Fréttablaðið - 28.11.2005, Page 14

Fréttablaðið - 28.11.2005, Page 14
14 28. nóvember 2005 MÁNUDAGUR Landsteinar Strengur er stærsti sölu- og þjónustuaðili Microsoft viðskipta- hugbúnaðar á Íslandi. Sérfræðingar okkar aðstoða þig við að ná markmiðum þínum í rekstri þannig að þitt fyrirtæki geti vaxið og dafnað. Navision Small Business er viðskiptahugbúnaður sem getur vaxið og þróast með fyrirtæki þínu. Ef fyrirtækið þitt stækkar og stækkar, getur Navision Small Business orðið Navision Big Business! Taktu rétta ákvörðun strax. Veldu Navision Small Business. Nú getur þú tryggt þér öruggan og hnökralausan aðgang að fjárhags- og viðskiptaupp- lýsingum fyrirtækisins í eitt skipti fyrir öll. Það gerir þú með Navision Small Business. Það þarf ekki að kosta mikið að verða stór Nú á aðeins kr. 115.038 Hafðu samband núna! Hringdu í síma 550-9000 og fáðu réttu lausnina fyrir þitt fyrirtæki Ármúla 7 | 108 Reykjavík | www.landsteinarstrengur.is 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI ÞJÓÐKIRKJAN „Framsetning Hjartar Magna veldur ákveðnum misskiln- ingi,“ segir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Þjóðkirkjunni. Hjörtur Magni Jóhannsson frí- kirkjuprestur sagði það hróplega mismunun að þjóðkirkjan fengi hátt á fjórða milljarð frá ríkinu meðan trúfélög fengju aðeins sóknargjöld. Steinunn segir að innifalið í þessari tölu sem Hjörtur Magni nefnir séu sóknargjöld hennar sem og greiðslur til kirkjugarða en starfsemi þeirra sé aðskilin annarri starfsemi Þjóðkirkjunnar og þjóni öllum landsmönnum burt- séð frá trúfélagsaðild. „Þarna er því ekki um að ræða fé sem Þjóð- kirkjan fær til viðbótar við sókn- argjöld,“ segir Steinunn. „Það er ljóst að Þjóðkirkjan nýtur sérstöðu í íslensku þjóðfé- lagi,“ segir Steinunn. „ Að hluta til er það vegna sögu hennar og stöðu og einnig skapar stærð hennar sérstöðu. En því fylgja líka skyld- ur og ábyrgð, langt umfram þær kröfur sem gerðar eru til annarra trúfélaga,“ segir hún að lokum. - jse Fjárframlög ríkisins til Þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga: Þjóðkirkjan nýtur sérstöðu GUÐSÞJÓNUSTA Steinunn Arnþrúður segir Þjóðkirkjuna njóta sérstöðu í íslensku þjóð- félagi en hún hafi einnig skyldur og ábyrgð langt umfram þær kröfur sem gerðar séu til annarra trúfélaga. COLORADO, AP Sautján ára banda- rískur piltur missti stjórn á bíln- um sínum er hann var að senda smáskilaboð úr farsíma sínum sem varð til þess aldraður hjól- reiðamaður lét lífið. Pilturinn á yfir höfði sér allt að eins árs fangelsi fyrir vítavert kæruleysi undir stýri. Þetta var í annað sinn sem ekið var á þennan sama aldraða hjólreiðamann. Fyrir tveimur árum var ekið á hann er hann hjólaði í mestu makindum á hjól- reiðastíg. Að sögn eiginkonu hans hafði hann allar götur síðan verið sérlega varkár í umferðinni. - fb Piltur ók á hjólreiðamann: Sendi SMS undir stýri FORN LIST Gestur á sýningunni „Egyptaland Grikkland Róm - varnir og snerting“ gengur hjá styttu af Alexander mikla í líki egypsks faraós í safni í Frankfurt á föstudag. MYND/AP TSJETSJENÍA, AP Stjórnvöld vonast til þess að kosningarnar sem haldn- ar voru í Tsjetsjeníu í gær munu færa stríðshrjáð héraðið einu þrepi nær stöðugleika og friði. Þó er ljóst að fáir heimamenn líta kosningarnar alvarlegum augum. Öllum aðskilnaðarsinnum er bannað að bjóða sig fram, en 350 frambjóðendur takast á um þingsætin 58. Auk þess koma engir eftirlitsmenn frá Evrópu- sambandinu og Evrópuráðinu að kosningunum. Um 600.000 manns eru á kjör- skrá í héraðinu, þar sem vatn og rafmagn er oft erfitt að fá, og gríðarlegt atvinnuleysi ríkir. Auk þess er talið að um 100.000 óbreyttir borgarar, hermenn og uppreisnarseggir hafi látist í stríðunum tveimur sem herjað hafa í héraðinu síðan árið 1994, þegar rússneskir hermenn fyrst bældu niður stjálfstæðisbaráttu heimamanna. Þrátt fyrir ofbeldishótanir og fjölmarga skotbardaga víða um héraðið síðustu vikurnar, voru kjörstaðir opnaðir án teljandi vandræða í gærmorgun, en um 24.000 hermenn og lögreglumenn gættu kjörstaðanna 430. Búist er við að stuðningsflokk- ur Vladimírs Pútín Rússlandsfor- seta muni sigra í kosningunum, en flokkurinn Sameinað Rússland styður einnig Ramzan Kadyr- ov, forystumann sambandssinna Tsjetsjena. Ef Sameinað Rúss- land vinnur má gera ráð fyrir að Kadyrov verði næsti forseti Tsjet- sjeníu, en hann ríkir yfir 5.000 manna einkaher sem illræmdur er fyrir grimmd og mannréttinda- brot. Auk þess á hann stóran hlut í olíuborholum héraðsins. Kadyr- ov er sonur Akhmads Kadyrovs fyrrverandi forseta Tsjetsjeníu sem aðskilnaðarsinnar réðu af dögum í Grozny í fyrra, sjö mán- uðum eftir hann tók við forseta- embættinu. Fjölmennt rússneskt hernáms- lið er í Tsjetsjeníu og berast sögur um hryðjuverk þessara hermanna í héraðinu. Þeir eru sagðir fara ölvaðir um héraðið og myrða fólk af litlu sem engu tilefni. smk@frettabladid.is Kosningar án eftirlitsmanna Rússneska ríkisstjórnin bindur miklar vonir við kosningarnar sem haldnar voru í Tsjetsjeníu í gær. Heimamenn líta á þær sem skrípaleik. KOSNINGAR Í TSJETSJENÍU Tsjetsjenskir kjósandi fær aðstoð þegar hann kemur út úr kjör- klefanum en kosið var til þings í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.