem sett eru í Gamla testamentinu fyrir „réttu“ samlífi, segir Guðmundur Andri Thorsson. Í DAG 18 ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Fundur er fyrir- hugaður í vikunni milli fjármála- og félagsmálaráðuneyta þar sem reynt verður að ná sátt um framtíð Íbúðalánasjóðs. Eftir því sem næst verður komist er deilt um framtíð- arhlutverk Íbúðalánasjóðs. Fjármálaráðuneytið hefur sóst eftir því að færa starfsemi sjóðs- ins undir Lánasýslu ríkisins og þar með fjármálaráðuneytið í stað félagsmálaráðuneytis. Umsvif sjóðsins í íslensku hagkerfi eru umtalsverð en fyrirhugaðar lán- tökur hans á næsta ári nema 88 milljörðum króna. Fyrirtækið Ráðgjöf og efna- hagsspár ehf. sendi félagsmála- ráðuneytinu reikning upp á rúmar sjö milljónir króna sem ráðuneyt- ið neitar að greiða. Reikningurinn var fyrir úttekt á fjárhagslegri stöðu Íbúðalánasjóðs. Niðurstöð- ur þessarar úttektar hafa enn ekki birst. Árni Magnússon félagsmála- ráðherra sagði nýverið í fjölmiðl- um að hann legðist ekki gegn þessari úttekt en benti á að engin niðurstaða hefði náðst um hvað ætti að skoða og hvað slík úttekt ætti að kosta. Í sama viðtali taldi ráðherrann að það væri að sólunda með almannafé að greiða sjö millj- ónir fyrir þessa þjónustu. „Það er búið að tala alveg nóg um þetta,“ var það eina sem Þór- hallur Arason á fjárreiðuskrif- stofu fjármálaráðuneytisins hafði um málið að segja í gærkvöldi. Baldur Guðlaugsson, ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu, er erlendis og varð ekki fyrir svör- um. Fyrirtækið Capto Financial Consulting í Svíþjóð sinnir þessu sama ráðgjafar- og úttektarhlut- verki fyrir Íbúðalánasjóð og hefur sent reikning fyrir sína vinnu sem hljóðar upp á einn tíunda af því verði sem Ráðgjöf og efnahags- spár setur upp. Capto gegnir svip- uðu ráðgjafar- og úttektarhlut- verki meðal annars fyrir sænska seðlabankann, Volvo, Electrolux og fleiri stór alþjóðleg fyrirtæki. - saj Fjármálaráðuneytið ásælist Íbúðalánasjóð Fundur er fyrirhugaður í vikunni með fjármála- og félagsmálaráðuneytum til þess að koma ró á málefni Íbúðalánasjóðs. Fjármálaráðuneytið hefur sóst eftir undirtökunum í rekstri sjóðsins með því að færa hann til Lánasýslu ríkisins. NOREGUR Norsk flugyfirvöld búast við miklum flugumferðarteppum þessi jólin vegna fjölda Breta í leit að jólasveininum, samkvæmt norska dagblaðinu Aftenposten. Búist er við um 400.000 erlend- um gestum í heimsókn til jóla- sveinsins í smiðju sinni í Rovan- iemi í Finnlandi. Um níutíu prósent þessara gesta eru Bretar sem fljúga í gegnum Suður-Noreg. Þetta þýðir að á hverri klukku- stund í desember verða allt að 25 vélar í norskri lofthelgi á leið til jólasveinsins. Yfirvöld búist við því að jólasveinaörtröðin valdi seinkunum á venjubundnu flugi til og frá Noregs, sem og á innan- landsflugi, í desember. ■ Jólasveinaáhugafólk: Veldur örtröð SEIÐANDI TÓNAR SIGUR RÓSAR Um fimm þúsund manns hlýddu á hljómsveitina Sigur Rós á tónleikum hennar í Laugardalshöll í gær- kvöldi. Þetta voru fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar á Íslandi í þrjú ár og eftirvænting aðdáenda mikil. Sigur Rós lék lög af plötunni sinni Takk sem kom út í haust en hún hlaut góða dóma gagnrýnenda bæði hérlendis og erlendis. Sveitin hefur verið á tónleikaferðalagi um Evrópu að undanförnu og á nýju ári liggur leiðin vestur um haf. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.