Fréttablaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 2
2 28. nóvember 2005 MÁNUDAGUR
STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra segir útilokað
að frumvarp um Ríkisútvarpið
verði að lögum fyrir jól. Ráðherr-
ann sagði í Silfri Egils á NFS í
gær að engin slík neyð væri uppi
að það kallaði á lagasetningu fyrir
jólaleyfi þingsins en það hefst
10. desember. Hann útilokaði þó
ekki að frumvarpið kæmi fram á
næstu vikum þó umræður um það
og afgreiðsla biðu nýs árs.
Kjartan Ólafsson, sem situr í
menntamálanefnd Alþingis fyrir
Sjálfstæðisflokkinn, segir engu
breyta hvort frumvarp um Ríkis-
útvarpið komi fram fyrir eða
eftir áramót. „Himinninn ferst
ekki þó það gerist ekki strax,“
segir hann en ítrekar að mennta-
málaráðherra hafi boðað komu
frumvarpsins og hann bíði þess
rólegur.
Mörður Árnason, þingmaður
Samfylkingarinnar, segir Ríkis-
útvarpinu liggja verulega á að fá
nýjan lagaramma. „Ríkisútvarp-
ið hefur í tuttugu ár þurft á því
að halda að hlutverk þess væri
skilgreint og stjórnarháttum þess
komið í nútímalegt horf.“
Langt er síðan vinna hófst
í menntamálaráðuneytinu við
smíði frumvarps um Ríkisútvarp-
ið og telur Mörður einkum tvennt
tefja verkið. „Annars vegar gerði
ESA alvarlegar athugasemdir
við frumvarpið frá í fyrra og
hins vegar er tregða í Fram-
sóknarflokknum við að sætta
sig við hlutafélagaformið sem
Sjálfstæðisflokkurinn lagði til í
fyrra. Framsóknarflokkurinn og
Samfylkingin telja hins vegar að
sjálfseignarstofnunarformið sé
það besta fyrir RÚV.“ - bþs
���rennileg
og myndræn�
���������������������
��������������������
�����������
�������������
raunsæisleg
og sannfærandi.�
���������������������������������
�����������������
����������������������������
og spennandi�
�Bráðlæsileg
����������
LÖGREGLA Klukkan rúmlega fjögur á
aðfaranótt sunnudags keyrði fólks-
bíll út af Laugarvatnsvegi innan
við Laugarvatn. Í bifreiðinni voru
sex ungmenni á aldrinum fimmtán
til átján ára. Fólksbílinn rúmar ein-
göngu fimm manns.
Bifreiðin fór út af í beygju og
lenti í skurði. Allir sem voru í bíln-
um urðu fyrir meiðslum. Nokkrir
voru fluttir á Heilsugæslustöðina
á Selfossi og aðrir á slysadeildina í
Fossvogi. Meiðslin voru misalvarleg
en enginn var talinn í lífshættu.
Ekki leikur grunur á ölvun.
Lítils háttar hálka var á veginum
og talið er að ökumaður hafi ekki
ekið í samræmi við aðstæður. - jóa
Útafakstur á Laugarvatnsvegi:
Sex ungmenni
slösuðust
ATVINNUMÁL „Við teljum að málin
komist ekki í almennilegt horf
fyrr en fyrirtæki sem gera samn-
ing við starfsmannaleigur verði
gerð ábyrg fyrir launum starfs-
mannanna,“ segir Finnbjörn A.
Hermannsson, formaður Samiðn-
ar, Sambands iðnfélaga.
Samiðn telur ótækt að ábyrgð á
réttum launagreiðslum til starfs-
manna sem hingað koma fyrir
tilstuðlan starfsmannaleiga hvíli
á starfsmannaleigunum sjálfum
en ekki fyrirtækjunum sem fá
starfsmennina til vinnu. Fyrir-
tækjunum er gert að standa skil
á sköttum og öðrum opinberum
gjöldum og telur Samiðn að þeim
ætti líka að vera gert að bera
ábyrgð á launum starfsmanna.
Ábending Samiðnar hefur
verið send félagsmálaráðherra en
nýlega var frumvarp til laga um
starfsmannaleigur samið í ráðu-
neytinu. Stefnt er að samþykkt
þess fyrir jólaleyfi þingheims.
„Íslensku fyrirtækin þekkja
íslensk lög og kjarasamninga og það
eru þau sem koma til með að njóta
hagnaðarins ef verið er að flytja inn
ódýrt vinnuafl.
Okkur finnst
því eðlilegt
að fyrirtækin
séu gerð ábyrg
fyrir þessu og
eins og í öðrum
s a m n i n g u m
geta þau svo átt
endurkröfurétt
á starfsmanna-
leiguna ef því er
að skipta,“ segir
Finnbjörn.
Í frumvarpi félagsmálaráð-
herra er kveðið á um að erlendar
starfsmannaleigur skuli hafa full-
trúa á Íslandi sem hafi tilkynn-
ingarskyldu við stjórnvöld en full-
trúanum er hvorki gert að bera
ábyrgð né hafa völd. Í því ljósi
telur Samiðn enn mikilvægara að
ábyrgð á launagreiðslunum hvíli á
herðum fyrirtækjanna sem leigja
starfsmenn af starfsmannaleig-
um.
Í erindi Samiðnar til ráðherra
segir meðal annars að það sé
eindregin skoðun þess að skýr
ákvæði um ábyrgð notendafyrir-
tækja séu forsenda þess að árang-
ur náist og hægt verði að koma
böndum á það ófremdarástand
sem ríkt hafi á íslenskum vinnu-
markaði síðustu misseri. Samiðn
skorar því á ráðherra að tryggja
slík ákvæði í lögum.
Finnbjörn A. Hermannsson er
að öðru leyti ánægður með frum-
varpið. „Það er margt gott í því.
Það skýrir margt og með því er
verið að reyna að koma böndum
á markaðinn. Þarna er hins vegar
augljós brotalöm sem gengur ekki
upp.“
bjorn@frettabladid.is
Fyrirtækin ábyrgist
laun starfsmanna
Samiðn vill að fyrirtæki sem leigja starfsmenn af starfsmannaleigum beri ábyrgð
á launum þeirra. Samþykkt þess efnis hefur verið send félagsmálaráðherra.
„Frumvarp um starfsmannaleigur er annars gott,“ segir formaður Samiðnar.
UNNIÐ AF KAPPI Myndin er tekin á athafnasvæði Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði en
þar er fjöldi erlendra starfsmanna við vinnu. Að öðru leyti hefur myndin ekkert með efni
fréttarinnar að gera. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FINNBJÖRN A.
HERMANNSSON For-
maður Samiðnar.
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um frumvarp til laga um Ríkisútvarpið:
Kemur ekki til umræðu á þessu ári
SPURNING DAGSINS
Rósa Björk, er hundur í
borgarstjórn?
„Já, það er langhundur í borgarstjórn.“
Hundaeigendur gengu með hunda sína
niður Laugaveg á laugardag til að mótmæla
hundabanni í Reykjavík. Rósa Björk Hall-
dórsdóttir er hundaræktandi.
������ ��������� ���� ������
��������� �� ���������� ������ ��
������������������������������
������������������������������
���� ������ ������ ������ �����
�����������������������������
�������� ���� ��������� �������
��� ������� ��� ������� ������ ����
���� ����� �������� �������� ���
���������������������� �����
������������������������������
��� ��� ������ ����������� ������
������� �������������� ��� ����
����������������������������������
�������� ��� ���������� ���� ����
���������������������������������
������������������������������
�� ����� ��������� �����������
����� ������ �������������� �����
������������������ ����� ����
��������
���������
HALLDÓR ÁSGRÍMS-
SON Segir frumvarp
um RÚV ekki sam-
þykkt fyrir jól.
KJARTAN ÓLAFSSON
Bíður rólegur eftir
komu frumvarpsins.
MÖRÐUR ÁRNASON
Segir liggja á fyrir RÚV
að fá lagaramma.
JÓL Kveikt var á ljósunum á jóla-
tré Kringlunnar í gær og var það
Dorrit Moussaieff forsetafrú sem
tendraði ljósin. Hin árlega pakka-
söfnun til styrktar Fjölskylduhjálp
og Mæðrastyrksnefnd hófst við
sama tækifæri.
Landsmenn eru hvattir til að
leggja pakka undir tréð. Hægt er
að pakka inn gjöfunum á staðn-
um og pakkarnir eru svo merktir
annað hvort handa stelpu eða strák.
Mæðrastyrksnefnd og Fjölskyldu-
hjálp sjá svo um að dreifa pökkun-
um til þeirra sem þurfa á aðstoð að
halda um jólin. - jóa
Jólaljósin tendruð:
Forsetafrúin
kveikti ljósin
KVEIKT Á JÓLATRÉ Í KRINGLUNNI Dorrit
Moussaieff forsetafrú tendraði ljósin á jóla-
trénu í Kringlunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
PREDIKUN Thelma Ásdísardóttir er
maður ársins að mati Karls Sig-
urbjörnssonar, biskups Íslands.
Karl gerði hugrekki Thelmu að
umtalsefni í predikun í Hall-
grímskirkju í gær, á fyrsta degi
aðventu. „Thelma Ásdísardóttir
ætti að vera maður ársins vegna
hugrekkis síns að segja sögu
sína, sögu af ólýsanlegum hryll-
ingi bernsku sinnar, misnotkun
og ofbeldi,“ sagði Karl.
Hann lagði einnig út af text-
anum við lagið Hjálpum þeim
og þakkaði aðstandendum endur-
útgáfu þess fyrir. „Nú tekur
landslið íslenskra popptónlistar-
manna aftur höndum saman um
endurútgáfu þessa lags til ágóða
fyrir hjálparstarfið í Pakistan og
annars staðar þar sem leitast er
við að mæta hinni gleymdu neyð
á okkar hrjáðu jörð. Mikið eigum
við þessu góða fólki að þakka,
sem enn og aftur gefur af sér til
góðs, án þess að krefjast neins
fyrir sinn snúð.“
Bob Geldof og Bono komu við
sögu í predikun Karls en þeir
hafa látið bágindi íbúa þriðja
heimsins sig varða. „Hjálpum
þeim. Og við getum hjálpað,“
sagði biskup.
Örbirgð á Íslandi var Karli
einnig ofarlega í huga. „Við
megum ekki heldur gleyma því að
jafnvel hér í ofgnóttinni á Íslandi
er fólks sem býr við kröpp kjör
og á við margvíslega erfiðleika
að etja,“ sagði hann og fagnaði
um leið samstarfi Mæðrastyrks-
nefndar og Hjálparstarfs kirkj-
unnar sem nú hafa í fyrsta sinn
tekið höndum saman um jóla-
aðstoð til þurfandi.
- bþs
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, í predikun í Hallgrímskirkju í gær:
Thelma er maður ársins
KARL SIGURBJÖRNSSON Biskup Íslands.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
BRETLAND Breska varnarmálaráðu-
neytið rannsakar hvort ofbeldi
sé beitt við þjálfun breskra her-
manna. Ástæða rannsóknarinnar
er frétt sem birtist í breska blað-
inu News of the World.
Í fréttinni voru birtar myndir
sem sem teknar voru síðastliðið
vor og sýndu ofbeldi í æfingabúð-
um hersins á Suður-Englandi. Á
myndunum mátti sjá nakta land-
gönguliða við æfingar en einnig
sýndu myndirnar að ráðist var að
einum hermanninum, hann sleg-
inn niður og sparkað í höfuð hans.
Hermaðurinn rotaðist við höfuð-
höggið og segir sá sem myndirnar
tók að litlu hafi munað að hermað-
urinn léti lífið við sparkið. ■
Rannsaka ofbeldi á hermönnum:
Sparkað í höf-
uð hermanns
Skæður jarðskjálfti
Jarðskjálfti að styrkleika 5,9 á Richter
reið yfir fámennt hérað í Suður-Íran í
gær og jafnaði sjö þorp við jörðu. Tíu
manns létust í skjálftanum og 70 slösuð-
ust. Áhrif skjálftans fundust í Óman og í
Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
ÍRAN